Geta einstaklingar átt viðskipti um heilbrigðisþjónustu á jafningjagrundvelli? Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur fólk geta keypt heilbrigðisþjónustu eins og það geti keypt farsíma

Ég er að vísa til ummæla höfð eftir Áslaugu Friðriksdóttur, en í viðtali á VISI.is sagði hún eftirfarandi:

Föstudagsviðtalið: „Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.

Síðan er þau ummæli voru gagnrýnd - þá svaraði hún um hæl -

Af hverju er ekki jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu og farsíma? :"Af hverju á ekki að vera jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu, til dæmis ráðgjöf, svona eins og að kaupa sér farsíma eða föt. Grunnþjónustuna er hægt að verja með því að fé fylgi þeim sem ákveður hvar hann vill nýta þjónustu en fari ekki beint til fyrirtækja."

 

Upplýsingavandi!

Meginvandamálið frá mínum sjónarhóli, með það að heimila - bein kaup almennings á þjónustu, sem viðkomandi greiði fullu verði - - vera þann; að almenningur og heilbrigðis starfsmenn, standa langt í frá jafnfætis, hvað þekkingu á viðfangsefninu varðar.
Það er ástæða af hverju, að sérfræðingar taka ákvörðun um aðgerðir eða meðferð - nánast á öllum stigum; sem er sú - að mjög djúpa þekkingu á viðfangsefninu þarf, svo unnt sé að meta rétt þörf fyrir aðgerð, en ekki síður - hvaða aðgerð eða meðferð akkúrat.

Ég vil meina að almenningur standi mjög höllum fæti gagnvart sérfræðingum, ef ákvörðun um aðgerð - á að vera sjúklings, en ekki sérfræðings - - og um sé að ræða fyrirkomulag, að viðkomandi sérfræðingur hafi fjárhagslega hagsmuna að gæta af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir séu framkvæmdar á hans stofu.

  1. En eins og hún setur þetta upp, þá hefðu heilbrigðis starfsmenn rétt á að stofna fyrirtæki, og bjóða í veitingu þjónustu sem væri stöðluð og greidd af ríkinu.
  2. En samtímis að veita hverjum þeim sem greiða vill - þjónustu er greidd væri fullu verði, framhjá úthlutunarkerfi heilbrigðiskerfisins - þannig komist framhjá biðlistum.
  • En punkturinn er um þá hvata sem þá verða til.
  • Þegar heilbrigðis starfsmenn, hafa þann möguleika, að auka tekjur sínar með því að - einstaklingar kaupa aðgerðir eða meðferð af þeim, með beinum hætti.
  • En við þurfum ætíð að gera ráð fyrir möguleikanum á óheiðarleika - þegar við sköpum fjárhagslega hagsmuni.
  • Gleymum því ekki hvað gerðist rétt fyrir hrun - - þegar svokallaðir sérfræðingar bankanna, veittu falska ráðgjöf til viðskiptavina, þeim gjarnan til stórfellds fjárhagslegs tjóns.

Og þekkingarbilið milli almennings og heilbrigðis-starfsmanna - er ef eitthvað er, enn breiðara, en milli bankastarfsmanna og almennings.

 

Hætta á seljendamarkaði

Ég er að tala um að, veitt verði meðferð sem er umfram þörf, eða jafnvel alfarið óþörf. Að farið verði í kostnaðarsamari greiningar en ástæða er til. Dýrari aðgerðir en ástæða er til.

Vegna þess að -þekkingarbilið er svo mikið- hafi viðskiptavinir afar litla möguleka, til að ákveða hvað sé hæfilegt eða of mikið.
Það verði freystandi fyrir heilbrigðis starfsmenn -í einkarekstri- að mjólka viðskiptavini, þegar þeir sennilega með fremur auðveldum hætti, geta komist upp með það.

Heilbrigðis-starfsmennirnir geti þá - ráðið afa miklu um það, hve mikil þjónusta verði af þeim keypt, og hve dýr.
Þetta geti orðið að nokkurs konar - sjálfstöku.

Þegar menn hafa þennan möguleika, grunar mig að einhverjum verði hált á svellinu, eins og gilti að því er virtist - um svokallaða ráðgjafa bankanna fyrir hrun.
Fólk geti átt afar erfitt með að komast að því - að svindlað hafi verið á því.

 

Allt annað gildi þegar viðskipti eru um föt eða farsíma

Slíkar ákvarðanir þarfnist ekki sérfræðiþekkingar.
Ekki sé til staðar, víð þekkingargjá milli - seljenda, og kaupenda.

Almenningur sé fær um að taka sæmilega upplýstar ákvarðanir, þegar kemur að kaupum á fatnaði eða farsímum.
Þess vegna sé þetta ekki sambærilegt - að eiga í viðskiptum með föt eða farsíma.
Eða kaupa aðgerð eða meðferð af einkafyrirtæki í heilbrigðisrekstri.

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að halda því fram að heilbrigðis starfsmenn séu síður heiðarlegir en annað fólk. Heldur einungis það, að þeir séu sennilega eins breyskir og hver annar.

Ef sköpuð er sú aðstaða, að almenningur hefur bein viðskipti framhjá skömmtunarkerfi ríkisins um heilbrigðis þjónustu, og almenningur hefur þannig val um að kaupa hana fullu verði - framhjá öllum biðlistum.
Þá virðist mér liggja á ljósu - að við það verði til mikill, freystni vandi.

Vegna víðrar þekkingargjár, mundu heilbrigðisstarfsmenn sem hefðu hugsanlegan kaupanda, standa fyrir þeirri freistingu - vegna þess að kaupandi eigi litla möguleika til að bera brigður á mat þeirra á umfangi þeirrar aðgerðar eða þjónustu sem þeir leggja til.

  • Þá gæti skapast það ástand, að slík viðskipti - yrðu að nokkurs konar sjálfsstöku þeirra heilbrigðis-starfsmanna, er stæðu í slíkum viðskiptum.
  • Og hefðu fjárhaglega hagsmuni af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir væru framkvæmdar á þeira stofu eða í þeirra fyrirtæki.

Mig grunar að a.m.k. einhverjum yrði hált á því svelli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband