30.9.2015 | 02:23
Það væri afskaplega heimskulegt af Evrópu og Bandaríkjunum, að taka tilboði Pútíns um stuðning við bandlags hans við Íran, Sýrland og Írak
Vandamálið er að Pútín býður þar með hverri þjóð sem gengur til liðs; þátttöku í trúarstríði milli fylkinga Shia Íslam og Súnní Íslam, í Mið-Austurlöndum.
En trúarstríð er það hvað átökin í Írak og Sýrlandi hafa verið síðan 2014.
- En vandi við það að ganga til liðs við, annan aðilann er þátt tekur í trúarstríði.
- Er að þá færðu hinn aðilann óhjákvæmilega upp á móti þér.
Af hverju það væri - afskaplega heimskulegt af Evrópu að styðja áætlun Pútíns, hefur með það að gera - - að:
- Meirihluti Múslima er býr innan Evrópu, eru Súnní Íslam. Rökin eru einföld, að ef Evrópa mundi taka þátt í átökum, sem unnt væri að túlka sem - árás á trúna, eða, um árás væri að ræða er væri sérstaklega beint gegn Súnní Múslimum. Þá væri það vatn á myllu hvers kins öfga afla, er mundu höfða til reiðra Múslima í Evrópu. Augljós hætta tengd hryðjuverkum. En allir Jihadist hóparnir eru Súnní í átökunum innan Sýrlands.
- Nær allir íbúar N-Afríku eru Súnní Íslam, mjög fáir kristnir, engir Shia Íslam. Eins og við höfum veitt athygli í ár - þá er ekki svo erfitt að sigla yfir Miðjarðarhaf, stystu leið frá N-Afríku. Það þarf varla að taka fram - að hætta á smygli á hryðjuverkamönnum, gæti vaxið og það verulega, ef Evrópa mundi taka þátt í átökum - sem margir Súnní Múslimar væru líklegir að álíta - árás á trúna.
- Einfalt mál, Evrópa á alls ekki að snerta á þessu máli með neinum beinum hætti.
- Það snýst ekkert um að vera á móti Pútín - rökin ofannefnd, duga ein og sér.
Að sjálfsögðu þá hafa Bandaríkin gríðarlega hagsmuni í Arabaríkjum við Persaflóa.
Það síðasta sem þau mundu hafa áhuga á, er að taka - hina hliðina í átökum, sem bandalags ríki Bandar. v. Persaflóa eru - þátttakendur í.
Bandaríkin geta því klárlega ekki, eigin hagsmuna vegna, tekið tilboði Pútíns.
Putin pushes to expand Syria alliance
"Mr Putin told Russian media that the centre, first revealed late last week, was open to representatives of all countries that are interested in combating terrorism, according to a transcript released by the Kremlin on Tuesday."
Það mundi auðvitað henta honum mjög vel.
Ef önnur lönd, mundu ganga í lið með tilraun Pútín, til að halda Assad á floti.
- En Rússland á flotastöð í Sýrlandi, sem Pútín vill halda.
- Og Rússland á réttindi á nýtingu á olíu og gasi í lögsögu Sýrland, sem Rússland enn ekki hefur nýtt sér - en geta verið mikils virði í framtíðinni.
- Ekki láta sér detta í hug annað, en að Pútín sé að þessu skv. hans mati á hagsmunum Rússlands.
- Þ.e. hann sé búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að Sýrlands stjórn - riði til falls.
Og það borgi sig fyrir Rússland, að veita henni stuðning. - Ef einhver 3-aðili bætist í púkkið, þá minnkar það tilkostnað Rússlands.
Ég er algerlega viss um - að engar líkur eru um að tal Pútíns um -bandalag gegn ISIS- sé í reynd hans tilgangur, þetta snúist um að -tryggja hagsmuni Rússlands- sem séu þeir að stjórn Assads falli ekki.
Á hinn bóginn - henti það honum í áróðurs skyni, að nefna þetta bandalag gegn ISIS.
En ekki sem það er, sérstakt hagsmunabandalag um að -halda Assad á floti.
En Assad er einnig mikilvægur fyrir Íran.
Og ég get séð það henta Íran, að hafa bandamann í Sýrlandi - sem sé algerlega háður Íran.
Sem væntanlega þíðir, að sá bandamaður -fer í einu og öllu eftir vilja Írans.
Ekki má heldur gleyma, að í gegnum Sýrland - hefur Íran aðgang að Lýbanon, og þangað í gegn liggja samgöngu til Hesbollah bandamanna Írans í Lýbanon, sem hafa reynst Íran sérlega hentugir og notadrjúgir bandamenn.
Stuðningur Írans + Rússlands - snúist eingöngu um hagsmunamat þeirra landa.
Niðurstaða
Eins og ég rökstyð, þá væri það afar slæm hugmynd fyrir bæði Evrópu og Bandaríkin, að ganga til stuðnings við -stuðningsherferð Írans og Pútíns við Assad. Ég þekki vel þau rök, að það sé nauðsynlegt að styðja Assad, vegna stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Ég hafna aftur á móti þeim rökum. En ég bendi á, að það sé Assad sjálfum að kenna að það sé borgarastríð í hans landi, og að auki að ISIS skuli hafa orðið að því veldi sem það er.
En eins og ég hef áður rökstutt, þá hafði Assad stefnuglugga þegar -arabíska vor mótmælahreyfingin spratt upp- og barst til Sýrlands sumarið 2011, í formi útbreiddra götumótmæla óvopnaðs almennings - - > Til að semja við mótmælin meðan að þau enn voru óvopnuð. Hann hefði getað boðið aðra valdaskiptingu í landinu og ég tel sennilegt að slíkt samkomulag hafi verið mögulegt - þá.
En eftir að búið er að drepa 300þ. manns, og skapa 12 milljón flóttamenn.
Sé slíkur möguleiki ekki lengur fyrir hendi.
Varðandi ISIS, þá hefði það aldrei orðið að nokkru ef ekki hefði skollið á borgarastríð innan Sýrlands. En það var það stríð einmitt er skóp tækifæri ISIS til þess að byggja sig upp og verða að því veldi sem ISIS í dag er.
Assad m.ö.o. sé því megin sökudólgurinn um það að ISIS varð að þeirri hættu sem ISIS er, og að borgarastríð skall á - - > En eins og þekkt er, skipaði hann herlögreglu að skjóta á óvopnaða mótmælendur, hundruð létu lífið.
Ég verð að gera ráð fyrir að reiðibylgja hafi gengið í gegnum þjóðfélagið.
Afleiðing hennar kom síðan fram, þegar uppreisn braust út innan hersins, og svokallaður "Frjáls sýrlenskur her" reis upp.
Það að um var að ræða uppreisn hluta hersins - var hvers vegna átökin urðu þegar í stað svo óskaplega hörð, en það þíddi að uppreisnin var strax vel vopnuð og samtímis að þeirra liðsmenn höfðu herþjálfun.
Þess vegna mistókst Assad að brjóta hana á bak aftur.
Ári síðar fóru margvíslegir Jihadist hópar að mæta á svæðið.
- Mín samúð með Assad er m.ö.o. nákvæmlega engin.
- Ég set á hann, alla ábyrgð á dauða 300þ. manns, og 12 milljón fólks sem er í dag heimilislaust.
Assad sé skrímsli.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Þú ferð alltaf eftir öllu í Financial Times og New York Times, og auðvita eiga allir að styðja upprunalegu hugmynd Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna með koma honum Assad frá völdum eða skv. "Oded Yinon" - Palninu og allt fyrir stærra og öruggara Zíonista Ísrael, ekki satt?
A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties by Oded Yinon http://www.scribd.com/doc/155650153/A-Strategy-for-Israel-in-the-Nineteen-Eighties-Oded-Yinon#scribd
"According to Mahdi Darius Nazemroaya in a 2011 Global Research article, The Yinon Plan was a continuation of Britain’s colonial design in the Middle East:
“[The Yinon plan] is an Israeli strategic plan to ensure Israeli regional superiority. It insists and stipulates that Israel must reconfigure its geo-political environment through the balkanization of the surrounding Arab states into smaller and weaker states.
Israeli strategists viewed Iraq as their biggest strategic challenge from an Arab state. This is why Iraq was outlined as the centerpiece to the balkanization of the Middle East and the Arab World. In Iraq, on the basis of the concepts of the Yinon Plan, Israeli strategists have called for the division of Iraq into a Kurdish state and two Arab states, one for Shiite Muslims and the other for Sunni Muslims. The first step towards establishing this was a war between Iraq and Iran, which the Yinon Plan discusses.
The Atlantic, in 2008, and the U.S. military’s Armed Forces Journal, in 2006, both published widely circulated maps that closely followed the outline of the Yinon Plan. Aside from a divided Iraq, which the Biden Plan also calls for, the Yinon Plan calls for a divided Lebanon, Egypt, and Syria. The partitioning of Iran, Turkey, Somalia, and Pakistan also all fall into line with these views. The Yinon Plan also calls for dissolution in North Africa and forecasts it as starting from Egypt and then spilling over into Sudan, Libya, and the rest of the region.
Greater Israel” requires the breaking up of the existing Arab states into small states.
“The plan operates on two essential premises. To survive, Israel must 1) become an imperial regional power, and 2) must effect the division of the whole area into small states by the dissolution of all existing Arab states. Small here will depend on the ethnic or sectarian composition of each state. Consequently, the Zionist hope is that sectarian-based states become Israel’s satellites and, ironically, its source of moral legitimation… This is not a new idea, nor does it surface for the first time in Zionist strategic thinking. Indeed, fragmenting all Arab states into smaller units has been a recurrent theme.”
Auðvitað fara stjórnvöld Bandaríkjunum eftir öllu fyrir Stærra og öruggara Zíonista Ísrael, svo og eins segir eftir planinu er General Wesley Clark upplýsti okkur um, eða:
“We’re going to take out seven countries in 5 years, starting with Iraq, and then Syria, Lebanon, Libya, Somalia, Sudan and, finishing off, Iran” – sjá hérna interview on U-Tube
http://www.youtube.com/watch?v=SXS3vW47mOE
Þannig að það verður að svíkja Írani, eða eins og gert var við Gaddafi karlinn og ráðast síðan á Íran, eða allt fyrir stærra og öruggara Zíonista Ísrael, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 15:33
Documented Proof ISIS Is a Creation of The United States of America https://www.youtube.com/watch?v=nqIyJycXxOo
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning