Gæti Rússland "endurreist sitt framleiðsluhagkerfi" undir þrýstingi refsiaðgerða?

Þessu hefur verið haldið fram - af a.m.k. sumum, þar á meðal í Rússlandi. Að Rússland geti hagnýtt sér það ástand. Sem felst í gagnkvæmu viðskiptabanni annarsvegar Rússlands á afurðir frá Vesturlöndum, og Vesturlanda á Rússland - einkum beint að orkufyrirtækjum og bönkum starfandi í Rússlandi; með því að - byggja upp eigin framleiðsluhagkerfi sem komi í stað þeirra vestrænu afurða sem ekki lengur fást í Rússlandi.

 

Þetta væri að mörgu leiti sambærilegt við það - að byggja upp framleiðslu "að baki háum tollamúrum"

  1. Það eru auðvitað dæmi um, vel heppnaða uppbyggingu af slíku tagi, að byggt sé upp framleiðsluhagkerfi, og á meðan sé varningur annars staðar frá - útilokaður.
  2. Á sama tíma, eru einnig dæmi þess, að slík uppbygging - - hafi brugðist gersamlega.

Japan er auðvitað - - langsamlega besta dæmið um land, sem hefur með vel heppnuðum hætti, byggt sitt hagkerfi upp; með háar viðskiptahindranir uppi á sama tíma - gegn innflutningi.

Á sama tíma - - er tilraun Brasilíu á 8. áratugnum, einna þekktasta "varúðardæmið" um það, að slík uppbyggingartilraun, geti einnig brugðist með ákaflega - - herfilegum hætti.

  • Svo --> þá er það spurning, hvort líklegra sé, að Rússland - yrði Brasilía - eða Japan?

 
Ég held að Brasilíska útkoman, sé nægilega líkleg a.m.k. til þess að Rússar þurfi að stúdera það tilvik, af mikilli athygli!

  1. Japan bjó við það ástand, að "vestrænir markaðir voru opnir fyrir Japanskar vörur" í gegnum öll þau ár, sem Japan byggði upp sitt útflutningshagkerfi í skjóli viðskiptahindrana.
  2. Japanska uppbyggingin var ávallt - útflutningsfókusað. Það þíddi, að þó svo að "samkeppni innan Japans væri hindruð við erlend fyrirtæki á heimamarkaði" þá voru japönsk fyrirtæki - allan tímann í alþjóðlegri samkeppni, á útflutningsmarkaði.
  3. Það þíddi, að þó svo að þau hefðu skjól á heimamarkaði, þá komust þau ekki upp með annað - en að vera a.m.k. "eins skilvirk og keppinautarnir" á alþjóðamarkaði. Því annars hefðu japönsku fyrirtækin ekki staðið sig í þeirri vægðarlausu samkeppni sem ríkir milli fyrirtækja á alþjóðamarkaði.
  4. Að hafa "heimamarkaðinn í skjóli" - gaf þeim visst forskot, en þau gjarnan notuðu heimamarkaðinn til "vöruþróunar" - til að prófa nýja tækni á eigin fólki; nota svo þ.s. reyndist vel utan landsteina.
  • Punkturinn er þó sá, að það var - - aðgangur Japans að mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, allan liðlangan tímann, meðan þessi uppbygging Japans stóð yfir - þar sem japönsk fyrirtæki voru allan tíman í hörðu samkeppnisumhverfi. Sem ég tel að hafi leitt það fram, að japönsk fyrirtæki urðu þau skilvirku öflugur fyrirtæki sem þau eru í dag.
  • Alþjóða samkeppnin, hafi haldið þeim skilvirkum - þau hafi ekki komist upp með annað. Þannig að þó það væri "hugsanlega fákeppni á heimamarkaði í Japan" - "þá leiddi það ekki til skorts á skilvirkni megin iðnaðarrisa Japans."

Lykilatriðið - hafi verið aðgangurinn að alþjóða samkeppnisumhverfinu.

  1. Brasilía hafði "herforingjastjórn á 8. áratugnum" - það má velta fyrir sér hvort stjórnarfar í Rússlandi er líkara stjórnarfarinu sem var til staðar í Brasilíu eða ekki - en rétt er að hafa í huga að flest þessi ár var einungis einn flokkur við völd í Japan. Svo kannski var eftir allt saman þau ár, stjórnarfar í Japan ekki endilega það ólíkt - og "de facto" einsflokks kerfið með kosningum við og við, sem Pútín viðhefur. Það er vitað að stjórnarflokkurinn í Japan var orðinn ákaflega spilltur, herforingjastjórnin í Brasilíu - var það svo sannarlega. Og spillingin í Rússlandi er sannarlega mikil. En þetta eru kannski ekki lykilþættir.
  2. Mig grunar -eins og ég bendi á að ofan- að aðgangurinn að alþjóða samkeppnisumhverfinu, hafi verið lykilatriðið fyrir Japan. Að Japan gat nýtt sér það, að hafa heimamarkað lokaðan. En samt byggt upp - - skilvirkan iðnað.
  3. Það grunar mig að sé einmitt veikleiki aðstöðu Rússa - - ef Vestrænir markaðir eru lokaðir. Nema auðvitað, að Rússland geti í staðinn - - opnað sér leiðir inn á markaði í Kína og Indlandi.
  4. En ég tel að ástæða þess, að uppbygging Brasilíu gekk ekki upp - - að hún var fyrst og fremst - heimamarkaðs fókusuð
  5. Þeir lokuðu á innflutning með háum tollamúrum - leituðust við að byggja síðan fyrirtæki sem framleiddu dæmigerðan hátækni neysluvarning sbr. ryksugur, sjónvörp, "heimilistölvur voru ekki þá komnar enn til sögunnar eða GSM símar," útvörp, þvottavélar, ísskápa - - > fyrir eins og ég sagði, heimamarkað.
  6. Með því að gera litlar tilraunir til þess, að keppa í alþjóða umhverfinu á sama tíma, þ.e. - ekki úflutningsfókusuð uppbygging. Þá hafi fyrirtækin komist upp með að vera - lítt skilvirk. Með því að þjóna bara heimamarkaði að baki tollamúrum.
  7. Þau notuðu sér pólit. tengsl innan herforingjastjórnarinnar, til að tryggja að samkeppnisreglur væru vægar innan Brasilíu. Svo það byggðust upp greinar - - þ.s. fákeppni í reynd var til staðar.
  8. Fyrirtækin urðu óskilvirk - ósamkeppnisfær - þeirra vörur voru af lágum gæðastandard en samt dýrar - á endanum framleiðsla sem gat aðeins staðist meðan heimamarkaðurinn var lokaður samkeppni frá innfluttum varningi af sambærilegu tagi.
  • Það er þekkt, að gríðarleg spilling er til staðar innan - opinbera kerfisins í Rússlandi.
  • Þ.e. ekkert nýtt við hana, ástand sem hefur loðað við Rússland um aldir.
  • Það séu líkur á að iðnjövrar geti endurtekið sama leikinn og brasilískir iðnjövrar gerðu, að notfæra sér - - tengsl innan stjórnkerfisins. Til að tryggja að samkeppnisreglur hindri ekki uppbyggingu stórra fyrirtækja er hafi einokunaraðstöðu.
  • Ef fyrirtækin síðan fókusa fyrst og fremst á heimamarkað, meðan hann er skýldur fyrir samkeppni utan að frá. Reyna lítt fyrir sér, með það að keppa á mörkuðum utan Rússlands.
  • Þá gæti brasilíska dæmið endurtekið sig í Rússlandi. Að uppbyggingin leiði fyrst og fremst til þess, að upp byggist "spillt" og "lítt skilvirk fyrirtæki." Sem einungis geti haldið velli, meðan - - takmarkanir á innflutning eru til staðar.

Á endanum lauk brasilíska dæmið í mikilli kreppu sem skók landið frá því ca. seint á 8. áratugnum, fram til að nálgaðist endalok þess 9.

Úr þessu má lesa þá ráðleggingu til Rússa - - að ef þeir hyggjast byggja upp framleiðsluiðnað fyrir "heimamarkað" - að beita þau fyrirtæki þeim þrýstingi sem þarf - til þess að þau flytji út helst a.m.k. helming sinnar framleiðslu.

Að auki gæta þess, að það séu ekki "of fá fyrirtæki starfandi í hverri grein." Sem dæmi, þá gætti Japan sín vel á því. Að í megin tæknigreinunum, voru ávalt starfandi "nokkur fyrirtæki." T.d. slatti af fyrirtækjum sem framleiddu bíla - - nöfn: Toyota, Honda, Nissan, Mitsubishi, Subaru, Dayhatsu og þar til það fyrirtæki hætti fólksbílaframleiðslu voru líka "Isusu" fólksbílar. 7 - fyrirtæki alls.

Það er raunveruleg hætta fyrir Rússa - að uppbyggingin endi í brasilísku gildrunni.

 

Niðurstaða

Ég hafna því alls ekki, að Rússland geti mögulega byggt upp framleiðslugreinar í skjóli hindrana. Á hinn bóginn - þurfa þá Rússar að stúdera með fyllstu athygli uppbyggingartilraun S-Ameríku á 8. áratugnum. Ég nefndi Brasilíu sérstaklega, en það var ekki bara Brasilía - þetta var einnig í Venesúela, Argentínu og Chile - - þangað til að Pinochet tók völdin.

En þessi uppbyggingartilraun hafði það sameiginlegt í þessum ríkjum, að byggja á þeirri hugmynd að reisa upp framleiðslu fyrir heimamarkað í skjóli viðskiptahindrana.

Tæknilega séð er það "vel mögulegt."

En það eru augljósar gildrur við slíka uppbyggingu líka, sem auðvelt er að falla í.

Japan tókst að komast framhjá þeim gildrum, og þar endaði uppbyggingin í skilvirkum fyrirtækjum sem Japan býr enn þann dag í dag - að.

  • Ég tel að lykilatriðið að uppbygging Japans tókst, hafi verið - - jafn og stöðugur aðgangur japönsku fyrirtækjanna að erlendum útflutningsmörkuðum. Þangað sem þau þegar undir lok 6. áratugarins, hófu að flytja sína framleiðslu í vaxandi mæli.
  • Það var líka stefna japanskra stjv. að - auka útflutning. Hvetja iðnaðinn til þess, að flytja sem mest út.
  • Alþjóðlega samkeppnisumhverfið, hafi haldið japönsku fyrirtækjunum "skilvirkum" þ.s. alþjóða umhverfið hafi alltaf verið samkeppnisumhverfi. Á sama tíma, virðist að japönsk stjv. hafi leitast við að forðast að, innan Japans væru starfandi of fá fyrirtæki.

Fyrir Rússland - ef það dreymir um að verða "Japan" þá liggur fyrir, hvernig Japanir fóru að þessu. Á sama tíma, er einnig þekkt - með hvaða hætti uppbyggingartilraun S-Ameríku á 8. áratugnum brást.

Mig grunar, að ívið líklegra sé að Rússland endir sem Brasilía - en sem Japan.

Þar komi til, sú mikla spilling sem sé til staðar innan rússn. kerfisins - sem viðskiptajövrar með tengsl, geti sennilega notað sér til að "tryggja fákeppnisumhverfi innan Rússlands." 

Og að ekki verði amast við því, að þeir fókusi á að hirða auðveldan gróða í fákeppnisumhverfi í skjóli þess að erlendar vörur, verði hindraðar frá því að keppa við þeirra framleiðslu.

En sú úkoma er ekki - - > örugg.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Rússar eiga svo sem sín merki, sem hafa gert það „got“ t.d.  Kalashnikov.

Það  er í raun alveg  sama hvað þú“ ráðleggur“ Rússum  að gera  í sambandi við tæknifraleiðslu.

Það eru ekki yfirvöld sem hafa  eitt né neitt að segja  um gæfu og gengi á mörkuðum.

Það eru hönnuðir, framleiðendur og  markaðskönnuðir sem hafa það í hendi sér.

 

Einnig vil ég benda á að Japan var ekki allt í einu orðið tækniframleiðsluveldi hannað að ofan

eins og þú lýsir.

 Þeir mokuðu drasli á markaðinn í mörg ár þeim til mikillar háðungar.

 En evrópsk  vara var á sama tíma lítið betri.

Svo kom að því að nokkrir  Japanskir hönnuðir og framleiðendur stórbættu framleiðslu sína og hafa gert síðan.

Snorri Hansson, 29.9.2014 kl. 01:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að "endurreisn" sé ekki rétta orðið hér.  Sovésk framleiðsla var almennt ekki á þann máta að einhverjum (með fulla skynsemi) detti í hug að "endurreisa" hana.  En það voru vissulega til undantekningar, eins og t.d. Kalashnikovinn sem Snorri minnist á hér að ofan.

En það verður erfitt, eða því sem næst ómögulegt fyrir Rússa að gera það án verulegrar utanaðkomandi aðstoðar.  Rússland er land ríkt af auðævum og nær yfir risavaxið landsvæði.  En efnahagslega er Rússland langt í frá stórveldi.  Helsti munurinn á alþjóðavettvangi á Rússlandi og öðrum "smærri ríkjum" er að Rússland á kjarnorkuvopn.

Rússnesk efnahagsumsvif, eru nokkuð á pari við Kalíforníu, ef ég man rétt og "þjóðarframleiðsla" í Texas er 2/3 af þeirri Rússnesku.

En málið með Rússland nú, er að eins og oft áður eru það ríki með bæði "glæsta fortíð og framtíð að baki", sem verða hvað hættulegust.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2014 kl. 06:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri málar þetta of neikvætt - þ.e. vel þekkt hver stefna stjv. í Japan var, að hún var meðvituð - útflutningsstefna. Að sjálfsögðu var það þannig, að japanir fluttu fyrst út ódýrt drasl enda voru laun í Japan mjög lág framan af ferlinu, en síðan í samkeppnisumhverfinu á erlendum mörkuðum, náðu fyrirtækin fótfestu - tja eins og kínv. og kóreönsk hafa síðar gert, og bættu sína framleiðslu í viðráðanlegum skrefum.

--------------------

En þ.e. enginn vafi á að "stefnan skipti máli."

--------------------

G. Tómas -- það er að mörgu leiti merkilega margt líkt Rússlandi í dag og Þýskalandi áður en Nasistar komust til valda. Ef maður hugsar út í það. Þó að framleiðslan á Sovéttímanum hafi aldrei verið í gæðum, þá framleiddu þeir mun flr. vöruflokka þá en þeir gera í dag - í þeim skilningi væri það endurreisn, að hefja aftur framleiðslu á varningi sem þeir í dag að mestu flytja inn að nýju. En þá væri það mun betra "tel ég" eins og ég bendi á, að fylgja fordæmi Japans en tja - fordæmi Sovét sem er þegar sannað að virki ekki.

--------------------

Ef Rússland mundi hefja sambærilega uppbyggingu og Japan - þá væri Rússland ca. á upphafsreitnum sem Japan var statt á. Áður en Japan hóf sína uppbyggingartilraun sem virkaði svo glimrandi vel. Það mun að sjálfsögðu taka mörg ár fyrir rússn. fyrirtæki að læra að framleiða vandaðan varning. Framan af munu þau selja "ódýrt drasl" eins og Snorri íjaði að.

---------------------

Það þíðir eiginlega að launin þurfa að vera mjög lág. Að þetta gangi eiginlega sennilega einungis í mjög djúpu kreppuástandi sem mundi sennilega vera til staðar, eftir að vestrænir markaðir þar á meðal sala á gasi hafi endanlega lokast. Þá skellur væntanlega á mjög djúp kreppa - laun hrynja mikið niður í landinu. Og það gæti orðið nægilega "ódýrt" til að feta slíkan farveg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2014 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband