21.1.2015 | 23:41
Stafar vaxandi ótti við fjölgun innflytjenda og múslima - - af rangri þekkingu um raunverulegan fjölda innflytjenda og múslima?
Þetta má kalla niðurstöðu áhugaverðrar könnunar: Perceptions are not reality: Things the world gets wrong. En ef það er svo, að almenningur í Evrópu stórfellt ofmetur fjölda múslima í þeirra löndum. Einnig stórfellt ofmetur fjölda innflytjenda.
Þá gæti mikið til sú hræðsla sem hefur verið áberandi í vaxandi mæli.
Verið á misskilningi byggð.
Hlutfall Múslima?
- Frakkar halda að hlutfall múslima sé 31%, en rétt hlutfall er 8%.
- Belgar halda að hlutfall múslima sé 29%, en rétt hlutfall er 6%.
- Bretar halda að hlutfall múslima sé 21%, en rétt hlutfall er 5%.
- Ítalir halda að hlutfall múslima sé 20%, en rétt hlutfall er 4%.
- Spánverjar halda að hlutfall múslima sé 16%, en rétt hlutfall er 2%.
- Þjóðverjar halda að hlutfall múslima sé 19%, en rétt hlutfall er 6%.
Innflytjendur?
- Ítalír halda að hlutfall innflytjenda sé 30%, en rétt tala er 7%.
- Belgar halda að hlutfall innflytjenda sé 29%, en rétt hlutfall er 10%.
- Frakkar halda að hlutfall innflytjenda sé 28%, en rétt hlutfall er 10%.
- Bretar halda að hlutfall innflytjenda sé 24%, en rétt hlutfall er 13%.
- Spánverjar halda að hlutfall innflytjenda sé 23%, en rétt hlutfall er 12%.
- Þjóðverjar halda að hlutfall innflytjenda sé 23%, en rétt hlutfall sé 13%.
Eins og sést á þessum tölum - - virðist almenningur verulega ofmeta samtímis hlutfall:
- Múslima af mannfjölda.
- Og innflytjenda af mannfjölda.
Miðað við þessar tölur - - gæti hræðslan við innflytjendur og "meinta múslimavæðingu Evrópu" verið stórum hluta "spuni" eða með öðrum orðum, ekki á rökum reistur.
Niðurstaða
Ipsos Mori var að almenningur var ekki einungis með ranghugmyndir um hlutfall innflytjenda og múslima, heldur um fjölmargar aðrar stærðir sbr. hlutfall fæðinga stúlkna undir lögaldri, hlutfall aldraðra innan samfélaganna, hlutfall kristinna í samfélögunum o.s.frv.
Með öðrum orðum - gætu viðhorf okkar að verulegu leiti verið byggð á röngum skilningi.
Ekki bara þegar kemur að "hræðslu við meina Íslamsvæðingu Evrópu."
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverðar tölur.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 09:40
Þessar tölur segja athygliverða sögu. Þó er ekki svo erfitt að skilja oft tíðum hvernig á misskilningunum og "marfölduninni" stendur.
Sjálfur hef ég verið innlytjandi i nokkrum löndum. Bæði einhleypur og með fjölskyldu.
En þó að ég sé innflytjandi, þá hafa börnin mín ekki verið það. Segjum nú að innflytjandi setjist að í hverfinu þínu, með konu sinni. Með þeim koma 4 börn þeirra, sem öll eru fædd í viðkomandi landi, bara í öðru hverfi, eða annari borg. Hvort heldur þú að fleiri myndu telja að þarna væru á ferðinni 2 innflytjendur, eða 6?
Síðan þegar kemur að múslimum, þá er það þeir sem stinga í stúf og skera sig úr , t.d. í klæðaburði sem vekjat athygli okkar og við tökum frekar eftir þeim.
Síðast en ekki síst er það svo fjölmiðlar sem spila sína rullu. Það væri þó líka fróðlegt að sjá hvort að mikill munur er á ágiskunum einstaklinga, eftir hvert hlutfallið er í þeirra "næsta nágrenni", því vissulega er mikill munur á hlutfalli t..d múlima og innflytjenda eftir svæðum í flestum löndum.
En enn og aftur sýnir þetta okkur að fræðsla og umræða er það sem dugir. En það hlýtur líka að klaga upp á stjórnmálamenn víða að sýna kjósendum sínum fram á hina raunverulegu stöðu og hve innflytjendur eru nauðsynlegir fyrir mörg svæði.
Hins vegar er t.d. líklega erfitt fyrir kjósendur að skilja að land þeirra vilji fleiri innflytjendur ef atvinnuleysi er mikið. Það má líka spyrja sig að því í hvaða kringumstæður er verið að bjóða innflytjendum ef sú er raunin?
G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 10:34
Svo má bæta því við að þegar "við" sjáum fólk sem er hálf-dökkt á litinn höldum við kannski að það sé múslimar, en gæti eins verið kristnir arabar, zóróaster-trúaðir persar, hindúar, síkhar, jainistar eða eitthvað allt annað - jafnvel trúleysingjar. Það sést nefnilega oftast ekki á fólki hvaða trúarskoðun það aðhyllist, nema það beinlínis gangi með kross um hálsinn eða kóraninn í hendinni.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 10:53
Það er líka það samhengi, að þegar er almenn óánægja í samfélaginu vegna útbreidds atvinnuleysis og einnig vegna þess að fólkið upplifir kjörin í hnignun; þá er eins og það sé opnara fyrir þeim er predika hræðslu við "minnihlutahópa" í samfélögunum - - en það virðist dæmigert sögulegt trend, að ofsóknir gegn minnihlutahópum verða einna helst á tímum efnahagslega hallæris í samfélögum.
Innflytjendahópar, geta einnig verið sérstaklega áberandi í stærri borgum, þeir setjist síður að í smærri bægjum eða sveitahéröðum; það gæti átt þátt í að skapa þá sýn að þeir séu fleiri en þeir eru.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.1.2015 kl. 12:09
Tölfræði er skemmtileg! Skv. athugun frá 2013 frömdu gyðingar 7% hryðjuverka í BNA, en múslímar 6%.
http://www.washingtonsblog.com/2013/05/muslims-only-carried-out-2-5-percent-of-terrorist-attacks-on-u-s-soil-between-1970-and-2012.html
Mannfallstölur eru samkvæmt sömu grein að um 10% þeirra sem drepnir eru í hryðjuverkum í BNA eru drepnir af múslímum. Árið 2013 voru þrír drepnir af múslímskum hryðjuverkamönnum í BNA, en fimm einstaklingar drepnir af ungabörnum (reyndar varla um hryðjuverk að ræða hjá þeim!)
Samkvæmt annarri grein eru 2% hryðjuverka í Evrópu síðastliðin 5 ár framin af múslímum.
http://www.thedailybeast.com/articles/2015/01/14/are-all-terrorists-muslims-it-s-not-even-close.html
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.1.2015 kl. 14:40
Brynjólfur
Það eru ekki til neinar sannanir fyrir því að Al-Queda hafi staðið fyrir árásunum á tvíburaturnana 11. september 2001, eða hvað þá hafi staðið fyrir öllum þessum hryðjuverkum þarna á washingtonsblog.com.
FBI says, it has “No hard evidence connecting Bin Laden to 9/11” http://www.informationclearinghouse.info/article13664.htm
Fyrir utan það þá eru 7 af hinum 19 ákærðu hryðjuverkamönnum 11. september 2001 ennþá á lífi í dag (http://whatreallyhappened.com/WRHARTICLES/hijackers.html), þú?
En það er rétt við eigum að kaupa þessa opinberu samsæriskenningu um Osama Bin Laden og hina 19 ákærðu hryðjuverkamennina, þar sem að þetta hryðjuverk undir Fölsku flagi virkaði svona líka fínt sem Pretext til að hefja stríðið gegn Afganistan.
Nú og lygarnar um gjöreyðingarvopn í Írak virkuðu líka fínt sem Pretext til hefja stríðið gegn Írak og allt til drepa fleiri Múslima.
Þá virkuðu allar þessar lygar um nauðganir í Líbýu líka fínt til hefja stríð gegn Líbýu, og til drepa fleiri Múslima.
Nú og lygarnar um gjöreyðingarvopn í Íran virkuðu hins vegar EKKI núna síðast (U.S. forced to admit in court how they framed Iran using false nuclear evidence https://www.intellihub.com/u-s-forced-admit-court-framed-iran-using-false-nuclear-evidence/ ), en það verður örugglega eitthvað reynt til að ráðast á Íran, og til að drepa fleiri Múslima, eða allt fyrir stríð ofan á frið fyrir hérna US, UK, NATO og fyrir stærra Zíonista Ísrael, eða skv. planinu er General Wastley Clark opinberaði okkur: https://www.youtube.com/watch?v=LAFHOHIiFZA
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 18:16
Þá virkuðu lygarnar (eða pretext -ið) EKKI heldur til að hefja stríð gegn Sýrlandi (sjá hérna Seymour Hersh Alleges Obama Administration Lied on Syria Gas Attack : http://news.yahoo.com/seymour-hersh-alleges-obama-administration-lied-syria-gas-204437397.html ), til að drepa fleiri Múslima, en ætli US, UK NATO og Ísrael hafi ekki núna fundið ráð við því með að styðja alla þessa uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum þarna í Sýrlandi.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 19:31
furðu nákvæmar tölur .. hvernig getur fólk haldið að tala innflytjenda sé t.a.m. 29%? eða 31%?
hvernig eru þessar tölur fundnar út, svona nákvæmt?
HOMO CONSUMUS, 23.1.2015 kl. 09:24
Það stendur væntanlega í gögnum þjóðskrár, eins og tölur um búsetu, trúfélag, hjúskaparstöðu, aldur og fleira. Þar er það meira að segja skráð með aukastöfum.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 09:33
það stendur ekki í þjóðskrám hvað fólk heldur að innflytjendur séu margir
HOMO CONSUMUS, 23.1.2015 kl. 10:08
er alls ekki að rengja tölurnar, bara furðu nákvæmar .. ,,ég giska á að íbúar Vestmannaeyja séu 4.120'' ;)
HOMO CONSUMUS, 23.1.2015 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning