Sannleikurinn er sá að Rússa markaðurinn er líklega hvort sem er hruninn á nk. ári

Það hefur kannski farið framhjá einhverjum - en heims olíuverð hefur lækkað síðustu vikur, þegar það fór hæst fyrr á árinu fór það nærri 60 Dollurum per fat, en skv. fréttum föstudags er heims olíuverð komið niður í einungis: 45,1$/fat af olíu.

"Brent fell...touching $45.10 a barrel."

Þetta fall hefur snúið við alfarið þeirri hækkun á olíuverði frá því er það var áður lægst ca. í apríl.

  1. Ég er samt ekki að vísa í þetta, þegar sé segi rússneska markaðinn fyrir makríl og aðrar fiskafurðir sennilega hruninn á nk. ári.
  2. En að sjálfsögðu, þá styrkir þessi lækkun þau áhrif sem eru framundan á olíuverð.

 

Ég er auðvitað að vísa til þess að í upphafi nk. árs fara refsiaðgerðir af Íran

Iran: The oil and gas multibillion-dollar ‘candy store’

  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Þessi frétt kom í Financial Times í júlí skömmu eftir að samkomulag Írans og svokallaðra 6-velda var kynnt. Mikilvægasta afleiðing þess fyrir nk. ár er auðvitað - að þá fara alþjóðlegar refsiaðgerðir sem takmarka útflutning Írans af. '

  • Takið eftir að Íranar eiga 40 milljón föt af olíu af uppsöfnuðum birgðum. Þetta kom fram í máli olíumálaráðherra Írans.
  • Og að hann stefnir að því að auka framleiðslu Írana í 5 milljón föt per dag.

 

Heimsmarkaðsverð á olíu gæti farið niður fyrir 30 Dollara

Höfum í huga að ef núverandi þróun á verðlagi olíu helst. En hún virðist stafa af því - að það hægir á hagvexti í Kína. Þróun sem virðist líklegt að haldi áfram. Sem leiðir til þess að það einnig hægir á hagvexti í fjölda landa - sem hafa orðið háð útflutningi hrávara til Kína.

Útkoma - að það dregur úr eftirspurn án þess að framboðið minnki.

Svo verð lækkar!

Ég reikna fastlega með því að Íranar hyggist hefja sölu oliubirgða sinna þegar í upphafi nk. árs - - þannig að þá verði einhver umtalsverð viðbótar verðlækkun á heimsmarkaðs verði.

Síðan er ekki gott að segja hversu hratt aukning framleiðslu Írans dettur inn - sennilega ekki strax nk. ár. Hafandi í huga, að það þarf fyrst og fremst að skipta um úreltan búnað við borholur. Fá það nýjasta og besta - - þá má vera að aukningar á framleiðslu fari þegar að gæta fyrir lok nk. árs.

  1. Fyrir bragðið virðist mér stefna í alvarlega kreppu í Rússlandi á nk. ári.
  2. En mér virkilega dettur í hug, að verðið geti farið niður fyrir 30 Dollara.

Það er ekki spurning - að Íranar hefja sölu birgða sinna á nk. ári.

Og sú sala mun hafa - einhver umtalsverð áhrif á heims markaðsverð.

Og það ofan í núverandi - lækkunar þróun!

 

Niðurstaða

Ég held að við sem búum á Íslandi ættum ekki að vera óskaplega stúrin yfir því að Rússland ákveður að loka á viðskipti við okkur sem búum á skerinu. En hafandi í huga fregnir þess efnis, að seljendur hafi verið að fá greiðslur - seint upp á síðkastið. Sem og að verð hafi lækkað miðað við sl. ár. Auk þess að samdráttar hafi þegar gætt á sölu til Rússlands.

Að það hafi þegar legið í loftinu - veruleg hnignun Rússlands markaðar.

Á nk. ári verður líklega ekki einungis hnignun - heldur hrun.

Nk. ár gæti orðið mjög áhugavert í rússnesku samhengi - langsamlega versta kreppuár sem Rússland mun hafa upplifað í mjög langan tíma.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að burstaklipptur ráðherra hafi unnið sitt verk sem væri hann á leikskólanum, þá er fjárþurrð Rússa ekki honum að kenna og sparnaður er dygð.   Kremlarbóndi er að spara og Púdan bóndi í Kreml er þurftarfrekur lygalaupur með mikilmennsku brjálæði og við þessháttar pestum eru fá meðöl önnur en þau sem gefin voru Sjáseku, Sadam og Hitler.     

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2015 kl. 20:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat, hann sér sjálfsagt mjög eftir að hafa ekki gert e-h sl. 20 ár í því að auka fjölbreytni útflutnings Rússlands. Mig grunar þó að hann sé búinn að stíga skrefi lengra en hann getur auðveldlega bakkað frá. Óttast kaos í Rússlandi, þegar hann tapar völdum. En þ.e. hætta, ef menn sanka of miklum völdum að sinni persónu - sem þíðir, að þeir hafa veikt allar aðrar stoðir ríkisins sem annars deila völdum með miðstjórnarvaldinu. Möguleiki jafnvel á mannskæðum átökum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2015 kl. 22:08

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér fyndist áhugavert að vita hvað í ósöpunum þú ert að lesa Einar.

Þessi skrif þín um yfirvofandi hrun Rússlands virðast vera frá sömu rótum og fyrri skrif um gjaldþrot Rússlands sem er augljóslega engin heil brú í.

Það hefur örugglega verið meiningin þegar vesturlönd hófu þennan leiðangur gegn Rússum að þetta endaði með mannskæðumm átökum,en það er ekkert sem bendir til að sú von muni rætast.

Það skín einhvernveginn í gegnum skrif þín að þú haldir að Rússar bregðist ekki við ef þeir lenda í erfiðleikum,að þeir aðhafist ekkert.

Maður stendur í sjávarmálinu á stórstraumsfjöru og spár benda til að hann muni drukkna eftir 4 klst og 45 mínútur,+/- 15 mín, þegar vatnið flæðir yfir höfuðið á honum.

Spáin er í sjállfu sé rétt,enda gerir hún ekki ráð fyrir að maðurinn færi sig. Spádómarnir hjá þér eru svolítið svona.

Það getur oft verið gott að reyna að setja atburði í eitthvað samhengi til að átta sig betur á þeim.

Samdrátturinn í Rússlandi er rúmlega helmingi minni en kreppan 2009 og 1999.

Samdrátturinn er ca 75% af samdrættinum sem varð hér í hruninu.

Möguleikar Rússa til að fást við samdrátt af þessu tagi eru miklu meiri en í fyrri kreppum af ýmsum ástæðum.

Þjóðarframleiðslan hjá þeim hefur fjórfaldast frá 2000

Skuldastaða ríkissjóðs hafa lækkað um 85% frá 2000

Það er til álitlegir sjóðir bæði í innlendri og erlendri mynt til að fást við erfiðleikana en það voru  nánast engir í sjóðir fyrri kreppum.

Það eru líka góðar fréttir fyrir þá að þó að orka sé 65% af útflutningstekum þeirra er hún lægra hlutfall af þjóðarframleiðslu þeirra en flestra annarra stórra olíuríkja ,þar með talið Noregs.

Möguleikar Rússa eru því ágætir og þeir hafa gríðarlega mikið af "low hanging fruits" sem þeir eru byrjaðir að tína og munu tína í auknum mæli á komandi árum.

Ég og The World Bank erum alveg sammála um þetta enda geri þeirra spá ráð fyrir að þetta ár endi í 2,7% samdrætti 2016 í 1% hagvexti og 2017 í 2,7% hagvexti.

Nú hefur bankinn ekki alltaf rétt fyrir sér ,og þú nánast aldrei ,svo það er kannski líklegt að þetta liggi einhversstaðar þarna á milli en það er augljóst held ég að það stefir ekki í neitt allsherjar hrun þarna.

Ég held að þú lendir oft í þeirri gryfju að hlusta á allskonar blaður eins og MCCain sem segir að Rússland sé bara bensínstöð eða Obama sem segir að Rússar framleiði ekki neitt.

Það er ömurlegt að svona mikilvægri þjóð eins og Bandaríkjunum skuli vera stjórnað af svona vanvitum,enda er árangurinn eftir því ,þeir hafa engin ráð til að halda sér gangandi nema að riðlast á öðrum þjóðum eins og yxna beljur.

Við lentum í svipaðri kreppu og Rússar þó að eðli hennar sé að nokkruð öðruvísi,og við erum hér enn,að vísu svolítið fátækari.

Rússar bregðast við með svipuðum hætti og við og ferlið virðist ætla að verða svipað,snögg niðursveifla í lífskjörum og síðan rólegur bati.

Núlega hlustaði ég á fróðlegann og skemmtilegann fyrirlestur sem Jens Stoltenberg hélt og fjallaði um hvernig Norðmenn reyna að stjórna sínum olíuauð.

Hann var spurður um í lokin hvort aðrar þjóðir gætu tekið upp þetta model og hann benti réttilega á að aðstæður þjóða væru mismunandi,en það væri eflaust margt sem aðrar þjóðir gætu læet af þeim.

Mér sýnist að Rússar hafi einmitt verið að læra af þeim,en aðstæður Rússa voru lika allt aðrar þegar Putin kom til valda.

Norðmenn voru rík þjóð þegar olían fór að koma inn ,fyrst í litlum mæli en síðan vaxandi.

Þegar Putin tekur við er Rússland ein rjúkandi rúst eftir áralnga ránsherferð Rússneskra og ekki síður vestræanna gegn rússneska samfélaginu.

Skuldir ríkissins voru komnar yfir 100% ,oligarkarnir neituðu að borga skatta og gjöld og fólk dó á götum úti af hungri og kulda.Öll kerfi samfélagsins voru gersamlega lömuð.

Þegar Putin hafði knúið oligarkana til að borga skatta og lagt gjöld á olíuiðnaðinn sem voru svipuð og norðmenn gera,var að sjálfsögðu ekki hægt að setja olíuauðinn í sjóði það varð að reyna koma af stað starfhæfu samfélagi aftur. 

Samt fór hann fljótlega að borga niður erlendar skuldir og 2008 er byrjað að safna í sjóði með sama hætti og norðmenn gera.Eftirlaunasjóðurinn er núna um það bil 10 % af norska olíusjóðnum og Rainy day fund er eitthað svipað.

Það má segja að Rússar hafi þarna fallið í Hollensku gildruna sem stafar af því að aulindarentu er hent í of miklum mæli inn í samfélagið ,en allir hugsandi menn sjá að það var ekki um annað að ræða eins og staða mála var. Það var einfaldlega ekki ásættanlegt að láta fólk þjást þegar það var til peningur til að hjálpa því.

Ég held að rússnesk stjórnvöld hafi í megin atriðum brugðist rétt við,en örugglega hefðu þau samt átt að bregðast fyrr við og minnka innstreymi af auðlindarentu í samfélagið.

Þá hefði gengið verið aðeins lægra og innlend framleiðsla samkeppnishæfari, meiri uppbygging í iðnaði og landbúnaði.

Nú eru þessar aðstæður komnar upp og við munum sjá á næstu árum milkla uppbyggingu í þessum greinum.

Það sem kemur Rússum til góða í þessu er að það er enginn gjaldeyrisskortur og skuldir eru lágar og lækkandi.

Það kemur þeim einnig til góða hvað þeir hafa stórann heimamarkað,þeir hafa möguleika á allskonar framleiðslu sem við höfum till dæmis ekki.

Fyrir þjóð í þessum stærðarflokki er ekki eina leiðin að auka útflutnig,þeir hafa að auki góða möguleika á að auka eigin framleiðslu og minnka innflutning.

Síðan fer olíuverð upp eftir nokkur ár og þá verður farið að safna í sjóðina af auknum krafti.

Þessi þróun er þegar hafin og fyrst eru tíndir ávextirnir sem hanga lægst,sem er landbúnaðurinn. Þar hefur framleiðslan aukist um 13% sem er ágætis árangur.

Síðan mun iðnaðurinn fylgja eftir en það tekur lengri tíma að koma honum af stað.

Heimsbankinn er að því leyti bjartsýnni en ég að ég bjóst ekki við að það yrði viðsnúningur fyrr en 2018 þegar þjóðarskuldir rússa verða komnar niður undir núllið og það verður aukin innkoma af gassölu.

Eina hættan sem stafar að Rússum í dag er að það komi einhver vitleysingur til valda í Bandaríkjunum sem oligarkarnir geti knúið til að ráðast á Rússa.

Mér finnst einkennilegt að maður sem er hluti af þjóð sem er nýbúin að ganga í gegnum það sama skuli vera svona glámskyggn á þetta.

Sennilega lestu of mikið af The Guardian en ég vil benda þér á í því sambandi að það er til síða sem heitir offguardian.org ,en þar geturðu fengið útskýringar á sumu því vitlausasta sem stendur í The Guardian. 

Nýlega barust þær gleðifréttir að Rússar hafi farið upp fyrir Þjóðverja í GDP PPP, 2014.

Þeir eiga langa leið fyrir höndum enn en þú getur ýmyndað þér hverniig fer þegar rússar koma út úr kreppunni og taka flugið ,en Þjóðverjar standa með meira og minna gjaldþrota evrópu á herðunum

Borgþór Jónsson, 23.8.2015 kl. 17:59

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skemmtilega findin frásögn hjá þér Boggi- en augljóst gera spár um hagvöxt í Rússlandi ekki ráð fyrir afleiðingum þess, að refsiaðgerðir fara af Íran á nk. ári.

    • Að sjálfsögðu gátu þær spár ekki - tekið mið af því sem þeim var ekki kunnugt um.

    • Þetta að sjálfsögðu breytir öllu.

      • Það verður hrun í Rússl. á nk. ári.

      Síðan segir þú ranglega að skuldir Rússl. hafi verið 100% þegar Pútín tók við - - þær voru ca. 50% af þjóðarframleiðslu.

      Reynd í svipuðu horfi og í dag! En frásagnir um ríkisskuldir Rússland eru afskaplega villandi - því að þ.e. ekki tekið tillit til skulda ríkisfyrirtækja - - > Sem lenda á rússn. ríkinu, ef þau fyrirtæki geta ekki reitt.

      Síðan, eins og þú bendir á með söfnunarsjóð stjv. Rússlands, að þá vill svo til að -sá söfnunarsjóður er talinn með í heildar tölu gjaldeyrissjóðs rússn. Seðlabankans.

      Það er villandi vegna þess, að það fjármagn - er ekki fljót aðgengilegt. Það þíðir að - - fljótandi gjaldeyrissjóður Rússl, þ.s. eignir sem unnt er að losa með skjótum hætti eru ca. helmingi smærri.

      Svo er spurning hvort að rússn. stjv. geta yfirleitt losað þær eignir, þó þær séu eign þess - ef þær eru staðsettar í löndum sem viðhafa viðskiptabanns aðgerðir á Rússl. Þá eru slíkar eignir frystar.

      ----------------------

      Meintur efnahagsárangur Pútins; Er eingöngu því að þakka, að heims markaðsverð á olíu varð mjög hátt í kjölfar innrásar Bandar. 2003 inn í Írak.

      Má segja að Pútín ætti að þakka Bush fyrir. Síðan héldust verð há, alveg til sumars 2014.

        • Síðan þá hefur andvirði rússn. hagkerfisins minnkað um helming.

        • Auðvitað þegar andvirði þess er mælt í öðrum gjaldmiðlum.

        Þegar þú aftur á móti mælir andvirði hagkerfisins út frá gjaldmiðli þess - - þá felur stórt gengisfall alltaf verulega raunverulegt efnahagstjón sjónum.

          • Þ.e. rétt að sem hlutall af heildarhagkerfi Rússlands, er olía og gas umtalsvert minna en 65%.

          • En Rússland er enn með gríðarlegan hergagna-iðnað og auðvitað umsvif ráðuneytis Varnarmála. Allt innan Rúbblu kerfisins.

            • Fyrir utan hergögn - - þá er ekki mikið framleitt innan Rússlands.

            "Low hanging fruits" - enn einn brandarinn.

              • Sannleikurinn er sá, að Pútín gerði nákvæmlega ekki neitt í uppbyggingu efnahagslífs sl. 20 ár.

              • Ríkis-yfirtaka á mikilvægum fyrirtækjum, leiddi eingöngu til þess - - að skipt var um þjófagengi. Þ.e. þjófagengi handgengið Pútín fékk að umráð yfir helstu auðlindum Rússlands.

              • Síðan þá hefur það þjófagengi ásamt Pútín - rupplað og rænt landslýð.

                • þannig tel ég ráðsmennsku Pútín - ekki betri en ráðsmennsku Roberts Mugabe.

                  • Meginmunurinn sé sá, að meðan olíuverð var í 100 Dollurum, þá gat svakaleg spillingin verið til staðar, og samt Rússland litið sæmilega út - - ef mál væru ekki skoðuð af dýpt.

                  En þegar olían nk. ár fer ef til vill niður fyrir 30 USD per fat.

                  Þá auðvitað hefjast efnahags ragnarrök í Rússlandi.

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 23.8.2015 kl. 18:30

                  5 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Russia Government Debt to GDP

                  Svona líta ríkisskuldir Rússa út frá árinu 2000. Skuldirnar voru rúmlega 100% árið 2000 og ef ég man rétt er það árið sem Putin tók við stjórn Rússlands. Þær voru ekki 50%.

                  .

                  Varðandi söfnunarsjóðina þá eru þeir aldrei taldir með í gjaldeyrisvarasjóði vegna þess að þeir eru ekki gjaldeyrissjóðir og ekki undir stjórn seðlabankanna.Það skrifaði einhver gutti um þetta á Business Insider og það varð eitthvað fleigt,en það er einfaldlega rangt,þetta er aldrei svona.

                  .

                  Hér er linkur á fyrirlestur Stoltenbergs,hann er mjög upplýsandi og líka skemmtilegur.Fyrirlesturinn er reyndar tekinn upp fyrir olíuhrun,en prinsippin eru þau sömu.    https://www.youtube.com/watch?v=8f6geiVdwpk 

                  Þessi ræða gæti líka verið holl fyrir þá sem eru að spekulera í fiskveiðiauðlindinni enda fjallar þetta ekki um olíu í sjáfu sér heldur auðlindahagkerfi.Snilldar ræða.

                  Ég reyndi að útskýra fyrir þér hvers vegna það var ekki hægt fyrir Rússa að fylgja Norsku leiðinni frá upphafi og líka hvernig þeir eru að fikra sig inn á hana í dag,jafnvel í kreppunni.

                  Mér tókst ekki að útskýra þetta fyrir þér ,kannski tekst Stoltenberg betur.

                  .

                  Ég veit ekki hvort hagkerfi Rússlands hefur minnkað um helming ,en það sem skiftir megin máli er að framleiðsla þess hefur ekki minnkað nema um örfá % og fyrirséð að hún mun aukast á næstu árum.

                  .

                  Megin olíusjóðir Rússa eru tveir ,ásamt nokkrum minni sjóðum sem gegna sérhæfðu hlutverki.

                  Megin sjóðirnir eru "Rainy day fund" og "pension fund"

                  Rainy day fund er til að jafna sveiflur eins og nafnið ber með sér,það er hægt að taka peninga úr þessum sjóð ef mönnum finnst þörf á.Þessi sjóður er ekki mjög stór enda bara byrjað að safna í hann 2008. 

                  Pension fund er aftur á móti sjóður sem er ekki hreift við og á ekki að hreifa við. Það var byrjað að safna í þennan sjóð 2008 þegar það var lokið við að taka til í fjármálum ríkissins ,tryggja að oligarkar borguðu skatta og það var búið að festa í sessi skattlagningu á olíuauðinn sem svipar til skattlagningarinnar í Noregi.

                  Þessi sjóður er nákvæm eftirmynd Norska olíusjóðsins.

                  Rocefellarnir Rothchildarniir og rússnesku oligarkarniir eru æfir af því að þeir ætluðu aldei að borga neina skatta eða að láta Rússnesku þjóðina njóta þessara auðæfa með nokkrum hætti. Krafan er að koma Putin frá svo það sé hægt að koma hlutunum í fyrra horf. Þetta er ein af ástæðunum fyrir að við sjáum þessa gríðarlegu herferð gegn Putin,ástæðurnar eru þó fleiri.

                  .

                  "Low hangin fruits" sem þér finnst svo fyndnir voru mikið til umræðu hér á landi í lok hrunsins og nýttust að einhverju marki af því að það losnaði um vel menntað fólk og gengið var hagstætt.

                  Sömu aðstæður eru uppi í Rússlandi,en munurinn er samt sá að framleiðsla í Rússlandi er miklu fjölbreyttari en hér og möguleikarnir fleiri. 

                  Ég get nefnt sem dæmi flugvélaiðnaðinn.

                  Boing og Airbus eru alveg hofin af markaði í Rússlandi þegar kemur að millistórum þotum í innanlandsflugi.

                  Við hfur tekið ný þota sem heitir Sukhoi 100 Superjet.

                  Sukhoi 100  er líka ágætis útflutningsvara vegna lægri rúblu og líka að þetta er ný hönnun sem uppfyllir öll skilyrði um lágan eldsneytiskostnað og aðbúnað og ég las einhversstaðar að þeir séu búnir að semja um sölu á 200 slíkum þotum úr landi og hafa stofnað fjármögnunarfélag til að sjá um söluna.Það er mikill áhugi á þessari vél.

                  Sukhoi er nú með í undirbúningi þotu sem gæti keppt við aðrar þotur í millilandaflugi.

                  Innfluttir vélsleðar mótorhjól og fjórhjól eru að hverfa úr verslunum og innlend framleiðsla að taka við.

                  .

                  Timburiðnaðurinn hefur brugðist við með aukinni framleiðslu og aukinni tæknivæðingu,timburinnflutningur er nánast horfinn .Finnum og fleirum til mikillar hrellingar.

                  Rússneki timburiðnaðurinn er einmitt ágætt dæmi um framfarir í Rússlandi.

                  Á Jeltsin tímanum sem margir horfa til með söknuði og vestrænir oligarkar eru að reyna að endurvekja ,fóru verktakar um Rússnesku ríkisskógana nánast án endurgjalds og ullu óskaplegu tjóni með rányrkju. Bæði var að Rússneska ríkið var svo veikt að það gat ekki rönd við reist,og ríkið var undir beinni stjórn þeirra sem voru að fremja glæpina.

                  Þetta er það sem er verið að reyna endurvekja.

                  Nú gilda strangar reglur um þessa starfsemi sem miða að hámarks afrakstri ,sem eru jafnvel strangari en í Skandinavíu.  

                  .

                  Þetta eru þrjú dæmi um "low hanging fruit" tvö nokkuð stór,en þessir ávextir eru út um allt hagkerfið og verða tíndir á komandi árum.

                  Landbúnaðarávextirnir eru þeir sem hanga lægst og þar er tínslan þegar hafin með 13% aukningu á síðasta ári.

                  Það er því alveg ljóst að Rússar eru að bregðast við og munu bregðast við í auknum mæli,það tekur bara tíma að koma þessu í framkvæmd. 

                  .

                  Spádómar World Bank ger sennilega ekki ráð fyrir samningum við Iran,án þess að ég viti það svo sem,en ég vil benda á að það er enginn samningur við Íran.

                  Beiti Obama neitunarvaldi ,sem er ekki víst,tekur þessi samningur væntanlega gildi.

                  Það er ekki gott að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verða.

                  Takist Rússum að viðhalda jákvæðum viðskiftajöfnuði, sem ég geri ráð fyrir að verði, stafar þeim svo sem ekki mikil ógn af þessu.

                  Lífskjör munu að sjálfsögðu versna nokkuð frá því sem nú er,en að það sé yfirvofandi ragnarrök get ég ekki séð. Rússar eru einfaldlega ekki nógu háðir innflutningi til að það gerist.

                  Og enn og aftur munu lágar skuldir Rússlands koma þeim til bjargar.

                  .

                  Útgjöld til hermála í Rússlandi losa 4% sem er nokkuð hátt miðað við flestar þjóðir,en ekkert einsdæmi þó

                  Hergagnaiðnaðurinn er svo heilt önnur blaðsíða sem er alls ekki öll í Rúbluhagkerfinu ,langt frá því.

                  Hergagnaiðnaður er ábatasöm atvinnugrein og töluverð og sennilega vaxandi útflutningsatvinnugrein í Rússlandi.

                  Þar kemur bæði til að Rússar framleiða ágætis hergögn og líka hitt að þau eru nú fáanleg á hagstæðu verði. 

                  Hergagnaiðnaðurinn gæti verið einn af þessum "low hanging fruits" en slík viðskifti hafa oftast langan aðdraganda og stjórnast af fleiru en verði og gæðum.

                  Kunnáttan er til og framleiðslutækin eru til,þarna er iðnaður sem er tiltölulega auðvelt að auka í ef eftirspurn eykst.Slíkt gengur oft undir nafninu "Low hanging fruits" og er ekki brandari heldur gullið tækifæri.

                  .

                  .

                  Þá verð ég að gera eina tilraun enn til að reyna útskýra fyrir þér hvers vegna Rússland defaultar ekki.

                  Allar erlendar skuldir Rússa,einkaskuldir,ríkisskuldir,fyrirtækjaskuldir eru 556 milljarðar dollara.

                  Gjaldeyrisvarasjóðir Rússlands eru 357 milljarðar dollara.Fyrir utan þessa tölu eru gjaldeyriseignir fyrirtækja og einstaklinga sem eru verulegar af því þegar rúblan hrundi á siðasta ári keyftu margir gjaldeyri til að verja sparifé sitt sumir mjög mikið eins og til dæmis ríkisfyrirtækin.

                  Nú er talið að 78% af gjaldeyriskaupu í hruni rúblunnar á síðasta ári hafi stafað af slíkum varnaraðgerðum

                  En það eru ekki bara ríkisskuldir Rússlands sem eru lágar ,heldur allar skuldir eru lágar.

                  Nú skulum við reyna að sundurliða þessar skuldir.

                  1 Ríkisskuldir.

                  2 Skuldir ríkisfyrirtækja.

                  3 Skuldir einstaklinga

                  4.Skuldir einkafyrirtækja í Rússneskri eigu.

                  5 Skuldir einkafyrirtækja í erlendri eigu. 

                  Við getum samstundis útiloað lið, 5 skuldir einkafyrirtækja í erlendri eigu. Þær skuldir koma gjaldeyrisvarasjóði Rúsa ekkert við.Eigendur þessara fyrirtækja munu sjá þeim fyrir fjármögnun eftir þörfum.

                  Næst getum við skoðaða skuldir einkafyrirtækja. Fæst einkafyrirtæki eru undir viðskiftaþvingunum og munu geta fjármagnað sig með sama hætti og áður.Fyrst eftir hrunið áttu þau í erfiðleikum með þetta ,en það er nú að færast aftur í eðlilegt horf. Það sést best á því að af 65 milljörðum dollara sem gjaldfalla á síðasta fjórðungi þessa árs verða 30 milljarðar endurfjármagnaðir með venjulegum hætti.

                  Skuldir einstaklinga eur væntanlega ekki stærð sem skiftir máli hér.

                  .

                  Þá eru það skuldir ríkissins og tengdra aðila sem nema 160 milljörðum dollara eftir því sem ég kemst næst.

                  Þar er tvennt til að taka.

                  Í fyrsta lagi þá hafa flest þessi fyrirtæki gjaldeyristekjur sem er lykilatriði,það er lítil hætta á að þessi fyrirtæki fari undir jafnvel þó að orka lækki í verði af því þau hafa mikið borð fyrir báru.hinsvegar munu tekjur ríkissins af þeim lækka.

                  Hér er rétt að hafa í huga eins og við Íslendingar þekkjum svo vel að innlend útgjöld þessara fyrirtækja hafa líka lækkað um helming,það eru ekki bara tekjurnar sem lækka.

                  Á síðasta ári sáum við þessi fyrirtæki fá sérstaka fyrirgreiðslu til að þau gætu varist gengisfallinu með gjaldeyriskaupum.

                  .

                  Þessi fyrirtæki eiga nú mikinn gjaldeyri og þau munu ekki sækja í að kaupa gjaldeyri á markaði af því hann er miklu dýrari heldur en sá gjaldeyrir sem þau eiga.

                  Ásókn þessara fyrirtækja í gjaldeyrisforðann verður því lítill.

                  Nýlega sáum við í fréttum að Mededev var að reyna að telja fyrirtæki á að skila inn gjaldeyri,eða með öðrum orðum að kaupa rúblur.

                  Þar sem gjaldeyrisviðskifti eru frjáls í Rússlandi kaupa fyrirtæki ekki rúblur fyrir nema þá upphæð sem þarf til að borga innlendan kostnað og skatta.Afganginn geyma þau á gjaldeyrisreikningum ef svo má segja.

                  Hér er þetta leyst með því að skylda alla til að skila inn gjaldeyri.

                  Annað er að þessar skuldir eru ekki gjaldfallnar ,heldur greiðast þær upp á næstu þremur árum að mestu leyti

                  Meðan gjaldeyrisafgangur Rússa er 140 milljarðar á ári þá verða engin vandræði að borga niður 160 milljarða skuld á þremur árum.

                  Þá er eftir að þjónusta þann hluta skulda einkafyrirtækja sem ekki hafa gjaldeyristekjur og ekki geta endurnýjað skuldir sínar.

                  Ég get ekki séð hvernig það á að mistakast með 550 milljarða sjóð og 140 milljarða gjaldeyrisjöfnuð auk alls þess gjaldeyris sem er til í fyrirtækjunum.

                  .

                  Við verðum enn að hafa í huga að skuldir einkafyrirtækja eru ekki gjaldfallnar og meira en helmingur þeirra mun endurnýja sig með eðlilegum hætti.

                  .

                  .

                  .

                  .

                  Borgþór Jónsson, 25.8.2015 kl. 15:18

                  6 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Verð að leiðrétta ,sjóður Rússa er að sjálfsögðu 350 milljarðar ,ekki 550.

                  Borgþór Jónsson, 25.8.2015 kl. 16:25

                  7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                  Skuldir Rússn. hagkerfisins voru um 50% þegar þau lentu í greiðsluvandræðum með erlendar skuldir - - við það að greiðsluvandræði hefjast.

                    • Verður mjög djúpur samdráttur í rússn. hagkerfinu.

                    Þ.e sjálfsagt ekki útilokað að slíkur hafi samdráttur hagkerfisins verið, að skulda-hlutfallið hafi rokið upp tímabundið, vegna hrunsins í hagkerfinu við gjaldþrotið og það hrun er varð í mörgu innan Rússlands við það hrun.

                    2015-09-0701:00 PMAug $357.63B

                      • Það passar betur, skv. leit stóð sjóðurinn í þessari tölu í lok ágúst.

                        • ATh. - þetta er brúttótala.

                        • Sem inniheldur -söfnunarsjóð stjv.

                        • Það má lækka þessa tölu um a.m.k. 100ma. til að draga þann söfnunarsjóð frá.

                          • Þetta er ekki síst af hverju menn hafa áhyggjur.

                          • skuldir ríkisfyrirtækja - - eru miklu hærri en nemur þessum sjóði.

                          En þegar við erum að tala um ríkisfyrirtæki - - verður einnig að telja bankana.

                          En þeir eru ekki með gjaldeyristekjur.

                          "Fyrst eftir hrunið áttu þau í erfiðleikum með þetta ,en það er nú að færast aftur í eðlilegt horf. Það sést best á því að af 65 milljörðum dollara sem gjaldfalla á síðasta fjórðungi þessa árs verða 30 milljarðar endurfjármagnaðir með venjulegum hætti."

                            • En núna þegar gjaldeyristekjur eru aftur að skreppa saman - þá breytist þessi tala í hina áttina.

                            • Því gjaldeyristekjur fyrirtækjanna minnka.

                            • Þá þurfa þau að sækja meira fé í gjaldeyrissjóðinn.

                            Þannig hefur Seðlabanki Rússl. nú aftur hætt gjaldeyriskaupum.

                            Það mun aftur þá streyma nettó úr sjóðnum.

                            ---------------

                            En stóra hættan er nk. ár, þegar gjaldeyristekjur skreppa enn frekar saman, þegar Íran fer að selja sínar birgðir af olíu.

                            Þá verður tekjustaðan enn síður hagstæð - sem þíðir að fyrirtækin þurfa enn frekari aðstoð að halda

                            Og auk þess, þá streymir enn minna fé í hann.

                            "ég vil benda á að það er enginn samningur við Íran.

                            Beiti Obama neitunarvaldi ,sem er ekki víst,tekur þessi samningur væntanlega gildi.

                            Það er ekki gott að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verða."

                              • Víst er samningur við Íran - - en í reynd skiptir engu megin máli þó að Bandaríkin, sjálf hætti ekki refsiaðgerðum.

                              • Það sem máli skiptir, er undirritun 6-veldanna. En þó að Bandaríkin standi ekki við sinn hluta - - munu aðrir undir-ritunar-aðilar það gera. Svo fremi að Íranar brjóta ekki sjálfir á samningnum.

                              • Það þíðir að alþjóðlegar refsi-aðgerðir fara af. 

                              ESB hefur þegar ákveðið fyrir sitt leiti - að afnema sínar aðgerðir.

                              Sú ákvörðun er algerlega óháð því hvað gerist á Bandar.þingi.

                              Repúblikanar geta í reynd ekki lengur - stöðvað þetta ferli. Nema að þeir geta hindrað það að bandar. olíufyrirtæki fái að fjárfesta í Íran.

                              Alþjóðlegur refsi-aðgerðirnar detta niður. Þ.e. alveg öruggt, nema að Íranar geri e-h rosalega heimskulegt, sem þeir gera örugglega ekki.

                                • Bandaríkin yrðu þá algerlega einangruð í afstöðu til Írans.

                                • Restin af heiminum mundi leiða það hjá sér.

                                Það mundi verða mjög skaðlegt fyrir orðspor Bandar. Og þau yrðu einnig að athlægi.

                                ---------------

                                  • Vandamál er hve mikið af sjóðnum - er í reynd óaðgengilegt fé.

                                  • Þannig að nothæfur sjóður, er í reynd umtalsvert smærri, en brúttó stærðin er opinberar tölur gefa upp.

                                  -------------

                                  "Ég veit ekki hvort hagkerfi Rússlands hefur minnkað um helming ,en það sem skiftir megin máli er að framleiðsla þess hefur ekki minnkað nema um örfá % og fyrirséð að hún mun aukast á næstu árum."

                                  Kolrangt - þ.s. megin máli skiptir er að tekjurnar lækka.

                                  Þ.e. alltaf varasamt landi þ.s. gjaldeyrisskuldir eru töluverðar - ef veruleg minnkun verður í gjaldeyristekjum.

                                    • Stóra málið með skuldir.

                                    • Er samsetning þeirra. 

                                    • Frekar en eiginlegt umfang.

                                    Land getur lent í vandræðum í ótrúlegra lágri skuldastöðu miðað við þjóðarframleiðslu, ef um er að ræða - skuld í gjaldeyri.

                                    Ef það hittist svo á, að gjaldeyristekjur hrynja saman verulega.

                                    Þetta er megin ástæða ríkis-gjaldþrota í heimssögunni.

                                    ---------------

                                    "Allar erlendar skuldir Rússa,einkaskuldir,ríkisskuldir,fyrirtækjaskuldir eru 556 milljarðar dollara."

                                    Akkúrat - þetta er einmitt hættulegt.

                                    Þó þú viljir ekki viðurkenna að svo sé.

                                      • En þ.e. einmitt vegna þess, að gjaldeyristekjurnar eru í minnkunar-ferli.

                                      • Lönd sem skulda í gjaldeyri, og eru háð fáum útflutningsgreinum - lenda einmitt klassískt í vanda, þegar gjaldeyristekjur skreppa saman.

                                      "Við hfur tekið ný þota sem heitir Sukhoi 100 Superjet."

                                      Rússum hefur ekki sl. 10 ár tekist að markaðssetja hana að neinu ráði.

                                      En þetta er -lítil farþegaþota- er á að keppa við "Bombardier" og "Embraer" smá-farþegaþotur.

                                      Hefur ekki komist inn á markaði.

                                      "Meðan gjaldeyrisafgangur Rússa er 140 milljarðar á ári þá verða engin vandræði að borga niður 160 milljarða skuld á þremur árum."

                                      Þá mun rúbblan þurfa að lækka mjög mikið nk. ár.

                                      Ef nettó gjaldeyrisstaða á að haldast áfram nægilega góð, til að forða vandræðum.

                                        • Þegar við bætist að Íranar ætla að auka framleiðslu í 5 millj. tunnur per dag innan nk. 5 ára.

                                        • Þá er þetta veruleg áhætta fyrir Rússland.

                                        Sú mikla lækkun er virðist framundan nk. ár, ofan í aðrar lækkanir.

                                        Svo að það að fyrirhuguð aukning framleiðlu Íran, mun væntanlega halda olíuverðum niðri - a.m.k. einhver árafjöld í framhaldinu.

                                          • Auðvitað ef þ.e. að skella á kreppa í Kína.

                                          • Þá lækkar verðlag á olíu - enn enn frekar.

                                            • Þ.e. líka spurning um hættuna fyrir stjv. af hinni miklu lækkun kjara er almenningur verður fyrir.

                                            • Sem líklega fer ekki til baka - ekki á allra nk. árum.

                                            Slík óánægja getur magnast ár frá ári, af almenningur upplifir að vonlítið sé að kjörin batni að nýju.

                                            Kv.

                                            Einar Björn Bjarnason, 25.8.2015 kl. 21:44

                                            Bæta við athugasemd

                                            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                                            Um bloggið

                                            Einar Björn Bjarnason

                                            Höfundur

                                            Einar Björn Bjarnason
                                            Einar Björn Bjarnason
                                            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                                            Jan. 2025
                                            S M Þ M F F L
                                                  1 2 3 4
                                            5 6 7 8 9 10 11
                                            12 13 14 15 16 17 18
                                            19 20 21 22 23 24 25
                                            26 27 28 29 30 31  

                                            Eldri færslur

                                            2024

                                            2023

                                            2022

                                            2021

                                            2020

                                            2019

                                            2018

                                            2017

                                            2016

                                            2015

                                            2014

                                            2013

                                            2012

                                            2011

                                            2010

                                            2009

                                            2008

                                            Nýjustu myndir

                                            • Mynd Trump Fylgi
                                            • Kína mynd 2
                                            • Kína mynd 1

                                            Heimsóknir

                                            Flettingar

                                            • Í dag (5.1.): 22
                                            • Sl. sólarhring: 22
                                            • Sl. viku: 912
                                            • Frá upphafi: 858732

                                            Annað

                                            • Innlit í dag: 15
                                            • Innlit sl. viku: 800
                                            • Gestir í dag: 6
                                            • IP-tölur í dag: 6

                                            Uppfært á 3 mín. fresti.
                                            Skýringar

                                            Innskráning

                                            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                                            Hafðu samband