14.7.2015 | 13:32
Ég fagna samkomulagi Vesturvelda og Írans
Skv. fréttum er samkomulagið í sinni endanlegu mynd. Skv. því mun bundið í skrefum endi á refsiaðgerðir gegn Íran. Sem gefur Íran tækifæri til að öðlast full viðskiptatengsl við heims hagkerfið sem Vesturlönd á sínum tíma byggðu upp.
Ég reikna með því, að baki vilja Vesturvelda að semja við Íran.
Liggi sá skilningur, að Vesturveldum er ekki mögulegt að hindra það!
Að Íran verði kjarnorkuveldi, ef Íranir virkilega vilja verða slíkt!
Iran Nuclear Deal Is Reached After Long Negotiations
Iran agrees breakthrough nuclear deal
"
"
Það er fullt af fólki sem mun ásaka Obama forseta fyrir að vera tryggja það að Íran verði að kjarnorkuveldi!
Vandamálið er, að þ.e. ekkert minna sem dugar ef á að leggja kjarnorkubúnað Írans endanlega í rús. En full innrás í Íran - - og í framhaldinu, hernám.
Augljóslega er enginn möguleiki á að sá valkostur sé tekinn, hversu mikið sem Netanyahu æpir. En það eina sem Benjamin Netanyahu hefur upp á að bjóða - - eru harðari refsiaðgerðir og ef það bregst, stríð við Íran.
- Vandinn er sá, að þrátt fyrir refsiaðgerðir hefur Írönum tekist, að byggja sig upp, skv. fréttum - upp í að hafa nægilega getu til að auðga Úran. Þannig að Íran getur búið til nægilegt magn fyrir 1-stykki sprengju per hverja 3-mánuði.
- Ekki er enn staðfest að Íran hafi viðað að sé allri þekkingu sem til þarf, til að klára verkið alla leið.
- En ég geri ráð fyrir því, að Íranir hafi aflað sér þeirrar þekkingar.
- Það sé þess vegna, sem Vesturveldi sjái sæng sína upp breidda.
M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að Íranir hafi tekið þann valkost að semja við Vesturveldi. Frekar en að klára verkið, verða kjarnorkuveldi.
Vegna þess, að Íran græðir miklu mun meir á því, að fá refsiaðgerðum aflétt. En að verða kjarnorkuveldi.
En það sé einmitt málið, að sú útkoma blasi við, að Íran verði kjarnorkuveldi. Nokkurn veginn sama hvað Vesturveldi gera Íran. Nema full innrás.
Þá getur það mjög vel verið, að Íran geti þegar smíðað sprengju, ef Íran þarf. Úr þeim efnum sem Íran á í dag nú þegar.
Þannig að valkosturinn - innrás sé í reynd ekki fyrir hendi, raunverulega.
Þannig að samningar, hafi verið eini valkosturinn! Sá nákvæmlega, eini.
- Enda bera samningarnir það með sér, að Íran hafi haft sterka samningsstöðu.
- Megin samningsstaða Vesturvelda, virðast hafa verið refsiaðgerðirnar sjálfar.
- Við skulum vera algerlega viss um eitt atriði, af ef Vesturveldi fylgja vilja Netanyahu, og hægri sinnaðra Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
- Þá er það sennilega algerlega öruggt, að Íran kjósi að verða kjarnorkuveldi.
- M.ö.o. sé það ekki lengur á valdi Vesturvelda, að hindra Íran frá því að verða kjarnorkuveldi.
Vegna þess að samningur sé eini möguleikinn, til að forða því að Íran verði kjarnorkuveldi. Með þeim hætti, að samkomulagið leiði fram Íran. Sem er sjálfsöruggara, þannig að mat Írana verði það í framtíðinni - að Íran þurfi ekki kjarnorkuvopn.
Þetta er sannarlega veik von. En sennilega sú einasta sem fyrir hendi er.
Hverskonar Íran mun verða til staðar í framtíðinni?
Í gamalli færslu: Spurning hvort að Íran verði næsta - - S-Kórea?.
Benti ég á að Íran á raunverulega möguleika sem efnahagslegt stórveldi.
En á kortinu að ofan, sést vel að Íran á landamæri að Kaspíahafi þ.s. einnig má finna lönd auðug af olíu og gasi, sem og að undir hafsbotninum þar virðast vera olíu og gaslindir. Þetta gerir aðstöðu Írans algerlega einstaka - að vera með 2-gríðarlega auðug gas- og olíusvæði við bæjardyrnar, auk olíunnar sem Íranir sjálfir eiga.
- Eins og ég hef bent á, er sennilega langsamlega hagkvæmast að nálgast gas og olíu frá Mið-Asíu fyrir Vesturlönd, í gegnum Íran.
- En olíuhafnir Írana við Persaflóa, geta örugglega tekið við meiri traffík. Og Íran að auki hefur olíuhreinsunarstöðvar.
- Allt sem til þarf, eru leiðslur yfir til strandar Írans við Kaspíahaf. Síðan geta tankskip sigt til Turkmenbashi eða Baku, eða beggja borga.
Veruleg bílaframleiðsla er auk þessa í Íran: Automotive industry in Iran.
Aukningin eftir 2000 - - er áhugaverð
1970 | 35,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1980 | 161,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1990 | 44,665 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2000 | 277,985 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2005 | 817,200 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2006 | 904,500 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2007 | 997,240 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2008 | 1,051,430 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2009 | 1,395,421 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2010 | 1,599,454 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2011 | 1,648,505 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2012 | 1,000,089 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2013 | 743,647 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2014 | 1,090,846 |
Hafið í huga - að þetta hafa Íranar afrekað þrátt fyrir refsiaðgerðir.
Ég er alls ekkert sannfærður um það, að Íran verði að svakalegri ógn við sín nágrannalönd. Eftir allt saman, hefur Ísrael sín kjarnavopn. Og Bandaríkin hafa lofað Saudi Aröbum að verja Saudi Arabíu. Og ég sé enga ástæðu að ætla að þeir það geri ekki.
Valdatæki Írana hafa verið -shíta hópar- hér og þar um Mið-Austurlönd. En á sama tíma. eru Shítar miklu mun færri heilt yfir. M.ö.o. Shítar eru ekkert að fara að taka yfir svæðið.
Írönum hefur orðið mjög merkilega ágengt með bandalagi sínu við Shíta annars staðar í Mið-Austurlöndum, þrátt fyrir refsiaðgerðir.
Á sama tíma, hefur Saudi Arabía - - fjármagnað margvíslega hópa af stór hættulegum öfgamönnum. Sem að mínu mati, eru til mikilla muna hættulegri hryðjuverkaógn.
Íran studdir hópar, hafa hingað til verið mun fókusaðri - - fyrir utan þann tíma er Íran - Írak stríðið stóð yfir; þá hafa íranskir hópar ekki staðið fyrir hryðjuverkum utan við Mið-Austurlandasvæðið. En Vesturveldi Studdu þá Saddam Hussain, og það má alveg rökstyðja að aðgerðir bandamannna Írans, hafi í því samhengi verið réttlætanlegar.
Á sama tíma, sérstaklega seinni ár - hafa ógnarhópar sem hafa verið studdir á einhverjum tíma af Saudi Aröbum - - orðið sí vaxandi og alvarleg ógn við Mið-Austurlönd. Og samtímis, mjög alvarleg hryðjuverkaógn fyri Vesturlönd.
- M.ö.o. þá sé ég ekki þ.s. augljóst, að Íran sé vondi aðilinn í Mið-Austurlöndum.
Niðurstaða
Ég fagna þeirri niðurstöðu að samkomulag Írana og Vesturvelda virðist í höfn. Það sennilega leiðir til þess að framtíð Írans breytist. Með þeim hætti að Íran fær í kjölfarið líklega smám saman fullan aðgang að heims mörkuðum. En þ.s. er mikilvægast - fullan aðgang að erlendri fjárfestingu.
Og þ.e. ákaflega margt í Íran -tel ég- þess virði að fjárfesta í. Þá er ég ekki einungis að tala um olíu- og gasiðnað Írana. Þá staðreynd að í gegnum Íran er einnig unnt að flytja á markaði olíu og gas frá Kaspíahafs svæðinu.
Heldur einnig þá staðreynd, að Íran er orðið að umtalsverðu iðnframleiðslulandi, sbr. þeirra stóri bíla-iðnaður. Sá iðnaður tel ég að hafi einnig verulega möguleika, til að framleiða fyrir markaði í löndunum allt í kring. Ég sé Íran fyrir mér, einnig sem iðnveldi.
Svo má ekki gleyma því að Íran er ein af hinum stórmerkilegu fornu siðmenningum heimsins, hin forna Persía. Í því samhengi stenst Íran samjöfnuð við hvað annað sem er. Íranskar kvikmyndir eru framleiddar í verulegu magni, og deifast um nágranna lönd. Ég hallast að því, að írönsk menning muni fara í nýtt blómgunarskeið.
- Þær ástæður sem réðu ákvörðun Vesturvelda, að semja við Íran.
- Tel ég að hafi með það að gera, að Vesturveldi hafi áttað sig á því, að þau geta ekki hindrað Íran frá því að verða kjarnorkuveldi. Raunverulega geta það ekki.
- Þannig að samningar hafi verið eini valkosturinn í stöðunni, þegar við blasti að allir aðrir vakostir leiða til þess að Íran alveg örugglega verði að kjarnorkuveldi.
Það síni veika stöðu Vesturvelda í málinu. Að eina sem eftir sé. Sé að beita sannfæringarkrafti - fortölum.
Besta tækið hafi verið -refsiaðgerðirnar sjálfar- en það tæki sé með takmarkaða vikt. Með samningum, þá færðu það fram sem þú getur -núverandi samningur, með flóknu eftirlits kerfi sé það besta sem Vesturveldi gátu náð fram.
Allt annað, leiði það fram - að Íran sennilega kjósi að verða kjarnorkuveldi -miklu mun fyrr en hugsanlega eftir 15 ár. Og ekkert geti forðað þeirri útkomu. Ef Íranir eru algerlega ákveðnir í því að velja þá framtíð.
Eina sem hertar refsiaðgerðir mundu afreka, er að sannfæra Írani. Að búa til sprengjur sem fyrst.
- Sá valkostur sem Vesturveldi hafa nú tekið.
- Býður a.m.k. upp á það sem möguleika, að Íran verði vinur í framtíðinni.
- og velji að verða ekki kjarnorkuveldi.
Ef það er val Írana að verða vinur. Þ.e. einmitt punkturinn, að Vesturveldi geta ekki skikkað Íran. En góð og bætt samskipti, gætu leitt fram vinskap í framtíðinni. Og samvinnu Írans.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir, inar minn, átt að hlusta á viðtal við vel upplýstan mann um Íransmál, Guðmund (Pétursson eða Kristinsson?), á Útvarpi Sögu í morgun (verður sennilega endurtekið þar í dag á 2. fremur en 3. tímanum). Hann hafði t.d. lesið yfir allt 159 blaðsíðna samkomulagið frá í gær -- og er vægast sagt ekki hrifinn af niðurstöðunni, t.d. að engin viðurlög við brotum á samkomulaginu er þar að finna nema að ræða þau í ráðum og nefndum!
Jón Valur Jensson, 15.7.2015 kl. 09:42
Einar minn, afsakaðu!
Jón Valur Jensson, 15.7.2015 kl. 09:43
Endurtek það sem ég sagði að ofan, að samkomulagið sýnir að samningsstaða Vesturvelda gagnvart Íran er veik. Og hann hefur rangt fyrir sér með skort á viðurlögum. Þ.e. til staðar ákvæði þess efnis að unnt er að endurræsa refsiaðgerðir þær sem hafa verið í gangi á skömmum tíma.
En ef hann er að vísa til þess að samn. inniheldur engin viðurlög sem tryggja að Íran geti ekki í framtíðinni orðið kjarnorkuveldi. Þá er það rétt. Enda eins og ég útskýrði að ofan, getur ekkert minna en full innrás og hernám Írans með varanlegum hætti komið í veg fyrir þá útkomu. Og þ.e. algerlega óhugsandi að slíkt yrði ofan á. Þannig að þ.e. virkilega ekkert sem Vesturlönd treysta sér til að gera. Sem getur hindrað Íran hvað það varðar. M.ö.o. hafi Vesturlönd í reynd tapað í þessu máli.
Samningurinn, þíði að það verði kannski ekki kjarnorkuveldi. Það sé það besta sem unnt sé að ná fram.
Sá ágæti maður getur kvartað yfir skort á úrræðum ef hann vill en þau úrræði sem Vesturlönd treysta sér til að grípa til sem gætu raunhæft virkað eru ekki til.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.7.2015 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning