21.9.2015 | 00:52
Grískur almenningur virðist hafa ákveðið að vera áfram í evrunni
Kosningasigur Syriza flokksins í kjölfar algerrar uppgjafar Alexis Tsipras fyrir kröfuhöfum sl. sumar - er áhugaverður. En sjaldan virðist nokkur ríkisstjórn í Evrópu hafa auðsýnt eins augljóst dæmi um vanhæfni. En skv. fréttum er það orðið ljóst að Syrisa hefur tryggt sér nægilegan fjölda þingmanna til að stjórna Grikklandi áfram.
- Höfum samt í huga, að í því tilviki þarf að setja 'gæsalappir' við orðið 'stjórna' - því að Tsipras virðist hafa samþykkt óhemju íþyngjandi - yfirumsjón kröfuhfa.
- Eiginlega svo -íþyngjandi- að spurning er hvort að ríkisstjórn Grikklands, raunverulega er lengur hinn eiginlegi stjórnandi landsins.
Úrslit skv. 90% atkvæða töldum, 300 þingmenn á gríska þinginu
- Syrisa...............145 þingmenn
- Nýtt Lýðræði..........75 þingmenn
- NýNasistar............19 þingmenn
- Grískir Kratar........17 þingmenn
- Kommúnistar...........14 þingmenn
- Lýðræðislegt Vinstri..11 þingmenn
- Sjálfstæðir Grikkir...10 Þingmenn
- EK.....................9 þingmenn
Þegar ljóst að Syrisa og Sjálfstæðir Grikkir halda áfram í stjórn.
Ég get ekki séð mikla ánægju í þessu
Kröfuhafar virðast nú hafa neitunarvald um nánast allar ákvarðanir ríkistj. Grikkl. - sem kosta verulegt fé. Og að auki, geta fyrirskipað stjórninni - að innleiða tilteknar aðgerðir.
Spurning hvaða máli það skipti, að Syrisa og Anel - eða "Sjálfstæðir-Grikkir" séu áfram "að nafni til" við stjórnvölinn.
Kröfuhafar hafa hingað til ekki sínt nokkurn vilja til beinna skulda-afskrifta.
AGS sagði í sumar skuldir Grikklands - algerlega ósjálfbærar.
AGS samþykkti í agúst, að endurskoða sína afstöðu til Grikklands í október 2015.
Þannig að stutt er sjálfsagt í það. En skv. því sem fram kom í ályktun stjórnar AGS - þá átti að taka tillit til þess, að hvaða leiti -sjónarmiðum AGS hefði verið mætt.
AGS krafðist - umbóta í Grikklandi, sem kröfuhafar meðal aðildarlanda ESB, ætla að hrinda í framkvæmd, sannarlega.
En einnig það, að skuldir Grikklands yrðu lækkaðar. Sem ekki enn bólar á nokkrum vilja til enn.
Það má reikna með því, að í kjölfar kosninganna - með endurnýjað umboð.
En sannarlega var sennilega rétt af Tsipras, að afla sér nýst umboðs.
Að stjórnarflokkarnir muni -hlýðnir- afgreiða þau mál sem þeim verður uppálagt af kröfuhöfum.
- Í reynd fæ ég ekki betur séð, en að stjórnin hafi verið kjörin nú - til þess að stjórna í umboði kröfuhafa - - > Vart geti það verið að almenningur í Grikklandi viti ekki af því.
- Þess vegna virðist mér -þegar haft er í huga að klofningsbrot úr Syrisa skipað andstæðingum evrunnar náði ekki inn á þing- að grískir kjósendur séu nú búnir að velja þessa vegferð - - > Nokkurs konar uppgjöf.
Það geti þítt - að værð verði yfir málefnum Grikklands í nokkurn tíma.
Þó það geti verið áhugavert að fylgjast með því, þegar AGS tekur afstöðu sína, þá að hafna frekari þátttöku í grísku lánsprógrammi, til endurskoðunar.
En ef AGS stendur við sína ákvörðun - - þá munu meðlimaríki evru, bera allan kostnaðinn af Grikklandi, héðan í frá.
Það hugsa ég, að sé - - réttlátt. Hafandi í huga, að þau hafa þvingað grísk stjv. til að afhenda sér, nánast alla stjórn á Grikklandi.
Niðurstaða
Enn sem fyrr á ég ekki von á að gríska prógrammið gangi upp. Á alls ekki von á að það takist að skapa skilyrði til hagvaxtar í Grikklandi - sem aldrei þar hefur hingað til verið til staðar. Þannig að í besta falli, þá viðhaldist - stöðnun í Grikklandi, eða, a.m.k. þá takist ekki að auka hagvöxt þar í þær stærðist sem vonast er til.
Enn er auðvitað samdráttur í Grikklandi, og enn er eftir að skapa hagvöxt - yfirleitt.
En það getur vel verið, að gríska hagkerfið snúi við í hægan vöxt.
En til þess að hann verði með þeim hætti sem vonast sé eftir, þá þurfi - ný fjárfestingar.En fjárfestar mæta vart, nema að þeir trúi á Grikkland sem fjárfestingartækifæri.
Mig grunar að vantraust þeirra á Grikklandi, sé ekki líklegt að hverfa fljótt.
Svo hafa þeir úr að velja í dag, svo mörg önnur lönd.
Það geti samt verið, að -uppgjöf grískra kjósenda- leiði til vissrar lömunar, þannig að værð verði yfir Grikklandi um nokkra hríð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 863641
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 266
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning