Mikill mannlegur harmleikur gæti verið framundan í A-Úkraínu

Ef marka má yfirlýsingar ráðamanna í svolölluðu "Donetsk People's Republic" eða forsvarsmanna uppreisnarmanna í Donetsk héraði - þá er hafin allsherjar árás á hafnarborgina Mariupol á strönd Azovshafs.

Pro-Russian rebels attack key port, Ukraine says at least 30 dead

Alexander Zakharchenko - "Today an offensive was launched on Mariupol. This will be the best possible monument to all our dead," - "Russia's RIA news agency quoted rebel leader Alexander Zakharchenko as saying at a memorial ceremony in the separatist-held city of Donetsk." - "He said the separatists also planned to encircle Debaltseve, a town north-east of Donetsk, in the next few days, Interfax news agency quoted him as saying."

Ukraine separatists in deadly rocket attack on Mariupol - "At least 30 people were killed and nearly 100 injured after a residential neighbourhood of Mariupol came under rocket attack on Saturday..." - "...as fighting escataled."

Sú borg er "hafnarborg Donetsk héraðs" og þannig séð, er það skiljanlegt að uppreisnarmann - - vilji ná henni á sitt vald. Eftir allt saman, væri þá umráðasvæði uppreisnarmanna í Donetsk þá orðið að mun viðráðanlegri efnahagslegri einingu.

Ukraine map

Á hinn bóginn, ræður her Kíev stjórnar þar í borg.

Og hitt, að ca. helmingur 500þ. íbúa borgarinnar eru Úkraínumenn.

Ef marka má viðbrögð íbúa þar sl. sumar, þá styðja úkrínskumælandi íbúa Mariupol, stjórnarherinn af ráðum og dáð - - en á sl. ári náðu blaðamenn myndum af íbúum aðstoða herinn við það verk, að grafa skotgrafir og önnur varnarvígi.

Residents in Mariupol build trenches (29 August 2014)

  • Punkturinn er sá, að árás á þessa borg - - getur leitt til mikils blóðbaðs.

Þegar íbúarnir eru líklegir til að klofna í fylkingar með eða móti, bardagar á götum gætu því orðið mjög bitrir og mannskæðir, þegar íbúar blandast í málið - sem virðist líklegt við slíkar aðstæður.

Árás á borgina, gæti einnig ýtt undir það, að átökin í Úkraínu - - þróist yfir í að vera allsherjar borgarastríð milli úkraínsku- og rússneskumælandi íbúa landsins.

 

Niðurstaða

Þó fréttir virðist óljósar, þá virðist fréttir benda til þess að yfirlýsingar leiðtoga uppreisnarmanna í Donetsk héraði frá því fyrir viku, þess efnis að "Donetsk People's Republic" væri hætt sáttaumleitunum við stjórnvöld í Kíev, og hefði þess í stað - ákveðið að "halda stríðsátökum áfram" - - að þær yfirlýsingar séu á rökum reistar.

En í þessari viku hefur her Kíev stjórnarinnar, komið undir árásir uppreisnarmanna í Donetsk héraði að því er best verður séð - - á breiðri víglínu.

Og árás á Mariupol, en her uppreisnarmanna hefur verið skammt frá þeirri borg síðan í júlí sl. - - er að mínu mati alveg sérdeilis hættuleg aðgerð.

Vegna þess, hve stórt flóttamannavandamál getur við það orðið til, ef megin hluti úkrínskumælandi ca. kvart milljón, neyðist til að leggja á flótta.

-------------------

Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency

  1. "The fighting in eastern Ukraine this year has internally displaced over half a million people..." 
  2. "William Spindler said that the fighting has also forced over two hundred thousand Ukrainians to flee to Russia and other neighbouring countries."

-------------------

Skv. tölum SÞ - - þá hefur flóttamannastraumur fram að þessu verið - - að stærri hluta inn á svæði undir stjórn Úkraínuhers, þ.e. ca. 500.000 flóttamenn. Meðan að ca. 200.000 hafa leitað til Rússlands frá A-Ukraínu skv. tölum Sþ. frá desember.

Bardagar um Mariupol, gætu einnig "margfaldað mannfall" í átökum - - miðað við fram að þessu.

En heildar mannfall hingað til er nærri 5.000. En ég get vel séð fyrir mér, að borgaraátök milli fylkinga í Mariupol, gætu leitt a.m.k. 20.000 í valinn.

Hafandi í huga að ef þ.e. rétt að 500þ. ca. íbúatala skiptist 50/50.

Þá miða ég t.d. við það blóðbað er sást í Beirút þegar borgaraátök voru í Lýbanon á sínum tíma.

  • Mikið mannfall í Mariupol - - mundi að sjálfsögðu, leiða til mikilla æsinga innan Úkraínu, og geta skapað átök milli íbúa í S-Úkraínu þ.s. víðast hvar hafa héröð þar á bilinu 20% - 40% hlutfall rússnesku mælandi íbúa.

Í kjölfarið gæti stríðið þróast yfir í almenn borgaraátök þ.s. S-hl. landsins gæti meira eða minna allur logað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var hægt að sjá þessa þróun fyrirfram, en þessir svokölluðu vestrænu friðarenglar hafa ekki gert neitt í þessu og koma ekki til með gera eitt eða neitt sem kemur Úkraínu til gagnlegar hjálpar á þessari innrás sem er með stuðningi Rússa. 

Rússnesku landamærin eru að færast i vestur átt, spurningin er hvort að Úkraína sé nóg fyrir valdagræðgi Putins? Ég stórefast um það, spurningin er hvaða land Putin vill næst?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 20:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, vert að muna að rússn. mælandi íbúar Úkrainu þó fjölmennir víða hvar í S-Úkraínu, eru þeir nærri alls staðar þar í minnihluta þ.e. á bilinu 20-45% íbúa. Ég hugsa að ef það verður meiriháttar blóðbað í Mariupol, þá sennilega rísi Úkraínumenn í S-Úkraínu upp.

Það verði frekar rússn.mælandi íbúarnir, sem þá verði í vörn - verði þjóðernishreinsaðir.

Svo lengi sem rússn. herinn sendir ekki mjög fjölmennt lið inn, þá getur NATO látið það hugsanlega duga, að senda Úkraínu vopn - - þ.s. þeir eru vanir rússn. smíðuðum vopnum.

Mundi sennilega koma sér best, að fá þau frá - - Póllandi. Og kannski eiga Þjóðverjar enn gamlar birgðir frá þeim héröðum er áður hétu A-Þýskaland.

Síðan eru einnig rússn. smíðuð vopn víða enn í magni í löndum eins og Tékklandi, Rúmeníu, Slóvakíu - - það ætti því að vera mögulegt að senda Úkraínumönnum nóg af vopnum. Og þeir eiga nægan mannfjölda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.1.2015 kl. 22:57

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svona þér að segja þá kemur NATO aldrei til með að senda herlið til Úkraínu og sennilega ekki þunga vopn.

Og það verður aldrei sent herlið frá NATO, þó svo að landið sé meðlimur i NATO, nýjasta pappírstigrisdyrið í götunni, so to speak, heitir nefnilega NATO og kemur ekki til með að gera eitt né neitt.

Vesturlandabúar og þá sérstaklega Evrópubúar eru siðspilltir og sjálfelskir ónytingar sem koma aldrei til með að gera neitt fyrir aðrar þjóðir, jafnvel þó svo að þeir stari inn í rússneska byssukjafta. þeir treysta á að Uncle Sam komi og reddi málunum þegar að þvi kemur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 23:39

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: það var ESB sem hóf þetta og það er byltingarstjórn núna í Úkraínu, hve lengi ætlar þú að neita því?, vilt þú að NATO fari með hernað þarna inn?, ESB er búið að ná til sín hvað 9 fyrrum lýðveldum USSR? hvað á Putin að gera? leggjast flatur og grenja?, það er alveg með ólíkindum hvað Vesturveldin eru orðinn árásargjörn, sér ílagi gagnvart Rússum , sem Pútín er búinn að vera að draga hægt og bítandi inn í nútímann, alveg eins og Gorbasjof var að gera þegar hann var settur á ís , og tækifærissinnarnir reyndu að stela USSR, en tókst það ekki vegna fyllibittu sem var borgarstjóri Moskvu eða ert þú búinn að gleyma þessum part af sögunni, Putin er að gera það gott fyrir Rúsneskann almenning, en það tekur tíma að gera góða hluti, og það eru alltaf tækifærissinnar  tilbúnir að hrifsa til sín völdin, eins og var gert í Úkraínu, það er svo sorglegt að sjá menn verja þessa men vegna þess að þeir fá stuðning vestrænna velda, sem eru sýfalt að færast nær heimsyfirráða brjálæðinu sem gegnumsýrir vestrænn stjórnvöld hinn síðari ár.

Magnús Jónsson, 24.1.2015 kl. 23:59

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef allt annan skilning á þessu. Skv. honum hefur Úkraína verið undir rússn. árás, síðan 6-mánuðum áður en fyrra forseta var steypt af stóli, sem hafi hafist með því að Rússl. hafi gert tilraun til þess að þvinga forseta Úkraínu til að afhenda sjálfstæði Úkraínu til Rússlands - - síðan er hann lét undan hótunum og refsiaðgerðum Rússl.; hafi réttlát reiði Úkraínumanna beinst að eigin forseta fyrir að selja landið til Rússlands í orðsins fyllstu merkiningu með því stórum hluta afnema sjálfstæði Þess. Er Íbúar landsins steyptu forsetanum - hafi þeir varið sjálfstæði þess. Refsing Pútín - hafi verið rán hans á Krím skaga, fölsuð kosningaúrslit þar, síðan að fá þjóðernissinnaða öfgamenn í A-Úkraínu til að rísa upp líklega gegn loforði Pútína að þeir mudu fá að stjórna héruðunum "með harðri hendi" ef þeir hlíddu hans fyrirmælum um tilhögun aðgerða.

Vesturlönd séu í engu atriði sek í þessu máli. Sektin sé 100% Pútíns, og eingöngu Pútíns.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2015 kl. 01:57

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ég held virkilega að NATO muni gera í málinu þ.e. ég nefndi - en þegar stríðið verður orðið að borgarastríði -ath- og farið að valda verulegu manntjóni "meðal úkraínsku þjóðarinnar" t.d. eftir að uppreisnarmenn verða búnir að drepa t.d. 10 eða 20þ. Úkraínumenn í Mariupol, og ætla að ráðast lenga fram til Suðurs valda enn stærra manntjóni ásamt flóttamannastraumi - -> mun endurtaka sig þ.s. gerðist í Bosníu-stríðinu; að almenningur í Evrópu og Bandar. mun krefjast aðgerða.

Þegar þær raddir verða nægilega háværar, koma þær.

En það muni því miður ekkert gerast fyrr en manntjónið verði orðið verulegt, þ.e. kannski hátt á annan tug þúsunda verða fallnir af úkraínskum almenningi, og raunverulega yfir milljón orðnir að flóttamönnum undan árás - vina Pútíns.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2015 kl. 02:02

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kaninn er hættur að hafa samúð með Evrópu, sem er skyljanlegt út af hversu mikil andúð er í Evrópu á Kananum og hversu heimskir Evrópubúar halda að Kaninn er, ekki mín orð heldur almennur hugsunarháttur Evrópubúa. Þarf ekki nema að lesa blöðin í Evrópu.

það sem hefur breitt hugsunarhætti Kanans er internetið, þó svo að Kaninn sé heimskur að áliti Evrópubúa, þá kunna þeir að fara á netið og þeir finna þessa andúð.

Evrópa, ekki að stóla á að Uncle Sam komi og bjargi málunum eins og gerðist in the ninteen forties.

Evrópa you are on your own, loksins, enjoy Putin eða múslima ríkisins, ég veit ekki hvort er verra.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 25.1.2015 kl. 03:54

8 identicon

Það eru stjórnvöld í Úkraínu sem hafa algjörlega staðið gegn Minsk friðarsamkomulaginu, og hafa verið í því að senda öll þessi stóru þungavopn og herlið yfir til Austurhlutans til þess eins þá að hefja hvert stríðið á fætur öðru, annað eru bara lygar og bull.

En hvað stóð í Minsk fyrirsamkomulaginu varðandi með að þetta fólk fengi að hafa kosningar og sjálfstjórnarsvæði, og af hverju fær þetta fólk ekki að vera í friði með sitt sjálfstjórnarsvæði eins og því var lofað skv. Minsk friðarsamkomulaginu (og/eða hérna Law on special status)


1. Provide for immediate and two-sided ceasefire.

2. Provide monitoring and verification from the side of OSCE of the ceasefire.

3. Conduct decentralization of power, including through approval of the Law of Ukraine “On temporary order of local self-government in certain districts of Donetsk and Luhansk regions” (Law on special status)

4. Provide permanent monitoring at the Ukrainian-Russian state border, and verification by OSCE, with creation of a safety zone in the areas adjacent to the border in Ukraine and Russian Federation.

5. Immediately free all hostages and illegally held persons.

6. Approve a law to prevent persecution and punishment of persons in relation to events that took place in certain districts of Donetsk and Luhansk regions of Ukraine.

7. Continue an inclusive national dialogue.

8. Take measures to improve the humanitarian situation in Donbas.

9. Conduct early local elections in accordance with the Law of Ukraine “On temporary order of local self-government in certain districts of Donetsk and Luhansk regions” (Law on special status).

10. Remove illegal military formations, military equipment and militants and mercenaries from the territory of Ukraine.

11. Approve a program for economic development of Donbas and renew the vital functions of the region.

12. Give guarantees of personal security for participants of consultations.(https://www.kyivpost.com/opinion/op-ed/osce-releases-the-12-point-protocol-agreements-reached-between-ukraine-russia-and-separatists-in-minsk-363816.html)

Það eru ekki til neinar sannanir fyrir því að Rússneskir hermenn hafa verið þarna, en hvað eru Bandarískir hermenn að gera þarna svona vopnaðir ("AMERICAN/WESTERN MERCENARY IN MARIUPOL REGION OF UKRAINE AFTER ROCKET ATTACKS" https://www.youtube.com/watch?v=CPa97gS0xHc )?

Sjá einnig " Witness in Kiev: "Armed foreigners with rioters in Kiev: 60 Americans, 40 Germans, Polish, Turkish" https://www.youtube.com/watch?v=NnHqE8ci9DY



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 12:13

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján, ég er alveg viss að kaninn kemur Evrópu til bjargar eina ferðina enn, jafnvel þó að einhver pyrringur hafi skapast, þá þrátt fyrir allt, þurfa Bandaríkin á Evrópu að halda og öfugt - - en þ.e. stórt kalt stríð framundan við Kína, eftir allt saman.

Mig grunar að Kína verði mun erfiðari andstæðingur en Sovétríkin voru.

Þessi pyrringur sem þú vísar til, er ég fremur viss um að litlu máli muni skipta, þegar kanar sjá þúsundir Evrópubúa eina ferðina enn - - falla á bardagavelli.

Þá muni þeir fljótt gleyma þeim pyrringi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2015 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband