Nýtt verðfall á mörkuðum í Kína vekur að nýju ugg og athygli

Ég fjallaði um verðfallið er varð fyrir nærri 3-vikum: Verðfall á markaði í Kína vekur ugg og athygli - stefnir í kreppu, eða mun þetta rugg markaða engu máli skipta?.

En þá tókst kínverskum stjórnvöldum að stöðva verðfall, og framkalla nýja hækkun markaða í Hong Kong of Sjanghæ - - það gerðu þau með fremur harkalegum inngripum.

  • Þ.e. sölubanns verðbréfa fyrirtækja sem eru 6% af markaðinum eða meir, það bann gildi í 6 mánuði. Að auki mega forstjórar - framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þeirra - sömu fyrirtækja. Ekki selja nein bréf í sinni eigu í sínum fyrirtækjum yfir sama tímabil. Og kínv. stjv. hafa látið vita, að brot á þessu banni muni mæta hörðum refsingum.

Þessar aðgerðir róuðu markaðinn fyrir 3-vikum, en nú er að nýju hafið verðfall:

Chinese Shares Tumble Again

China markets rout resumes with 8.5% Shanghai sell-off

Shanghai stock tumble hits global markets

Það veit í sjálfu sér enginn - akkúrat hvers vegna fall markaða í Kína, hefur haldið áfram eftir 3-ja vikna hlé.

  • Einn möguleikinn getur verið, að aðilar sem hafi tekið lán fyrir kaupum á verðbréfum, hafi orðið að selja bréf - þegar órólegir lánveitendur hafi innkallað lánin.
  • Svo hefur verið bent á nýlegar efnahagsfréttir, þ.e. að kínversk iðnframleiðsla hafi dregist saman, 5-mánuðinn í röð. Og að hagnaður fyrirtækja skv. nýlegri tilkynningu, sé lægri en á sl. ári.

Svo er ágætt að hafa í huga, að virði markaða í Kína hafði 2-faldast sl. 18 mánuði. Sem virðist vart sjálfbært - - miðað við efnahags-ástand, sem hefur frekar en hitt, bent til lækkandi hagvaxtar. Það eitt getur verið næg ástæða út af fyrir sig, að markaðir lækki.

Það eru auðvitað og hafa um nokkurt skeið verið hættumerki í kínverska hagkerfinu:

  1. Sbr. gríðarlega hraðan vöxt skulda einka-aðila, en síðan 2008 skilst mér að þær hafi aukist um meir en 100% af landsframleiðslu. Það er gríðarlega hraður vöxtur skulda, og sögulega séð þegar svo hröð aukning er í gangi; þá hefur jafnan komið í ljós - að hlutfall fjárfestinga voru hæpnar eða lélegar.
  2. Það hefur frést af því, að fjármálastofnanir hafa verið að lána mikið fé í gegnum, nokkurs konar - útboð á lánum, þ.s. fólk hefur getað lagt fé í púkk - sem síðan er lánað. En lítið eftirlit virðist hafa verið haft með slíkum lánum. Og tap í þeim, getur dreifst afar víða um hagkerfið, vegna þess að mikill fjöldi fjárfesta geti lent í tapi. Þannig gætu slík lán - haft svipuð áhrif innan kínv. hagkerfisins, og svokölluð -undirmálslán- í Bandaríkjunum höfðu, eftir að búið var að -vefja þau í afleiður- eða "derivatives" og selja til fjárfesta. Heyrst hefur að meirihluti lána í Kína til fyrirtækja, hafi verið á þessu formi, allra síðustu ár.
  3. Gríðarlega mikið er byggt í Kína, og langt í frá allt af því er - nýtt. Þó verið geti að það nýtist síðar, ef vöxtur Kína heldur áfram.

Höfum að auki í huga, að Kínverjar eru ekki vanir - - stórum verðföllum á markaði, og því tjóni sem slíkir atburðir geta valdið. Þannig, að fyrir bragðið, má vera að sá skortur á lífsreynslu, skapi aukna hættu á -ofsahræðsluviðbrögðum.

Enginn í reynd veit, hversu alvarlegt áfall fyrir kínverska hagkerfið það verður - - ef þetta verðfall heldur áfram. En ég á samt ekki von á því, að kínverska hagkerfið - -> Sé að stefna að alvarlegu hruni.

En rétt er að muna, að ekkert vaxandi hagkerfi í heims-sögunni, sl. 200 ár eða svo, hefur sloppið alfarið við kreppur. Bandaríkin t.d. á 19. öld gengu í gegnum nokkrar, án þess að þær eyðilegðu bandaríska hagkerfið, eða stöðvuðu framsókn bandarísks efnahags - heilt yfir litið.

  1. Kína getur einfaldlega verið á leiðinni, loksins í þá kreppu sem svo margir hafa verið að spá.
  2. Það þarf alls ekki að vera, að slík standi lengur en 2-ár.
  3. Má jafnvel vera, að kínv. stjv. geti hindrað að heildarhagvöxtur hverfi úr hagkerfinu, þó svo að stór hluti einkahagkerfisins í Kína fari í tímabundið samdráttarskeið - - með því að Kína stjórn fari í enn eina eyðslu herferðina.
  4. Síðan eftir að gjaldþrot hafa fjarlægt skuldsettustu fyrirtækin, geta kínv. stjv. skipað bönkunum, að hefja nýja útlánaherferð - þ.s. lán séu boðin á lágum kjörum til fyrirtækja. Og þannig flýtt fyrir því, að nýir aðilar fylli í skörð þeirra fyrirtækja er hafa horfið vegna gjaldþrota.

Þannig að ég á alls ekki von á djúpri kreppu! En það eru auðvitað ýmsir með aðrar skoðanir á því atriði.

 

Niðurstaða

Kína getur verið á leið inn í Kreppu. Ef kreppa hefst í Kína, vegna þess hve mikilvægt kínverska hagkerfið er orðið innan heims-hagkerfisins. Þá mun kreppa í Kína, jafnvel í skamman tíma, hafa veruleg boðaföll.

Líklega falla þau lönd sem hafa verið háð hráefnis-sölu til Kína, í kreppu. Og það má vel vera, að í tilvikum verði kreppa slíkra landa - - umtalsvert dýpri og meir langvarandi. Þannig að kreppa í Kína, geti oltið af skriðu - - > Þ.e. kreppu meðal svokallaðra -ný-iðnvæðandi landa.-

Það yrði að koma í ljós, hve miklar afleiðingar þetta hefði t.d. á Evrópu - - en t.d. væri líklegt að Þýskaland og Frakkland, yrðu harkalega úti. Vegna þess hve þau lönd eru í dag, orðin háð kínverska markaðinum.

Þ.e. alveg hugsanlegt, að snöggur samdráttur í sölu til Kína, dugi til þess að framkalla samdrátt í 2-stærstu hagkerfum evrusvæðis. Það má vera að evrusvæði sem heild, mundi detta yfir í milda kreppu.

Bandaríkin - - ég á ekki von á kreppu þar, vegna vandræða í Kína. T.d. hafa fyrstu viðbrögð alþjóða markaða, bent til frekari lækkunar olíuverðs. Vegna hræðslu við samdtrátt í eftirspurn eftir olíu, vegna hræðslu um kreppu í Kína.

Það má reikna með því, að veruleg boðaföll vegna kreppu í Kína, mundi valda lækkun olíuverðs. Og það mundi án efa, gagnast bandaríska hagkerfinu - - þannig að ég á frekar en hitt, von á að bandaríska hagkerfiö mundi standa af sér þennan tiltekna storm.

Síðan sennilega snúi kínverska hagkerfið fremur fljótlega til baka, þ.e. kreppan verði "V"-laga, þ.e. snögglega niður, og snögglega upp aftur. 2-ár virðist sennileg tímalengd.

----------------------

  1. Fyrir Ísland, gæti ástandið boðað lægri fiskverð - lægra verðlag á áli, og fækkun ferðamanna á nk. ári.
  2. Það gæti leitt fram gengissig á nk. ári, vegna minnkunar gjaldeyristekna - meðan að neysla hefur verið á töluverðri siglingu undanfarið.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband