Spurning hversu vel Alexis Tsipras mun ganga í endurkjöri, eftir að hafa nokkurn veginn svikið hvert einasta kosningaloforð

Vegferð Syriza flokksins undir Alexis Tsipras verður að teljast með þeim -ófrægari- í seinni tíma sögu stjórnmála, m.ö.o. hann lofaði að semja um verulega lækkun skulda Grikklands, og hins vegar að semja um verulega vægari skilyrði.

En fékk í staðinn - skuldirnar verulega hækkaðar, þ.e. viðbótar 86ma.€, og til mikilla muna stífari skilyrði en áður þ.e. landinu verður nánast fjarstýrt af kröfuhöfum - sem virðast víst nú hafa neitunarvald um nánast hverja þá ákvörðun varðandi stjórnun fjármuna og einnig þær sem valda nýjum kostnaði sem grískum stjv. gæti dottið í hug.

Og til að kóróna allt saman, samþykkti hann skilyrði sem fyrri stjv. höfðu hafnað þ.e. að færa 50ma.€ andvirði ríkiseigna í sjóð - undir stjórn kröfuhafa.

  • Rétt að árétta að fyrir kosningarnar í janúar, hafði hann fordæmt fyrir stjv. fyrir - já, linkind við samninga.

Útkoman er nokkurs konar brandari - en þ.e. þó mjög mikil -tragedía- í þeirri -kómedíu.-

En sennilega er þó einna stærsti brandarinn - hvernig Tsipras er að reyna að matreiða þennan ósigur ofan í kjósendur:

Greece's Syriza party lead shrinks further in election race: poll:"We are proud we gave this battle all these months, defending Greek people's rights." - "We've made a tough choice to not lead the country to a national disaster,"

Greek election may reopen can of worms

 

Það hljóta að vera margir reiðir kjósendur í Grikklandi!

En í ofan-á-lag má minna á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem Tsipras hélt í vor, þegar kringum 60% þátttakenda höfnuðu - "bailout." Tsiprast hefur m.ö.o. haft kjósendur að fíflum eins rækilega, og ég man eftir í Evrópulandi seinni ár.

  1. "Tsipras’ own approval rating, which used to be sky high, has come down to earth."
  2. "In a poll by the University of Macedonia, only 30 percent of those asked had a positive view of him, down from 70 percent in March."
  3. "Worryingly perhaps for Tsipras, more than two-thirds of the poll respondents disapproved of his government's performance in its seven months in office."

Í ljósi þessa - er merkilegt að flokkur hans sé enn að mælast í fylgi ofan við - Nýtt Lýðræði megin hægri flokk Grikklands.

Á hinn bóginn er kosningabaráttan vart enn hafin, og ekki ástæða að taka könnunum of hátíðlega í augnablikinu.

Mig grunar að það að 2/3 kjósenda séu óánægðir með árangur ríkisstjórnarinnar.

Sé skýr vísbending þess, hvaða flokkur muni eiga á högg að sækja í kosningabaráttunni.

Og þ.e. bersýnilega - - mjög kaldhæðinn brandari af hálfu Tsipras - að lísa viðræðum hans við kröfuhafa í einhverjum hetjuljóma.

Mig grunar að ferill Tsipras sem pólitíkus - eigi eftir að reynast afar skammur. Þ.e. hann komst til valda í janúar sl. Hann gæti sannarlega misst þau nú í kosningunum framundan þann 20. sept nk.

Í kjölfarið stórlega efa ég að hans pólitíski ferill endist að ráði umfram það.

 

Niðurstaða

Ég held að sjaldan hafi sést eins rækilegt -"crash and burn" - hjá nokkurri ríkisstjórn eins og ríkisstjórn Syriza flokksins þá mánuði sem hún hefur verið við völd. En fátt bendir til þess að flokksmenn hafi haft úthugsaða viðræðuáætlun, þrátt fyrir að viðræður hafi verið miðpunktur stefnu þeirra. Síðan kom í ljós - að Syrisa stjórnin hafði enga hótun sem nokkurt bit var í, þ.s. er á reyndi voru þeir ekki til í að hóta því að yfirgefa evruna. Þannig að þess í stað - - þá gat fjármálaráðherra Þýskalands hótað því að reka Grikkland út úr því samstarfi, þ.e. um evruna. Þá blikkaðir - Tsipras. Og að því er best verður séð samþykkti möglunarlaust öll þau skilyrði sem kröfuhöfum datt í hug að gera kröfu um.

Hótunin sem Tsipras hefði átt að sjálfur beita, var þess í stað beint gegn honum.

Þ.e. fátt sem bendi til þess að það hafi verið undirbúið - plan B.

Eiginlega skýrasta dæmi um vanhæfni sem maður hefur séð lengi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 858797

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband