Rússland heimtar breytingar á viðskiptasamningi ESB og Úkraínu, hótar ella að beita Úkraínu - viðskiptaþvingunum

Þetta kemur fram skv. nýrri frétt í Financial Times, haft eftir starfsmönnum í Brussel hjá Framkvæmdastjórn ESB. En skv. frétt, barst Framkvæmdastjórninni opinbert bréf rússneskra stjórnvalda, þar sem útlistaðar var - - langur listi af kröfum.

Skv. talsmönnum Brussel, þá er Rússland í reynd að heimta, algera uppstokkun á þeim samningi.

Skv. sömu talsmönnum, komi ekki - alls ekki, til greina að breyta einum stafkrók.

Putin demands reopening of EU trade pact with Ukraine

 

Ég hef aldrei botnað í afstöðu rússneskra stjórnvalda, þ.e. andstöðu þeirra við, samning sem kveður á um mjög náin viðskiptatengsl ESB og Úkraínu!

En ég hreinlega - sé ekki með hvaða hætti, sá samningur - - skaðar hagsmuni Rússlands. Þá alfarið óháð því, frá hvaða sjónarhóli sá samningur er skoðaður.

En þarna stendur deilan enn, á sama upphafspunktinum! En deilan hófst einmitt á deilunni, um þennan samning - sem virðist sambærilegur við "EES" samninginn sem Ísland gerði 1994.

Punkturinn er auðvitað sá:

  1. Að sá samningur, hindrar með engum hætti, áframhald viðskipta Úkraínu og Rússlands. Sem dæmi, þá hefur Ísland enn þann dag viðskipti við Rússa. Síðan má nefna, að ESB aðildarlönd hafa haft mörg hver - - afar náin viðskiptatengsl við Rússland "þó þau séu fullir meðlimir að ESB."
  2. Svo ef þetta er spurning um "viðskipti" þá er ekki að sjá nokkurn augljósan "snertipunkt."
  • Slíkur samningur, hindrar með engum hætti - úkraínsk fyrirtæki í því, að selja vörur til Rússlands.
  • Fremur en full aðild að ESB, hefur hindrað fjölda aðildarríkja ESB, í því að hafa náin viðskiptatengsl við Rússland.

Að auki, eins og ég benti á nýlega, þá grunar mig sterklega - - að rússnesku mælandi héröðin í A-Úkraínu. Mundu einmitt vera þau héröð í Úkraínu - - sem mest mundu græða á samningnum.

  • Þar kemur til, að þau eru þróaðri efnahagslega - en önnur héröð innan Úkraínu.
  • Reynslan sýnir, að þróuð héröð - eiga yfirleitt auðveldar með að nýta sér viðskiptatækifæri, en vanþróuð héröð.

Við höfum t.d. séð þetta á Ítalíu þ.s. N-Ítalía hefur verið tiltölulega auðugt svæði um aldir, og það forskot hefur haldist - - þó að Ítalía hafi gengið í gegnum efnahagsþróun.

Maður verður því eiginlega að álykta: Að málið snúist í reynd ekki um viðskipti. Þó svo að stjórnvöld í Moskvu leggi svo mikla áherslu á, að skemma eða hindra náin viðskiptatengsl ESB og Úkraínu.

  1. Málið er kannski að - Kreml lítur enn á Úkraínu, sem land sem með "rétti ætti að tilheyra Rússlandi."
  2. Kremlverjum, tókst næstum því, að "þvinga Úkraínu inn í tollabandalag með Rússlandi" - - sem hefði alfarið útilokað alla framtíðar möguleika á ESB aðild Úkraínu, sem og útilokað fríverslunarsamning milli Úkraínu og ESB.

Þá reis fólkið upp, það urðu fræg fjöldamótmæli, sem enduðu með falli forsetans og ríkisstjórnar hans.

Menn hafa gjarnan haldið því fram, að samningur Úkraínu og ESB, skaði efnahag Úkraínu - sem er augljós þvæla. En aftur á móti grunar mig, að ef Úkraína hefði verið lokuð af, inni í tollabandalagi við Rússland, þá sé nær "öruggt" að það hefði skaðað efnahag Úkraínu.

Ástæðan er sú, að Úkraína hefur á seinni árum, flutt í vaxandi mæli varning til 3-landa, þ.e "ekki Rússlands." Þau viðskipti hefðu augljóslega - getað verið í hættu.

  • Rússland eða a.m.k. Kremlverjar, virðast enn hugsa í "áhrifasvæðum" þ.e. líta á að sum lönd tilheyri "þeirra áhrifasvæði."
  • Það eiginlega þíðir, að þeir líta með sömu augum á þau lönd "sem þeir telja á sínu áhrifasvæði" og Bandaríkin áður litu á "Mið-Ameríku" þ.e. að þeir eigi rétt til "íhlutunar" í þeirra "innanríkismál" og að auki að "Rússland hafi neitunarvald um ákvarðanir í þeirra utanríkismálum" sem skilgreint sé af stjv. í Mosku, að séu "gegn hagsmunum Rússlands."

Það má sjá íhlutun Rússland í - - utanríkismál Úkraínu sbr. viðskiptasamning Úkraínu og ESB; í gegnum þau gleraugu.

Að Rússland, lítur svo á, að eðlilega hafi Rússland "íhlutunarrétt" og þar á meðal "neitunarvald" ef þeir telja að Úkraína, sé við það að taka ákvörðun "gegn þeirra skilgreindu hagsmunum."

Eins og við þekkjum af sögu Mið-Ameríku, þá voru afskipti Bandar. af innanríkismálum þess landsvæðis, sem og utanríkismálum þeirra landa - - margvísleg.


Niðurstaða

Mína grunn afstaða er einföld, að Rússlandi í reynd komi það ekki við. Hvort að Úkraína gerir samning við ESB um náin tengsl, sambærileg við þau er Ísland hefur við ESB í gegnum EES samninginn.

Við getum rétt ímyndað okkur, hvernig viðbrögðin hefðu orðið á Íslandi - - ef t.d. Bandaríkin hefðu skipt sér af "EES" samningnum á sínum tíma. Þau afskipti hefðu alveg örugglega, farið mjög öfugt í okkur.

Ég endurtek, að ég kem ekki auga á þann skaða, sem Rússland verður fyrir. Ef Úkraína klárar þennan samning við ESB.

Þetta er einhver þráhyggja þarna í Kreml.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég veit ekki af hverju þú átt svona erfitt með að skilja þetta Einar,bráðskarpur maðurinn.

Staðan fyrir valdaránið í Úkrainu var sú að rússar og úkrainumenn höfðu með sér samninga sem eru ígildi EES samnings

Úkrainumenn gera samning við ESB sem er ígildi EES samnings.

Putin segir við úkrainumenn .Þið getið ekki haft EES samning bæði við Rússland og ESB ,en ef þið viljið halda samningnum við ESB til streytu þá verða viðskifti milli Rússlands og Úkrainu með sama hætti og viðskifti okkar við önnur ESS lönd.

Úkrainumenn verða fyrir miklu tjóni af því þeir missa tollfríðindin sem þeir höfðu hjá langstæðsta viðskiftavini sínum +hugsanlega frjálst flæði vinnuafls og fjármagns sem er ekki milli ESB og Rússlands.

Þetta er sambærilegt við að ef við misstum öll tollfríðindi hjá ESB,það væri töluvert högg að mínu mati.

Þú áttar þig væntanlega á því að t.d. Ísland gæti ekki gert annan EES samning við rússa eða nokkra aðra þjóð.

Þetta er ekki sélega flókið.

Viðræðurnar í Minsk gengu meðal annars út á hvernig væri hægt að leysa úr þessu til að milda áhrifin á Úkrainu og það sem er kallað kröfur Putins eru væntanlega tillögur hans um breytingar á sanmningi EES og Úkrainu sem geri honum kleyft að halda viðskiftunum opnari milli Úkrainu og Rússlands.

Milli ESB og Rússlands eru tollar og ýmsar hindranir og ef Rússland hefur opin landamæri milli einnar EES þjóðar og Rússlands færi allur varningur frá EES svæðinu gegnum Úkrainu tollfrjálst inn í Rússland.

Þetta er ekki flókið.

Putin hefur ítrekað sagt að rússar hyggist ekki hætta viðskiftum við Úkrainu,heldur að eftirleiðis gildi sömu reglur á landamærum Úkrainu og Rússlands og annara ESB landa.

Borgþór Jónsson, 26.9.2014 kl. 00:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég er algerlega ósammála þeim "tímapunkti" sem þú velur, en sá samningur við Rússa sem þú vísar til, þ.e. samn. um tollabandalag, gilti einungis í - "afar skamman tíma" þ.e. meðan götuóeirðir stóðu yfir í Kíev og helstu borgum, þar til að forsetinn hrökklaðist frá.

**Það þíðir auðvitað að sá efnahagslegi ábati sem þú talar um, náði aldrei að myndast.

**Síðan þarftu að hafa í huga, að heildar viðsk. Úkraínu við ESB aðildarlönd eru ívið meiri. Þó að Rússl. sé enn mjög mikilvægt.

**Það sé því líklega stærri gróði af tollabandalagi v. ESB.

****Ekki síst - - er þetta SPURNING UM FULLVELDI.

--------------------

Þú þarft að muna eftir því, að meira að segja Yanukovych - "vildi ekki þann samning" - þó var hann ekki þjóðernissinni. Þú þarft að spyrja þig, af hverju var Viktor Yanukovych svo tregur til. Að hann skrifaði ekki undir samninginn v. Rússl. - - fyrr en Rússland var búið að beita mánuðum saman "stighækkandi viðskiptaþvingunum" og að lokum hótaði Pútín að "gjaldfella lán Úkraínu."

**Það er bersýnilega eitthvað að þeim samningi, fyrst að Viktor Yanukovych vildi hann ekki - skrifaði bara undir hann undir mjög hörðum þrýstingi - og síðan leiddi undirskriftin til uppreisnar að Viktor Yanukovych tapaði völdum og hrökklaðist í útlegð.

**Hvað við þann samning - kallar fram svo mikla "undirskriftartregðu" og síðan uppreisn?

-----------------------

Ég tel mig vita svarið - þetta er gísk en líklegt gísk þ.s. það útskýrir fullkomlega hegðunarmunstrið sem sást.

**En einhver þarf að stjórna viðskiptakerfinu, mig grunar að samn. v. Rússl. virki alveg eins og EES, að þ.e. eins og í tilviki að "hluti af fullveldi sé færður til Brussel" hafi samn. v. Rússl. falið í sér "tilfærslu á fullveldi til Rússlands."

**Sjálfsagt mundi einhver segja, ok - er einhver munur á að færa fullveldi til Rússands, og að færa fullveldi til Brussel?

------------------------

Það er einmitt á því töluverður munur. Nefnilega sá, að þú getur gengið í ESB - - og fengið raunveruleg áhrif á innri ákvarðanatöku ESB.

**Ég hef að sjálfsögðu hafnað rökunum um áhrif í tilviki Íslands. En alls ekki í tilviki Úkraínu - með um 50 millj. íbúa.

**Það þíðir líklegt atkvæðavægi meir en Norðurlandanna samanlagt þeirra sem eru meðlimir í dag.

**Sennilega ívið flr. atkvæði en Pólland hefur í dag - Pólland er alls ekki áhrifalaust.

---------------------

Sannarlega liggur ekkert loforð frá Brussel um aðild Úkraínu, á hinn bóginn er ég þess fullviss, að ef Kíev nær einhverntima að uppfylla nærri þvi öll skilyrði fyrir aðild - - muni Brussel samþykkja að hefja aðildarviðræður.

**Það gæti tekið 10 ár, áður en Brussel vill hefja slíkar viðræður. En þetta er ekkert atriði, sem er fullkomlega vonlaust að verði að veruleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2014 kl. 10:41

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæti því við, að EES samn. hindrar ekki Ísland í að hafa fríverslun við Kanada eða Kína - - ég sé því ekki, af hverju Rússar ættu að hafa áhyggjur af því. Ef lægri tollar eru milli Úkraínu og Rússlands, samtímis og Úkraína hefur enga tolla v. ESB aðildarlönd.

----------------------

Þar sem Rússl. er ekki meðlimaríki ESB - er það ekkert vandamál fyrir Rússl. heldur, að viðhalda atvinnufrelsi Úkraínubúa, þó að Úkraína hafi viðsk. tengsl mjög náin v. ESB lönd.

----------------------

Rússl. er þá að halda því fram, að rússn. varningur "sé ekki samkeppnishæfur" ef þ.e. mat Rússa, að rússn. fyrirtæki mundu ekki þola ótallaðan innflutning í gegnum Úkraínu.

----------------------

Rússland þá slýtur þeim viðsk. samsk. sem í dag eru í gildi - ef Rússl. sýnist svo.

**En ég held það sé "virkilega rétt" að ESB aðildarlönd í dag séu mikilvægari viðsk. aðili en Rússl.

**Meira að segja iðnfyrirtæki í A-Úkraínu, séu farin að flytja á flr. markaði en - bara Rússl.

**Sérstaklega málmbræðslurnar "skilst mér" að stundi mikil viðskipti við 3-lönd.

------------------------

Hafðu í huga, að ef Rússar slíta þeim samsk. - eru "þeir sjálfir að taka ákvörðun um að setja aukna fjarlægð viðskiptalega" milli landanna - - tilvist samn. v. ESB þarf ekki að kalla á slíkar breytingar á þeim kjörum í viðsk. v. Rússl. sem gilda í dag.

**Að auki, hefur Rússl. sjálft örugglega hafa af vinnuafli frá Úkraínu, annars væri það vart að sækjast eftir því - Rússl. verður þá "einnig fyrir tjóni" ef þeir binda endi á þau nánari samsk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2014 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband