Sumir vilja meina að árásin á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París - sé fyrirboði þess sem koma skal

Árásin er áhugaverð af nokkrum ástæðum - fyrst töldu menn hana hafa verið þaulæfða. En við nánari skoðun, kemur í ljós að morðingjarnir fóru fyrst í húsavillt, þ.e. næsta hús við hlið. Þar drápu þeir engan - síðan fundu þeir rétt hús. En þá fóru þeir fyrst inn á ranga hæð, skrifstofur Charlie Hebdo eru víst á 2-hæð, ekki 3. En síðan áttuðu þeir sig og fundu rétta staðinn.

  • Þetta sýnir að þeir hafa ekki njósnað um skrifstofur Charlie Hebdo áður en þeir létu til skarar skríða.
  • Þeir a.m.k. kunnu vel að beita hríðskotaryfflum sínum, það virðist að þeir hafi fengið þjálfun í búðum "al-qaeda" í Sómalíu.
  • Með öðrm orðum, ekki úr hópi þeirra, sem hafa verið að berjast í Sýrlandi.

French Police Storm Hostage Sites, Killing Gunmen

Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur lögreglan endað þeirra terror feril, báðir vegnir.

  • Þ.e. að auki áhugavert, að þeir - - völdu úr fórnarlömb. Þeir skutu ekki af handahófi.
  • Og þeir skutu ekki konur - - einn þeirra tjáði þetta konu sem var að reyna að skríða í felur á vettvangi.
  1. Málið er að talið er að þeir sem hafa barist í Sýrlandi séu ekki líklegir að hegða sér alveg með sama hætti.
  2. Hegðan Kouachi bræðranna -sem myrtu fólkið á skrifstofum Charlie Hebdo- sé frekar "al-Qaeda" en "ISIS."
  3. ISIS liðar - - eru taldir líklegir til þess að hefja skothríð í miðjum mannfjölda, til þess að - drepa sem flesta, eða að sprengja sig í loft upp.
  4. Eitthvað um 1.100 manns í Frakklandi einu, hafa snúið til baka frá Sýrlandi.

Það að ISIS liðar séu líklegir til þess að kjósa að drepa fólk t.d. á fjölförnum stöðum.

Geti gert það að verkum, að erfitt verði að verjast slíkum árásum.

Þær geti farið fram - hvar sem er nánast, og hvenær sem er.

 

Sumir hafa lagt til að - þessu fólki sé bannað að snúa heim

Ég held það sé ekki eins einfalt og að segja það. En flestir þeir sem ánetjast "ISIS" virðast ungir að árum - - dæmigerður slíkur sé einstaklingur rétt innan við tvítugt. Þetta séu 2-kynslóðar innflytjendur upp til hópa. Ekki nýir innflytjendur.

  • Það þíði - fætt og uppalið t.d. í Frakklandi í þessu tilviki.
  • Punkturinn er sá, að þá hefur sá fullan ríkisborgararétt.
  • Ég sé ekki hvernig mögulegt er, að banna ríkisborgurum að snúa heim.

En hætta er ekki sönnuð, endilega. Þó viðkomandi viðurkenni að hafa barist með ISIS. En ISIS laðar ungt fólk að með "lygum" - það þarf ekki að vera, að þeir sem snúa heim, séu allir fylltir af eldmóði baráttunnar fyrir málstað "ISIS." Heldur eru líkur á, að hluti a.m.k. snúi heim eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum, hafa misst áhugann á frekari þátttöku.

Það geti verið fjandanum erfiðara að greina á milli - þess sem snúið hefur heim, og ekki verður hættulegur. Og þess sem snýr heim, og mun reynast vera það.

  1. Hafið í huga, að sérhver ríkisborgari getur leitað réttar síns fyrir dómstólum.
  2. Hvernig á að sanna að sá sem ekki hefur framið glæp í heimalandi, sé líklegur til þess?

Útkoman er augljóslega að þessi einstaklingar ganga lausir. Það er sennilega eftirlit með þeim, en ólíklegt að lögreglan fylgist með hverju þeirra fótmáli.

Þeim sem snúa heim - mun halda áfram að fjölga.

Það þarf ekki að vera að allir hafi tekið þátt í bardögum, fengið fulla herþjálfun. En a.m.k. hlutfall þeirra líklega gerði það. Og kann því sennilega a.m.k. eins vel að fara með vopn, og Kouachi bræðurnir.

 

Af hverju ætli að börn innflytjenda séu að laðast að ISIS?

Mig grunar að - atvinnuleysisvandi Evrópu geti spilað þar rullu. En atvinnuleysi ungmenna er enn verra vandamál - ef marka má tölur: Euro area unemployment rate at 11.5%

  • Belgía...........21,6
  • Búlgaría.........21,4
  • Tékkland.........15,6
  • Danmörk..........11,4
  • Þýskaland.........7,4
  • Írland...........21,8
  • Spánn............53,5
  • Frakkland........25,4
  • Ítalía...........43,9
  • Lettland.........15,5
  • Lúxembúrg........18,4
  • Malta............13,5
  • Holland...........9,7
  • Austurríki........9,4
  • Pólland..........23,2
  • Portúgal.........34,5
  • Slóvakía.........29,2
  • Svíþjóð..........23,0
  • Ísland............9,9
  1. Hafið í huga - að börn innflytjenda eiga yfirleitt erfiðar uppdráttar.
  2. Og sérstaklega virðist þetta eiga við börn "múslima."

Hafið í huga, fædd og uppalin. Tala því málið eins og aðrir innfæddir.

En múslimar mæta ofan við meðallag - tortryggni. Og eru síður en aðrir innflytjendur - ráðnir til starfa. Þó er atvinnuleysi meira meðal innflytjenda fjölskyldna almennt en meðaltal.

Fyrir innflytjenda börn af múslima ættum - - gæti atvinnuleysi verið umtalsvert hærra en meðal atvinnuleysi ungmenna.

Ef við horfum á Frakkland, þ.e. 1 - ungmenni af hverjum 4. Er án atvinnu skv. tölum EUROSTAT.

Þá getur vel verið að fyrir börn innflytjenda frá múslimalöndum, sé atvinnuleysi jafnvel eins slæmt og t.d. meðal atvinnuleysi ungmenna á Spáni.

  1. Það getur vel verið, að börn múslima - - upplyfi þetta sem samfélagslega höfnun.
  2. Og að reiði vegna þess, brjótist út í andsamfélagslegri hegðan. Þau upplifi sig sem ekki hluti af því. Snúist gegn samfélagi - sem þeim finnist hafa hafnað sér.
  3. Hluti af slíkri uppreisn, gæti verið einmitt - - að leita í trúaröfgar sem eru tilbrigði við trú gamla heimaland foreldra þeirra.

-----------------------

En þetta er þekkt vandamál - að mikið atvinnuleysi elur á öfgum.

Og einnig á fordómum.

 

Niðurstaða

Ég held að atvinnuleysi sé gjarnan verulega vanmetinn orsakaþáttur, þegar kemur að því að rekja orsakir öfga - hvort það eru trúaröfgar eða aðrar öfgar. En samfélög sem eru sæmilega vel stæð með lágum atvinnuleysis tölum. Eru oftast nær fremur friðsöm.

Á meðan að fátæk samfélög með miklu atvinnuleysi, eru gjarnan samfélög togstreitu og átaka milli hópa. Sérstaklega ef verulega mikill munur er á milli ríkra og fátækra. Þá elur sýn á misrétti vegna misskiptingar auðs, gjarnan á hatursfullu ástandi - - ef slík misskipting fer saman við mikið atvinnuleysi og mikla fátækt þeirra sem ekki hafa atvinnu.

Það á einmitt við um flest samfélög Mið-Austurlanda, að þau eru óréttlát - samtímis að hvort tveggja atvinnuleysi og fátækt er útbreitt vandamál.

Ég hef lengi stutt þær hugmyndir, að efnahags þróun Mið-Austurlanda, væri besta meðalið til lengri tíma litið, til þess að draga úr öfgum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Atvinnuleysið í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöld og í heimskreppunni miklu var frjór jarðvegur fyrir örvæntingarfullt fólk stórþjóðar sem hafði verið niðurlægð í Versalasamningunum. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2015 kl. 00:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mikið, mikið, mikið - rétt. Rússland er að mörgu leiti svipað, en þeir virðast að einhverju leiti upplifa tapaða stórvelda stöðu sem niðurlægjandi fyrir sína þjóð. Það gæti að einhverju verulegu leiti skýrt þeirra endurtekna pyrring, þegar nágranna þjóð þeirra velur frekar að nálgast þjóðirnar V-megin við þá. Og ef til vill að einhverju leiti skýrir það hve þeir virðast nú hallir undir þjóðernisfasisma. Það gæti verið megin hættan við núverandi refsiaðgerðir - að þær leiði Rússa dýpra inn í þjóðernisfasisma.

-------------------

Varðandi minnihlutahópa í Evrópu, sérstaklega múslima - þá var það einmitt Þýskaland 3-áratugarins er ég hafði í huga mér, er ég benti á það sem hugsanlegan skýringarþátt - atvinnuleysi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2015 kl. 03:07

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár Einar Björn, Ósköp er maður smeykur um að atvinnuleysis-draugurinn sem unga fólkið í suður-Evrópuríkjum EB eigi eftir að leiða til hreinnar upplausnar þar um slóðir, tölur yfir atvinnuleysi ungs fólks þar eru skuggalegar og ótrúlegt að ekki skuli vera tekið á þessu vandamáli áður en það leiðir til óviðráðanlegs ástands. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 14:39

4 identicon

Charlie Hebdo False Flag Story Goes Viral http://www.veteranstoday.com/2015/01/08/charlie-hebdo-viral/


"Planted ID card exposes Paris false flag" http://www.presstv.ir/Detail/2015/01/10/392426/Planted-ID-card-exposes-Paris-false-flag

"Another Mossad victim? Police Chief Helric Fredou, investigating Charlie Hebdo Commits Suicide or Murder Case?" http://www.medhajnews.com/article.php?id=NTM0MA%3D%3D

"Charlie Hebdo Shootings - Censored Video" https://www.youtube.com/watch?v=yJEvlKKm6og

"WTF! Police Commissioner of Charlie Hebdo Event Found Dead! " https://www.youtube.com/watch?v=RSkNTEVzQzw&feature=youtu.be

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 18:35

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Getur þá verið að stefna og stefnuleysi sem og yfirgangur, tillitsleysi og sýnsíki þeirra sem hafa það að atvinnu ráðskast með gæfu Evrópu þjóða, séu jafnvel óafvitandi hættulegri en þekkt hryðjuverkasamtök.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 10.1.2015 kl. 22:27

6 identicon

Hummm ...hafa það að atvinnu ráðskast með gæfu Evrópu þjóða..."????

Proof: Charlie Hebdo terrorist attack is fake PROPAGENDA (Video): https://www.youtube.com/watch?v=Yv0JAnk_gWg

Charlie Hebdo Hoax - NO BLOOD: https://www.youtube.com/watch?v=lfnGmT-UAms

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband