Píratar og Vinstri-Grænir saman í stjórn 2017?

Ég hef verið að velta fyrir mér - hverjir gætu hugsanlega þegið "úrslitakosti" Pírata, sem fram komu á fundi Pírata um sl. helgi: Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði.

  • Síðast sagðis ég efa - að Píratar geti fengið nokkurn með sér.
  • En síðan, eftir viðbótar íhugun - hef ég komist að þeirri niðurstöðu að VG gæti ákveðið að taka þessu og slá sér saman með Pírötum.

Það sem Píratar segjast vilja:

  1. Að á næsta þingi verði bara 2-mál, þ.e. ný stjórnarskrá, og að kjósa um það hvort á að hefja aðildarviðræður við ESB að nýju.
  2. Þingið sitji í 6 mánuði, kosið aftur að 9 mánuðum liðnum.

 

Mér virtist strax ljóst, að þetta gæti ekki höfðað til aðildarsinnaðra flokka

En augljóst mundu þeir vilja klára viðræður um aðild. Af hugmynd Pírata að dæma. Að gefa þinginu bara 6-mánuði. Þá líklega færi nær allur tími þess, í - stjórnarskrármálið.

Þó að fá mál hafi verið eftir í samningaferlinu -svokallaða- þá voru erfiðustu málin eftir.

Ósennilegt að 6-mánuðir dugi.

Líklega mundu aðildarsinnaðir flokkar vilja fullt kjörtímabil, til að vera sæmilega vissir að ná að klára málið; og auðvitað málefnasamning þ.e. stjórnarsáttmála - m.ö.o. öll þau atriði sem Birgitta talaði gegn, nefndi stjórnmál gamla tímans.

 

Augljóst höfða hugmyndir Pírata ekki til Framsóknarflokks, eða Sjálfstæðisflokks

En þar virðist öflug andstaða til staðar við það að - kjósa um spurninguna varðandi aðildarviðræður.

 

En VG er sennilega í nægilega örvæntingarfullri stöðu, til að vera tilbúinn að íhuga að slá til

Formaður VG hefur auðvitað gefið út - að hún styðji að spurningin um aðildarviðræður fari í þjóðaratkvæði.

Samtímis er VG enn yfirlýst á móti aðild. Þannig að það virðist mér geta verið aðgengilegt fyrir VG - að kjósa um það mál. En láta vera að hefja viðræður strax aftur.

Það væri þá málefni kosninganna þar eftir - að þjóðin fengi að velja hvort hún þá kýs flokka er styðja viðræður eða ekki.

  • VG - er ekki að fá til sín neitt viðbótar fylgi nú í stjórnarandstöðu.
  • VG - gæti því slegið til, í þeirri von - að stuðningur þeirra við prógramm Pírata, mundi skila þeim - vænlegri stöðu gagnvart kjósendum, í kosningunum þar á eftir.

 

Niðurstaða

Þannig að ályktun mín er sú, að VG - sé eini valkostur Pírata. Ef þeim er virkilega fúlasta alvara með það að - heimta að hlutir verði akkúrat með þeim hætti, að einungis 2-þingmál verði afgreidd á nk. þingi, það fundi í 6 mánuði, og síðan kosið aftur eftir 9. mánuði frá nk. Alþingiskosningum vorið 2017.

  • Eðlilega óttast maður að slík stjórn mundi magna upp vinstri róttæklingana í röðum beggja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 858798

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband