18.2.2015 | 00:58
Atburðarás í Úkraínu getur svipað til atburða í fyrrum Júgóslavíu, þegar tilraunir Evrópu til sátta voru gagnslausar með öllu, uns Bandaríkin mættu á svæðið
Ef einhver man svo langt þá var annar Demókrati í Hvíta Húsinu, Bill Clinton. Sá var einnig lítt áhugasamur um beina þátttöku Bandaríkjanna í styrrjaldar átökum - - annað en sá er tók við af honum, Bush.
- En það vekur athygli mína - atburðarás í kringum tilraunir Þjóðverja og Frakka, í samtölum við stjórnvöld í Rússlandi - - að hafa áhrif á bardaga um bæinn -> Debaltseve.
Þetta minnir mig einmitt á atburði úr stríðum í fyrrum Júgóslavíu, þegar einmitt Þjóðverjar og Frakkar - ítrekað gerðu tilraunir til að beita fortölum.
Það sem þeim tilraunum - fylgdu aldrei neinar tennur eða hótanir af nokkru tagi, þá leiddu stríðandi fylkingar þær tilraunir að mestu hjá sér - þó nokkrum sinnum væri fundað og frá þeim fundum kæmu -innantómar yfirlýsingar.-
- En einmitt á þriðjudag - - hafa flakkað slatti af akkúrat -innantómum yfirlýsingum.-
Battle for Debaltseve Continues
Ukraine rebels claim control of most of Debaltseve
Dæmi um innantómar yfirlýsingar!
Hafið í huga, að eins og í fyrrum Júgóslavíu - - eru menn að "tala" meðan að "mannlegur harmleikur er sannarlega í gangi."
En skv. fréttum hörnuðu bardagar um -Debaltseve- á þriðjudag, og virðast fréttir benda til þess að barist sé í bænum sjálfum - klassísk átök þ.s. barist er húsi úr húsi, herbergi úr herbergi, þ.s. ein fylkingin getur ráðið einni hæð önnur næstu hæð o.s.frv.
Greinilega bitrir og misskunnarlausir bardagar í gangi - mannfall beggja fylkinga örugglega mikið, en þ.e. alltaf mikið í þannig átökum.
Og hvað síðan gera Þýskaland og Frakkland á meðan?
Tala um málið auðvitað - hverju öðru getum við reiknað með?
- "On Tuesday evening, the UN Security Council unanimously approved a resolution, proposed by Russia, calling on all the parties in eastern Ukraine to stop the fighting and to back the ceasefire agreement reached in Minsk last week." - - þetta er auðvitað klassísk innantóm yfirlýsing. Rússar leggja hana fram, og sýna "sáttatón" út á við litið. En yfirlýsing án aðgerða er innantómt orðagjálfur.
- Á meðan hafa Frakkar og Þjóðverjar setið á fundi með fulltrúum Rússlands í Kíev, og rætt verið fram og aftur, hvernig á að koma -eftirlitsmönnum OECD til Debaltseve.- "Late Monday, Chancellor Angela Merkel of Germany spoke by phone with the Russian and Ukrainian presidents and issued a statement saying the three had agreed to concrete measures to allow observers from the Organization for Security and Cooperation in Europe into Debaltseve." - "Yet, by late Tuesday the organization said a working group of Russian and Ukrainian military officers set up to coordinate the truce had failed to agree on providing access to Debaltseve, bringing the talks back to where they were before the presidents phone call the day before."
Ég hugsa að það henti Rússum ákaflega vel - - að gefa innantómar yfirlýsingar um frið.
Meðan að -sá her sem þeir vopna og sennilega að verulegu leiti manna- á í hörðum átökum, sennilega með verulegu mannfalli, en virðist líklegur til þess að ná innan fárra daga því takmarki að hernema Debaltseve.
Þetta svipar dálítið til hegðunar Milozevic forsætisráðherra Serbíu - - þegar átökin í fyrrum Júgóslavíu stóðu yfir, en þá voru sveitir "Serba" sem ekki voru "formlega" undir stjórn Milozevic - en bersýnilega studdar þó af hans stjórn, og vopnaðar a.m.k. að einhverju verulegu leiti af stjórn Milozevic - - > Að stríða bæði við Króata og við Bosníu Múslima.
Meðan að sveitir -Serba voru í sókn- gekk aldrei neitt, sama hve oft var fundað og mikið gefið út af yfirlísingum - - > Að stöðva átök.
Gríðarleg hervirki voru unnin á báða bóga - - en verst þó af hálfu sveita Serba í Bosníu.
- Það bendir margt til þess, að það sé einmitt að verða "mannlegur harmleikur" á umtalsverðum skala í bænum -Debaltseve.
- Þegar hefur það einu sinni gerst, að morð hafi verið framin á hermönnum Úkraínuhers - en nokkur hundruð virðast hafa verið drepnir í eitt skipti þegar bær féll, sennilega eftir að hann féll.
- Ef það verða fjöldamorð á hermönnum, á bilinu 6 - 8 þúsund. Eftir að Debaltseve fellur - - þá verður allt stjörnuvitlaust í Úkraínu.
Meðan sitja þjóðir Evrópu hjá - alveg eins máttlausar nú, og þegar átök voru í fyrrum Júgóslavíu.
Niðurstaða
Spurning hvaða áhrif það hefði á átökin í Úkraínu - ef varnarlið 6 - 8þ. er stærstum hluta drepið, í bardögum og einnig eftir bardaga? Mig grunar að slík "morð" mundi binda að fullu endi á alla möguleika til þess að leita sátta - - með samningum. Það yrði gersamlega óhugsandi fyrir stjórnvöld í Úkraínu - - að skrifa undir nokkur vopnahlé þaðan í frá. Fyrr en stríðinu er lokið með annað hvort algerum sigri eða ósigri. Svo miklar yrðu æsingar meðal Úkraínumanna.
Ef menn vilja tryggja það að átökin haldi áfram algerlega örugglega - - þá verða á nk. dögum framin morð á þessum hermönnum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Já, já rétt hjá þér margt er líkt og var fyrir NATO stríðið gegn fyrrum Júgóslavíu, svo og fyrir NATO stríðið gegn Súdan og reyndar fyrir NATO stríðið gegn Líbýu
Til þess að byrja með þá studdu Bandarísk stjórnvöld uppreisnarmenn með fjármagni og skotvopnum, og til þess að hafa góða ástæðu til að hefja NATO stríð í fyrrum Júgóslavíu árið 1999, og þá afklæddu Kosovo uppreisnarmenn stjórnarhermenn úr öllum einkennisfötum og drápu þá í gryfju, eða sem svona góða ástæðu svo að hægt væri að kenna stjórnahernum um að hafa drepið saklausa borgara. Fyrir stríðið gegn Súdan 2006 þá voru stjórnvöld í Bandaríkjunum og stuðningsmenn þeirra í því að styðja uppreisnarmenn með fjármunum og vopnum til þess eins að reyna að koma stjórnvöldum frá völdum, svo og til þess að hafa góða ástæðu til að kenna hermönnum Khartoum um allt til að koma á NATO stríð gegn Súdan. Það má segja að margt sé líkt og var fyrir Líbýustríðið 2011 og var fyrir stríðið gegn Súdan, eða þar sem að leyniþjónusturnar CIA og MI6 sáu um að koma vopnum og öðrum nauðsynjum til uppreisnarmanna í Líbýu, og þar sem notaðar voru lygar til þess eins að koma á NATO stríði gegn Líbýu. Nú og allar ásakanir um nauðganir og Afríska málaliða reyndust síðan vera ekkert annað en lygar, og allt til þess að koma á NATO stríði.
Reyndar voru menn hans Petro Poroshenko núna ekkert hrifnir af því að semja um frið við nýja sjálfstjórnarsvæðið þarna í Austurhluta Úkraínu (sjá Minsk Refusal? Right Sector leader rejects Ukraine peace deal https://www.youtube.com/watch?v=zExoeLsXDHM) því auðvita vill þetta lið áfrahaldani stríð.
German TV channel under fire over fake ‘Russian tanks in Ukraine’ footage http://rt.com/news/232963-germany-russia-tanks-ukraine/
Ukraine: Another Piece in US-NATO-EU Neo-Con Puzzle
Poroshenko-"Ceasefire" not for Peace but to Regroup & Attack http://youtu.be/lCqVrXpP2xg
Eng subs-No Russian Troops in Ukraine- Obama still wants
War http://youtu.be/iNx2DvY3qaw
FACE to FACE- civil war arguement
http://youtu.be/nBQqXtXu_A4
No Russian Troops in Ukraine says Kiev General
http://youtu.be/T0x0mnrq9j4
Obama Admits US "Brokered" Coup in Ukraine
http://youtu.be/1QAXmf5_EOs
US Started Ukraine Civil War *PROOF* Nov 20, 2013
http://youtu.be/hMVfN5AF0dI
US Army in Ukraine Since Sept 2014
http://youtu.be/f6oLJB69dOU
OBAMA-$350 Million to Ukraine to Kill Civilians
http://youtu.be/lyL4HcooQjw
US $2 Billion to Kiev / Kiev People Demand Unpaid Wages
http://youtu.be/pASxueaEJpM
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 11:29
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 12:58
Svæðið sem Júgóslavía náði yfir var að vísu hefðbundið áhrifasvæði og áhugasvæði Rússa, en stríðin þar voru þegar Rússland var í lamasessi eftir hrun Sovétríkjanna.
Öðru máli gegnir nú. Úkraína á landamæri með Rússlandi og aðskilnaðarsinnar eru orðnir rússneskir eftir að hafa verið lengi hluti af rússneska keisaraveldinu og Sovétríkjunum allt til 1954.
Ómar Ragnarsson, 18.2.2015 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning