Eiga íslenskir ráðherrar að bera pólitíska ábyrgð á gerðum aðstoðarmanna?

Nú liggur fyrir það sem líklega verða lok svokallaðs "lekamáls" í kjölfar dóms yfir, Gísla Frey Valdórssyni, fékk hann 8 mánuði skilorðsbundna, eftir að hann játaði á sig sök fyrir dómi og baðst afsökunar á að hafa brotið Stjórnsýslulög með því að leka tilteknum gögnum í fjölmiðla, sem viðkoma mál Tony Omos. Skv. frásögn hans hafði Hanna Birna enga vitneskju um brot hans, Hanna Birna enn sem fyrr þverneitar nokkurri vitneskju um lekann fræga. Miðað við játningu Gísla Freys - þá segist hann einn bera fulla sök á máli.

  • Skv. þessu eru engar lagaforsendur fyrir því að krefjast afsagnar Hönnu Birnu.
  • En skv. lögum, þarf ráðherra sjálfur að hafa gerst brotlegur, t.d. ef ráðherra átti hlut að máli.

 

Spurningin um pólitíska ábyrgð

Spurninging um "pólitíska ábyrgð" er þó önnur. Í Bretlandi virðist gilda sú regla að ráðherra beri ábyrgð á embættisverkum sinna starfsmanna - þar með talið, þeirra mistökum.

Þegar rifist er um "ábyrgð" ráðherra, er gjarnan verið að blanda inn í umræðuna - spurningunni um pólitíska ábyrgð.

En ef viðhöfð væri sú regla á Íslandi, að ráðherra væri pólitískt ábyrgur á starfsmönnum ráðuneytis - - þá mundi sjálfvirkt koma upp spurning um hugsanlega afsögn ráðherra. Ef alvarleg afglöp verða af hálfu ráðuneytis þess sem sá ráðherra er ráðherra yfir.

Það má alveg velta því fyrir sér, hvort að ráðherra á ekki a.m.k. að bera pólitíska ábyrgð á sínum nánustu ráðgjöfum - - þ.e. pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum, eins og Gísla Frey.

Hið minnsta er það svo, að vart er unnt að hafa þann hóp sem ráðherra mundi bera pólitíska ábyrgð á, smærri - - en nánustu ráðgjafa og pólitískt ráðna aðstoðarmenn ráðherra.

Sennilega hefur þó aldrei verið komið á fót því prinsippi á Íslandi, að ráðherrar séu pólitískt ábyrgir þegar undirmenn gera mistök, en ef sú regla væri fyrir hendi - - > Þá er svarið ljóst. Hanna Birna ætti mjög sennilega að víkja.

 

Mér hefur gjarnan fundist farið offari með pólitíska ábyrgð í sumum öðrum löndum

Sérstaklega verið áberandi í Bretlandi. Þar sem eru tilvik þess að ráðherra víki vegna atviks er varð innan ráðuneytisins, á ábyrgð starfsmanna. Sem engar líkur eru um að ráðherra hafi verið um kunnugt. Gjarnan einnig svo, að afar ólíklegt hafi verið að ráðherra hafi nokkru sinni hitt viðkomandi, eða vitað af honum. Meira að segja dæmi þess að ráðherra hafi einungis setið í embætti nokkra mánuði.

Það sem virðist gjarnan ráða niðurstöðu í Bretlandi, eru vinsældir viðkomandi ráðherra. Eða með öðrum orðum, hve öflugt er hans pólitíska bakland. Síðan að nokkru, hve óvinsæl ríkisstjórnin er orðin.

Þetta sé alltaf pólitískt reikningsdæmi forsætisráðherra.

Þannig beiting upplifi ég sem - - > Öfgarnar í hina áttina. 

Ef ákveðið verður að viðhafa "prinsippið" pólitíska ábyrgð ráðherra, þá mundi ég ekki styðja að farið væri með sambærilegum hætti með pólitíska ábyrgð ráðherra og gert er í Bretlandi, þ.s. prinsippið um "algera pólitíska ábyrgð ráðherra."

 

Ef menn velta upp hvaða gagn pólitísk ábyrgð getur gert

Þá mundi það ef til vill leiða til þess, að ráðherrar verða vandvirkari í ráðningum pólitískra aðstoðarmanna - þegar þeirra mistök geta komið ráðherra sjálfum í koll. Að auki til þess, að ráðherra fylgist betur með gerðum hinna pólitískt ráðnu aðstoðarmanna, hefi betri gætur á því hvernig þeir leysa sín verkefni af hendi o.s.frv.

Sem alveg hugsanlega væri jákvætt.

Ráðherra -þannig séð- ætti a.m.k. að vera fær um að hafa nána yfirumsjón með sínum allra nánstu samstarfsmönnum.

Kannski mundi það gera hópinn í kringum ráðherra, meira að teimi.

 

Niðurstaða

Lagaformlega virðist ekki unnt að krefjast afsagnar Hönnu Birnu. Þar sem dómsniðurstaða virðist með engum beinum hætti tengja Hönnu Birnu við málið. Gísli Freyr í sinni játningu tók af allan vafa um, að hún hafi ekki haft vitneskju um lekann fræga. Svo það er því ekkert því til fyrirstöðu að Hanna Birna sitji út kjörtímabilið - eins og hún hefur skv. fréttum talað um.

Prinsippið um "pólitíska ábyrgð" virðist ekki gilda á Íslandi.

Það má alveg ræða það, hvort að eigi að taka það upp.

Ef fólk hefur skoðanir á því atriði - má það alveg tjá þær!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Almenningur hefur alltaf loka-orðið í svona málum í alþingiskosningum.

Hvaða skipstjóra & áhöfn myndir þú treysta til að sigla með; inn í framtíðina?

Jón Þórhallsson, 13.11.2014 kl. 15:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En hvaða reglu á þá að viðhafa um pólitíska ábyrgð?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2014 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband