11.11.2014 | 01:47
Nicolas Sarkozy virðist staðráðinn í að eiga endurkomu í franska pólitík, en það má vart á milli sjá hvor er óvinsælli hann eða Hollande
Ég nefnt það áður, að ég sjái ekki fyrir mér neitt sem geti aukið meir líkur á kjöri Marine Le Pen formanns Front Nationale heldur en að hennar mótherjar verði þeir Sarkozy og Hollande:
Nicolas Sarkozy Aims for a Quick-Fire Political Comeback in France
Alleged Sarkozy plot rocks French political establishment
En það má vart á milli sjá að því er virðist - hvor er óvinsælli, en skv. skoðanakönnunum virðist nærri 60% Frakka vera andvígir endurkomu Sarkozy í franska pólitík.
Hollande virðist njóta stuðnings nærri 30%. Það að nærri 60% Frakka segjast andvígir endurkomu Sarkozy, þíðir ekki endilega að hann njóti hugsanlega stuðning 40%.
- Það mundi ekki koma mér sérdeilis á óvart, að ef framkv. væri skoðanakönnun.
- Þá mundi Marine Le Pen raðast ofan við þá báða, þessa stundina.
Á hinn bóginn er nokkur tími til stefnu fram að kosningum 2017. Sarkozy hefur a.m.k. 2-heil ár til stefnu, til þess að undirbúa jarðveginn fyrir sitt framboð til kosninga.
Meðan að þetta er sá tími sem Hollande hefur til stefnu, til að sýna fram á árangur - til þess að skapa einhverja möguleika fyrir sitt eigið framboð.
En eins og mál standa í dag - - gæti það vel farið svo, að Hollande mundi ekki ná inn í 2-umferð kosninga. En eins og flestir ættu að vita, er alltaf kosið aftur milli 2-ja efstu.
Þá má auðvitað reikna með því, að öll franska hefðbundna pólit. elítan þjappi sig um þann frambjóðanda sem verði mótherji - Marine Le Pen. Burtséð frá því hvort það verður Hollande eða Sarkozy.
Tvennt sem mælir gegn Sarkozy augljóslega - fyrir utan aðra þætti:
- Hann tapaði fyrir Hollande.
- Enginn fyrrum forseti hefur komið fram að nýju og aftur orðið forseti.
Umræðan um mál tengd rannsóknum á tengslum Sarkozy við hugsanleg spillingarmál, hefur verið ákaflega lífleg - ef marka má fréttir. Undanfarna daga hafi t.d. gosið upp fjölmiðlafár út af fundi sem François Fillon -andstæðingur Sakozy innan UMP flokks franskra hægri manna- og Jean-Pierre Jouyet, sem mætti kalla nánasta ráðgjafa Hollande - - áttu á veitingastað.
Skv. blaðamönnum Le Monde átti François Fillon að hafa hvatt Jean-Pierre Jouyet til þess að sjá til þess að aukinn kraftur væri settur í "óháða" dómsrannsókn í gangi á forsetatíð Sarkozy.
Þetta er auðvitað skandall sem litlu máli mun skipta eftir því sem hjá líður.
En virðist a.m.k. þó vera vatn á myllu ásakana, FN, að stærstu flokkarnir tveir - - hafi víðtækt samráð um mörg mál; að lítill munur sé i reynd á flokkunum tveim.
Niðurstaða
Fyrir áhugamenn um evru - þá gæti það verið spennandi að veita Frakklandi athygli. En ef þ.e. hætta til staðar fyrir evruna. Þá væntanlega liggur hún í óþoli kjósenda með stöðu mála. En eitt virðist undirstrikað á þessu ári - að ekki sé nein von til þess að nægilega hraður hagvöxtur verði á evrusvæði til þess að minnka að ráði atvinnuleysi í löndum eins og Frakklandi eða Ítalíu eða Spáni.
Marine Le Pen hefur ekki farið í launkofa með að hún vill endurreisa Frankann. Á Ítalíu hefur Matteo Renzy umtalsvert fylgi - þessa stundina. En ef ríkisstjórn hans nær ekki að skila árangri sem eitthvað um munar. Gætu kjósendur á Ítalíu aftur sveiflast til jaðarflokks Peppe Grillo.
Hættan fyrir evruna liggur þá í atvinnuleysinu - - hve lítil von virðist til þess að það minnki að verulegu ráði í bráð. Að örvæntingafullir kjósendur, velji þá flokka í hinum pólitíska jaðri. Í von til þess að þeir hristi upp í ástandinu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning