16.10.2015 | 00:04
Gæti verið bandalag milli ISIS og Pútíns?
Það er nefnilega merkilegt að hugsa til þess, hve mikil raunveruleg samvinna hefur verið milli ríkisstjórnar Sýrlands - og ISIS alla tíð síðan ISIS kemur fram 2013. En ISIS virðist snemma hafa náð á sitt vald olíulyndum í eyðimörkinni í A-hluta Sýrlands.
Það hefur að auki vakið athygli - - hve afar tiltölulega sjaldan, ISIS og stjórnarhermenn, takast á - það gerist. En miklu mun oftar, þá ræðst ISIS að uppreisnarmönnum.
Langsamlega megnið af svæðum ISIS - hafa þeir náð af uppreisnarmönnum.
Síðan ISIS tók olíu- og gaslyndirnar hefur stjórnin í Sýrlandi enga tilraun gert til þess, að eyðileggja þær gaslyndir sem ISIS hefur á sínu valdi - og stjórnvöld kaupa gas af ISIS sem notað er til rafmagnsframleiðslu. En einnig olíu og bensín.
- Það er sannarlega rétt, að stjórnin notar gasið - olíuna og bensínið.
- En vert er að muna, að bæði Rússland og Íran, sem styðja Sýrlandsstj. - eru olíuríki. Svo maður mundi ætla, að þau geti reddað Assad gasi og olíu.
- Svo ef það væri virkilega rétt, að ISIS sé meginhættan á svæðinu - þá hefði maður ætlað að ríkisstjórn Sýrlands, hefði látið sig hafa það fyrir löngu, að sprengja upp gaslyndirnar og olíubrunnana, svo þeir yrðu ISIS ekki lengur tekjulynd.
- Og maður mundi ætla, að fyrst að Pútín segist vera að berjast einkum við ISIS, eða talar fjálglega um það að hann sé að stofna bandalag gegn ISIS - - > Að hann væri búinn að senda einhverja af sprengjuvélum sínum sem hann notar nú til að "bombardera" uppreisnarmenn, til að sprengja upp olíu- og gasvinnslu ISIS.
- En Pútín hefur ekki enn varpað einni sprengju á þessar stöðvar - - þannig að enn er ISIS að fá peninga frá Assad.
Síðan Rússar koma á vettvang, þá virðist hegðan þeirra svipuð og hegðan stjórnarinnar, þ.e. að Rússar ráðast á uppreisnarmenn - - ekki ISIS. Og eins og ég benti á, þeir hafa ekki sprengt upp - megin tekjulind ISIS sem viðheldur styrk ISIS í landinu.
Það virðist því í gangi einhver undarleg forgangsröðun.
Ef megintilgangur Putíns og Assads er að berjast við ISIS.
Á þessari stundu í Sýrlandi, er í gangi ný atburðarás sem einnig vekur spurningar, þegar maður íhugar hugsanleg samskipti við ISIS
- Borgin Aleppo hefur hálfu leiti verið á valdi svokallaðs "Frjáls sýrlensks hers" síðan 2011, þ.s. FSH hefur haldið velli í 4 ár.
- Það hafa borist fregnir af því, að verið sé að safna liði - einhver þúsund íranskra hermanna, og einhver þúsund sýrlenskra hermanna, til að ráðast að Aleppo.
- En á sama tíma, er ISIS með sókn meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland. Það sem er merkilegt við þá sókn - er að hún ógnar helstu flutningaleiðum uppreisnarmanna í Aleppo, til Tyrklands. Það er því hætta á að ISIS - - loki á helstu leið uppreisnarmanna þar, til að afla sér vopna og skotfæra.
Það þarf varla að taka fram - að ef ISIS nær að taka þau krítísku svæði á landamærunum, sem barist er um - - > Að þá verður bardaginn um Aleppo, miklu mun styttri en annars.
Sérstaklega þessi atburðarás - vekur fyrir mér spurningar.
Af hverju virðist sem að - ISIS sé að aðstoða við árás Írana + sýrl. hersins og Rússa á Aleppo?
- Þ.e. þekkt að í kjarna ISIS, er hópur foringja úr her og leyniþjónustu Saddams Hussain.
- Höfum í huga, að Bath flokkurinn sem réð völdum í Írak - - á systur flokk í Sýrlandi, þ.e. stjórnarflokk Sýrlands.
- Mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að leyniþjónusta Sýrlands, hafi viðhaldið tengslum við þá fyrrum meðlimi Bath flokks Saddam Hussain, sem eru í innri valdakjarna ISIS.
- M.ö.o. er þar af leiðandi ekki óhugsandi, að rússn. leyniþjónustan - hafi sambærileg óopinber samskipti.
-------------
En punkturinn í þessu er auðvitað sá - að þó svo geti verið að ISIS sé einfaldlega að nota tækifærið til að vinna lönd í Sýrlandi.
Þegar uppreisnarmenn eru undir þrýstingi frá Rússum, Írönum og stjórninni í Damascus.
- Þá mundi sú hegðan sem maður verður vitni að.
- Ekki líta neitt öðruvísi út, ef þ.e. til staðar mun formlegri samvinna milli Rússa - Assads og ISIS.
En ef það er til staðar samkomulag.
Mundi það náttúrulega skýra, af hverju Assad virðist hafa verið tilbúinn í 2 ár að lifa við það, að borga ISIS fyrir olíu og gas.
Og að auki, skýra það að Rússar virðast ekki enn hafa gert nokkra tilraun til þess, að loka á þá peningalynd sem olíu- og gasvinnslan sem ISIS ræður yfir sannarlega er.
Og ekki síst, skýra af hverju Assad - ISIS og Rússar; almennt séð eiga ekki í átökum.
Niðurstaða
Máli er að vegna þess að fyrrum meðlimir ríkisstjórnar Saddams Hussain, að miklu leiti hafa skipulagt þá hreyfingu er nefnist ISIS. Þá hefur hún frá upphafi - - alltaf verið miklu mun betur skipulögð en aðrar róttækar hreyfingar sem maður hefur heyrt um.
Síðan virðist hún viðhafa -lögregluríkis fyrirkomulag- á þeim svæðum sem ISIS ræður yfir.
Stjórnarfyrirkomulag ISIS virðist - ca. það sama og þ.s. til staðar var í Írak, er Saddam Hussain var við völd.
Þannig að eftir allt saman, þá er ISIS ekki endilega svo ólík stjórninni í Damaskus.
Þ.e. rétt að ISIS er mjög "brutal" en því gleyma margir að það var Saddam Hussain einnig, á valdaferli hans létu sennilega nærri 1,5 milljón manns lífið. Hann drap kringum 300þ. shíta er þeir gerðu eitt skiptið uppreisn. Og hann ætlaði að drepa mjög mikið af kúrdum, ef einhver man eftir frægri -gas árás á Kúrda- líklega hrekja þá mikið til úr landi eða drepa.
- Hans afsökun fyrir fjöldamorðum - var aldrei trúarlegs eðlis.
- En ISIS virðist einfaldlega vera ca. svipað "brutal" og hans stjórn var.
Og Assadarnir bjuggu hlið við hlið við Írak er Saddam Hussain var við völd í 20 ár eða rúmlega það, og ríkin 2-voru ekki óvinveitt á þeim árum.
- Þannig hafandi í huga, að í valdakjarna ISIS eru margir fyrrum meðlimir stjórnar Saddams Hussain.
- Þá megi vera að þeir hafi sjálfir mjög fljótlega, haft samband við Damascus. Og hughreyst Assad um það, að þeir mundu fókusa á uppreisnarmenn - - ekki stjórnvöld.
Það geti einfaldlega verið.
Að Assad líti á ISIS sem aðila sem hann geti unnið með.
Og kannski á það sama við um Pútín.
Þó það mundi aldrei vera opinberlega viðurkennt - a.m.k. ekki í bráð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Það er búið að eyðileggja allt fyrir stjórnvöldum í Bandaríkjunum með að koma upp svipuðu stjórnmálaástandi í Sýrlandi eins og í Líbýu, svo og hefur þetta alls saman farið úrskeiðis með fjármagna og vopna "uppreisnarmenn" til að koma Assad frá völdum.
Stjórnvöldum í Bandaríkjunum tókst að koma Saddam Hussein í Írak frá völdum með átillum (eða réttara sagt lygum) um gjöreyðingarvopn, nú og stjórnvöldum í Bandaríkjunum tókst að koma Múammar Gaddafí í Líbýu frá völdum með góðum átillum (eða réttara sagt lygum) um nauðganir og manndráp. En lygarnar um eiturgasið er átti að klína á Assad karlinn virkuðu ekki, og ekki hefur það virkað að fjármagna og vopna þessa "uppreisnarmenn" til að koma Assad frá völdum.
Nú þessi stuðningur stjórnvalda í Bandaríkjunum við Katar og Saudi Arabíu með koma upp gas-leiðslunni frá Katar og yfir til Tyrklands hefur algjörlega mistekist. En það er rétt það má alls ekkert tala um það í mörgum fjölmiðlum, sjá hérna: WORLD BANK WHISTLEBLOWER ON SYRIA https://www.youtube.com/watch?v=YDEo5Xjbark
Nú verður bara að finna aðrar leiðir til að útiloka þessi gas viðskipti milli Rússa og Evrópu, ekki satt?
Því má alls ekki segja eitthvað jákvætt um Rússa, Rússnesk stjórnvöld og hvað þá Putin karlinn, og hvað þá eitthvað varðandi að Rússar séu að sigra ISIS í stríðinu, ekki satt? Russia achieved in one week in Syria what US could not in one year: American researcher http://www.presstv.com/Detail/2015/10/10/432872/US-policy-Russia-Syria-
Almenningur í Bandaríkjunum er reyndar farin að kenna Obama um að hafa ekki staðið sig nóg vel í stríðinu gegn ISIS. Því má allt svona alls ekki fréttast:
Special Ops Officer Blows Whistle on CIA Funded ISIS Via Swiss Bank Accounts
Top General Admitting That Obama Knowingly Armed ISIS! http://linkis.com/800whistleblower.com/xny3e
WikiLeaks Reveals How the US Aggressively Pursued Regime Change in Syria, Igniting a Bloodbath
http://friendsofsyria.info/index.php/2015/10/12/wikileaks-reveals-how-the-us-aggressively-pursued-regime-change-in-syria-igniting-a-bloodbath/
US can’t rescue CIA-trained terrorists in Syria: American officials http://www.presstv.ir/Detail/2015/10/10/432801/CIAtrained-terrorists-Syria
Two CIA Mossad Agents Arrested By Special Forces While Advising ISIS Inside Iraqi Borders! http://politicalvelcraft.org/2015/06/17/two-cia-mossad-agents-arrested-by-special-forces-while-advising-isis-inside-iraqi-borders/
Breaking: Washington Airdrops Tons of Weapons to Rebels in Syria
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 14:11
"Það hefur að auki vakið athygli - - hve afar tiltölulega sjaldan, ISIS og stjórnarhermenn, takast á - það gerist. En miklu mun oftar, þá ræðst ISIS að uppreisnarmönnum."
Vegna þess að landamærin sem stjórnarherinn ræður yfir liggur ekki að jafn miklu leiti að landamærum þess svæðis sem ISIS ræður og landamæri uppreisnarmanna.
Þess vegna.
Einfaldari kenning.
"Langsamlega megnið af svæðum ISIS - hafa þeir náð af uppreisnarmönnum."
Uppreisnarmenn hafa minni bardagagetu, vegna þess að eftir sem áður á Assad herinn.
"Síðan ISIS tók olíu- og gaslyndirnar hefur stjórnin í Sýrlandi enga tilraun gert til þess, að eyðileggja þær gaslyndir sem ISIS hefur á sínu valdi - og stjórnvöld kaupa gas af ISIS sem notað er til rafmagnsframleiðslu. En einnig olíu og bensín."
Logistics.
"Síðan Rússar koma á vettvang, þá virðist hegðan þeirra svipuð og hegðan stjórnarinnar, þ.e. að Rússar ráðast á uppreisnarmenn - - ekki ISIS. "
ISIS eru ekki jafn-mikið threat of fólk hér á landi heldur. Allir með aðgang að haglabyssu og smá ammó eru meiriháttar ógn við þann hóp. Sjá: kúrdar.
"Það virðist því í gangi einhver undarleg forgangsröðun.
Ef megintilgangur Putíns og Assads er að berjast við ISIS."
*Ef.* En nei, það er ekkert þeirra megintilgangur.
Ég hef oft sagt þetta, og það hefur ekkert breyst: ISIS eru ekki major spilarar þarna.
"Máli er að vegna þess að fyrrum meðlimir ríkisstjórnar Saddams Hussain, að miklu leiti hafa skipulagt þá hreyfingu er nefnist ISIS. Þá hefur hún frá upphafi - - alltaf verið miklu mun betur skipulögð en aðrar róttækar hreyfingar sem maður hefur heyrt um."
Já. Skipulagðir eru þeir. En gagnslausir í bardaga. Við fólk sambærilegt því sem þú myndir hitta í kringlunni. Mér skilst þetta sé eitthvað landlægt, hef heyrt það frá ansi mörgum sem hafa *reynt* að þjálfa mið-austurlandabúa. Þeir taka ekki þjálfun. Af einhverjum orsökum.
"Síðan virðist hún viðhafa -lögregluríkis fyrirkomulag- á þeim svæðum sem ISIS ræður yfir."
... þú veist hvaða lið þetta er, er það ekki?
"Það geti einfaldlega verið.
Að Assad líti á ISIS sem aðila sem hann geti unnið með."
Eða: það eru meira aðkallandi vandamál núna. Þeir díla við minniháttar hálfvita-infestation síðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2015 kl. 16:03
Þetta er margslungin samsæriskenning hjá þé ,en ekki sérlega góð.
Það sem hefur verið að gerast þarna er að bandaríkjamenn eru búnir að "berjast" við ISIS í 13 mánuði án þess að ISIS yrði fyrir nokkru verulegu tjóni,þar á meðal hafa þeir haldið sínum gas og olíulyndum óskertum.
Málið er að US hefur aldrei verið að berjast við ISIS heldur verið að reyna að smala þeim gegn Sýrlenska hernum.
ISIS hefur bara orðið fyrir árásum ef þeir hafa verið að berjast við aðra hryðjuverkahópa.
Ástæðan fyrir að US sprengir ekki upp olíulyndirnar er sú að þeir eru ánægðir með að ISIS hafi eigin fjármögnun svo þeir þurfi ekki að eyða dollurum í stuðning við þá ,bara að sjá þeim fyrir vopnum.
Alltaf annað slagið eru nýjir hópar hryjuverkamanna með ný nöfn dæmdir "Moderate" og fá vopnasendingar ,sem enda svo snarlega hjá ISIS.
Ef ég man rétt hafa frakkar ísraelsmenn og tyrkir verið að sprengja þarna líka,en af einhverjum ástæðum hefur ekki kveiknað í neinni gaslynd ennþá.
Bandaríkjamenn vilja með engu móti skaða ISIS of mikið vegna þess að þeir ætla að nota þá til að sptengja upp Kákasushéruðin þegar þeir hafa lokið við Sýrland.
Af sömu ástæðum mun Putin gera allt til að eyða ISIS í Sýrlandi og Írak til að þurfa ekki að mæta þeim í Kákasus.
Það sem Rússar og Sýrlendingar eru að gera held ég ,er að reyna að skera á byrgða og liðsflutninga til hryðjuverkamanna frá Tyrklandi með því að sækja norður með landamærum Tyrklands.
Þetta virðist vera að skila einhverjum árangri vegna þess að nú hafa US gripið til þess óyndisúrræðis að reyna að fóðra svæðið með því að kasta niður vopnum úr flugvélum.
Þetta er ekki hægt,eins og Paulus fékk að kynnast við Stalingrad um árið.
Ástæðan fyrir að sýrlendingar vilja ekki kveikja í lyndunum gæti verið að þær eru sýrlensk eign og þeim er vafalaust mikið í mun að reyna að ná þeim heilum ef hægt er.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast,það virðist sem ISIS sé ekki mjög stapíll her þegar á móti blæs.
Borgþór Jónsson, 16.10.2015 kl. 20:48
Boggi, þú ert alltaf jafn -meinfyndinn- þegar þú íjar að því að það sé Bandaríkjunum að kenna að gas- og olíulyndir ISIS hafa ekki verið sprengdar.
Þú auðvitað lætur þú alveg hjá því að geta þess - -> Hver er megin kaupandi olíu og gas frá ISIS. Þar með, hvaðan ISIS fær sitt fjármagn að stórum hluta.
Þ.e. frá stjórnvöldum Sýrlands.
Þú lætur alveg vera að íhuga það - af hverju Assad er til í að fjármagna ISIS.
Ef ISIS á að vera meiriháttar ógn við hans stjórn.
En Assad á einnig flugher, a.m.k. var hann enn öflugur er ISIS var að rísa, og er ISIS tók olíu- og gaslyndirnar, þá hefði það ekki verið neitt vandamál fyrir Assad - - að sprengja upp orkustöðvar ISIS, og þar með loka á þeirra fjármögnun.
Það má vera að flugvélar Assads hafi síðan þá - tínt eitthvað tölunni. En Sýrland réð yfir einum öflugasta flugher Mið-Austurlanda.
Og enginn hluti flughers Sýrlands - gekk í lið með uppreisninni.
____________
En Assad hefur ekki gert þetta.
ISIS ræðst að uppreisnarmönnum.
Með því að kaupa olíu og gas af ISIS.
Þá styrkist staða ISIS gagnvart uppreisnarmönnum, og ISIS vinnur af þeim meiri lönd.
______________
Við verðum að gera ráð fyrir því - - að reikningur Assads sé sá, að uppreisnarmenn séu megin ógnin.
Og það sé því -kostur að ISIS vaxi ásmegin- á kostnað uppreisnarmanna.
Fram að þessu a.m.k. virðist Assad ekki hafa tapað neitt verulega á því - - > Að veðja með þannig hætti á ISIS.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2015 kl. 22:55
Ásgrímur Hartmannsson - -
Ef ISIS og Assad gerðu samkomulag snemma 2013, eftir að ISIS tók olíu- og gasbrunnana í Sýrlandi, þess efnist að ISIS mundi ráðast að uppreisnarmönnum.
Þá ef slíkt samkomulag er til staðar - - þá um leið virkar sú skýring algerlega með þeirri landfræðilegu dreifingu umráðasvæða ISIS er þú nefnir.
Þ.s. eftir allt saman, ef ISIS stendur við samkomulag, gerum ráð fyrir að það sé til staðar; þá einmitt leiðir það til slíkrar landfræðilegrar dreifingar umráðasvæða ISIS.
___________
Og þegar Assad sér að ISIS er að standa við sitt - - með því að taka stöðugt meira land af uppreisnarmönnum.
Þá er hann rökrétt séð rólegur með það, að vera að kaupa olíu og gas af ISIS.
Og þar með - styrkja getu ISIS til að berjast einmitt við uppreisnarmenn.
Því fjármögnunin þíðir að ISIS getur aflað sér vopna.
Og einnig borgað eigin fólki laun.
_____________
En í þína skýringartilraun - vantar útskýringu á því.
A)Af hverju Assad hefur ekki spengt olíu- og gaslyndirnar, sem hann sannarlega hefur getað gert með sínum flugher.
B)Þ.e. ekkert sérstakt lógístískt vandamál þar um, Assad sendir sprengjuvélar - þær henda sprengjum. Og gas- og olíulindir eru logandi helvíti. Mjög auðvelt í framkvæmd - unnt að gera hvenær sem er. Slíka elda er mjög erfitt að slökkva - þarf sérhæft starfsfólk til þess. Þetta sást t.d. í Kuvæt þegar tók marga mánuði að slökka sambærilega elda þar, með bestu sérfræðingum er Bandaríkin áttu.
C)En hugmyndin -samkomulag- gefur skýringu á því, af hverju Assad hefur ekki sprengt þessa brunna -> Sem virkar. Þ.e. ISIS sé að ráðast að uppreisnarmönnum <- -> Á móti, hafi Assad samþykkt, að fjármagna ISIS með því að kaupa af ISIS olíu og gas.
D)Bendi á að Assad getur fengið olíu og gas frá Rússum eða Írönum, hann verður ekki að fá olíu og gas frá ISIS. Þetta er því - hans val. Ekki nauðung - - > Sem aftur bendi til þess. Að einhver undirliggjandi ástæða geri það hafgellt fyrir Assad, að kaupa olíuna og gasið af ISIS. Sem sú hugmynd að til staðar sé samkomulag, skýri þá fullkomlega. Að Assad m.ö.o. líti það sér í hag - > Að ISIS eflist með því að taka sífellt meira land af uppreisnarmönnum.
E)Inn í þína skýringu, vantar einnig skýringu á því, af hverju Rússar sprengja ekki olíu- og gaslyndir þær sem ISIS ræður yfir. En ef Rússar hafa gert sitt eigið samkomulag við ISIS - - > Þá skýrist fullkomlega af hverju þeir hafa ekki heldur sprengt þessar lynir. Rússar þurfa ekki gera meir til þess en að senda vélar hlaðnar sprengjum. Þurfa ekki að ómaka til þess herlið. Engin lógistísk vandamál af nokkru tagi.
____________________
Mín skýring a.m.k. virðist skýra allar þessar annars skrítnu staðreyndir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2015 kl. 23:09
Sæll Einar Björn
Þetta gengur ekki upp hjá þér, það kannast enginn við einhverja samninga milli Assad og ISIS 2013.
En hérna hefur þú eitthvað annað til að hugsa um : THE FACTS ARE IN: Obama Gave Over 1,500 Terrorists Asylum in US, Documents Reveal
Obama Refuses To Accept US Soldiers Bodies Killed By Russian Airstrikes In Syria http://www.whatdoesitmean.com/index1923.htm
Eins og þú veist þá má alls ekki tala um þessar fréttir :
Special Ops Officer Blows Whistle on CIA Funded ISIS Via Swiss Bank Accounts
Top General Admitting That Obama Knowingly Armed ISIS! http://linkis.com/800whistleblower.com/xny3e
WikiLeaks Reveals How the US Aggressively Pursued Regime Change in Syria, Igniting a Bloodbath http://friendsofsyria.info/index.php/2015/10/12/wikileaks-reveals-how-the-us-aggressively-pursued-regime-change-in-syria-igniting-a-bloodbath/
US can‘t rescue CIA-trained terrorists in Syria: American officials http://www.presstv.ir/Detail/2015/10/10/432801/CIAtrained-terrorists-Syria
Two CIA Mossad Agents Arrested By Special Forces While Advising ISIS Inside Iraqi Borders! http://politicalvelcraft.org/2015/06/17/two-cia-mossad-agents-arrested-by-special-forces-while-advising-isis-inside-iraqi-borders/
Breaking: Washington Airdrops Tons of Weapons to Rebels in Syria
WORLD BANK WHISTLEBLOWER ON SYRIA https://www.youtube.com/watch?v=YDEo5Xjbark
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 23:39
The U.S. Government Supplied ISIS’ Iconic Pickup Trucks http://oathkeepers.org/oktester/the-u-s-government-supplied-isis-iconic-pickup-trucks/
NATO To Send Troops To Protect ISIS From Russia http://www.eutimes.net/2015/10/nato-to-send-troops-to-protect-isis-from-russia/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning