Málið er að aðildarlönd ESB neita að senda vopn til Úkraínu. Á sama tíma t.d. og þau eru að senda vopn til Kúrda í Sýrlandi og Írak. Meðan að Bandaríkin hafa einungis séð úkraínska hernum fyrir "létt vopnum" þ.e. ekki skriðdrekum né hervélum né fallbyssum.
Á sama tíma, er úkraínski herinn búinn úreltum tækjabúnaði, sem varð eftir á landi Úkraínu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur á sínum tíma. Og mjög sennilega verið lítt uppfærður tæknilega.
Á sama tíma, líta rússnesk vopn enn mjög svipað út og 1991, en munurinn liggur í því - að Rússar hafa varið umtalsverðum fjárhæðum í það að uppfæra sinn vopnabúnað tæknilega, þ.e. betri tölvur - betri miðunartæki - nýjar vélar o.s.frv.
Og ekki síst, Rússland hefur varið mun meira fjármagni í þjálfun hermanna, heldur en Úkraína.
- Verr vopnum búinn her.
- Og lakar þjálfaður.
- Ekki má gleyma, mun stærri her Rússlandsmegin.
Þ.e. full ástæða að ætla, að eftir nýlegar vopnasendingar frá Rússlandi - séu uppreisnarmenn í dag, með betri búnað. Og það má einnig vel vera, að þeirra þjálfun sé einnig betri - en það virðist að rússn. herinn reki þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna.
Biden promises to support Kiev but not with heavy weapons
Biden Assails Russian Intervention in Ukraine as Unacceptable
Samkvæmt fréttum, hafa 1000 manns fallið meðan - svokallað vopnahlé hefur staðið yfir
Vopnahléð svokallaða, virðist eingöngu hafa - minnkað bardagana að umfangi. En allan liðlangan tímann, hafa staðið yfir harðir bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna um flugvöll Donetsk borgar.
Miðað við fregnir um miklar vopnasendingar til A-Úkraínu frá Rússlandi.
Þá gæti stefnt í það að uppreisnarmenn, hefi aftur fulla sókn gegn stjórnarhernum. Þá með þann tilgang, að hrekja hann út úr Luhansk og Donetsk héruðum. Hið minnsta það.
Það er þó ótti uppi um það, að einnig verði sókn hafin til Suðurs - - þ.e. til Mariupol sem er hafnarborg á strönd Azovshafs, og síðan áfram hugsanlega alla leið til Odessa.
En án Odessa, mundi Úkraína verða nánast alveg lömuð efnahagslega.
En fréttir hafa borist af því, að flutningur á vistum til Krím-skaga. Hafi gengið brösulega, byrgðir af kolum og jafnvel mat - séu ekki miklar.
Það gæti verið freystandi því, að mynda landtengingu í gegnum Úkraínu við Krím-skaga.
- Það mundi þó líklega leiða til mjög mikils straums flóttamanna, því að meir en helmingur íbúa S-Úkraínu eru "ethnic" Úkraínumenn.
- Að auki væri ekki sérdeilis ósennilegt, að skærustríð gæti hafist gegn hugsanlegu "hernámsliði" af rússnesku bergi, hvort sem það væru uppreisnarmenn eða hermenn rússneska hersins.
- Punkturinn í þessu er - - að tregða NATO landa til að vopna úkraínska herinn.
- Að sjálfsögðu eykur líkurnar á þessari útkomu.
Því sú tegða getur sannfært uppreisnarmenn, og stjv. í Kreml - að óhætt sé að láta til skarar skríða að nýju.
Menn virðast hafa gleymt lærdómi "Kalda-stríðsins" sem var sá, að einbeitt mótstaða var lykillinn að því að forða stríði. Þveröfugt við þ.s. margir svokallaðir friðarsinnar halda.
En ef þú mætir þeim sem þú óttast að hafi hernaðarátök í huga, með mótleik sem eykur til muna áhættuna fyrir þann aðila af því að hefja átök - - þá eru góðar líkur á því að "íhugull" mótaðili ákveði að láta ekki til skarar skríða.
- Slíkur mótleikur væri einmitt sá, að vopna her stjórnvalda í Kíev, og það rækilega. Þá sé ekki hætta á því að - mótaðilinn láti til skarar skríða af fyrra bragði.
- Á sama tíma, mundi samningsstaða stjv. í Kíev í samn. v. uppreinsarmenn styrkjast, og hugsanlegt endanlegt samkomulag fyrir bragðið verða hagstæðara stjv. í Kíev.
Annars gætu þau staðið frammi fyrir "úrslitakostum fremur fljótlega" sem gætu falist í Því, að flytja her sinn út fyrir þau svæði sem "uppreisnarmenn" telja sig eiga.
Eða að stríð verði hafið - eftir að frestur sé liðinn.
Niðurstaða
Það sem einlægir friðarsinnar gjarnan skilja ekki. Er að styrkar varnir eru leiðin til að forða stríði - - að veikja þær, eykur líkur þvert á móti á stríði. Eftir því sem Rússar senda meir af vopnum til uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Og einnig þjálfar meir af þeirra liði. Því meir hallar á stjórnvöld í Kíev - - og nú þegar Biden hefur formlega hafnað því að senda her Úkraínu þungavopn.
Þá gæti verið stutt í það að móherjar stjv. í Kíev, telji sig nægilega sterka til þess að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum sem þeir telja sig eiga.
Mig grunar í ljósi neitunar NATO ríkja að vopna stjórnarherinn, að mun meiri líkur séu á því að uppreisnarmenn leggi til atlögu af fyrra bragði - en það verði stjórnarherinn. En mig grunar sterklega, að nú séu sveitir uppreisnarmanna líklega orðnar sterkari. Þær þurfa ekki að vera fjölmennari, heldur getur vel dugað samspil af betri vopnum og þjálfun.
Og hver segir, að miðað við veik viðbrögð Vesturvelda fram að þessu, að uppreisnarmenn komist hreinlega ekki upp með það, að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum - - þá mundi að auki vakna sú spurning; hversu langt þeir mundu sækja fram?
En sumir uppreisnarforingjar - hafa talað um það að svæðið alla leið til Odessa, ætti að tilheyra "Novo Rossia."
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !
Þér leiðist ekki Kaldastríðs þófið: Einar minn.
Þykistu svo ekki skilja - hvernig standi á tilvist mun öflugri Hers Rússa / en ýmissa nágranna þeirra - í Evrópu sem og Asíu ?
Lang stærsta ríkis Heimsálfanna 2ja / sitt hvoru megin Úral fjallanna.
Farðu svo - að rifja upp fyrir sjálfum þér / sem og öðrum: tilkomu Úkraínu deilunnar - sem spratt upp frá sameiginlegum undirróðri NATÓ og ESB: á sínum tíma.
Reyndu ekki - að telja sjálfum þér og okkur hinum trú um annað - síðuhafi góður.
Hvernig stóð á því t.d.: þegar Vesturlöndum tókst að espa Georgíumenn upp gegn Rússum Sumarið 2008 / að Rússar skyldu þá ekki nota tækifærið og innlima hana þá / í Sambandslýðveldi sitt ?
Þeir Pútin - höfðu einfaldlega ekki áhuga á því.
Og munum Einar Björn.
Rússum: líkt og Japönum o.fl./ fer fremur fækkandi: af náttúrulegum ástæðum / viðkoman er einfaldlega þverrandi.
Í ljósi þeirrar staðreyndar einnar mætti spyrja: hví ættu Rússar að hafa áhuga á frekari landvinningum héðan af:: í ljósi þeirrar einföldu staðreyndar ?
Þú átt til - ágæta spretti í ýmsum umfjöllunum mála Einar Björn - en lætur úrelta og gamalgróna Kalda stríðs óra fortíðarinnar glepja þér sýn verulega: í þessum efnum a.m.k.
Og - hvað segir okkur: að gleypa hráann / allan áróðurs vaðalinn frá Washington / Berlín og Brussel aukinheldur: Einar minn ?
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 02:26
Nei, ég hef mjög ólíkan skilning á því hvernig Úkraínudeilan varð til, kenni eingöngu Pútín um það - tel ekki Vestræn viðbrögð óeðlileg í ljósi þess hvernig ég lít á að Pútín hafi með hætti sem ég tel fullkomlega óréttmætan fært sig upp á skaftið, eftir að almenningur í N-Úkraínu steypti ríkisstjórn landsins og forseta - - eftir að Pútín hafði þvingað fyrri forsreta með hótunum um viðskiptaþvinganir síðan viðskiptaþvingunum og er það var ekki nóg hótunum um að gjaldfella lán og þar með gera stjórn forseta Úkraínu gjaldþrota - - > Sem hafi verið punkturinn er forseti Úkraínu gafst upp og sættist á að semja við Pútín um mun nánari samskipti við Rússland í stað mun nánari samskipta við ESB.
Ég skil ákaflega vel af hverju almenningur þá reis upp, í heilagri reiði gagnvart afskiptum rússn. stjv. að innanríkismálum Úkraínu. Þarna var nefnilega Pútín að gera tilraun til að - - stjórna því hvaða ákvörðun um framtíðarstefnu landsins í utanríkismálum mundi verða ofan á.
Minn kæri, ef erlent ríki hefði leitast við með sambærilegum hætti að stjórna okkar framtíð hér á Íslandi - - þá getur þú verið gersamlega viss um að mikil reiði alda hefði upp risið hérlendis. Og mig grunar að þú hefði sjálfur verið framarlega í fylkingu við það að krefjast afsagnar ríkisstjórnar, er væri að láta undan "augljósri þvingan erlendrar ríkisstj."
Þ.e. einmitt þ.s. gerðis, að almenningur reiddist þessum afskiptum, og þvingunum Pútíns á Úkraínu, og síðan undanlátssemi forsetans gagnvart hótunum Pútíns - - og sú reiðibylgja sem upp spratt er Pútín virtist hafa unnið og náð að breyta stefnu landsins um það grunn atriði í hvaða átt það mundi halla sér "viðskiptalega séð" að þá hófust þær gríðarlega fjölmennu mótmælaaðgerðir sem svo stóðu í 3-mánuði þar til forsetinn hrökklaðist frá.
Síðan var skipt um ríkisstjórn og forseti settur til bráðabirgða, fyrir nokkrum mánuðum var síðan nýr forseti kjörinn, ekki löngu síðan var kosið til þings - - og skv. þeirri niðurstöðu fengu flokkar núverandi forseta og forsætisráðherra hinsvegar mest fylgi - - > Sem er ég kalla mælingu á fylgi almenning í Úkraínu við byltinguna, með öðrum orðum að enginn vafi sé á því að þ.s. gerðist var fyrirbærið bylting ekki einhver valdataka eins og rússn. áróður heldur fram.
Síðan þessi furðulega ákvörðun að ganga skrefinu lengra, að leitast við að veikja Úkraínu með því að - - styðja öfgahóp þjóðernissinna í A-Úkraínu að hefja uppreisn, styðja þá uppreisn áfram með vopnum og með hermönnum liðssveita rússn. hersins að einhverjum hluta.
Og ekki síst, sú aðgerð er rússn. hersveitir án einkennisklæða hertóku Krím-skaga, síðan var haldin atkvæðagreiðsla með afskaplega niðurstöðu sem einfaldlega ekki gengur upp tölfræðilega - þegar einungis mili 50-60% íbúa þar voru rússn. er kosningin fór fram. Þá get ég ekki séð hvernig þ.e. hægt að fá 90% stuðning með 81% þátttöku er vitað er að meginþorri 40% íbúanna var ekki hlynntur yfirtökunni. Augljóst fölsuð úrslit með öðrum orðum. Síðan er það auðvitað ólögleg aðgerð að færa landshluta frá einum landamærunum yfir til þeirra næsttu - með valdi.
Sá aðili það land sem virðist græða - - > Er Kína, en Rússland hefur nú undirritað 2-sölusamninga um framtíðar sölu á gasi á mjög hagstæðu verði til Kína. Það finnst mér ákaflega athyglisvert.
Að Kína í kjölfar þess að Rússland virðist halla sér að Kína, sé að fá mjög hagstæð kjör á gasi frá Rússlandi - þ.e. óhagstæð fyrir Rússland.
Af hverju eru stjv.í Moskvu að "ofurselja Rússland Kína"?
Ég er farinn að velta því fyrir mér hvort að Pútín og liðið næst honum, sé farið að taka fé frá kínv. stjv. til að færa Kína auðlyndir Rússlands á silfurfari nk. ár.
En Kína er mjög hungrað í auðlyndir hafandi í huga að Rússland á enn nóg af þeim, þá getur það alveg borgað sig fyrir Kína að borga segjum 20-ma. dollara af mútum til æðstu stjórnarmanna Rússlands.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.11.2014 kl. 12:56
Sæll á ný - Einar Björn !
Mér sýnist - sem Himnar og Höf skilji að: sjónarmið okkar / í málefnum austanverðrar Evrópu - svo og Asíu: sem víðar.
Ég hefi a.m.k. - komið á framfæri mínum skilningi á málunum þar eystra / þó þér verði vart mikið hnikað úr þessu: Einar minn.
Aukinheldur - horfir þú gjörsamlega yfir árásarstefnu og valdabrölt Vesturlanda í hinum ýmsu Heimshlutum: undanfarin ár og áratugi Einar Björn: þegar Rússar auk fjölda annarra hafa kosið / að halda sig til hlés.
Hvorugan okkar - getur ekki með nokkru móti séð fyrir um / hvernig samskipti Rússlands og Kína munu þróast t.d.
Vonandi þó - á hinn bezta máta / ætla ég.
Hér innanlands - er nú stjórnarfarið orðið svo gegnum rotið og úr sér gengið Einar minn / að telja mætti fagnaðarefni okkur öllum - fengjust einhver útlanda (Tonga eyjar og Grænland meðtalin): til þess að aumka sig yfir hrörnunina hérlendu.
Allir aðrir kostir (utan ESB: að sjálfsögðu) - ættu að geta komið hér til greina.
Meira að segja Leiksólabörnum (innlendum) - væri betur treystandi til stýringar málefna hér innanlands - en þessu Froðu fólki / sem á að heita að vera stjórnendur hér þessi misserin (og oftast áður: reyndar) Einar Björn.
Svo GEGNUMROTIÐ og fúið - er íslenzkt samfélag: í dag.
Án gamans - síðuhafi góður.
Með sömu kveðjum - sem þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 13:48
Ég er algerlega viss um það að samband Rússlands og Kína mun ekki enda vel fyrir Rússland og rússneska menningu. Ég tel hættan sé slík, að bæði rússn. ríkið og rússn. menning geti beðið af því skipbrot.
Rússland hefur auðvitað rétt til þess að fremja sjálfsmorð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2014 kl. 03:04
Sæll - sem jafnan og fyrri: Einar Björn !
Þakka þér fyrir - fræðilegar og að mörgu leyti: skynsamlegar - og að ýmsu leyti af varkárni fram settar ályktanir þínar en ....... við skulum sjá til: til hversu þeim Rússum mun takast til - í framtíðar samskiptunum við skáfrændur mína / austur í Kína.
Vitaskuld - er ég að sumu leyti tortrygginn í garð Kínverja / ekki hvað sízt í ljósi óboðlegs og óþarfa yfirgangs þeirra í garð : Japana / Víetnama / Kóreumanna o.fl.varðandi ýmsar þær eyjar og sker - sem mörg hver eru óvéfengjanlega og landfræðilega á Hafssvæðum áður nefndra þjóða.
En - ég segi stundum: eins og hugsuðurinn / fræðaþulurinn og frændi minn - Símon Sigurðsson á Selfossi við ákveðin tilefni:: reyna má.
Auðvitað verða Rússar - líkt Japönum og fleirrum: sem fækkandi fer / eins og ég gat um hér ofar á síðu þinni:: að gæta vel hagsmuna sinna - ekki bara gagnvart Kínverjum / heldur auk fjölda annarra nágranna: ekki síður Þýzku frekjuhundanna og vina þeirra í vestri - Einar minn.
Ekki lakari kveðjur - en þær fyrri og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning