Evrasíubandalag Pútíns getur verið í alvarlegum vanda

Las áhugaverða greiningu Financial Times, en þar er vakin athygli á nokkrum áhugaverðum þáttum sem ekki hafa farið hátt í fjölmiðlum: Dangers of isolation.

  • Vandinn virðist stafa af - - mótrefsiaðgerðum Pútíns gegn Vesturveldum.
  • Þann 1/1 2015, tók tollabandalag aðildarlanda Evrasíubandalagsins formlega til starfa.

Eða, þannig áttu hluti að ganga fyrir sig.

En deilur virðast hafa sprottið upp milli Rússlands og Hvít-Rússlands, og Kasakstan.

Þær virðast koma til vegna mótrefsiaðgerða Pútíns á Vesturveldi - nánar tiltekið, bann Pútíns við innflutningi Vestrænna vara til Rússlands.

  1. En bæði Hvít-Rússland, og Kasakstan - hafa neitað að taka þátt í þeim viðskiptabannsaðgerðum.
  2. Þannig að vestrænar vörur streyma mótstöðulaust inn í þau lönd, og frá og með 1/1 hefðu Vestrænar vörur því -vegna niðurfellingar landamæraeftirlits sem átti að ganga fyrir sig milli aðildarlanda Evrasíubandalagsins- streymt viðstöðulaust inn fyrir landamæri Rússlands, í gegnum Hvít-Rússland eða Kasakstan.
  3. Út af þessu, virðist að stjórnvöld Rússlands hafi fyrirskipað landamæraeftirlit við landamæri Rússlands við Hvít-Rússland og Kasakstan.
  4. Og þau virðast hafa svarað líku-líkt, þannig að landamæraeftirlit fer nú fram eins og að ekkert viðskiptasamstarf sé í gildi milli landanna.
  • Að auki hafa leiðtogar Hvít-Rússlands, og Kasakstan - þverneitað að taka afstöðu gegn Úkraínu, með öðrum orðum - neitað að taka afstöðu með Rússlandi í deilu Rússlands við Vesturveldi og stjórnvöld Úkraínu.

Ef þessu fram heldur, gæti Evrasíusamstarf það sem Pútín sá fyrir sem viðskiptabandalag Rússlands og nágrannalanda Rússlands - - fljótlega orðið að engu.

Höfum í huga, að deilan við Vesturveldi, spratt upp - - þegar Pútín gerði tilraun til þess að fá Úkraínu inn í Evrasíubandalagið - - > Beitti forseta Úkraínu þrýstingi, þ.e. efnahagslegum refsiaðgerðum - stig vaxandi, samtímis að hann bauð milljarða dollara í efnahagsaðstoð ef forseti Úkraínu mundi skrifa undir; og hætta þar með við þann samning sem hann hafði varið 7 árum í að semja um við ESB.

Nú gæti þessi deila Rússlands og Vesturvelda, sem Hvít-Rússland og Kasakstan, meginlönd Evrasíusamstarfsins fyrir utan Rússland - hafa neitað að taka þátt í, og einnig neitað að styðja málstað Rússlands í nokkru í þeirri deilu - - > Leitt til endaloka þess samstarfs.

Þar eð, ef Pútín lætur ekki undan, semur við Vesturveldi.

  1. Þá sé Rússland í hættu á að enda uppi frekar vinafátt, ef deilan heldur áfram.
  2. Eins og virðist, að Hvít-Rússland og Kasakstan halda sig við þá afstöðu, að neita að styðja Rússland í þeirri deilu, og því - neita að taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands gegn Vesturveldum.
  • Hluti af þessu er náttúrulega, að nærri 50% gengislækkun Rúbblunnar, kemur mjög við kauninn á Hvít-Rússlandi, sem hefur átt ca. helming allra utanríkisviðskipta við Rússland.
  • En þá er andvirði þeirra viðskipta allt í einu - - lækkað einnig um helming.
  • Þetta bitnar einnig á löndum, sem hafa treyst á fé sem fólk er vinnur í Rússlandi, sendir heim.
  • Þau laun eru þá einnig - - helmingi minna virði.

Önnur lönd eins og A-héröð Úkraínu, Moldavía, Armenía - sem einnig hafa mikil viðskipti við Rússland.

Munu örugglega einnig vera að finna fyrir því, að virði Rússlands viðskipta er allt í einu helmingi lægra, miðað við aðra gjaldmiðla.

Þetta t.d. þíðir það, að vægi Rússlands viðskipta er sennilega ekki lengur 50/50 móti öðrum viðskiptum Hvít-Rússlands, frekar 25/75.

Þá skilst af hverju - - Lukashenko forseti Hvít-Rússlands, vill alls ekki taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands við Vesturlönd.

 

Niðurstaða

Deilan við Vesturlönd gæti verið að leiða til þess, að sú uppbygging viðskiptaumhverfis fyrir Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að byggja upp í nokkur ár samfellt - - fari fljótlega út um þúfur.

Ef sú tilraun Rússlands að byggja upp viðskiptasamband við næstu lönd, hrynur.

Meðan að refsiaðgerðir Vesturvelda tryggja að Rússland fær ekki aðgang að alþjóðlegri fjármögnun.

Þá getur stefnt í umtalsverða efnahagslega einangrun Rússlands.

Og það gæti leitt til þess að kreppan umrædda sem hafin er í Rússlandi þetta ár, verði ekki til skamms tíma. Nema að Pútín gefist upp.

------------------

En gjaldeyrisstaða Rússlands er miklu mun verri en lítur út fljótt á litið: The only cure for what plagues Russia.

Anders Aslund - útskýrir að Rússland hafi í reynd einungis gjaldeyrissjóð upp á 202ma.USD. Ekki 400ma.USD eins og oft er sagt. Málið sé að einungis helmingurinn sé lausafé. Hitt sé bundið í eignum sem ekki séu auðleysanlegar:

"The official reserves include the two sovereign wealth funds, the National Wealth Fund ($82bn) and the Reserve Fund ($89bn), which are held by the finance ministry and spoken for."

Í ljósi þess að Seðlabanki Rússlands hefur lofað að tryggja greiðslur 120ma.USD á þessu ári í formi skulda ríkisfyrirtækja.

Í ljósi þess að svipað fé streymdi út úr Rússlandi á sl. ári, af völdum fjármagnsflótta. Og annað eins gæti streymt út á þessu ári, ef fjármagnsflótti er ekki stöðvaður t.d. með höft á streymi fjármagns úr landi.

Þá gæti Rússland staðið fyrir greiðsluþroti innan 2-ja ára. Í ljósi 600ma.USD heildar skulda rússn. ríkisfyrirtækja.

------------------

Ég sannast sagna sé ekki hvernig Rússland snýr sig út úr þessari klemmu nema á 2-mögulega vegu:

  1. Gefast upp fyrir Vesturveldum, láta undan helstu kröfum þeirra.
  2. Eða, gerast leppríki Kína. En fjármögnun frá Kína mundi án efa, fela það í sér. En undir kringumstæðum þeim sem Rússland er í. Mundi Kína örugglega ekki veita slíka fjármögnun nema gegnt því, að fá raunverulegt tangarhald á Rússlandi.

Í hvorugu tilvikinu er Rússland sjálfstætt stórveldi.

Ef Pútín leitast við að feta 3-leið, þá muni Rússland síga stöðugt dýpra inn í efnahagskreppu, lífskjör almennings dala ár frá ári.

Mér virðist Pútín hafa komið sér í næstum því algerlega -fyrir hann- óvinnandi stöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband