29.10.2014 | 01:27
Afstaða Tyrklands til "Islamic State" hefur verið áhugaverð - í fullri kaldhæðni virðist sú stefna vera að auka líkur á sjálfstæðu Kúrdistan
Tyrkland hefur neitað að styðja "IS" - - en hegðun Tyrklands er ákaflega merkileg a.m.k. Sem hefur gefið slíkum ásökunum -einhvern trúverðugleika- hið minnsta. Það er nefnilega ákaflega áhugavert, að á sama tíma og landamærin nærri svæði Kúrda innan Sýrlands eru lokuð, þá eru þau "galopin" gagnvart því svæði innan Sýrlands þar sem "IS" ræður ríkjum. Umferð yfir landamærin - - virðist óhindruð.
Sjá Der Spiegel: As the World Watches, Turkey Looks Away
Síðan er Spiegel með ákaflega áhugavert viðtal við "fylgismann IS" sem hefur það hlutverk, að safna sem flestum sem áhugasamir eru um að berjast fyrir "IS:" 'Democracy Is For Infidels'
Takið eftir - viðtalið er tekið í Tyrklandi, og þessi maður virðist geta stundað sína starfsemi, lítt áreittur - þó svo að virðist að fylgst sé með honum af yfirvöldum.
- Hafið í huga starfa hans að safna áhangendum, öll hans svör eru óhjákvæmilega ætluð að þjóna sem form af áróðri - - takið t.d. eftir því, hvernig hann gersamlega sópar teppi yfir 1.000 ár af styrjöldum milli Evrópubúa og Múslimaríkja.
- Kýs einungis að muna eftir tímabilinu eftir að 20. öldin er hafin. En þú getur einungis búið til þá sögu um Múslima sem fórnarlömb, ef þú skoðar söguna í gegnum ákaflega þröng gleraugu.
Síðan er áhugavert, að hann segir að Múslimaríki fortíðar hafi verið "spillt" séu því ekki fyrirmynd. Skv. því sem þarna kemur fram, þá horfir "IS" eingöngu á afar stutt tímabil, þegar Muhameð spámaður stjórnaði sjálfur.
Með öðrum orðum, hafnar "Islamic State" öllum fordæmum Múslimaríkja fortíðar, vill meina að eingöngu fordæmi frá fyrsta ríki Múslima undir Múhameð sjálfum, sé þess vert að fylgja.
- Þetta er ef til vill, hvernig "Islamic State" fer að því, að lýsa yfir - - stríði við alla trúarhópa.
- En einnig Múslima sem ekki fylgja trúnni eins og "IS" skilgreinir hana.
Eins og ég hef sagt áður - - ég fæ ekki betur séð, en að "IS" sé að gera tilraun til þess, að búa alveg til nýja "sértrú" af meiði Íslam.
En verulega í mikilvægum atriðum, ólíkt því - Íslam sem hefur verið praktíserað sl. 1.000 ár eða svo.
- Það sem er sérstaklega merkilegt við hegðan Tyrklands.
- Er að "IS" er fjandsamlegt fullkomlega Tyrklandi, óhjákvæmilega skv. þeirra eigin stefnu.
En "IS" segist vilja afmá öll ríki.
Tyrkneskur fræðimaður telur að stjórnvöld í Ankara, láti það villa sér um sýn, að "IS" sé að berjast við alla helstu skilgreinda óvini stjórnvalda í Ankara
Assad's warnings start to ring true in Turkey
Behlul Ozkan, a political scientist at Istanbuls Marmara University - "When the Arab Spring started, Davutoglu (prime minister) saw it as an opportunity for his imperial fantasy of establishing the Ikhwan (Muslim Brotherhood) belt from Tunisia to Gaza." - "They are obsessed with destroying the Assad regime. They see IS as an opportunity for Turkey since it is fighting its enemies on three fronts: against Baghdads Shiite-dominated leadership, against Assad, and the PYD, which is an affiliate of the PKK.
"Soli Ozel, a prominent academic and commentator, said the Erdogan government's initial expectation was that the Muslim Brotherhood would come to power in Syria." - "Turkish officials believed a year and a half ago they could control the jihadis but they played with fire. This was a policy of sectarianism and they got into something ... they couldnt control, and that is why we are here."
- Orð próf. Behlul Ozkan treysti ég mér ekki til að leiða hjá mér - en þau virðast í samræmi við þann veruleika sem við okkur blasir.
Tyrkland virðist lítt eða ekki hindra "IS" í því að afla sér "hermanna" innan Tyrklands sjálfs.
Og enn virðist "sbr galopin landamæri" Vesturlandabúar geta streymt óhindrað í gegnum Tyrkland, til Sýrlands - svo þeir geti barist fyrir "IS."
"Kurdish refugees from Kobani watch as thick smoke covers the Syrian town of Kobani during fighting between Islamic State and Kurdish Peshmerga forces, as seen from the Mursitpinar crossing on the Turkish-Syrian border in Sanliurfa province October October 26, 2014."
Þetta ástand er að sjálfsögðu að skapa mjög áhugavert ástand fyrir það sem verið hefur fram að þessu, bandalag Vesturlanda við Tyrkland
Iraqi peshmerga fighters head for Syria to fight Islamic State
Pesh Merga Forces Join Fight Against ISIS for Kobani
Iraqi peshmerga fighters set to join fight against Isis in Kobani
Ég fæ ekki betur séð, en að Erdogan og forsætisráðherra hans, Davutoglu, séu á góðri leið með að stuðla að myndun - ríkis Kúrda. En afstaða Tyrklands - - hefur leitt til þess. Að Vesturlönd eru að "taka Kúrda upp á sína arma." Þau eru meira að segja farin að aðstoða samtök sýrlenskra Kúrda, sem eru afsprengi Verkamannaflokks Kúrda eða "PKK." Samtök Kúrda innan Sýrlands - - "Democratic Union Party (PYD)" hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök bæði í Bandar. og Evrópu.
En nú hefur þeim skilgreiningum verið sópað undir teppið - - bærinn "Kobani" baráttan um hann er orðið að svakalegu sameiningartákni fyrir Kúrda - - en einnig að ákveðnum miðpunkti fyrir andstöðuna við "IS."
Áhugavert, að pressan leiðir hjá sér, að "IS" er í sókn á sama tíma --- gegn stjórnvöldum í Bagdad. Og er að vegna nokkuð vel, orrusta stendur um mikilvægan bæ í Írak á sama tíma.
Við eiginlega blasir, að Vesturlönd hafa engan betri bandamann á svæðinu, sem sé líklegri til að vilja berjast af hörku við "IS" - - heldur en Kúrda.
Þetta er auðvitað gríðarlega skammsýnt af stjv. í Tyrklandi, því að einungis sé spurning um tíma, hvenær "IS" muni snúast gegn stjórnvöldum Tyrklands sjálfum.
Ekki bara það, þau eru að magna deilur milli hópa í Tyrklandi sjálfu, skapa möguleika á nýju tímabili átaka innan Tyrklands sjálfs.
Niðurstaða
Ég á dálítið erfitt með að sjá hvað Tyrkland getur grætt á því að vera "hugsanlega" að kóa undir með "IS." Það sem margir eru að túlka sem stuðning stjv. í Ankara við "IS." Atferli sem er orðið virkilega erfitt að leiða hjá sér. Nánast eins og að milli stjv. í Ankara og "IS" sé - - óformlegt samkomulag. Sem gæti verið á þá leið, að stjv. í Ankara "halda landamærunum opnum" - "heimila IS nokkurn veginn óhindrað að afla sér nýrra stríðsmanna í gegnum Tyrkland" - "Tyrkland í engu taki þátt í árásum eða átökum við IS" - - á móti, þá "geri IS engar árásir innan Tyrklands" - "ráðist ekki á tyrkneska sendimenn eða borgara Tyrklands."
Á hinn bóginn taka stjv. Tyrklands þá áhættu, að "IS" verði öflugt innan Tyrklands sjálfs, jafnvel hugsanlega ógn við tyrkneska ríkið. Það sé enginn vafi á að "IS" muni ráðast gegn stjv. Tyrklands ef "IS" nær að verða það öflugt. Að "IS" telji sig ekki lengur þurfa á "hlutleysi Tyrklands að halda."
Ekki síst, stjv. Tyrklands taka þá áhættu, að upp úr bandalagi þeirra við Vesturlönd flosni.
Má ekki gleyma því, að stefna Tyrklands gagnvart "IS" er að skapa gríðarlega reiði meðal tyrkneskra Kúrda, sem eru eftir allt saman um 20% íbúa Tyrklands.
Tyrkland gæti staðið á endanum frammi fyrir fullkomnum stormi - - þ.e. nýju skærustríði innan Tyrklands. Ásamt því að þurfa að glíma við hryðjuverk "IS", þurfa að glíma við útbreiddan stuðning við "IS" innan Tyrklands sjálfs. Ríki Kúrda gæti orðið að veruleika. Fyrir utan að Tyrkland gæti glatað stuðningi Vesturvelda, sem það lengi hefur haft.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helsta ógnin við tyrki virðist stafa af því að ISIS eru ekki nógu öflugir til að berja Kúrdana niður.
Þeir ættu að vera það - þeir eru það á pappírunum. Þeir eru enn með 3X + fleiri menn undir vopnum. Og liðið sem þeir eru að berjast við er 60% og yfir óbreyttir borgarar.
Tyrkir eru í svolítið vondum málum til lengri tíma.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.10.2014 kl. 16:52
Ég sá að þú hafðir tjáð þig um þessa frétt: „Við viljum koma heilir heim“
Skv. ummælum ónefnds lögreglumann, þá virðist lögreglan vopnaðri en fólk hefur gert sér grein fyrir, ef orð lögreglumannsins eru rétt - að þegar sé á öllum lögreglustöðvum varðveitt vopn. Að hann hafi farið í 5-útköll þ.s. þeir félagarnir mættu vopnaðir og í vestum. Sem þá segir að á stöðinni hans, sé allur sá búnaður til staðar - kannski þar með einnig á stöðvum vítt um landið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.10.2014 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning