16.7.2015 | 22:02
Það virðist enginn vita, af hverju fjöll eru á Pluto
Það er eitt af því skemmtilega við það þegar geimkannar skoða veraldir sem enginn hefur áður augum litið - í nálægð. Hvað margt hefur komið á óvart - t.d. man ég enn eftir því hve eldfjöllin á Io vöktu mikla undrun. Enginn hafði átt von á því að eitt af tunglum Júpíters væri með eldspúandi eldfjöll nær stöðugt í gangi.
Pluto wows with first close view of ice mountains on its surface
Images reveal ice mountains on Pluto
NASA Releases Close-Up Pictures of Pluto and Its Largest Moon, Charon
Pluto close-up pictures reveal 11,000 foot high ice mountains
En nú öllum að óvörum, kemur í ljóst að það eru há fjöll á Pluto.
Að sögn sérfræðinga, kemur ekki til greina að um sé að ræða svokallað "tidal heating" þ.e. að Charon og Pluto togi í hvorn annan, þegar þeir snúst um sameiginlegan miðpunk. Og það skýri af hverju þessar 2-veraldir séu sennilega með vökva djúpt undir yfirborðinu. En málið er að Pluto og Charon eru þ.s. kallað er "tidally locked" þ.e. snúast um eigin möndul á sama hraða og nemur snúningshraða þeirra hvorn um annan, m.ö.o. snúa alltaf sömu hlið hvor að öðrum. Þetta kvá útiloka "tidal heating."
En að sögn sérfræðinga NASA þá sanni skortur á loftsteinagígum á Pluto og Charon, að yfirborð þessara hnatta hafi endurnýjað sig sl. 100 milljón ár. Jörðin t.d. er ekki storknuð í gegn heldur, m.ö.o. yður Jarðar eru bráðin - það vellur upp hraun öðru hvoru hér og þar.
Hugsanlega eru einnig "eldfjöll" á þessum 2-veröldum, svokalllaður "cryo volcanism" þ.e. upp skjótist vökvi - líklega vatn í bland við önnur efni, eins og köfnunarefni - sem storknar á yfirborðinu, getur skapað myndanir sem líkjast í útliti eldfjöllum. En við erum að tala um gríðarlegan kulda á yfirborði þessara 2-ja hnatta. Yfir 200°C frost.
Við slíkan fimbulkulda, verður vatns-ís, hart sem berg. Og hegðar sér með svipuðum hætti.
Þeir telja m.ö.o. að fjöllin á Pluto, séu mjög sennilega úr vatnsís. Því ís úr köfnunarefni sé ekki nægilega sterkur, né ís úr metani eða fosfór - sem þarna sé að finna á yfirborðinu skv. litrófsmæli geimkannans, New Horizon.
Og að Charon, tungl Pluto, hefur ungt yfirborð - eins og Pluto.
Ef myndin af Charon, að ofan - er skoðuð. Má sjá rauðlitað svæði ofarlega á þeirri mynd, sem sérfræðingarnir eru farnir að nefna, Mordor. En suma þeirra grunar að efnið á yfirborðinu sem myndar það svæði, sé komið frá - Pluto. Kannski gamalt eldgos þar, efni hafi farið upp á sporbraut Pluto, sumt fallið alla leið á yfirborð Charon.
Mig grunar að þetta sé bara - tillaga.
En um miðja mynd, má sjá myndanir - - stór gil. Lengd þeirra lauslega um 600km., og dýpt á bilinu 6-10km. Engar smá myndanir það.
Á Charon má sjá einhverja gíga - - en engan veginn í því magni sem ættu að vera, sbr. Tunglið okkar. En á myndunum af Pluto, sáust engir gígar eftir lofsteina eða smástyrni.
Og á Charon eru greinilega stór svæði, sem virðast alveg slétt, því -tiltölulega nýlega- hefur það yfirborð endurnýjast.
Niðurstaða
En sannir vísindamenn fara ekkert í fílu, þá þeir sjái eitthvað sem þeir ekki skilja. En af hverju svo virðist að Pluto og Charon, hafi yður sem ekki eru storknuð - veit enginn. En einhverja orku þarf, til að viðhalda því ástandi. Bæði Pluto og Charon eru t.d. verulega smærri en Tunglið okkar. Þvermál Pluto er 2370km, Þvermál Charon er 1.208km, meðan að þvermál Tunglsins okkar er 3.474km. Og Tunglið er ekki lengur "virkt" þ.e. yður þess talin storknuð. Svo að skiljanlega vekur það mikla athygli - að yður svo smárra hnatta sem Pluto og Charon. Virðast enn fljótandi - - enginn veit af hverju.
Nánast það eina sem kemur til greina, er að báðir enn innihaldi nægilega mikið af geislavirkum efnum, djúpt í yðrum. Sem auðvitað geta eingöngu verið til staðar ef kjarni beggja er úr grjóti, og ekki einungis svo - heldur verður þá sá kjarni að innihalda töluvert af þungmálmum. Það verður að hafa verið umtalsvert magn, til þess að enn eftir 4.000 milljón ár, sé enn til staðar geislavirk efni - sem enn geisla frá sér. En geislavirk efni, smám saman tapa sinni geislavirkni. 4.000 milljón ár er langur tími.
Ef þetta er svo, þá þurfa menn að klóra sig í kollinum, um það hvernig á því standi að Pluto og Charon hafi svo mikið af þungmálmum. Skapar áhugavrerðar spurningar um myndun þeirra.
Ekki síst, hvar í sólkerfinu. En þumalfingursregla virðist vera, að meir sé af þungmálmum - nær miðju Sólkerfisins. Minna fjær.
Eru Pluto og Charon ekki lengur þ.s. þeir upphaflega mynduðust? Hver veit, kannski að það skýri af hverju Pluto hefur - - djúpan sporöskjulaga sporbaug. Að í fyrndinni hafi honum verið þeitt til eins og skopparabolta, frá upphaflegum myndunarstað.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning