Verulegur fjármagnsflótti frá nýmarkaðslöndum

Skv. frétt FT þá varð verulegur fjármagnsflótti frá Nýmarkaðslöndum í október - - áætlað að ca. 9ma.UDS hafi lagt á flótta þaðan. Talið að þetta standi í samhengi við óróleikann sem varð á vestrænum mörkuðum í sama mánuði. Sá óróleiki er rakinn til slæmra efnahagstíðinda, vísbendinga þess að Evrópa verði í mjög hægum vexti - sambærilegur við svokallaða japanska stöðnun á 10. áratugnum. Meðan að verulega hefur hægt á í Kína, þó vöxtur þar sé strangt til ekki "lítill" þá hefur vöxtur þar mjög greinilega minnkað verulega frá því sem áður var. Og nú eru menn farnir að hallast að því, að þetta sé sennilega - - varanleg breyting á Kína. Það land sé að nálgast þann punkt, að það svissi yfir á hægari vöxt.

Menn sjá ekki - - hvaða annað land. Sé líklegt að halda uppi þeim vexti, sem vonast var eftir.

Global turbulence triggers flight from EM equities

Myndin er smávegis óskýr - - enda í verulegri stækkun http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/em_countries.jpg

  1. Þrátt fyrir þetta, virðist ekki a.m.k. enn - - að menn óttist kreppu.
  2. Heldur sé það sem hafi gerst, að væntingar um framtíðar vöxt í heiminum - - hafi verið endurskoðaðar niður.
  3. Sem þíði, að aðilar þar með hafi endurskoðað væntingar sínar um - - framtíðar hagnað á fjárfestingum.
  4. Sem þíði, að menn meta fyrirtæki -í þessu tilviki í nýmarkaðslöndum- minna verðmæt.  

Þá taka margir sig til, og selja þau bréf sem þeir áttu - - síðan ef þeir meta að betri hagnað sé að fá fyrir það fjármagn sem bundið var í þeim bréfum annars staðar. Þá færa þeir þá peninga þangað, þar sem þeir telja þá peninga betur komna.

Það virðist að mikið til hafi þetta fé leitað til Bandaríkjanna.

Af hverju menn selja eignir í Nýmarkaðslöndum, er þá sennilega vegna þess - að þau eru háð mörkuðum í þeim löndum sem, lengra eru komin í iðnvæðingu og iðnþróun. 

Þannig, að ef menn meta það svo, að framtíðar hagvöxtur í "iðnvæddum löndum" sé lakari en þeir áður höfðu væntingar um - - þá bitnar það á væntingum þeirra einnig um hagvöxt í Nýmarkaðslöndum, þar með um framtíðar hagnað fyrirtækja í þeim löndum.

En vomir yfir spurningin um hugsanlega kreppu í Nýmarkaðslöndum. En einkaaðilar í mörgum þeirra, virðast hafa notfært sér að lánsfé í Dollurum og Evrum var sérdeilis hagstætt árin eftir 2007, eftir að kreppa skall á í Evrópu og í Bandar. Meðan kreppan var í hámarki í Evrópu og Bandar., þá hækkaði gengi gjaldmiðla margra Nýmarkaðslanda miðað við evru og dollar. En síðan mitt ár 2012, hefur verið viðsnúningur í þeirri þróun. Eftir ár 2013 hefur dollarinn og evran hækkað verulega miðað við gjaldmiðla Nýmarkaðslanda. Sem eiginlega hlýtur að setja fyrirtæki í þeim löndum - - sem tóku lán með "gengisáhættu" undir þrýsting.

Ef fé leitar frá Nýmarkaðslöndum til Bandar. nú í auknum mæli, þá væntanlega stígur dollarinn enn frekar gagnvart gjaldmiðlum þeirra landa. Og "dollaralán" tekin meðan gengið var mun hagstæðara, verða sífellt minna hagstæð - - þ.e. verðmæti þeirra stígur, á sama tíma og hagnaður fyrirtækjanna minnkar, og verðmæti þeirra lána hækkar mælt í gjaldmiðlum þeirra landa.

  • Þegar um er að ræða, útflutningsfyrirtæki - - er þetta sennilega ekki hættulegt.
  • En ef um er að ræða, aðila er hafa tekjur eingöngu í gjaldmiðlum þeirra landa; þá geta slíkir aðilar sannarlega lent í vanda - - t.d. fyrirtæki í byggingum.


Niðurstaða

Stórar tilfærslur á fjármagni, geta skapað kreppur. Það er eitt af stóru vandamálunum við hið flæðandi fjármagn sem er til staðar í alþjóðakerfinu. Það kemur - þegar staðan virðist góð um hríð. En fer síðan um leið og það virðist halla undan fæti.

Þar með leiðir það til þess, að hagsveiflur verða upp magnaðar. Þ.e. innkoma þess eykur um tíma hagvöxt, en síðan er það fer - - þá magnar brottför þess samdráttinn er þá verður.

Í verstu tilvikum eins og þegar Ísland krassaði í okt. 2008. Þá skella á fjármagnshöft.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband