26.1.2015 | 22:34
Tveir flokkar sem vilja lækkun skulda Grikklands - mynda ríkisstjórn
Já, Alexis Tsipras er þegar búinn að mynda ríkisstjórn, það áhugaverða er - - að hann myndar hana með "hægri flokknum" -Sjálfstæðir Grikkir.- Þ.e. áhugavert val, því "Sjálfstæðir Grikkir" eins og nafnið bendir til - - er þjóðernissinnaður flokkur.
En á sama tíma -og það er örugglega límið í stjórninni- hefur formaður þess flokks, eins og Alexis Tsipras, þá kröfu efst á stefnuskrá síns flokks - - > Að krefjast lækkunar skulda Grikklands.
Sjálfsagt er flokkurinn -Sjálfstæðir Grikkir- um margt líkur Framsóknarflokknum íslenska.
Þetta er hópur, sem klauf sig á sl. kjörtímabili frá megin hægri flokk Grikklands, vegna ósættis við stefnu "Nýs Lýðræðis" eins og sá flokkur heitir - - hvað skuldamál Grikklands varðar, og ekki síður þá stefnu - að skera niður, í stað þess að stefna að minnkun atvinnuleysis og fókusa á að auka hagvöxt sem fyrst.
After Victory at Greek Polls, Alexis Tsipras Is Sworn In and Forms Coalition Government
Panos Kammenos -til vinstri- og Alexis Tsipras -til hægri-
Þessi stjórnarmyndun gerir bersýnilega að engu vonir Evrópuríkja, að hugsanlega væri Alexis Tsipras ekki alvara með kröfurnar um lækkun skulda Grikklands
En hafandi í huga, að fyrir utan þessa megin stefnu - - á róttækur vinstri flokkur Tsipras, og hægri flokkur Kammenos - - > Sennilega nánast ekki neitt sameiginlegt.
Þá er það algerlega ljóst, að lækkun skulda Grikklands - verður megin áhersla ríkisstjórnarinnar næstu mánuði.
- Þ.e. alveg rökrétt að ætla, að skuldir Grikkland séu það háar, að þær muni næstu ár að óbreyttu - hafa hagvaxtar lamandi áhrif á landið. Þannig að þær geti þróast yfir í að vera skulda ánauð fyrir land og þjóð.
- En að öllu óbreyttu, þá þarf landið a.m.k. 4,5% að þjóðarframleiðslu afgang af ríkisútgjöldum - - þrátt fyrir að vextir hafi verið lækkaðir mikið á sínum tíma, og skuldir lengdar.
- Þetta mundi þurfa að vera viðvarandi ástand, er halda mundi aftur af getu ríkisins til þess að standa undir félagslegum útgjöldum - nk. áratugi.
- Þ.s. afgangur er í dag ekki meiri en ca. 1,5% af þjóðarframleiðslu, þá felur það í sér þörf fyrir verulegar viðbótar útgjalda lækkanir - - ef hagvöxtur sem spáð er næstu ár, birtist ekki. En það verður að teljast ástæða að ætla að sú forsenda að hagvöxtur á Grikklandi nk. ár verði sá mesti í ESB - - sé bjartsýn forsenda.
- Þ.e. ástæða að ætla, að fyrir bragðið - - skorti möguleika á pólit. samstöðu í Grikklandi, til þess - - að standa við skuldaprógrammið.
Og auðvitað niðurstaða kosninganna - - ber þess öll merki.
Kjósendur hafa gert uppreisn.
Á sama tíma, er augljóst gríðarleg tregða meðal annarra aðildarríkja ESB, til þess að lækka skuldir Grikklands
Eins og Gideon Rachman bendi á: Europe cannot agree to write off Greeces debt.
En hann bendir á, að það séu sterkar vísbendingar uppi - að pólitískt ómögulegt sé fyrir mörg aðildarríkjanna - að samþykkja einhverja umtalsverða lækkun skulda Grikklands.
- En hann bendir á annað sem a.m.k. er tæknilega mögulegt - - að greiðslum af skuldum Grikkland sé unnt að fresta frekar.
- Að tæknilega sé unnt, að miða síðan greiðslur Grikkland við það - - þegar sjálfbær hagvöxtur raunverulega birtist í Grikklandi.
- Þá erum við að tala um - - greiðslufrystingu.
Þetta hef ég sjálfur nefnt - - t.d. 8.11.2012 Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk?
- Þá lagði ég einmitt til - frystingu greiðsla Grikklands.
- Að eftir að sjálfbær hagvöxtur hefst - væri tekin ákvörðun um það, að hvaða leiti Grikkland mundi raunverulega greiða af sínum skuldum.
- En það geti ekki legið fyrir - - fyrr en hagvöxtur er hafinn. Hver greiðslugeta Grikklands raunverulega er.
En þetta gæti verið tæknilega möguleg lausn - - þ.e. að fresta þeirri formlegu ákvörðun að skera af eða lækka frekar skuldir Grikklands.
Setja Grikkland í greiðslufrystingu í óákveðinn tíma, sem mundi ákvarðast af - - hagvaxtarstöðu landsins, og því að hvaða marki það væri að rétta við sér.
Lán væru þá "in effect" víkjandi.
Tæknilega þyrfti ekki að ákveða strax - hvað er skorið mikið niður. Né hvaða lán.
Niðurstaða
Þetta sagði ég 8.11.2012 - "Réttast væri, að setja landið í algera frystingu skulda eða greiðslustöðvun. Láta þá stöðvun eða frystingu vara einhver ár.
Gefa landinu, þjóðinni, hagkerfinu - tíma til að ná andanum. Og endurskipuleggja sig.
Einungis eftir að sú endurskipulagning væri komin á rekspöl, væri hugsanlega unnt að sjá út líklega framtíðar greiðslugetu Grikklands."
Ég held enn, að þetta sem ég lagði til þá - geti verið skársta lausnin á málinu, því þá þurfi ekki að ákveða strax að formlega skera skuldir landsins niður.
Sennilega hafi Gideon Rachman rétt fyrir sér, að slík formleg ákvörðun sé ómöguleg fyrir margar aðildarþjóðir - vegna innan lands pólitískrar afstöðu flokka.
En kannski væri unnt að taka þá ákvörðun, að setja Grikkland í formlegt greiðslustöðvnar ferli - síðan sé ákvörðun tekin síðar um greiðlur Grikklands, þegar raunveruleg greiðslugeta Grikklands birtist - - er sjálfbær hagvöxtur kemur fram.
En einungis þegar hver sá verði - - er komið í ljós. Verði mögulegt að raunverulega vita, hver framtíðar greiðslugeta Grikklands raunverulega er.
Þ.e. raunveruleg reynsluþekking - - ekki getgátur!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning