Mér virðist "Minsk 2" friðarsamkomlagið, innibera fræ eigin eyðileggingar

Ég er að vísa til bæjarins - Debaltseve - sem í nýlegum átökum, hefur verið nær umkringdur af her andstæðinga úkraínskra stjórnvalda í Donetsk héraði.

Mér virðist þar með - staða Debaltseve svipa um margt til stöðu, Donetsk flugvallar - - meðan fyrra samkomulag frá september sl. var enn virkt.

Members of the Ukrainian armed forces ride on an armoured personnel carrier (APC) near Debaltseve, eastern Ukraine, February 12, 2015.  REUTERS/Gleb Garanich

"Members of the Ukrainian armed forces ride on an armoured personnel carrier (APC) near Debaltseve, eastern Ukraine, February 12, 2015."

 

En eftir að -vopnahlé- var samið skv. fyrra samkomulagi, þá var staðan sú, að stjórnarherinn hélt enn Donetsk flugvelli, meðan að uppreisnarmenn höfðu hann umkringdan á 3-vegu.

Allan liðlangan tímann, var barist við og við um Donetsk flugvöll, skothríðin það mikil á báða bóga - - að þegar uppreisnarmenn að lökum -nýverið- lögðu til allsherjar atlögu að vallarsvæðinu og tóku það - - var ekkert eftir nema rjúkandi rústir.

  • Ég hef lesið texta samkomulagsins - þar stendur hvergi að Debaltseve sé gefin eftir.
  • Þannig að Úkraínuher - alveg pottþétt gerir það ekki.
  • Síðan segir eftirfarandi að herirnir eigi að draga sig baka -

"-for the Ukrainian troops: from the de facto line of contact;" - - "-for the armed formations from certain areas of the Donetsk and Luhansk regions of Ukraine: from the line of contact according to the Minsk Memorandum of Sept. 19th, 2014;"

  1. Ég sé engan "mekkanisma" til þess að knýja uppreisnarmenn, til þess að - - draga sig til baka að "fyrri vopnahléslínu." - Minsk agreement on Ukraine crisis: text in full
  2. Og tel því líklegt að þeir það geri ekki.
  3. Sem mundi leiða til þess -líklega- að her Úkraínu, mundi ekki heldur draga sig frá núverandi framlínu.
  4. Þá standa herirnir gráir fyrr járnum - augliti til auglitis, sem sennilega muni leiða fram sama ástand og í fyrra skiptið - - að þó stórfelldar orrustur liggi niðri, verði regluleg stórskotahríð á helstu átakastöðum. Dabaltseve virðist klár þungamiðja.

Svo er markvert að - samkomulagið tekur ekki gildi, fyrr en á miðnætti nk. sunnudag.

Sem er talið þíða, að her andstæðinga Úkraínustjórnar - - mun leggja mikla áherslu á að ná Debaltseve - þangað til samkomulagið á að taka gildi.

En fréttir hafa borist af liðssafnaði við bæinn, og því talið líklegt að harðir bardagar það verði a.m.k. eitthvað áfram.

Ef það gerist, að bardagar um bæinn - - standa linnulaust þar til samkomulagið skal taka gildi, þá verði það -sennilega- fullkomin staðfesting þess, að -her andstæðinganna- ætli ekki að draga sig til fyrri vopnahléslínu eins og samkomulagið virðist kveða um.

En erfitt er að koma auga á rök fyrir því að berjast um bæginn - - ef þú ætlar strax að bakka til baka að fyrri vopnahéslínu. Svo að áframhaldandi tilraunir hers andstæðinganna til að taka bæinn, sé þá líkleg staðfesting þess - að sá her ætli ekki að fara eftir því ákvæði samkomulagsins sem kveði á um að sá her dragi sig til baka að fyrri vopnahléslínu.

Þetta atriði - - kemur fljótt í ljós.

Á sama tíma og ljóst er - - að Úkraínuher, muni berjast af hörku við það að halda bænum.

  • Ef bardagar um bæinn standa linnulaust þangað til samkomulag á að taka gildi.
  • Þá verði sviðsmyndin örugglega sú - sem ég dróg upp að ofan.

Þá er þetta samkomulag - - í besta falli. Hlé á bardögum, þar til þeir hefjast að nýju af krafti.

 

Niðurstaða

Mér virðist afar ólíklegt að hið nýja Minsk samkomulag, haldi fremur en Minsk samkomulagið frá seppt. 2014. Þegar kemur að kröfum Pútíns - - sem heldur uppi her andstæðinga stjórnvalda í Úkraínu. Þá hefur hann krafist þess, að einstök héröð fái "neitunarvald" um mikilvæg atriði utanríkisstefnu landsins. Þessu skv. fréttum hafnaði Poroshenko alfarið, hafi hann þó verið beittur þrýstingi bæði Hollande og Merkel, að falla frá því atriði.

  • En þetta er mikilvægt valda-afsal sem um er að ræða, er mundi í reynd afhenda það neitunarvald beint til Pútíns sjálfs.

Það er því afar skiljanlegt, af hverju Úkraínumenn hafna þeim hugmyndum.

En á sama tíma, sé ég ekki Pútín vera hættur að þrýsta á um þetta atriði. Ekki síst út af því, að - - Pútin hafi ekki enn náð fram því markmiði að "tryggja að Úkraína geti hvorki gengið í NATO né í ESB" þá muni hann sennilega - - styðja her andstæðinga Úkaínuhers, þó svo að til bardaga komi að nýju.

  • Í augum Úkraínumanna, er þetta mál sem snýst um - - sjálforræði landsins.
  • Pútín - - horfir á þetta frá, öryggi Rússlands.

Hann hafi skilgreint það með þeim hætti - að aðild að NATO og ESB fyrir Úkraínu, sé algerlega óásættanlegt fyrir rússnesk stjórnvöld.

Hans tilgangur með því, að halda í gangi uppreisn í A-héröðum Úkraínu, sé að lágmarki að knýja fram þetta atriði. Þess vegna muni hann, að algeru lágmarki - - halda áfram að styðja við þá uppreisn, meðan hann hafi ekki tryggt sér það -tangarhald á Úkraínu- sem geri honum mögulegt, að hindra alfarið þessa 2-möguleika.

Á meðan að Úkraínumenn - virðast hafa sveiflast í þá átt, að vilja sækjast eftir hvoru tveggja.

Stríðið haldi því sennilega áfram - - alveg sama hve mörg samkomulög verði undirrituð, þangað til að annað hvort -Rússland- eða -Úkraína- hefur betur.

Úkraína augljóst getur eingöngu haft betur - - ef hún fær öflugan stuðning. Það verði því áhugavert að fylgjast með því, hvort að sú stefna að vopna Úkraínuher - nær frekari fótfestu meðal NATO ríkja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Þú talar orðið eins og hann Obama karlinn og/eða David Cameron, eða er einhver munur á ykkur í þessu sambandi?

Er þetta ekki rétt aðferðin að kenna Putin um allt aftur og aftur, og svo passa sérstaklega uppá að bjóða EKKI aðgerðarsinnum/mótmælendum Austurhluta sjálfstjórnarsvæðisins uppá taka þátt í friðarviðræðum?

Neyða Putin til þess að reyna semja eitthvað fyrir þessa aðgerðarsinna/mótmælendur sjálfstjórnarsvæðisins, og ef eitthvað gengur ekki upp þá tilbúnir með refsiaðgerðir og hótanir strax, ekki gegn stjórnvöld í Úkraínu þá heldur alltaf gegn Rússlandi, ekki satt?

Eins og gefur að skilja þá var þetta allt saman dæmt til þess að mistakast, reyndar snýst þetta örugglega um koma á svona Kúbu- deilu aftur eða stríði, svo og koma fyrir NATO kjarnorkuvopnum þarna til þess eins að miða beint á Rússland. Auðvita stóð aldrei til að veita Austurhluta Úkraínu sjálfstjórnarsvæði allt það voru bara lygar frá stjórnvöldum í Úkraínu, því að auðvita vilja menn ekki slíta þeim samningum er stjórnvöld þarna hafa gert við olíufélögin Shell, Chevron og Burisma Holdings um leit og vinnslu í Austurhluta Úkraínu.        

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband