Er það í reynd snjallasta leiðin að bjóða 5 þúsund flóttamönnum hingað?

Spurningin er - hvert væri yfirmarkmiðið? En ef sá tilgangur er að hámarka fjölda flóttamanna sem Íslendingar mundu aðstoða. Að þá væri það ekki endilega augljóslega - mest skilvirkasta form slíkrar aðstoðar. Að senda þá hingað til Íslands.

  1. En ímyndum okkur að sama fjármagn sem til þarf - ég hef heyrt töluna 20 milljarða, væri varið til þess að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands?
  2. Þá grunar mig sterklega, að það fjármagn mundi nýtast mun betur - þ.e. til að hjálpa mun fleiri flóttamönnum en 5.000 - ef t.d. því fjármagni væri beitt innan landanna í næsta nágranni við Sýrland, þangað sem stærstu hópar sýrlenskra flóttamanna hafa leitað.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/07/20/article-2371311-1AE19CB8000005DC-348_964x545.jpg

Það eru t.d. yfir 600.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu:

Jordan | Syrian Refugees.

Jórdanía er mjög fátækt land!

Jórdaníumenn, væru örugglega mjög fegnir því - ef einhverjir mundu aðstoða þá við það verkefni, að aðstoða það örvæntingarfulla fólk sem hefst þar við.

Málið er auðvitað - að hver Dollar eða Evra - - dugar fyrir miklu meiru í Jórdaníu.

Þannig að sama féð sem þyrfti að nota, til að halda uppi 5.000 manns hér á Íslandi.

Mundi sannarlega - duga miklu mun fleira fólki, meðal sýrlenskra flóttamanna í Jórdaníu.

 

Það getur verið varasamt, að flytja fjölmenna hópa til annars lands, þar sem er mjög ólík menning og siðir

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem múslima - sami vandi væri ef við værum að tala um 5þ. Indverja, ef þar væru upplausn.

Þ.e. auðvitað aðlögunarvandi - því má ekki gleyma, að sá er - gagnkvæmur.

Þ.e. aðlögunin er bæði erfið fyrir samfélagið sem tekur við.

Og fyrir flóttamennina, sem leita til mjög ólíks samfélags.

Þetta er ein af þeim meginástæðum, að mig grunar að heppilegra sé að beina aðstoðinni að flóttamannabúðunum innan Mið-Austurlanda sjálfra. Aðstoða fólkið - til að búa þar áfram.

  1. Höfum í huga, að fyrir örfáum árum voru óeirðir í Svíþjóð meðal ungmenna af innflytjendafjölskyldum.
  2. Það kemur til af því að atvinnuleysi er mun meira, meðal þeirra - en sænskra ungmenna. Það er mjög eðlilegt - að ungmenni sem finna að þau hafa mun minni möguleika á vinnu en sænskir jafnaldrar - að þau verði pyrruð.
  • Ég þekki ekki nákvæmlega, af hverju svo er - að þau eru mun frekar atvinnulaus.

En ungmennin ættu að vera orðin vel fær í sænskunni, ég held að það sé ekki vandinn.

Það getur verið að sannleikur máls, liggi í - tortryggni samfélagsins, sem erfitt sé að yfirstíga.

Eins og ég sagði - aðlögunarvandinn er gagnkvæmur.

  • En um leið og það kemur upp pyrringur meðal innflytjenda.
  • Þá verður það alltaf vatn á myllu öfga-afla sem eru gegn innflytjendum.

---------------

  1. Eins og dæmið frá Svíþjóð sýnir!
  2. Er það mjög mikilvægt, að ekki sé tekið við fjölmennari hópi en svo, að samfélagið hér ráði við það að koma þeim til vinnu, að hóparnir - sætti sig við hvorn annan.

Í Svíþjóð vegna hins mikla fjölda sem þeir hafa tekið við.

Séu komin heil afmörkuð innflytjenda-samfélög, sem séu orðin eins og sérsamfélög - til hliðar við það sænska.

Þau séu ekki að renna inn í það sænska.

Og það sé að myndast greinilegur hópur - sem hætt er við að verði alltaf, undirmáls.

Sem fær mjög erfiðlega vinnu - er því mun fátækari en meðal Svíinn.

  1. Slíkt er hættuleg, vegna þess að slíkir hópar upplifa samfélagslega höfnun.
  2. Það er líklega úr röðum slíkra hópa sem séu pyrraðir fyrir, sem róttæklingar sækja í - til að afla sér fylgismanna. Til að fá einstaklinga til að snúast gegn samfélaginu.

Þegar hópar verða útundan - þá skapast hætta.

 

Niðurstaða

Það er full ástæða að ræða hérlendis hvað Ísland getur best gert, til að aðstoða við hinn gríðarlega flóttamanna vanda sem hefur sprottið upp í seinni tíð. Stærsta einstaka orsökin, virðist vera stríðið í Sýrlandi - milljónir Sýrlendinga eru flúnir út fyrir landamæri Sýrlands.

Flestir þeirra flóttamanna - eru þó enn tiltölulega nærri Sýrlandi. Það er, í nágrannalöndum Sýrlands.

Í þeim löndum eru gríðarlega fjölmennar flóttamannabúðir.

Í þeim búðum er mikil neyð.

Mig virkilega grunar að það jákvæðasta sem við getum gert, sé frekar en að - flytja 5þ. manns hingað. Og gera tilraun til þess að aðlaga það fólk Íslandi. Að frekar beina því sama fjármagni til að aðstoða við flóttamenn í nágrannalöndum Sýrlands.

Ég bendi einna helst á Jórdaníu - sem er bláfátækt land. Og er örugglega ekki fært um að veita rausnarlega til hins mikla fjölda flóttamanna sem þar eru.

Slík aðstoð væri örugglega mjög vel þegin af ríkisstjórn Jórdaníu. Og örugglega af því örvæntingarfulla fólki, sem þangað hefur leitað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skoðum þetta...

Á hverju ári koma ~300.000 flóttamenn siglandi yfir miðjarðarhaf.  Þeim straum er unnt að viðhalda í aldir, slík er fjölgunin í Afríku.  Sýrland mun hætta að framleiða flóttamenn, Afríka ekki.  Af þeim drukknar ~.5% á leiðinni yfir.

*Á þessu ári....* þyrftum við að taka við 1%, eða 3000 flóttamönnum.  Það kostar X mikið per mann, og Y margir ná að aðlagast, og það er bara pláss (í raun, verum ekki með neina draumóra) fyrir W*(ár) marga.

Ef við tökum við þessum 3K manns, þá græðum við kannski 50 manns á ári, restin lendir í fóttamannabúðum, sem stækka þá um 3K á ári.

Eftir 10 ár verða sem sagt 30K manns þar, og við höfum fengið á bilinu 300-600 nýta þegna út úr því.  Vegna þess að: 1: Aðlögun tekur tíma, 2: er ekki allra, 3: það verður komið gettó, 4: bírókratía.

Á sama tíma hafa 3.000.0000 manns ferðast yfir miðjarðarhaf, og ~15K drukknað á leiðinni.  (Sem sumum finnst ofsalega skemmtilegt.)

Og ekki mun sjá fyrir endann á því.  Og þessar 15K drukknanir verða nýttar sem áróður til þess að fá okkur til að flytja inn fleiri flóttamenn, á meðan gífurlegar flóttamannabúðirnar verða nýttar sem áróður til að hafa okkur ofan af því.  Nýnazistar munu verða viðstaddir, like it or not.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.8.2015 kl. 07:39

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri ekki nær að ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐUÞJÓÐANNA beindi sínu kastljósi að "úlfinum í hjörðinni" ?

=Að finna uppruna illskunar á þessu svæði og uppræta það; eins og krabbamein væri skorið burt?

Jón Þórhallsson, 30.8.2015 kl. 11:00

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svarið við spurningunni er NEI, og er að megin efni sammála síðuhafa og Ásgrími.  Það er engin glóra í því að flytja hingað þúsundir Afríku manna, og sérstaklega eins og allt er í pottinn búið með þetta mál núna þá passar ekki einu sinni að flytja hingað nokkra tugi.  Því að það ræðst aldrei við þetta nema menn hætti að bjarga fólki á miðjarðarhafi til Evrópu og snúi sér að því að hjálpa þessu fólki að búa heima hjá sér.

Því fleirrum sem bjargað er til Evrópu því meira græða óþokkarnir sem gera út flóttabátanna. Það er stórmerkilegt að Ítalir sem eru að drukkna í flóttamönnum skuli flytja þetta heim til sín og það eru leigð varðskip frá Íslandi í þessum sama tilgangi. Þetta mál verður aldrei leist með svona vitleysisgangi.  Sé Afríku fólki „bjargað“á miðjarðarhafi þá á að flytja það til baka þangað sem það kom. Sé það ekki hægt þá á að láta það í friði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2015 kl. 17:01

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hrólfur, ég held að það gangi ekki að flytja það -beint til baka- vegna þess að margir raunverulega komast ekki aftur heim. Margir þeirra fólk sem hefur flúið upplausnarástand í heima landi.

    • Voru búnir að dvelja verulega hríð í flóttamannabúðum - t.d. í Jórdaníu. En það land er ekki með bjargir til að veita því fólki mikla aðstoð.

    • Evrópa hefur í reynd sofið gagnvart þessum vanda - í nokkur ár samfellt. En það var fyrirsjáanlegt, að ef ekki væru þau lönd í næsta nágranni við Sýrland, aðstoðuð - - vegna þess að gjarnan er ekkert við að vera í flóttamannabúðum í þeim löndum.

    • Þá mundi fólkið í þeim - greiða atkvæði með eigin fótum - og leita til Evrópu.

    Það hefði verið unnt að forða þessum straumi af miklu leiti.

    Ef strax hefði verið við brugðist, að aðstoða flóttamannabúðirnar með öflugum hætti - fyrir 3-árum síðan.

    En ég hugsa að ekki sé enn of seint - að minnka þennan straum.

      • Því enn er stærsti hluti flúinna Sýrlendina enn á Mið-Austurlandasvæðinu í nágrannalöndum Sýrlands.

      • En það fólk, mun sennilega flest hvert leita til Evrópu - ef Evrópulönd grípa ekki til aðgerða.

        • Ég mundi frekar hallast að því, að fara í fótspor Bandar. þ.e. svokallaðrar Marshall aðstoðar.

        • En að beita leiðum, sem gætu leitt til átaka - eins fókusa fyrst og fremst á vald-aðgerðir.

        Hættan við vald-aðgerðir er - að þær leiði fram þau átök, sem menn vilja forða.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 30.8.2015 kl. 18:00

        5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Það sem ég er að meina, að ef menn vilja flytja fólkið aftur til baka - til einhvers staðar.

        Þá þurfi fyrst að skapa þann stað - einhverjar flóttamannabúðir, sambærilega við Gaza svæðið nærri Ísrael.

        Þ.s. milljónir sem aldrei hugsanlega geta farið heim, mundu geta búið.

        En ef slíka búðir ættu ekki að verða sambærilegt vandamál og Gaza. Þyrfti að aðstoða duglega við þær, þannig að kjör þeirra er þar búa - verði ekko of ömurleg - til þess að það fólk verði auðveld fórnarlömb haturssamtaka.

        -------------

          • Síðan auðvitað að aðstoða þau lönd þ.s. enn eru fjölmennar búðir. 

          • Er ekki hafa tæmst til Evrópu.

          Bæta ástand þ.s. það fólk býr við þar, og það verulega.

          Þannig að það verði um kyrt.

          Skapi þeim þar nægielga góð skylirði, svo að það fólk taki frekar þátt í uppbyggingu þeirra landsvæða.

          ---------------

          En stærsta vandamálið á Mið-Austurlandasvæðinu, er sennilega skortur á efnahags uppbyggingu.

          En einræðis stjórnvöld þeirra landsvæða, hafi hingað til ekki sinn þeim þætti sérlega vel. Sem þíðir að víð hvar er enn stórfelld og útbreidd fátækt.

          Síðan bætist við niðurbrot og átök, sem leiða til enn - verra ástands.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 30.8.2015 kl. 18:05

          6 Smámynd: Hörður Þórðarson

          Þau vestrænu ríki sem sprengdu Líbíu og Írak og settu allt úr skorðum í Sýrlandi bera ábyrgð á þessum vanda og eiga að leysa hann. Ekki ætlast til að aðrir hreinsi stöðugt upp eftir þau skítinn.

          Hvað varðar Afríku, þá eiga íslendingar að hjálpa þeim sem þar búa að mennta sig og dreifa til þeirra getnaðarvörnum svoa að þeir geta lifað mannsæmandi lífi á sínum eigin heimaslóðum.

          Hörður Þórðarson, 30.8.2015 kl. 19:34

          7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

          Þakka þér Einar, fyrir skýrt mál að vanda. 

          Að bregðast fljótt við vanda hefur löngum þótt heppilegt og sem næst upptökum.  Við sýnumst vera nokkuð langt frá þessum upptökunum, en flóðið nær til okkar ef enginn þar nær bregst rétt við.  En hér er hvorki vit né vilji til að taka þar til höndum, en mögulega væri hægt að senda þangað hina hræðilegu dollubankara af Austurvelli. 

          Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2015 kl. 20:16

          8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Hörður Þórðarson - stjv. Sýrlands eiga sjálf langsamlega mestu sökina á hvernig er komið. En þau gátu forðað því blóðbaði sem síðar varð, ef þau hefðu brugðist við með allt allt öðrum hætti - er einungis var um mjög fjölmenn götumótmæli að ræða. Ekki vopnaða uppreisn.

          Á því stigi áttu þau að átta sig, ef mjög harkalegar - vald-aðgerðir - mundu líklegast eingöngu leiða til stigmagnandi átaka. Sem einmitt varð útkoman, þegar þau létu herlögreglu skjóta á að mestu friðsöm mótmæli ekki bara einu sinni heldur fjölda skipta - þegar mannfall varð orðið flr. hundruð. 

          Spratt fram uppreisn innan harsins. Og þá varð ekki aftur snúið. Herinn klofnaði - stór hluti gekk í lið með því sem varð hin vopnaða uppreisn. En nægilega mikið af stjórnarhernum stóð með stjv. til þess - - að það ástand stöðugs stríðs em við höfum æ síðan séð. Hefur staðið yfir.

          Ef stjv. Sýrlands - hefðu ekki sjálf með kolröngum ákvörðunum, búið til þetta innanlands stríð -- > Hefðu hópar í Írak, sem voru að leita að tækifæri til þess að skapa nýja öfgahreyfingu, ekki getað notfært sér þá upplausn er skapaðist í kjölfarið. Þegar stór hl. landsins komst á vald margvíslegra klofningsbrota meðal uppreisnar - - að ráðast að þeim hópum, sigra þá hvern fyrir sig - ná þannig stórum landsvæðum undir þ.s. síðar hefur verið þekkt sem "ISIS." 

          Svo notaði "ISIS" þau svæði sem stökkpall til innrásar í Írak.

            • ISIS virðist hafa verið stofnað af fyrrum liðsmönnum ríkisstjórnar Saddam Hussain.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 31.8.2015 kl. 19:57

            Bæta við athugasemd

            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

            Um bloggið

            Einar Björn Bjarnason

            Höfundur

            Einar Björn Bjarnason
            Einar Björn Bjarnason
            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
            Nóv. 2024
            S M Þ M F F L
                      1 2
            3 4 5 6 7 8 9
            10 11 12 13 14 15 16
            17 18 19 20 21 22 23
            24 25 26 27 28 29 30

            Eldri færslur

            2024

            2023

            2022

            2021

            2020

            2019

            2018

            2017

            2016

            2015

            2014

            2013

            2012

            2011

            2010

            2009

            2008

            Nýjustu myndir

            • Mynd Trump Fylgi
            • Kína mynd 2
            • Kína mynd 1

            Heimsóknir

            Flettingar

            • Í dag (22.11.): 6
            • Sl. sólarhring: 6
            • Sl. viku: 35
            • Frá upphafi: 856024

            Annað

            • Innlit í dag: 4
            • Innlit sl. viku: 33
            • Gestir í dag: 4
            • IP-tölur í dag: 4

            Uppfært á 3 mín. fresti.
            Skýringar

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband