2.8.2015 | 16:11
Hópur stuðningsmanna Rússlands, gerir lítið úr gagnsemi NATO aðildar Íslands og vill að Ísland hætti þátttöku í efnahagsþvingunum gegn Rússlandi
Það er vissulega rétt, að þátttaka Íslands í þvingunum gegn Rússlandi - getur á næstunni kostað okkur raunverulega peninga. Á hinn bóginn, þá eru miklu stærri hagsmunir í húfi fyrir okkur, af áframhaldandi þátttöku okkar í þeim þvingunum.
- En málið er, að Rússland Pútíns vill leggja í rúst -sjálft prinsippið sjálfsákvörðunarrétt þjóða í evrasísku samhengi.
- Það er sennilega ekki til neitt land, sem meira á undir því, að það prinsipp sé varið en einmitt Ísland.
- Sjálfstæði Íslands á afar litla möguleika í því kerfi, að réttur hins sterka mundi ráða.
- Þ.e. því rökétt afstaða sérhvers íslensks sjálfsstæðissinna, að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
- Og þar af leiðandi, rökrétt fyrir sérhvern sjálfsstæðissinnaðan einstakling hérlendis, að standa með sjálfstæðisbaráttu hinnar úkraínsku þjóðar gagnvart risanum fyrir Austan.
- Því styð ég eindregið afstöðu utanríkisráðherra, þá sem hann hefur hingað til viðhaft um málefni Úkraínu, og afstöðu hans til refsiaðgerða Vesturvelda gagnvart Rússlandi þá sem hann hefur fram að þessu viðhaft!
Engin þjóð mundi tapa meir á því en við Íslendingar ef -sjálfsákvörðunarréttur þjóða er ekki lengur virtur
Hvernig mundi Evrópa virka, ef Rússum tekst að leggja öryggiskerfi Evrópu í rúst? Og þar með það kerfi, sem -tryggir að hver þjóð fær að ráða sínum málum sjálf?
Sumir t.d. halda því ranglega fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast í Þorstastríðunum.
- Ekker er fjær sanni.
- Menn gleyma því bersýnilega -að Bretar beittu ekki þeim vopnum sem þau skip voru búin sem þeir sendu á Íslandsmið?
- Af hverju ætli að það hafi verið? Einfalt mál, NATO aðild Íslands kom í veg fyrir það.
- Ég er ekki í nokkrum vafa, án NATO aðildar -hefðu Bretar beitt þeim vopnum, og bundið enda á þorskastríðin á nokkrum mínútum, Ísland hefði sannarlega mótmælt -en án vopna hefðu þau mótmæli haft nákvæmlega engin áhrif.
Því er einnig haldið fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast, þegar Ísland lenti í deilu við 2-NATO þjóðir nýverið -svokölluð Icesave-deila!
- Ekkert er fjær sanni heldur.
En menn gleyma því bersýnilega, að Bretar höfðu tæknilega möguleika á beitingu margra úrræða sem þeir ekki beittu. -Vegna NATO aðildar, gátu þeir einungis beitt úrræðum, sem þeir gátu beitt heima fyrir. Þ.e. -þeir gátu fryst eignir innan Bretlands.
Bretar t.d. hafa flota -þeir hefðu getað sett hafnbann á Ísland. Og þannig neitt Ísland til algerrar uppgjafar á skömmum tíma.
Það eru meira að segja til þeir, sem andskotast úr í hernámið í Seinni Styrrjöld!
Þetta er tilraun til að endurskrifa söguna, en sannleikurinn er sá -að hernámið reddaði Íslandi. Fram til 1940 frá upphafi heimskreppu, var Ísland statt í gríðarlega alvarlegu kreppuástandi, með mjög útbreiddri fátækt. Í grennd við Reykjavík, var kofa og hreysahverfi alveg eins og í grennd við borgir í þróunarlöndum í Dag.
Við hernámið, hverfur atvinnuleysið á skömmum tíma. Þegar fyrst Bretar, síðan Kanar eftir að Bretar semja við Kana um yfirtöku á hernámi Íslands, sköffuðu vinnu við uppbyggingu hernaðaraðstöðu hér. Við þá uppbyggingu, fengu mjög margir Íslendingar vinnu -og þetta var launuð vinna.
Við þær launagreiðslur, kom mikið fé inn í landið. Auk þess byggði hernámsliðið upp vegi, reisti brýr og það voru byggðir flugvellir -sem enn þann dag í dag eru notaðir af Íslendingum.
Og því má ekki auk þess gleyma -að eftir hernám Noregs, var það fullkomlega mögulegt fyrir Þjóðverja að senda hingað herlið. Ekki sannarlega með skipum, en ég tel það fullvíst að Junkers Ju52 liðsflutningavélar þeirra, hafi getað flogið hingað frá strönd Noregs, og dreift hingað fallhlífarliði Þýska hersis. Svo hefðu landsmenn, verið gerðir að -vinnuþrælum, við að reisa flugvelli svo þýskar orrustuvélar mundi geta flogið hingað. En Messerschitt BF110 hefði vel getað flogið hingað, með því að geta lent hér strax. Hafði vel drægi hingað, aðra leið.
Hvorki Spitfire né Hurricane, höfðu drægi hingað frá Bretlandseyjum til að skjóta þær niður. Þannig að BF110 vélar hér staddar, hefðu getað drottnað yfir hafinu í grennd við landið. Gert síðan þýskum skipum það mögulegt -að sigla hingað, með meir af búnaði og herliði.
Einungis með meiriháttar aðgerð Breta og Bandaríkjanna, með fulltingi flugmóðurskipa -hefði verið unnt að eyða þeirri hættu. Og síðan með -landgöngu hér, herliðs og bardögum.
Deilan við Rússland -snýst um sjálfsákvörðunarrétt þjóða
Það er augljóst -hverjum þeim sem sjá vilja, að stjórnvöld Rússlands eru einmitt að beita sér gegn prinsippinu um það að hver þjóð ráði sinni framtíð -ekki utanaðkomandi stórþjóð.
- Þetta sést t.d. á því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi, kvarta undan ákvörðun þjóða eftir hrun Sovétríkjanna 1991, að ganga inn í NATO. Þó svo að í hverju tilviki -hafi innganga verið ákvörðun hverrar inngöngu þjóðar fyrir sig.
- Kvartanir þeirra, um meintan yfirgang NATO vegna þess að þjóðir hafa ákveðið, að ganga í NATO -sjálfviljugar, og skv. eigin frumkvæði. Er ekkert annað en freklegt inngrip í mál þeirra þjóða, sem tóku hver um sig sína ákvörðun skv. sínum eigin vilja.
- Sama gildir um -meintan yfirgang ESB, vegna þess að sömu þjóðir tóku hver um sig, eigin frjálsa ákvörðun um inngöngu í ESB -bendi á að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór þá fram í sérhverju tilviki.
- Mér er slétt sama um það, að þær ákváðu að velja sér framtíð innan ESB -þ.s. ég legg áherslu á, að það eigi að vera þeirra ákvörðun hvaða framtíð hver þjóð fyir sig velur -ekki svo að frek stórþjóð ákveði framtíð þjóða, þvert gegn vilja þeirra þjóða.
Rússlands Pútíns, m.ö.o. vill endurreisa gömlu regluna -að máttur hins sterka ráði.
Stjórnvöld Rússlands, vilja geta ráðskast með framtíð þeirra þjóða -sem þeir meta mikilvægar fyrir sína hagsmuni.
Þeir vilja að það gildi, að ef þeir meta X-gegn sínum hagsmunum, -þá eigi það að vera þeirra ákvörðun, ekki þjóðar Y, hvort þjóð Y fær að gera X eða ekki.
- M.ö.o. þá mundi sigur Rússa, leiða fram aftur það ástand, að smærri þjóðir þurfi að sitja og standa í einu og öllu, skv. vilja stærri þjóðanna.
Þetta er hvers vegna, þ.e. hagur Íslands, hagur Íslendinga, að standa með Vestrænum þjóðum, í því að verja öryggiskerfi Evrópu.
- En deilan um Úkraínu snýst um það, að - - meirihluti Úkraínumanna, vill aðra framtíð.
- En þá sem stjórnendur Rússlands meta í samræmi við hagsmuni Rússlands.
- Til þess að hindra að vilji meirihluta Úkraínumanna nái fram að ganga, þá hafa stjórnvöld Rússlands beitt stigmagnandi aðgerðum.
- Fyrst voru það stigvaxandi viðskiptaþvinganir. Til að beygja fyrri stjórn Úkraínu í duftið. Þ.e stjórn Viktors Yanukovych. Fyrir rest leiddu þær viðskiptaþvinganir Rússa til þeirrar ákvörðunar, að Viktor Yanukovych hætti við -samning við ESB. Rússar auk þess -létu Viktor Yanukovych fá digra mútugreiðlu, 3 milljarða Dollara sama daginn og hann undirritaði samning við Pútín í staðinn. Og loforð um meira fé síðar, ef hann stæði við sitt gagnvart Pútín.
- Þá varð mikil mótmæla-alda í landinu -eins og eðlilegt er, að þegar utanaðkomandi land þvingar vilja sinn yfir land, að þá verða landsmenn reiðir. Með svipuðum hætti, urðu Íslendingar ákaflega reiðir vegna þvingana Breta og Hollendinga vegna Icesave. Fyrir rest, þá varð ríkisstjórn Úkraínu undir -sú meinta valdataka sem ásakanir er um, gerðist þannig að hluti þingmanna stjórnarflokksins, samdi við stjórnarandstöðuna og nýr þingmeirihluti varð til. Stjórnin féll því þegar þingmeirihluti hennar hrundi. Það var ekkert stærra en þetta er gerðist -tapaður þingmeirihluti. Sjá:Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych
- Þessu hefur stjórn Pútíns, svarað með -beinni hernaðaríhlutun inn í A-Úkraínu, og með þvi að stela Krím-skaga, og innlima í Rússland skv. atkvæðagreiðslu sem augljóst fór ekki fram skv. lýðræðisreglum, og var því ómarktæk augljóslega. En það blasir við, að svokölluð -uppreisn, er ekkert merkilegri heldur en þegar Reagan á sínum tíma, bjó til svokallaða Contra skæruliða í Nicaragua eftir að Sandinistar þar steyptu stjórn sem Bandaríkin höfðu stutt. Síðan beitti Reagan Contrum fyrir vagn sinn, til að þvinga Sandinista-hreyfinguna til uppgjafar. Með mjög sambærilegum hætti, virðist Putín hafa búið til -uppreisn innan A-Úkraínu, með flugumönnum -sem sumir í dag hafa opinberlega viðurkennt sína þátttöku -Sjarmerandi menn sem Pútín velur sér sem meðreiðarsveina- , vopnað hana og fjármagnað. Í sterkri kaldhæðni í ljósi afstöðu Bandaríkjanna til Úkraínudeilu, eru þeir að styðja -Saudi Arabíu í mjög sambærilegu atferli, gegn Yemen þ.s. hreyfing svokallaðra Hútha náði völdum á sl. ári;Stríðið í Yemen tekur nýja stefnu, eftir hernaðarsigur herliðs fjármagnað, þjálfað, vopnað af Saudi Arabíu og S.A.F.. Svar Sauda það sama -að magna upp her andstæðinga, vopna þá, beita eigin flugumönnum eftir þörfum, og -eigin herliði, flugher í tilviki Saudi Araba -ekki hluta landhers, eins og í tilviki Rússlands vs. Úkraínu.
- Á því hvað gerðist með Nicaragua - hvað er að gerast með Yemen.
Sjáum við hvernig það virkar, þegar reglan -réttur hins sterka gildir. - En sú regla þíðir, að þá vasast stórþjóðir með rétt smærri þjóða, og þeirra innanríkismál, að vild!
- Og Úkraína -markar þá framtíð Evrópu, ef stjórnvöld Rússlands fá sínu framgengt.
Að stóru löndin -ákveða skipan mála.
Og -litlu löndin verða að taka því sem þeim er rétt.
En Pútín hefur virkilega -farið fram á að skipan mála í Evr-asíu, verði tekin til endurskoðunar, á ríkjaráðstefnu er væri þá algerlega sambærileg við Yalta ráðstefnuna fyrir áratugum síðan.
- Á slíka ráðstefnu, væri eingöngu fulltrúum stórþjóðanna hleypt inn.
- Og þær stórþjóðir mundu ákveða nýja skiptingu.
Smærri þjóðir yrðu að þiggja það sem þeim væri rétt.
Réttur þess sterka væri formlega tekinn upp aftur.
Prinsippið, sjálfsákvörðunarréttur þjóða, formlega afnumið.
Niðurstaða
Það hlýtur að vera augljóst -þegar hismið er tekið af kjarnanum. Að Ísland á alls enga möguleika í umhverfi, þ.s. -réttur hins sterka væri hin gildandi regla innan Evrasíu. Enda er Ísland eitt af veikustu sjálfstæðu ríkjunum í heimi. Þvert á móti, er það nánast forsenda sjálfstæðis Íslands, að það -lagakerfi og reglukerfi. Sem byggt hefur verið upp í kringum prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða í samhengi samstarfs Vestrænna þjóða við N-Atlantshaf; verði varðveitt áfram.
Þess vegna verður Ísland -sinna hagsmuna vegna.
Að standa með baráttu Vesturlanda gegn tilraun Rússlands -til að fá Kína í lið með sér, til þess að afnema -sjálfsákvörðunarrétt þjóða innan Evrasíu, setja aftur -rétt hins sterka þar í forgrunn.
Í samhengi heildar hagsmuna Íslands -eru markaðs hagsmunir í tengslum við Rússland, afar smáir, í samanburði við það að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða, því það prinsipp er ekkert minna, en grundvöllur þess að Ísland geti haft fyrirkomulag sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.
Að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða -er í þessu samhengi einnig það, að verja sjálfstæði Íslands!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2015 kl. 03:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859315
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru allt saman góðar vangaveltur sem að næsti forseti ÍSLANDS mætti/ ætti/ þyrfti að hafa í huga.
Ekki myndum við treysta við gnarrinum til að tjá sig um þessi mál; er það?
Jón Þórhallsson, 2.8.2015 kl. 16:38
Gnarrinn er ekki mikill hugsuður -stjórnast virðist frekar af tilfinningu. Ég hugsa að hans tilfinning mundi ekki vera sú að standa með Rússum í þessum mállum.
Hann mundi mjög líklega hegða sér eins og Vigga, þ.e. hafa þetta sem þægilegast, gera sem minnst. Hvernig hann hegðaði sér sem borgarstjóri gefur væntanlega vísbendingu í þá átt.
Ef hann hefur einhver hugðarmál, er það sennilega barátta fyrir málstað samkynhneigðra. Hann væri hávær með þau mál, eins og Vigga var femínisti. Væri sennilega ófeiminn við það að koma upp í gerfum, forseti Íslands mundi sennilega ár hvert -taka þátt í göngu samkynhneiðra og keppa við Pál Óskar um athygli, eins og Gnarrinn gerði meðan sá var borgarstjóri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.8.2015 kl. 17:18
Þú ert enn við sama heygarðshornið Einar . Ef ekki dugar annað grípur þú til tilbúnings.
Yanukovych skrifaði ekki upp á neinn samning við Putin annan en þennan lánasamning enda hafði hann ekki hætt við ESB samninginn ,heldur frestað honum.
Þetta er helber tilbúningur hjá þér,sumir mundu kalla það lygi af því að þú veist betur.
Putin beitti ekki Úkrainumenn viðskiftaþvingunum ,heldur benti réttilega á að að viðskiftasamningurinn við ESB mundi gerbreyta tvihliða samningum við Rússa sem hafa verið í gildi,og eru sennilega í gildi enn.
Vandamálin voru þau að samningurinn við ESB mundi hleypa þeim samningum í uppnám og ESB var með öllu ófáanlegt til að ræða þau mál.
Þeirra afstaða var að Úkrainumenn þyrftu að velja milli ESB og Rússa.
Það var þetta sem varð til að Yanukovych frestaði að undirrita samninginn af því að hann vissi að þetta yrði banabiti Úkrainu.
Afstaða Rússa er mjög skiljanleg ,því ef þeir hefðu ekki brugðist við hefðu Evrópurikin getað dælt inn tollfrjálsum vörum inn í Rússland í gegnumm skúffufyrirtæki í Úkrainu eða raunveruleg fyrirtæki að vild,en eins og þú veist kannski eru ESB vörur tollaðar inn í Rússland.
Þetta vildi Putin ræða í þríhliða viðræðum,en ESB neitaði staðfastlega.
Það eru verulegar líkur á að það hefði mátt ráða þessum málum til lykta með samningum sem hefðu komið Úkrainumönnum til góða ,strax á frumstigi.
Niðurstaðan hefði væntanlega verið einhverskonar þríhliða viðskiftasamningur með því skilyrði að Úkraina yrði aldrei NATO þjóð.
Mjög líklega ætlaði Yanukovych að nota frestun undirskriftarinnar til að reyna að ná slíkum samningi.
Valdatakan í Úkrainu var svo ekki friðsamleg á neinn hátt,heldur valdataka nýnasista undir stjórn bandaríkjamanna ,eftir að Evrópþjóðirnar höfðu komið á friði með samningum 23 febrúar 2014.
Í framhaldi af því voru svo ESB þjóðirnar þvingaðar með einhverjum óskiljanlegum hætti til að fara í viðskiftastríð við Rússland,þvert gegn vilja sínum.
Þetta staðfesti Joe Biden eftirminnilega, og honum hefur ekki verið leyft að tala síðan.
Stuðnungur okkar Íslendinga við viðskiftaþvinganirnar er svo sama marki brenndur,við eigum einfaldlega engann annan möguleika.
Þó þú sért haldinn einhverri rómantík varðandi sjálsákvörðunarrétt smáþjóða undir vernd NATO ,þá tala staðreyndir allt öðru máli.
Við höfum alls engann sjálsákvörðunarrétt í svona málum.
Sennilega ertu búinn að gleyma þegar Gunnar Bragi sagði að ástandið í Úkrainu væri að hluta til ESB að kenna. Þarna var Gunnar að segja sannfæringu sína og hafði alveg rétt fyrir sér.
Næsta sem við sjáum er, að hann er að pósa við hliðina á valdaræningjunum í Kiev og er harðari í stuðningi sínum en flestir aðrir ,kannski að Harper Canadamanni undanskildum.
Þetta var einmitt í samræmi við kröfur Viktoriu Nuland sem sagði að það ættu sem flestir að fara til Úkrainu og láta mynda sig með Yak ,til að reyna að gera þá stjórn trúverðuga.
Það væri barnaskapur að halda að einhver hafi komið með einher ný og sterk rök í millitíðinni sem umsnéru Gunnari svona.
Hann hefur augljóslega fengið sömu yfirhalningu og ráðamenn Ungverjalands og Búlgaríu sem snérust hálfhring í málinu daginn eftir heimsókn Kerrys.
Engri þjóð er liðið að hafa aðrar áheslur í þessu en bandaríkjastjórn, punktur. Alveg sama hversu skaðlegt það er fyrir viðkomandi þjóð.
Ef þú ert ekki með mér ertu á móti mér er ennþá í fullu gildi.
Svo mikið fyrir sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða í NATO.þetta er orðið svipað fyrirbæri og Varsjárbandalagið sem var.
Ræturnar að þessum ósköpum má rekja aftur til NATO fundarins í Budapest 2009 þegar bandaríkjamenn börðu það í gegn gegn vila flestra Evrópuþjóða, að það var í raun ákveðið að gera Úkrainu að NATO þjóð.
Alla tíð síðan hafa bandaríkjamenn unnið sleytulaust að því að svo yrði ,en með litlum sem engum stuðningi Evrópuþjóða utan að sjálfsögðu breta og svo pólverja.
Ef ekki hefði komið til þessi ástríða bandaríkjamanna til að koma vopnum alveg upp að landamærum Rússlands ,væru engin vandræði í Úkrainu,svo einfalt er það.
Úkraina verður aldrei NATO þjóð ,af því að Rússar vilja skiljanlega ekki fá NATO upp að að landamærum sínum ,enda er NATO hernaðarbandalag sem blóð saklausra borgara hefur ekki stoknað á, í á annan áratug.
Enginn vill hafa svoleiðis viðbjóð við dyrnar hjá sér, ef hann fær nokkru ráðið.
Bandaríkin verja heimsveldið sitt af mikilli hörku og hafa í því skyni lagt hverja þjóðina á fætur annarri í rúst á undanförnum árum. Úkraina er nýjasta dæmið um þetta þó að árangurinn sé kannski ekki sá sem stefnt var að ,en það er samt skárra en ekkert að hafa komið á borgarastyrjöld á landamærum Rússlands.
Siðleysi þessara oligarka sem stjórna bandaríkjunum í dag virðist vera algert.
.
Borgþór Jónsson, 3.8.2015 kl. 02:17
Greining Borgþórs á valdatökunni í Úkraínu er rökrétt og ítarleg, sömuleiðis réttmætar aðfinnslur hans í garð Einars Björns, sem venju samkvæmt vinnur sínar nákvæmu og vönduðu greiningar eingöngu upp úr bandarískum fjölmiðlum, sem er auðvitað stór galli á gjöf Njarðar.
Jónatan Karlsson, 3.8.2015 kl. 07:23
Boggi, þessi sögulýsing þín er ekkert minna en stórfurðuleg, og ákaflega fjarri raunveruleikanum.
Ég hef ekkert meira um það að segja og stend við það að lýsing mín á málum sé rétt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2015 kl. 14:10
Já líklega er ég svokallaður vinur Rússlands vegna þess að ég hef svipaðan skilning á þessu máli og Borgþór.
Vinur Líbíu vegna þess að ég tel að þjóðir eigi sjálfar að sjá um að koma fólum eins og Gaddafi frá en ekki fjölþjóða her sem sprengdi þjóðina í klessu.
Vinur Írak þar sem fjölþjóða árás var gerð „lögleg“ með lygum.
Vinur Afganistan þar sem óvinurinn var búinn til af USA í öðru stríði.
Vinur Yemen þar sem USA finnur skotmörkin sem Sádar skjóta á. („Af mannúðarástæðum“)
Vinur Sírlands sem er svo flókið að USA vill helst sprengja tvo aðila og er að undirbúa að hervæða þann þriðja.
Já það er ekkert smáflókið að vermda „friðinn og líðræðið“
Snorri Hansson, 3.8.2015 kl. 16:05
Snorri, mér er slétt sama hvaða stórveldi er að beita ofbeldi hverju sinni, t.d. fordæmi ég meðferð Saudi Araba á Yemen þessa dagana, og hvernig Bandaríkin styðja það ofbeldi.
Aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu eru af sambærilegu tagi, og aðgerðir Sauda gegn Yemen - - megin munurinn að Rússar hafa ekki enn beitt flugher, einungis hluta af eigin landher.
Bæði Rússar og Saudi Arabar eru tilbúnir í stríð gegn fátæku landi, fátækri þjóð - til að fá hvað þeir telja sína hagsmuni fram.
Aðferðir Sauda eru í engu minna ógeðslegar.
Framferði af þessu tagi er óréttlætanlegt, hver sem á í hlut.
----------------
Varðandi Saddam - Assad - Gaddhafi - - > Eru eða voru þeir allir ógeðslegir harðstjórar. Sem myrtu gríðarlegan fjölda eigin landsmanna meðan þeir stjórnuðu.
Ég get ekki stutt það, að slíkum stjórnum sé haldið við völd, alveg burtséð frá því hverjar afleiðingar það hefur, að þær falla!
Ef slíkar stjórnir falla, sýnir sagan að það kemur oft óróleika tímbil í það land. Slík gjarnan standa yfir um árabil.
Enda hafa slíkar ógnarstjórnir yfirlátt þá afleiðingu, að sá hatri meðal landsmanna - byggja upp hatur og spennu, þannig að viðkomandi land smám saman verður púðurtunna er springur með látum ef og þegar harðstjórinn fellur.
M.ö.o. sé það sem við erum að verða vitni að -sennilega því að kenna hvernig þeim löndum hefur verið stjórnað, þ.e. af brjáluðum harðstjórum, sem viðhéldu áratugum saman gríðarlega ósanngjörnum stjórnarháttum.
Ég get ekki stutt þá hugsun að betra sé að halda slíkum stjórnum við völd.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2015 kl. 16:30
Sýrland - - þar hófst uppreisn meginþorra landsmanna gegn sitjandi stjórn Assads 2012. Síðan 2013 hefur þetta verið trúarstríð þ.s. öfgafylkingar Shia og Súnnía takast á. Assad hefur sprengt flestar borgir landsins í rjúkandi rústir frá lofti og með stórskotaliði, beitt hungri miskunnnarlaust á svæði undir stjórn uppreisnarmanna - svelt þau svæði eftir megni, og áætlað að yfir 200þ. mann hafi látið lífið. Sennilega langsamlega flestir látist vegna aðfara stjórnarhersins.
Aftur á móti virðist ISIS hreyfingin of hættuleg, til þess að - - unnt sé að láta uppgang hennar afskiptalauasan.
Ég er því afar ósammála þinni túlkun, að loftárásir á stöðvar þeirra - séu einhvers konar glæpur.
----------------------
Í Libýu hófst uppreisn gegn Gaddhafi, sumir halda því fram eða virðast halda að ef mál hefðu verið látin afskiptalaus hefði Gaddhafi bundið endi á uppreisnina, og stöðugleiki verið endurreistur.
En við höfum síðan þá dæmið í Sýrlandi - - þ.e. Assad hóf þegar í stað er uppreisn hófst, beitingu alls þess afls sem sýrlenski herinn hafði yfir að ráða.
Og útkoman af því, hefur ekki orðið sú - að binda endi á uppreisn. Þvert á móti, hefur stríðið orðið miklu mun hatrammara ef e-h er, heldur en átökin í Líbýu.
Þ.e. engin leið að vita fyrir víst, að Gaddhafi hefði unnið - ef ekki hefði verið ákveðið, að veita uppreisninni stuðning.
Sú söguskýring að Vesturlönd hafi skapað það ástand sem er í Líbýu í besta falli er því á veikum grunni.
En augljóst er, að ef Gaddhafi hefði beitt ítrustu hörku. Þá hefðu margir mjög margir látið lífið, og margir flúið land eins og í Sýrlandi - - en þá eru menn ákaflega bjartsýnir ef þeir virkilega halda. Að flóttamannabúðirnar í nágrannalöndum, hefðu ekki orðið grundvöllur þess að viðhalda uppreisninni.
En þ.e. þ.s. flóttamannabúðir gjarnan verða, að stöðugri uppsprettu fyrir endurnýjun liðs þeirra er standa í uppreisn.
Mér finnst þvert á móti fremur sennilegt, að stjórn Gaddhadis hafi raunverulega verið komin að fótum fram.
Og ég endurtek þ.s. ég sagði að ofan, að það sé ekki - réttlætanlegt að stuðla að því að brjáluðri ógnarstjórn sé viðhaldið.
Sannarlega gerðu Vesturlönd slíkt oft á fyrri árum, en ég segi að slíkar aðfarir hafi aldrei verið réttlætanlega.
------------------------
Varðandi Írak - Sýrland - - eru þetta hvor tveggja lönd sem búin voru til af nýlenduherrum, alveg án tillits til íbúa.
Þ.e. Cyrenaica vs. Tripolitania.
Þannig gætu myndast þjóðríki er gætu raunverulega gengið upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2015 kl. 16:48
Það eru börn sem halda því fram að hægt sé að ganga að birni í hýði og klappa honum á vangann. Og menn í villu hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að fara, þ.a.l. er meira en dularfullt þegar hinir sömu komast að sinni villu, að þeir neiti því að þeir hafi nokkurntíma verið villtir.
Þetta er þó alveg typical, eins og Siggi Sigurjóns sagði...
Ómar heldur að Eystrasaltsríkin séu "safe", af því bara...
Aumingjaskapurinn er að tröllríða pólitíkinni, heima og að heiman. Þ.a.l. komast töffarar eins og Pútín upp með það sem þeir eru að gera.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.8.2015 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning