Svíþjóðar-demókratarnir með 26,5% í skoðanakönnun

Þetta kom fram í frétt á vef Financial Times: Outcast Sweden Democrats ride a wave of popularity. Þessi mikla fylgisaukning er mjög sennilega af völdum flóttamannakrísunnar í Evrópu upp á síðkastið.

En Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9% í þingkosningunum á sl. ári. 2010 voru þeir með 5,7% fylgi, þegar þeir fyrst ná kjöri.

  • 2-földun í mældu fylgi síðan á sl. ári.

Það sé þó sennilegt, að þessi fylgisaukning sé komin til - nýlega, þ.e. síðan flóttamannakrísan komst í hámæli sl. sumar.

  1. Hinn bóginn, setur þessi fylgisaukning hina hefðbundnu flokka í vanda.
  2. En á sl. ári, þá voru veruleg vandræði að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð.

En málið er, að sænskt flokkakerfi hefur verið niðurnjörvað í 2-fylkingar.
Hægri fylking, vinnur saman - ef hún nær meirihluta.
Vinstri fylking vinnur saman - ef hún nær meirihluta.

En 12,9% var akkúrat nægilega mikið fylgi, svo að hvorki hægri- né vinstri-fylking náði þeim hreina meirihluta sem önnur hvor vanalega hefur.

Þannig að þá stóð í stappi - - > En svo fast er þetta kerfi í skorðum, að innan megin fylkinganna er það litið óhugsandi, að flokkar vinni saman - - þvert á þessa hægri/vinstri grunn skiptingu.

Eftir langt þóf - þá gerðu fylkingarnar samkomulag.
Að vinstri fylkingin mundi stjórna - í þetta sinn, en hægri fylkingin mundi ekki hagnýta sér skort vinsti-fylkingarinnar á hreinum meirihluta, til þess að fella stjórnina.

Á móti lofaði vinstri-fylkingin, að næst mundi hægri-fylkingin fá fyrst tækifæri að mynda stjórn, og þá mundi vinstri-fylking veita sama hlutleysi.

  • Þessi samtryggingar-samningur, var augljóst til þess að gera Svíþjóðardemókratana áhrifalausa.
  • Augljóst má setja spurningarmerki, við slíka hegðan - - en þ.e. önnur saga.
  1. En ef Svíþjóðardemókratarnir fá 20% + atkvæði.
  2. Gæti þetta samkomulag - - hrunið.

Það gæti skapast það ástand, að megin hægri flokkurinn og megin vinstri flokkurinn, yrðu að vinna saman - - mið/hægri stjórn.

Það hefur aldrei - svo ég veit til - gerst í Svíþjóð.

Eða, að hægri-fylkingin brýtur odd af oflæti sínu, og fær Svíþjóðardemókrata til samstarfs.

  • Eitt er þó klárt, að mikill þrýstingur er nú kominn frá kjósendum á hefðbundnu flokkana, að breyta stefnu í innflytjenda málum.

Richard Milne hjá Financial Times, kom fram með tölur um fjölda innflytjenda í Svíþjóð, sem eru afar forvitnilegar:

  • Finland: 158,000
  • Iraq: 130,000
  • Poland: 81,000
  • Iran: 68,000
  • Syria: 68,000
  • Ex-Yugoslavia: 68,000
  • Somalia: 58,000
  • Bosnia: 57,000
  • Germany: 49,000
  • Turkey: 46,000
  • Denmark: 42,000
  • Norway: 42,000
  • Thailand: 38,000 (most unbalanced gender-wise: 30,000 are female)

Samanlagt um 900th. í landi með ca. 9,8 millj. íbúa.

Það gerir heildar fj. innflytjenda um 10% af íbúafj.

Eiginlega - - svipað hlutfall og á Íslandi. En hingað komu svo margir Pólverjar á sl. áratug.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Svíþjóðardemókratar halda þessari miklu fylgisaukningu. En ef þeir það gera, þá mun það heldur betur geta hrist upp í flokkakerfinu í Svíþjóð. Er hefur lengi verið í ákaflega föstum skorðum - - pólitík eginlega afar yfirleitt óspennandi í Sviþjóð. En nú getur hún orðið pínu - spennó.


Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert, Einar minn Björn, með skrýtnustu greinarmerkjasetningu sem fyrirfinnst á Moggabogginu.

Hitt hefurðu ... fréttanefið ... mörgum öðrum fremur. :)

Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband