Áhugavert að uppreisnarmen í A-Úkraínu, hafa formlega aflýst kosningum sem þeir sögðust ætla halda þann 18/10 nk.

Ég ætla að túlka þetta þannig, að Pútín vilji alls ekki hætta á ný átök í Úkraínu, núna þegar hann er að hefja herferð í Sýrlandi. En mér virtist ljót að hætta væri á að kosning uppreisnarmanna, mundi geta leitt til stríðs að nýju.
En þeir hafa hingað til ætíð beitt -sovéskri aðferð- við sínar kosningar, þ.e. einungis eitt framboð heimilað að bjóða sig fram, m.ö.o. ekkert andstöðu framboð heimilað.
Mér virðist ljóst, að Pútín hljóti að hafa beitt þá þrýstingi, að falla frá því að halda þær fyrirhuguðu kosningar á þessu ári.

Tensions ease as Ukraine rebels agree to scrap election

"Rebel representatives said they were postponing elections planned for October 18 and November 1 in Donetsk and Luhansk until next year, according to the Donetsk-based DAN news agency."

Þetta virðist þó ekki benda til þess, að Pútín sé að afskrifa - uppreisnarmenn.
Heldur velji hann, að láta mál liggja kyrr - sennilega í von um að engin ný átök standi yfir í Úkraínu meðan að það hentar Pútín ekki, að standa í slíku.

 

Af hverju hentar það ekki fyrir Pútín að ný átök fari fram í A-Úkraínu?

Russian Soldiers Join Syria Fight :"Although President Vladimir V. Putin of Russia said he would not put troops in Syria, the plan for so-called volunteers was disclosed Monday by his top military liaison to the Parliament, Adm. Vladimir Komoyedov."

Þetta er áhugavert - að rússn. yfirvöld virðast nú kalla eftir sjálfboðaliðum til að berjast í Sýrlandi. Þetta líkist sannarlega sambærilegu ákalli er fór fram þegar átök í A-Úkraínu voru að hefjast.

En mjög mikið af Rússum hafa tekið þátt í átökum þar, en þeir voru alltaf nefndir sjálboðaliðar - leiðtogar uppreisnarmanna göntuðust með að þeir væru þarna í sumarfrýi. Mér virðist ljóst, að þar hafi farið málaliða her.

Þ.e. áhugavert að Pútín, skuli í annað sinn, kjósa að beita málaliðum.
Ég veit ekki akkúrat hvers vegna - en það má velta því fyrir sér, hvort þeir eru ódýrari.
T.d. lægra kaup - eða að ekki gildi sama um málaliða og hermenn, að ef þeir farast þá fái ættingjar bætur; m.o.ö. gætu málaliðarnir verið peningasparnaðar-aðgerð.
Svo má vera, að málaliða sé auðveldara að afskrifa, ef mál fara fyrir rest illa.

_________________

En af hverju það sennilega hentar ekki Pútín, að stríð fari af stað í Úkraínu á þessu ári, stendur sennilega einmitt í tengslum við það, að Pútín sé að hefja þátttöku í öðru stríði.

En ég stórfellt efa, að Rússland geti staðið undir - tveim stríðum samtímis.

  1. Ég tel að auki að ástæða þess að Pútín sé að demba sér inn í átök í Sýrlandi, akkúrat núna - sé að vígsstaðan hafi verið orðin stórfellt varasöm fyrir Assad.
  2. Þetta hafi verið val um að, verja Assad falli. Eða, að afskrifa Assad.

Uppreisnarher hafi verið farinn að gera atlögu að Ladakia héraði, öðru af tveimur strandhéröðum Sýrlands. Þar sem einnig búa margir stuðningsmenn Assads.

M.ö.o. atlaga að sjálfum kjarna valda Assads.
Þannig að ekki hafi verið um annað að ræða fyrir Pútín, en að koma Assad til bjargar.
Ef hann ætlaði ekki að afskrifa ítök Rússlands í Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Það virðist því stefna á að allt verði með frið og spekt í Úkraínu á þessu ári a.m.k. Því að það hentar Pútín akkúrat núna, að átök liggi niðri - meðan að Rússland er önnum kafið við það nýja verkefni, að forða stjórn Assads frá því sem virðist hafa verið yfirvofandi hrun. Að sókn sameinaðs liðs uppreisnarmanna, mundi hefja innreið í strandhéröð landsins.
Ef þau hefðu fallið, þá mundi Assad hafa misst aðgengi að hafinu, og þess utan átt einungis eftir héröð meðfram landamærum við Lýbanon.

Í strandhéröðum landsins, einnig býr það fólk -alavi fólkið- sem er kjarni stuðnings meðal íbúa við stjórn Assads. Þannig að Assads getur alls ekki misst það svæði.
Það þíddi mjög sennilega, að stjórn hans væri mjög fljótlega í kjölfarið búin að tapa stríðinu alfarið.

Aftur á móti, grunar mig að björgunartilraun Pútíns muni dragast á langinn, þegar Saudar -sem hafa þegar gefið út að þeir eru líklegir til að senda uppreisnarmönnum meira af vopnum og fjármagni- mæta framlagi Pútíns og Írans.
Það getur þítt, að í framhaldinu skapist rútína þ.s. "tit-for-tat" Rússar/Íranar auka sitt framlag, og síðan Saudar og Flóa Arabar á móti.
Og átök fari í stigmögnun.

  • Ef svo fer, að Pútín verður enn í átökum á nk. ári innan Sýrlands, gæti skapast áhugaverð staða í Úkraínu - en þá gæti vandast mál fyrir Pútín að halda uppreisnarmönnum gangandi, ef kostnaður er í hröðum vexti við hitt stríðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er nú í fyrsta lagi hálfsannleikur að stjórn Assads byggi vald sitt aðallega á alawítum, þótt hann sé alawíti sjálfur. Í öðru lagi: Þegar þú segir "Saudar og Flóa Arabar" -- þá liggur fiskur undir steini, og sá fiskur heitir Bandaríkin.

Vésteinn Valgarðsson, 7.10.2015 kl. 21:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, Sýrlands stjórn hefur síðan faðir núverandi Assad, gerði byltingu fyrir 40 árum rúmlega svo - verið þjóðernis-minnihlutastjórn.
Einmitt sá maður dæmi þess í Afríku, ég nota töluvert afrísk dæmi til að spá fyrir um það hvernig þetta spilast út, því að í mörgum löndum þar meðal Kalda-stríðið stóð yfir, varð heimurinn marginnis vitni að því, að - einn þjóðernishópur eða ættbálkur rændi völdum í landi, og síðan í kjölfarið færi að maka krókinn á kostnað annarra íbúa.

Þannig hefur það akkúrat verið áratugum saman í Sýrlandi, og ef maður miðað við afrísku dæmin, en ég sé ekki ástæðu að ætla að það virki með öðrum hætti þarna - við erum eftir allt saman sama tegund "homo sapiens sapiens."

En reynslan m.ö.o. er þá sú, að haturs ástand byggist smám saman upp í landi, er lýtur slíkri minnihlutastjórn - sem hegðar sé þannig, að beita lögregluríkis aðferðum við það að halda völdum, og hernum þess á milli til að berja niður uppreisnir - þannig með ótta og ofbeldi sé landsmönnum haldið niðri.

Það sé rökrétt að þannig land, verði smám saman að púðurtunnu haturs og ofstækis, sem einunngis neysa þarf - til að í bál og brand fari.

Ég tel þessar skýringar fullnægjandi, m.ö.o. hafna því að utanaðkomandi öfl, hafi búið þarna til uppreisn - slíkt sé áróður landa sem séu sjálf undir stjórn einræðisherra, sem hafi því hagsmuni af því, að sverta hverja þá sem standa fyrir byltingum er hafa það markmið, að steypa einræðisstjórnum. Vegna þess eftir allt saman, séu einræðisherrar ætíð hræddir við sitt eigið fólk.

En ég er að tala um -dýnamík- sem hafi spilast með margvíslega sambærilegum hætti, í mörgum Afríkulöndum á árabilinu ca. 1960-1990. Þ.e. við sáum oft í þeim löndum, valdarán - gjarnan þá voru mismunandi ættbálkar í löndum sem eru þjóðernislega klofin þar, að bítast um völdin með þannig aðferðum, og til skiptis hlaða undir sitt eigið fólk - - við sáum slíkt gjarnan einmitt valda aukinni spennu, í nokkrum tilvikum leiða til borgaraátaka.
Ekki alltaf - - stundum komu löng tímabil, grimmra einræðisherra.

Í því fari var einmitt Sýrland lengi vel. En hatrið hafi samt verið að krauma undir niðri - - hatrið sem stjórnarfyrirkomulagið sjálft bjó til.

    • "Þegar þú segir "Saudar og Flóa Arabar" -- þá liggur fiskur undir steini, og sá fiskur heitir Bandaríkin."

      • Reyndar er ég fremur viss, að Saudar og Flóa Arabar - reka eigin stefnu á þessu svæði, þeir séu ekki alltaf að hafa fyrir því að spyrja Kana fyrst.
        Margir virðast vanmeta, hve sjálfstæður gerandi Saudi Arabía og Flóa Arabar í dag séu.
        Samvinna Bandar. og þeirra - sé ekki samvinna "þræls" og eiganda, en margir vanmeta hve mikil áhrif Saudi Arabía og Flóa Arabar hafa innan Bandaríkjanna sjálfra - - > Þetta sé alls ekki samband er virki bara í eina átt, heldur beita Saudi Arabar og Flóa Arabar sé á Bandar.þingi þeirra lobbý virðist í dag sterkara en sjálft Gyðingalobbýið, og áhrif þeirra eftir því - - Saudar og Flóa Arabar hafi togað til sín töluvert mikil völd innan þess samstarfs, það sé nú nær jafningja en nokkru sinni áður.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 7.10.2015 kl. 22:23

      3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

      Það getur vel verið að Sádar og Flóamenn hafi sínar eigin ástæður til að styðja þá, -- en það breytir því ekki að Bandaríkin og fleiri bandalagsríki þeirra hafa það líka. Tyrkir og Ísrael (líka bandamenn Kana) hafa líka veitt ISIS ýmsan stuðning -- og Kanar hafa sjálfir sent þeim ógrynni vopna auk annars stuðnings.

      Ég veit vel hvernig ríkisstjórn Sýrlands virkar. Ég vil benda þér á að þótt þar sé lögregluríki, eins og í öllum öðrum löndum í þessum heimshluta, þar sem á annað borð er ríkisvald til staðar, þá (a) er Bashir al-Assad ekki sá sami og Hafez al-Assad. Hann á mun meiri vinsældum að fagna, hefur gert ýmsar umbætur sem skipta máli og er tiltölulega vel liðinn af almenningi, þótt hann eigi að sjálfsögðu sína óvini og þótt þeir séu að sjálfsögðu til sem eiga harma að hefna á honum eða hafa réttmæta krítík fram að færa. (b) Málstaður sýrlensku ríkisstjórnarinnar er að bæla niður íslamistana og friða landið -- er einhverjum blöðum um það að fletta að það sé rétt í stöðunni í Sýrlandi? Það segir líka sitt að "internally displaced" Sýrlendingar -- flóttamenn í eigin landi -- eru nánast allir á yfirráðasvæði ríkisins & hersins -- fólk flýr undir verndarvæng þeirra vegna þess að það eru þeir sem það treystir helst. Og (c) þótt Assad sé sjálfur Alawíti er það ekki svo einfalt að ættbálkur forsetans ráði bara. Alawítar eru tiltölulega lítið þjóðarbrot. Það er kannski helst sátt við að forsetinn komi úr þeirra röðum vegna þess að þeir eru síður ógn við hin þjóðabrotin heldur en shíti eða súnníti gæti verið.

      Vésteinn Valgarðsson, 8.10.2015 kl. 16:10

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (22.11.): 2
      • Sl. sólarhring: 9
      • Sl. viku: 31
      • Frá upphafi: 856020

      Annað

      • Innlit í dag: 2
      • Innlit sl. viku: 31
      • Gestir í dag: 2
      • IP-tölur í dag: 2

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband