8.7.2015 | 20:19
Verðfall á markaði í Kína vekur ugg og athygli - stefnir í kreppu, eða mun þetta rugg markaða engu máli skipta?
Kína er áhugavert fyrir einn þátt, nefnilega að Kína hefur enn sem komið er, tekist að komast hjá kreppuvandræðum. Á hinn bóginn, veit ég ekki til þess, að nokkurt land í heiminum hafi gengið í gegnum efnahagsþróun - og sloppið alfarið við kreppu eða kreppur.
Manni hefur virst allra síðustu ár, vera margvíslegt til staðar í Kína, sem skapi - hættu á kreppu.
- Sbr. gríðarlega hraðan vöxt skulda einka-aðila, en síðan 2008 skilst mér að þær hafi aukist um meir en 100% af landsframleiðslu. Það er gríðarlega hraður vöxtur skulda, og sögulega séð þegar svo hröð aukning er í gangi; þá hefur jafnan komið í ljós - að hlutfall fjárfestinga voru hæpnar eða lélegar.
- Það hefur frést af því, að fjármálastofnanir hafa verið að lána mikið fé í gegnum, nokkurs konar - útboð á lánum, þ.s. fólk hefur getað lagt fé í púkk - sem síðan er lánað. En lítið eftirlit virðist hafa verið haft með slíkum lánum. Og tap í þeim, getur dreifst afar víða um hagkerfið, vegna þess að mikill fjöldi fjárfesta geti lent í tapi. Þannig gætu slík lán - haft svipuð áhrif innan kínv. hagkerfisins, og svokölluð -undirmálslán- í Bandaríkjunum höfðu, eftir að búið var að -vefja þau í afleiður- eða "derivatives" og selja til fjárfesta. Heyrst hefur að meirihluti lána í Kína til fyrirtækja, hafi verið á þessu formi, allra síðustu ár.
- Gríðarlega mikið er byggt í Kína, og langt í frá allt af því er - nýtt. Þó verið geti að það nýtist síðar, ef vöxtur Kína heldur áfram.
- Verðbréfamarkaðir í Kína, hafa 2-faldast að verðmæti, sl. 18 mánuði. Það hefur virst vera algerlega augljós - verðbóla.
- Í samanburði við þá 2-földun meðalverðs hluta, þá virðist ef til vill lækkun nú um 30% á nokkrum vikum - - ekki svo agaleg.
- Á hinn bóginn, hafa kínv. stjv. nú gripið til afar harkalegra inngripa, þ.e. sölubanns verðbréfa fyrirtækja sem eru 6% af markaðinum eða meir, það bann gildi í 6 mánuði. Að auki mega forstjórar - framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þeirra - sömu fyrirtækja. Ekki selja nein bréf í sinni eigu í sínum fyrirtækjum yfir sama tímabil. Og kínv. stjv. hafa látið vita, að brot á þessu banni muni mæta hörðum refsingum.
- Áður voru 940 fyrirtæki eða um 1/3 fyrirtækja á skrá á markaði í Shensen og Sjanghæ, búin að loka á viðskipti með sína hluti.
- Andvirði fyrirtækja á skrá á þeim mörkuðum, hefur lækkað um litla 3000 milljarða.$.
- Augljóst er af viðbrögðum kínverskra stjórnvalda - - að það ríkir nokkur paník.
- En áframhaldandi verðfall mun klárlega valda fjölda manns verulegu fjárhagslegu tjóni.
- Höfum að auki í huga, að Kínverjar eru ekki vanir - - stórum verðföllum á markaði, og því tjóni sem slíkir atburðir geta valdið.
- Þannig, að fyrir bragðið, má vera að sá skortur á lífsreynslu, skapi aukna hættu á -ofsahræðsluviðbrögðum.
Enginn í reynd veit, hversu alvarlegt áfall fyrir kínverska hagkerfið það verður - - ef þetta verðfall heldur áfram.
Lex hjá Financial Times: Telur að bannið við viðskiptum með hlutabréf stórfyrirtækja í 6 mánuði, muni hafa mjög skaðleg áhrif á kínverska markaðinn. Ekki síður, að stjórnarmönnum og æðstu yfirmönnum þeirra sé alfarið bannað að versla með bréf þeirra, á sama tíma.
En Lex telur, að þó verið geti að sú aðgerð, hjálpi við að stöðva núverandi verðfall - - muni það sennilega valda auknum boðaföllum næst. Því að þá muni aðilar sem grunar að kínv. stjv. endurtaki leikinn sennilega aftur, sennilega kjósa að selja sín bréf - fyrr í ferlinu en nú.
Þannig gæti bannið aukið líkur á að næsta verðfall, verði enn alvarlegra.
En ef um er að ræða atburð í líkingu við Wallstreet 1929
Þá má vera að stórt verðfall, geti verið upphafs atburður á þeirri kreppu, sem margir hafa reiknað með að verði í Kína. En þá væntanlega mundi verðfallið gera marga aðila er hafa átt í viðskiptum með verðbréf - gjaldþrota. Síðan mundi lækkandi verðmæti fyrirtækja, geta fært verðmæti a.m.k. hluta þeirra, undir verðmæti skulda þeirra.
Það heyrist, að margir almennir sparifjáreigendur í Kína - - hafi verið að fjárfesta í verðbréfum í seinni tíð. Það bendi til þess, að verðfallið geti bitnað sérdeilis harkalega á kínverskum fjölskyldum, þ.e. að margir tapi sínu sparifé að a.m.k. hluta, eða verulegu leiti.
- Þetta gæti leitt af stað hrinu gjaldþrota aðila í viðskiptum á markaði.
- Einnig orðið áfall fyrir fjölda einstaklinga, sem hafa verið að fjárfesta sitt sparifé í hlutabréfum - - því skapað högg fyrir neyslu.
- Og hugsanlega gert nokkurn fj. fyrirtækja gjaldþrota, þegar virði þeirra fer undir andvirði skulda þeirra.
Þá mundi það verða áhugavert - - hver áhrif slíka gjaldþrota, yrðu þegar einnig mundi verða tap á þeim lánasamningum sem þau sennilega hafa tekið þátt í - - sbr. þá aðferð að bjóða út lán á markaði, sem gæti dreift tapi af lánum yfir verulegan hóp kínv. fjárfesta.
Það mundi þá koma í ljós - - hvort slík röð högga mundi duga til að skapa snögga kreppu í Kína.
Niðurstaða
Ef það mundi verða kreppa í Kína. Þá vegna þess hve Kína er nú gríðarlega mikilvægur kaupandi hráefna af mörgum svokölluðum - ný-iðnvæðandi löndum. Þá má vera að um Kína gildi það sama er oft hefur verið sagt um Bandaríkin. Að ef Bandaríkin hnerra þá fái heimurinn kvef. Í tilviki Kína gæti þetta gilt um hin svokölluðu ný-iðnvæddu lönd. Að mörg þeirra mundu sennilega skella beint í kreppu - - um leið og kreppa mundi hefjast í kínverska hagkerfinu.
Þó svo að slík kreppa mundi einungis standa í t.d. 2 ár. Gæti hún orðið mun erfiðari og langdrægari fyrir löndin sem hafa verið að byggja sig upp - - sem hráefnasala til Kína.
Kv.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 9.7.2015 kl. 18:59 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er á því að Kínverska hagkerfið sé við það að springa, margir voru búnir að spá því fyrir löngu og eru flestir undrandi á því hversu lengi þetta hefur gengið.
Jóhann Elíasson, 9.7.2015 kl. 07:14
Þetta er einfaldlega "blipp". Markaðurinn er allt of hátt skráður og þarf að leiðrétta sig. Auðvitað fylgir því einhver sársauki. Því miður verður hann að öllum líkindum meiri og tekur legnri tíma vegna þess að stjórnvöld eru að skipta sér af þessu með óeðlilegum og ábyrgðarlausum hætti að því er mér finnst.
Það er kominn tími til að Kínverjar ákveði hvort þeir vilja frjálst hagkerfi með öllu sem því fylgir eða ekki. Ef þeir halda að þeir geti stöðugt grætt á markaðnum og síðan bannað tap, þá eru þeir í draumalandi.
Hörður Þórðarson, 9.7.2015 kl. 19:14
Getur land sem þrælkar börn og konur með litlum sem engum launum- orðið gjaldþrota ? Ættu Íslendingar kannsi að skoða í egin koppa ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.7.2015 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning