18.2.2015 | 23:26
Spurning hvað gerist næst í stríðinu í Úkraínu eftir að Úkraínuher gaf eftir bæinn Debaltseve
Úkraínuher virðist hafa hörfað skipulega - skv. viðtölum við hermenn. Þá bárust skipanir með stuttum fyrirvara, ekki nema 10 mínútna. Til þess að tryggja að her andstæðinga bærist engin njósn. Aðgerðin hófst um miðja nótt í niðamyrkri. Flutningabílum hafði verið safnað saman nærri útjaðri bæjarins. Ekið var yfir tún og akra í stað þess að aka eftir veginum, vegna þess að talið var að undir veginum væru jarðsprengjur.
Key Ukraine Town Under Rebel Control
Mynd BBC kvá sýna hluta af liðsflutningunum
Skipulagið hafi verið þannig, að óbrynvarðir liðsflutningabílar hafi verið í miðju lestarinnar, með þyngri brynvarin tæki á beltum og hjólum meðfram jöðrum - til að veita flutningabílunum það skjól sem hægt var að veita þeim.
Flutningalestin hafi þó fljótlega lent í skothríð, að sögn hermanna hafi verið skotið á hana af -skriðdrekum - af sprengjuvörpum - og - af vélbyssum. Nokkuð mannfall hafi orðið, nokkur fjöldi liðslutningabíla verið eyðilagður - - - en þó hafi megnið af liðinu komist undan.
Eins og sést á kortinu - ráða Úkraínumenn ca. helmingi héraðanna, Luhansk og Donetsk
Fall Debaltseve sannarlega hernaðar-ósigur fyrir Úkraínuher - á móti sárabót að ná megninu af varnarliði bæjarins þaðan
Mér virðist að fall bæjarins ætti að taka af allan vafa - ef einhver var enn í nokkrum slíkum, að Úkraínher er ekki að stríða við - - einhverja "rag tag" uppreisnarmenn.
Heldur vel þjálfaðan - vel vopnum búinn - og ekki síst, vel skipulagðan her.
Takið t.d. eftir -taktík- sem kom í ljós í viðtölum við hermenn frá Debaltseve!
"When we entered Debaltseve, there were about 350 in our battalion. About 200 got out alive,... - ...they changed their tactics, and sent in subversive groups disguised as Ukrainian soldiers, who systematically sought out to kill our officers,... - They urged us to surrender, claiming our commanders and [Ukrainian president] Petro Poroshenko had betrayed us.
Þ.s. þessi frásögn sýnir - - er skipulagður sálfræðihernaður.
Og einnig vekur þessi -flugumanna taktík- athygli.
Þ.s. þarf að hafa í huga, er að Úkraínuher - þó vopnabúnaður hans sé ekki nýr, heldur frá dögum Kalda-Stríðsins, þá er ekki nein rosaleg gjá þar á milli og þess búnaðar sem Rússar nota í dag.
Megin munurinn á búnaði Rússa, og þeim sem Úkraínumenn hafa, er að Rússar hafa varið mun meira fé til þess, að endurnýja sínar vígvélar -tæknilega- þ.e. betri tölvur, betri miðunarbúnaður, nýrri radsjár o.s.frv.
En sjálfar byssurnar eru mikið til þær sömu - T62 skriðdrekar Úkraínuhers, eru með sömu vopn og nýlegir skriðdrekar Rússa.
- Þegar þú ert í vörn, þá jafnast töluvert út þessi munur.
- Ég á mjög erfitt með að trúa öðru en því, að sá rússneski her sem setið hafi um Debaltseve, hafi orðið fyrir verulegu manntjóni.
Þó að fjölmiðlar - - tali um "her uppreisnarmanna."
Er ég hættur að trúa því - - að þetta sé "uppreisnarher" skipaður megni til A-Úkraínumönnum.
Farinn að hallast að því - - að þetta sé raunverulega rússneskur her, eins og Úkraínumenn segja frá.
- Það kemur til vegna þess, að -uppreisnin hófst sl. vor og það tekur tíma að búa til her úr engu. Þó svo að meðal þeirra sé einhverjir fyrrum hermenn, og þeir geti rænt vopnageymslur sem þeir komast í. Þá leiðir það til þess, að slíkur her - - er ekki með "vel þjálfað lið" og "vopnabúnaður er þá einhver grautur" og "sennilega eru flestir lítt reyndir af bardögum bæði liðsmenn og foringjar.
- Það kom einmitt í ljós, þegar her Úkraínu lét til skarar skríða sl. sumar, að þá vann hann fremur auðvelda sigra - - framan af. Þ.e. algerlega rökrétt, ef mótherjarnir eru slíkir "rag tag" uppreisnarmenn. Og þegar komið var fram í ágúst, var her Úkraínu kominn að borgarhliðum borganna Luhansk og Donetsk - - umsátur var að hefjast. Það virtist skammt þess að bíða að uppreisnin yrði bæld niður.
- En þá allt í einu gerist mjög snögg breyting og það á nokkrum klukkutímum - - eins og að nýtt herlið komi til sögunnar. Og það herlið, breytir vígsstöðunni þannig að þaðan í frá - - er her Úkraínu í vörn frekar en hitt. Og eins og við sjáum nú, þegar kemur til "stórrar orustu" þá er það Úkraínuher sem verður að hörfa. Nefni einnig, sókn hers andstæðinga Úkraínuhers í sl. mánuði - - eftir hverja orrustu þurfti Úkraínuher að hörfa.
- Hvað segir það ykkur? Það sé eiinfaldlega ekki minnsti möguleiki, að uppreisnarmenn hafi möndlað slíkan her samann. Við sáum hvernig uppreisnarherinn var - - sl. sumar. Sá var sigraður - - síðan tekur annar her yfir sviðið. Eiginlega kemur ekkert annað til greina, en að sá her - sé her rússneska lýðveldisins.
- Þetta sé því nákvæmlega eins og Úkraínumenn segja frá, að þeir séu að berjast við rússneska innrás.
Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart - að eftir að rússneski herinn er mættur.
Þá neyðist her Úkraínu að hörfa - eftir hverja orrustu.
Tal Pútíns þess efnis - að Úkraínumenn séu að berjast við þá sem áður voru verkamenn og kolanámumenn, sé þá eins og hvert annað grín.
Hvað gerist næst - - er þá spurning um það.
Hvort Pútín telur sig vera búinn að ná fram markmiðum sínum með þessum átökum.
Þetta sé deila milli Úkraínu og Pútíns - - uppreisn sé hluti af leiktjöldum.
Niðurstaða
Sumir fjölmiðlar telja að ósigur Úkraínuhers sé áfall fyrir Poroshenko. Það er það að sjálfsögðu að einhverju leiti. Á móti kemur að þ.e. ákveðinn árangur að þrátt fyrir allt, að ná liðinu frá Debaltseve. Þeir hermenn geta þá barist einhvern annan dag.
Þ.s. þessi átök sýna - er að sá her sem nú ræður ríkjum handan víglínunnar í A-Úkraínu, ber ekki nokkra hina minnstu virðingu fyrir vopnahléi.
Að sjálfsögðu er stórorrusta - svakalegt vopnahlésbrot. Hártogun að halda því fram, að Debaltseve hafi verið undanskilinn vopnahléssamkomulaginu.
Mér virðist einfaldlega að ákveðið hafi verið að taka bæinn, vegna þess að menn töldu að þeir mundu komast upp með það.
Svo verður að koma í ljós, hvort að Pútín metur það áhættunnar virði - - að senda her andstæðinga Úkraínumanna, skipanir um að - - sækja fram að nýju.
Hann mun þá að sjálfsögðu - láta strengjabrúður sínar, svokallaða foringja uppreisnarmanna, gefa þær skipanir - opinberlega.
Opinberlega, á Pútín engan hlut að máli, opinberlega eru hendur Pútíns hreinar, þó þær séu nú þegar ataðar blóði þúsunda.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.2.2015 kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mátt ekki brotna niður Einar,það á eftir að verða stríð á svæðinu.
Nú er tilgangi vopnahlésins náð þegar þessar sveitir eru sloppnar út,tilgangurinn var aldrei neinn annar.
Næsta skref er að dengja bandarískum vopnum og herþjálfun inn á svæðið.Á meðan mun Merkel einbeita sér að því að reyna að búa evrópumenn undir stríð.
Næst verður Úkraniski herinn sendur aftur fram ,styrktur með fámennu bandarísku aðstoðarliði,svokölluðum hernaðarréðgjöfum og betri vopnum.
Næsta sem gerist er að þessi her verður gerður afturreka af því hann er ekki bardagafær og hefur engan áhuga á að berjast utnan við nasistasveitinar þrjár.
Þessar nasista sveitir hafa barist af miklum ákafa en lítilli getu ,af því að þrátt fyrir ofstækið eru þetta ekki hermenn heldur óþjóðalýður.
Ég er hræddur um að gömlu góðu Totenkopf og Dirlwanger sveitirnar snúi sér við í gröfinni þegar þær sjá vanhæfni þessara aðdáenda sinna.
Þegar þessum þætti er lokið hefur Merkel kannski tekist að undirbúa Evrópubúa undir þáttöku í stríði ,en ef ekki þá fer bandaríski herinn inn í Úkrainu og brýtur uppreisnarmenn á bak aftur.
Ég hef ekki trú á að það takist að lokka Putin til þáttöku í þessum átökum.
Þó er það ekki með öllu óhugsandi að hann ákveði að taka slaginn áður en herir NATO ná að hreiðra um sig við landamæri Rússlands
Nú er komin upp hættuleg staða sem fyrr eða seinna mun leiða til allsherjar stríðs þegar blóðugasta herveldi síðari tíma er komið með vígtennurnar að slagæðum Rússlands.
Það er nánast óhjákvæmilegt í slíkri stöðu að Evrópa muni brenna enn einu sinni.
Markmið bandarískra stjórnvalda hefur lengi verið að koma herjum sínum alveg að Rússnesku landamærunum til að þurfa ekki að fara yfir annað land þegar þeir ráðast inn í Rússland.
Bandarísku elítunni er full alvara með að ná fullum heimsyfirréðum og virðast vera orðnir klárir í að taka á rússum, en Rússar eru ekki tilbúnir að gefa eftir sjálfstæði sitt að svo komnu.
Þannig að þetta stríð sem þú kyndir svo ákaft undir Einar á eftir að koma,þó það verði hugsanlega einhverjar tafir á því.
Borgþór Jónsson, 19.2.2015 kl. 11:44
Sæll Einar Björn
Hvað kemur til að þú minnist ekkert á hvað stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa að segja um þetta allt saman, og hvað kemur til að þú minnist ekkert á öll þessi nýju bandarísk vopn þarna?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 11:53
Þetta er allt mjög athyglisvert með þessi bandarísku vopn þarna, og svo þetta Minsk friðarsamkomulag sem er allt núna í uppnámi:
US Supplying Lethal Arms to Ukraine Would Breach Minsk Agreements - Speaker
"Peace in Ukraine? Poroshenko Ally Predicts NATO Airstrikes Soon" http://sputniknews.com/europe/20150218/1018419966.html#ixzz3SC3sR1ij
"Millions of Evangelical Christians Want to Start World War III … to Speed Up the Second Coming" http://www.globalresearch.ca/millions-of-evangelical-christians-want-to-start-world-war-iii-to-speed-up-the-second-coming/29362?print=1
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 12:42
"vel skipulagðan her"
Meira bullið sem veltur úr þér stundum. Jú jú, þeir hafa fengið sjálfvirkar "varnar byssur", sem settar eru umhverfis búðir til að koma í veg fyrir að hægt sé að komist inn í búðirnar. Þetta er sjálfvirkt, skýtur allt sem fyrir er. Notað til að mynda varnarlínu, og koma í veg fyrir að hægt sé að fara yfir hana.
Bara hálfvitar sem kalla þetta "þungavopn".
Ef ég væri Pútin, þá myndi ég láta "eyða" her Ukraínu innan 24 klukkustunda, og nota till þess kjarnavopn. Og ef þú værir ósáttur við þá lausn, myndi ég senda þér eina líka. Þú náttúrulega ríkur upp og segir "þú mátt ekki vera ljótur kall", sem ekkert annað en aumingjakjaftæði. Það deyr fleira fólk, þegar stríðinu er leift að leika lausum hala í mánuði og ár. Og menn eins og margir hér, sem aldrei sjá nema aðra hlið málsins, eins og George Bush, sem kann ekki málfræði og lýsir "lýsingarorði" stríð á hendur ... eiga það skilið að mæta sömu vitleysingum hinum meginn víglínunnar.
Mistök Rússa er að reyna að halda þessari deilu innan ramma "conventional warfare". Því ef Ukraína er ekki þegar búinn að fá Uranium kúlur í byssurnar sínar, þá er "Ameríski hjálpræðisherinn" sem lenti þarna frá Svarta Hafi ... úr "fiskitogurum" kanans. Alveg örugglega með þá í bakpokanum ... þeir fara ekki að heiman án "tactical nukes", og "uranium amunitions" í nestistöskunni.
Þetta eru mistökin, sem munu kosta Rússa stríðið ... hversu margar "orustur" þessir "rebels" ná að sigra, er ekki mikilvægt. Nema fyrir líf fólks í héraðinu, sem þarf að líða fyrir gas græðgi Hollands og Bretlands.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning