24.8.2015 | 22:03
Eðlilega eru allir að tala um stóra verðfallið í Kína
Það er þó mjög á huldu hversu miklu máli það verðfall skiptir. En t.d. er haft eftir kínverskum sérfræðingi - "But Xu Sitao, the chief China economist in the Beijing office of Deloitte, said in a speech in Hong Kong that the effect on the economy could be muted because equities represent only 7 percent of the overall wealth of urban Chinese households, which continue to rely very heavily on real estate in their holdings." - Sem bendir þá ekki til þess að líkur séu á miklum áhrifum á almenning í Kína.
Stock Markets Tumble as Upheaval Continues
Síðan auðvitað eru viðskiptabankar innan Kína í eigu - stjórnvalda. Þannig að ekki er víst, að þeir nálgist málefni fyrirtækja - með alveg sama hætti, og Vestrænir bankar mundu gera.
- Svo er áhugavert að nefna, að hlutabréfavísitalan í Sjanghæ, hefur hækkað gríðarlega sl. 12 mánuði.
- Þetta "comment" sá ég á vef FT.com "Shanghai was 2200~ last August. Seems to be a classic bubble and pop. Even at 3200 there could be a long way down to go."
Það er alveg unnt að halda því fram að áhrif hlutabréfahruns - verði sára lítil
- Það er vel unnt að líta einfaldlega svo á - að hækkun markaðarins í Sjanghæ, yfir 100% sl. 12 mánuði, hafi ekki haft neinn efnahagslegan veruleika til að styðja sig við.
- Það sé því eðlilegt að markaðurinn lækki aftur.
- Í vestrænu hagkerfi, mundi maður óttast um það - að þegar virði fyrirtækja á markaði lækkar.
- Þá geti það leitt til þess, að andvirði þeirra fari undir andvirði skulda þeirra.
En eins og ég benti á, þá er ekki ljóst - að kínverskir bankar fylgi alfarið sambærilegum viðmiðum, þ.e. ef fyrirtæki fer í neikvætt eigið fé - að þá sé það gert upp, eða neytt til þess að afla sér frekara hlutafjár.
Það má vel hugsa sér, að kínversk yfirvöld - til þess að róa ástandið þannig séð, hafi skipað bönkum að halda að sér höndum - > Þó svo að einhver kínv. fyrirtæki lendi í neikvæðri eiginfjárstöðu.
Það eru þó marvíslegar stærðir sem valda ugg
Sbr. að það virðist að Kína hafi notað meira sement síðan kreppa hófst í Evrópu 2010 heldur en Bandaríkin hafa gert sl. 100 ár. Það bendir til -epískra- byggingabóla.
En þarna virðast vera heilu borgirnar nýlega reistar, er safna ryki - enginn að nota.
Síðan hafa skuldir kínverskra einka-aðila vaxið um meir en 100% af þjóðarframleiðslu, síðan kreppa hófst í Bandaríkjunum 2008 - undirmálslánakreppan svokallaða.
Svo gríðarlega hröð aukning skuldsetningar - bendir sterklega til "rangfjárfestinga."
Mikið hefur verið gefið út af -sérkennilegum lánum- sem virðast virka nokkurn veginn þannig, að kínverskur viðskipta-banki býður út lán, sem nokkurs konar fjárfestingartækifæri, þegar nægilega margir hafa lagt inn fé í púkk; er lánað.
Viðskiptabankinn er þá eingöngu - milligönguaðili.
Þetta kvá vera stór hluti aukningar skulda fyrirtækja eftir 2008.
- Það sem mér virðist áhugavert við lán á þessu formi, er - að tap af þeim dreifist þá á marga aðila.
- Þannig gætu þau haft svipuð áhrif, og þegar undirmálslánakrísan gekk yfir, að margir aðilar er stunduðu þær lánveitingar höfðu selt þau lán frá sér -jafnharðan- og kært sig því kollótta um gæði þeirra lána - - > En þeir dreifðu þeirri áhættu yfir heimshagkerfið. Með tja - þekktum afleiðingum.
- Vegna þess að mikið virðist hafa verið gefið út af lánum á þessu formi í Kína - - -> Gæti efnahagskrísa, er mundi orsaka lánatöp, geta dreift þeim töpum afar víða um hagkerfið. Og ef til vill - skilað sambærilegum eitrunaráhrifum.
Ef kreppa er framundan í Kína, á ég ekki von á að sú verði langvarandi
Ég held það geti veruð skynsamlegt fyrir stjv. í Kína - að leyfa "fasteignabólunni" - "byggingabólunni" og "fjárfestingabólu í hluta hagkerfisins sem tengist þeim þáttum" - - > Að koðna niður í hrinu gjaldþrota.
Síðan að - afskrifa þær skuldir.
Það mundi eðlilega - hægja verulega á hagkerfinu, jafnvel ýta því í skammtíma kreppu.
En útflutningshagkerfið mundi sennilega ekki verða fyrir, neikvæðum áhrifum af þessu. Rétt að árétta þann punkt. Það gæti jafnvel styrkt stöðu sína - ef laun fara nokkuð niður aftur í Kína. Og framboð vex af vinnuafli - vegna samdráttar í öðrum geirum.
- Ég hugsa að í kjölfar þess að slík leiðrétting fer fram.
- Mundi kínversk stjv. geta fremur fljótt, komið hjólunum aftur í fullan gang.
- Með því að - skipa viðskiptabönkunum, aftur að veita ofur-ódýr lán.
En þannig hefur kínverska ríkið í reynd - prentað peninga í gegnum viðskiptabankana í þess eigu.
Niðurstaða
Mér finnst það afar ólíklegt - að dómsdags spár um stórfellt hrun framundan eigi við rök að styðjast. En ef það hægir verulega á í Kína t.d. yfir 2-ja ára tímabil, jafnvel skammvinn kreppa. Þá eðlilega má reikna með kreppu í svokölluðum "ný-iðnvæðandi hagkerfum." Og það verða einhver neikvæð áhrif á vöxt t.d. í Evrópu.
---------------
- Einna stærsti taparinn gæti orðið Rússland.
- En það má reikna með frekari lækkunum olíuverðs.
- Að auki væru kínverjar líklegir til að fresta stórum fjárfestingarverkefnum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 21
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 911
- Frá upphafi: 858731
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 799
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning