19.3.2015 | 00:15
Netanyahu formlega drepur hugmyndir um ríki Palestínumanna
Tek fram að ég hef verið samfellt þeirrar skoðunar að 2-ja ríkja lausnin væri dauð síðan Aril Sharon hóf að reisa svokallaðan aðskilnaðarmúr rétt eftir 2000. Með öðrum orðum, samfellt í ca. áratug. En Sharon hóf til vegs og virðingar samtök svokallaðra "landnema" sem síðan hafa samfellt haft mjög öflugan pólitískan stuðning á hægri væng ísraelskra stjórnmála. Reyndar hefur nánast samfellt síðan verið hægri stjórn í Ísrael - þó stöku sinnum hafi hún verið samsteypustjórn Likud og ísraelska Verkamannaflokksins.
Síðan þá hafa nýbyggðir gyðinga sprottið upp innan um byggðir Palestínumanna á Vesturbakka, nú búa -nokkur hundruð þúsund Gyðingar- allt í allt í þeim nýbyggðum sem reistar hafa verið síðan Aril Sharon var við völd.
Í hvert skipti eru byggðir Palestínumanna, múraðar af - til þess að tryggja öryggi -nýbyggða.-
Þannig að svo er komið að Vesturbakkinn er orðinn að kraðaki hólfa, lönd þau sem Palestínumenn hafa aðgang að - hafa sama skapi minnkað, jafnt og þétt.
- Það hefur verið alveg augljóst, að samfelld stefna ísraelskra stjv. hefur verið sú - að tryggja að engin leið verði "nokkru sinni" að stofna til formlegs ríkis Palestínumanna.
- Ég botna samt ekki almennilega í þeirri hreyfingu sem hefur verið í gangu um að viðurkenna ríki Palestínumanna.
- Því það ríki er þá ríki, án lands, án getu til þess að tryggja innra öryggi eigin borgara - - þ.e. alveg ný leið, að viðurkenna tilvist ríkis, sem ekki hafi neina landfræðilega tilvist.
Slík leið - lýsir hreinni örvæntingu þeirra, sem enn styðja 2-ja ríkja lausnina.
Því eiginlega - hve fullkomlega vonlaus sá málsstaður virðist vera!
Forvitnilegt kort af Ísrael og byggðum Palestínumanna
Berið saman kortin, og sjáið hvernig hæðirnar þ.s Palestínumenn búa gnæfa yfir láglendið sem er megnið af Ísrael
Það sem þetta líklega þíðir er, að Jórdan dalurinn, myndar nokkurs konar dauðagildru.
Fyrir hvern þann her sem vill ráðast inn í Ísrael. Ef Ísrael hefur her í hæðunum.
En að auki þíðir þetta, að stórskotalið staðsett á hæðunum, ef þ.e. undir stjórn óvinveitts liðs.
Þá getur það skotið á nánast hvern blett á láglendingu við ströndina!
Þetta er að mínu viti -mikilvægt atriði- því að þetta sé nánast eina varnarlínan í þessu landi, sem sé til staðar frá náttúrunnar hendi.
Gólan hæðir, mynda síðan annan -fasta punkt- sem felur í sér -vörn frá náttúrunnar hendi á landamærum Ísraels gagnvart Sýrlandi.
Í átt til Egyptalands séu það stórar auðnir þ.e. Sínæ skaginn sé að mestu þurr auðn. Í þá átt einna helst skorti Ísrael -landamæri sem innibera varnarlínu frá náttúrunnar hendi.
Mig hefur lengi grunað, að eingöngu út frá - - varnarsjónarmiðum.
Sé afar, afar - ólíklegt að Ísraelar nokkru sinni, gefi eftir að hafa hernaðarleg yfirráð yfir hæðunum þ.s. byggðir Palestínumanna eru á Vesturbakkanum.
Rökrétt ákyktun er - - að þetta land þurfi að vera, eitt ríki.
Eins ríkis lausn, með öðrum orðum.
Einungis sem heild, hafi það verjanleg landamæri.
Nokkrar tilvitnanir í Netanyahu
Hann virðist hafa á síðustu dögunum - hafa rekið kosningabaráttu er einkenndist af "hræðsluáróðri" eða "alarmism."
Deep Wounds and Lingering Questions After Israels Bitter Race
Netanyahu Says No to Statehood for Palestinians
- "In interviews with the Israeli news media that Mr. Netanyahu usually shuns, he complained of a conspiracy of left-wing organizations funded from abroad and foreign governments out to topple him."
- Eitruð ummæli um arabíska Ísraela - Right-wing rule is in danger, he said. Arab voters are streaming in huge quantities to the polling stations. - "He said they were being bused to polling stations in droves by left-wing organizations in an effort that distorts the true will of the Israelis in favor of the left, and grants excessive power to the radical Arab list, referring to the new alliance of Arab parties."
- "He said that if his Likud Party won Tuesdays national elections, he would never allow the creation of a Palestinian state," - "I think that anyone who is going to establish a Palestinian state today and evacuate lands is giving attack grounds to the radical Islam against the state of Israel, he said in a video interview published on NRG, an Israeli news site that leans to the right. There is a real threat here that a left-wing government will join the international community and follow its orders."
Það virðist að þessi -ýkti málflutningur- hafi fallið í góðan jarðveg.
Og dugað Netanyahu til sigurs í 4-sinn. Sem er víst met í Ísrael.
Ummæli hans gagnvart ísraelskum aröbum eru ekkert annað en "rasismi."
Niðurstaða
Það að Netanyahu nái kjöri út á "lofoð um að heimila aldrei stofnun ríkis Palestínumanna." Í kosningabaráttu, þ.s. hann beitti að því er virðist - skefjalausum hræðsluáróðri, um meinta hættu af "palestínsku ríki" - meinta hættu af Íran - meinta hættu frá ísraelskum aröbum.
Hann virðist hafa höfðað til allra verstu kennda ísraelskra kjósenda.
Og haft sigur út á akkúrat það.
Ég held að eðlileg ályktun sé að líta á þennan kosningasigur - sem loka líkkystunaglann í vonir um sérstakt ríki Palestínu skv. 2-ja ríkja lausninni.
Framtíðar barátta hlýtur því að snúast um - 1 ríkis lausn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palestínumenn hafa áratugum saman drepið Palestínuríki með hryðjuverkum sínum og lygum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2015 kl. 09:14
Skemmtileg kortin hjá þér! Ástæðan fyrir því að Ísrael innlimaði ekki hálendið (Vesturbakkann) 48 var sú að það var ekki talið hernaðarlega mögulegt, allt of margir íbúar og fjalllendið illfært til hernaðar.
Samkvæmt einhverri skoðanakönnun vill víst meirihluti palestínskra íbúa herteknu svæðanna frekar fá ísraelskan ríkisborgararétt en palestínskan. Í raun þýðir það að Palestínumenn eru margir hlynntari einsríkis lausn - nokkuð sem Ísraelsmenn hins vegar flestir óttast.
Orð Netanjahús bera heldur ekki í sér neinn stuðning við einsríkislausn, eingöngu andstöðu við tveggjaríkja lausn. Einsríkislausn myndi enda þýða endalok Ísraels í núverandi mynd þar sem meirihluti íbúa í hinu nýja ríki yrðu arabar - þetta vita Ísraelsmenn enda eru þeir langflestir á móti einsríkislausn.
Ísraelsmenn virðiast því frekar kjósa óbreytt ástand - eitt ríki sem hersetur landsvæði þar sem búa nánast jafnmargir og í ríkinu sjálfu. Vandamálið við þetta óbreytta ástand er að það er óheyrilega dýrt, og vandséð að Ísrael ráði við það til lengdar.
Kostnaðurinn við að tryggja öryggi landnema ásamt aðskilnaðarmúrnum er gríðarlegur, og að mestu falinn venjulegum kjósendum þar sem fé er fært milli ráðuneyta með mjög svo ógegnsæjum hætti. Hin unga þingkona Stav Shaffir hefur gagnrýnt þessa meðferð fjár og reynt að auka gegnsæi og að gera obinbert hver hinn raunverulegi kostnaður er við að reka öryggiskerfi og landnemabyggðir.
Samkvæmt samantekt hafði Ísraelsstjórn varið 17 milljörðum dollara til uppbyggingar landnemabyggða árið 2010, og er þá ekki meðtalinn kostnaður við öryggisgæslu. Árlegur kostnaður við landnemabyggðir námu um 780 milljónum dollara 2011, aftur án öryggiskostnaðar og reyndar einnig án vegagerðar, en langflestar landnemabyggðir hafa eigið vegakerfi sem tengja þær við Ísrael.
Aðskilnaðarmúrinn er talinn muni kosta 2,3 milljarði dollara í alt. Framlag til varnarmála stendur nokkuð í stað frá ári til árs, eða um 15 milljarðir dollara. Þar af leggja Bandaríkjamenn til 3 milljarði árlega, en sá samningur rennur út 2017 og framlenging virðist ekki sjálfgefin.
Ísraelska ríkið á í verulegum kröggum fjárhagslega og óánægja með efnahagsástand er mjög útbreidd meðal íbúa. Árið 2014 voru tekjur ríkissjóðs 109 milljarðir, en útgjöld 113. Atvinnuleysi mælist um 8% en að auki er talið að um 20% karlmanna á fullorðinsaldri séu ekki þátttakendur á vinnumarkaðnum, flestir vegna trúarskoðana en einnig margir arabar sem búa á svæðum með mjög hátt atvinnuleysi.
Fjárhagslega gengur óbreytt ástand sem sagt ekki upp - og ísraelska hagkerfið hefur verið að missa damp undanfarið, frá því að keyra á 5% hagvexti árum saman niður í að hanga í kringum 1% undanfarin ár. Vöxtur tækniiðnaðar hefur dregist saman og þó BDS hreyfingin hafi ekki náð merkjanlegum árangri enn þá vofir yfir að efnahagsleg einangrun Ísrael geti aukist á komandi árum.
En dulinn kostnaður við óbreytt ástand er kannski öllu verri. Ísraelum fjölgar ekki, og margir flytjast brott frá landinu, mun fleiri en flytjast þangað, þótt tölur um fólksflutninga séu ekki gerðar opinberar. Vegna fólksflótta þrýsti Ísraelsstjórn á Þjóðverja að hætta að gefa gyðingum sjálfkrafa ríkisborgararétt - hann er núna bundinn við þá sem eru afkomendur þýskra gyðinga sem flúðu Nasismann. Pólverjar hafa svipað kerfi og þangað leita Ísraelar einnig.
Lýðræðið og réttarríkið er undir stöðugu álagi vegna öryggisástandsins. Þarna er kannski komin stærsta hættan sem Ísrael stendur frammi fyrir, Ísrael er algjörlega háð stuðningi Vesturlanda og þar fjarar ótrúlega hratt undan orðspori þeirra. En Ísrael er einnig algjörlega háð því að ísraelskir gyðingar sjái landið sem framtíðar búsetukost. Því meira sem fjárhagsleg og pólítísk einangrun Ísrael eykst, og því minna álit sem íbúarnir sjálfir hafa á landinu sem vænlegu framtíðarlandi, því verr verður staða Ísraels gagnvart hinni hersetnu þjóð palestínumanna, því verr verður hún gagnvart vaxandi stríðsátökum í nágrannalöndum.
Ísraelsmenn virðast stefna að sjálfseyðileggingu - ekki einsríkislausn, heldur einskisríkislausn - spurning hvort þeir ná að átta sig áður en er orðið um seinan, en heimurinn breytist sífellt hraðar og ekki getur maður verið vongóður um framtíðina. Í Ísrael býr í dag ísraelsk þjóð sem, þó hún neiti að kalla sig það, er þó raunveruleg og á rétt til framtíðar eins og aðrar þjóðir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 19.3.2015 kl. 09:35
Sharon heitir eda het Ariel Sharon ekki Aril.
Og eg skil ekki alveg hvad Netanyahu sagdi sem thu flokkar undir rasisma.
Kassandra, 19.3.2015 kl. 10:18
"Einsríkislausn myndi enda þýða endalok Ísraels í núverandi mynd þar sem meirihluti íbúa í hinu nýja ríki yrðu arabar - þetta vita Ísraelsmenn enda eru þeir langflestir á móti einsríkislausn.".
Þ.e. rétt, á hinn bóginn geri ég ráð fyrir valdaskiptingarsamkomulagi er mundi tryggja að áhrif og völd gyðinga yrðu þrátt fyrir íbúaskiptingu samt meiri en Palestínumanna.
Ég er ekki að gera ráð fyrir fyrirkomulaginu - eitt atkvæði Palestínumanna sé jafnt atkvæði Gyðinga. Mætti hugsa sér þetta svipað og fyrirkomulagi er hefur hyglað landsbyggð í atkvæðavægi hér á Íslandi.
Tæknilega framkvæmanlegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.3.2015 kl. 10:57
"Ástæðan fyrir því að Ísrael innlimaði ekki hálendið (Vesturbakkann) 48 var sú að það var ekki talið hernaðarlega mögulegt, allt of margir íbúar og fjalllendið illfært til hernaðar."
Vandamál sem þeir eru að leysa með landnemastefnunni - ekki satt? Þá eru þeir komnir með íbúasvæði væntanlega að einhverju leiti "strategískt" staðsett, sem hafa örugglega - hernaðarlegan tilgang ásamt öðrum ástæðum þess að þeim er komið þarna fyrir, svo sem pólitískum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.3.2015 kl. 11:00
Einar, þetta er rétt hjá þér í báðum færslum! Ísraelar eru reyndar svo gott sem búnir að innlima Jórdandalinn sín megin.
Að þetta sé tæknilega framkvæmanlegt efast enginn um. Einnig held ég að palestínumenn væru flestir af vilja gerðir til að reyna eitthvað þessu líkt. En ég sé ekki Ísraelsmenn samþykkja svona lausn - enda gengur hún gegn því sem flestir síónistar hafa að aðal markmiði: Að Ísrael sé ríki gyðinga, allra gyðinga og eingöngu gyðinga.
Og svo er það þjóðarhugtakið: Ísraelsmenn neita að líta á sig sem þjóð. Ísraelsk vegabréf hafa aldrei "Ísraeli" sem þjóðerni, heldur "gyðingur" eða "arabi" í flestum tilfellum. Við stofnun ríkisins var tekin sú ákvörðun að gera greinarmun á ríkisfangi og þjóðerni, og í dag eru víst 130 skilgreind þjóðerni sem Ísraelskir ríkisborgarar geta haft. En ekki ísraelskt þjóðerni!
Reyndar hefur Ísraelska ríkisstjórnin með lögum í fyrra skilgreint Ísrael sem þjóðríki gyðinga í merkingunni að Ísrael sé land fyrir einstaklinga af svokallaðri gyðingaþjóð. Samkvæmt þessum lögum þá eru t.d. gyðingar sem búa á Íslandi ekki af hinni íslensku þjóð, heldur af gyðingaþjóð. Sama gildir um þær milljónir gyðinga sem búa í BNA.
Og sama gildir um araba í Ísrael, hvort sem þeir hafa ísraelskan ríkisborgararétt eða ekki - landið Ísrael er, samkvæmt lögum, ekki þeirra land.
Ísraelar virðast ótrúlega margir sáttir við þessa lagasetningu og hún bendir vissulega til þess að þeir séu ekki líklegir til að fara að finna tæknilega framkvæmanlegar lausnir sem gætu sameinað alla Palestínu í eitt ríki.
Brynjólfur Þorvarðsson, 19.3.2015 kl. 13:16
Hér eru miklir erfiðleikar,
og fátt til ráða.
Palestínu ríkið var stofnað 24 júlí 1922
Þá fengu „Palestínumenn“* 73% af Palestínu.
Þetta Palestínu ríki var kallað Jórdanía.
Palestina-1920-2011
http://www.herad.is/y04/1/2011-11-30-palestina-1920-2011.htm
*Gyðingarnir, Júðarnir voru oft áður, kallaðir Júðarnir frá Palestínu,
það er Palestínumenn.
Júdea og Samaría löndin sem Júðarnir eru kenndir við,
sem við reynum nú að kalla vesturbakkann,
eru í Palestínu.
Egilsstaðir, 19.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Allah og Ísrael
Júðaland
RÚV
Júðarnir í Ísrael
Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2015 kl. 16:11
Jonas! Eg kann thvi akaflega illa thegar madur notar ordid Judi yfir gydinga. Ordid hefur i nutima islenzku mjög naekvaeda merkingu, thott thad se upphaflega dregid af Judea. Judalegur var notad i minni aesku yfir mann sem var illa og okraesilega til fara. Svo slepptu thvi vinsamlegast.I Passiusalmunum er ordid judi notad, mer finnst thad eigi ekki ad banna passiusalmana eda haetta ad lesa tha i utvarpi fyrir thad, en allir aettu ad vera upplystir um ad gydingahatur er mikid i salmunum. Hja Shakespeare drypur gydingahatrid eins og eitur i The merchant of Venice en enginn hefur bannad leikrit Shakespeares af theim sökum. Thad er timanna takn og takn heimsku og fafraedi og fordoma.
Einar: Ariel var oft kalladur Arik en nokkur Aril var hann alls ekki. Ertu kannski of stoltur til ad leidretta thessi mistök thin?
Kassandra, 19.3.2015 kl. 19:46
Brynjólfur Þorvarðsson, rétt - líkurnar virðast afar litlar á að Ísraelar öðlist áhuga á samkomulagi af slíku tagi. Þeim sjálfsagt virðist ekkert kalla á að þeir framkv. slíka breytingu - þ.s. eftir allt saman virðist staða Ísraels sterkari í dag en t.d. fyrir nokkrum árum. En ég vísa til merkilegs "óformlegs" samstarfs Ísraela við Saudi Arabíu og bandamenn þeirra við flóann - gegn Íran. Það ásamt því að Egyptaland virðist hafa nú ríkisstjórn, háð flóa Aröbum fjárhagslega - sem virðist til mikilla muna vinsamlegri Ísrael en fyrri stjórnarherrar þarlendis.
Þarna virðist til staðar óformlegt bandalag, með Ísrael innanborðs.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.3.2015 kl. 23:09
Nú tala staðreyndirnar.
Nú heitir það: Það sem er mögulegt og það sem er ekki mögulegt.
Netanyahu Flip Flop: I Want a Two-State Solution
By Gil Ronen, Ari Yashar
http://www.israelnationalnews.com/News/News.aspx/192891#.VQtbV5tyaUk
“….."I don't want a one-state solution. I want a sustainable, peaceful two-state solution," Netanyahu said Thursday in an interview with MSNBC's Andrea Mitchell. "I haven't changed my policy."……”
“…."I'm talking about what is achievable and what is not achievable," Netanyahu said Thursday, insisting that he would support a demilitarized Palestinian state under a plan that would ensure Israel's security…..”
og Kassandra, Þetta með að Júði var notað í niðrandi merkingu vegna áróðurs Rómverja, og að þetta varð háskóla trú mennta aðalsins, var talið vera rétt. Hugmyndaheimur hvers manns er hans trú.
Getum við ekki Gert Júða nafnið þekkt fyrir menntum og menningu?
Egilsstaðir, 19.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2015 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning