28.8.2014 | 23:31
NATO herforingi telur að tilgangur Rússa, með aðstoð við gagnsókn uppreisnarmanna, sé að knýja fram "vopnahlé"
Mér finnst þetta - ekki ósennileg kenning: "Brigadier General Nico Tak, commander of Natos crisis operations centre..." - Russias ultimate aim is to alleviate pressure on separatist fighters, [in order] to freeze this conflict,.. - - > En það hljómar einmitt fremur sennilegt, að Rússum gangi til, með þeirri "sýnilegu aðstoð við uppreisnarmann" sem nú virðist til staðar, við tangarsókn uppreisnarmanna frá svæðinu nærri landamærum Rússlands. Að styrkja nægilega vígstöðu uppreisnarmanna, til þess að auknar líkur verði á því - - að Úkraínumenn, samþykki vopnahlé.
Að sögn NATO eru á bilinu 1 - 2.000 rússneskir hermenn í A-Úkraínu, sem taka þátt í aðgerðum
Ég bendi fólki á, sem styðja rússn. uppreisnarmennina, að það draga margir upp miklu dekkri mynd af þessu - - en ég er að gera. T.d. tekur fj. aðila innan V-evr. ríkja, undir ásakanir stjv. í Kíev, þess efnis - - að innrás Rússa sé í gangi.
Mér virðast það þó -augljósar ýkjur- en þrátt fyrir allt, virðast aðgerðirnar "takmarkaðar" þ.e. milli 1-2.000 liðsmenn til staðar, einkum í stórskotaliðs sveitum, að því er virðist - sem styðja við framsókn liðs uppreisnarmanna.
Það virðist ekki, að rússn. flugherinn taki þátt - - að auki, hafa Rússar meir en 20þ. af sínum bestu hermönnum, nærri landamærunum - - ef það væri "innrás" mundi engum dyljast er hún mundi hefjast.
Þessi mynd hefur birst í fj. fjölmiðla
"This satellite image provided by the Supreme Headquarters Allied Powers Europe shows what Nato identifies as Russian self-propelled artillery in Ukraine"
Fleiri áhugaverðar myndir hafa einnig komið fram - svo sem, þessi!
Ekki síst - þessi mynd!
"
Leikmaður á að sjálfsögðu erfitt með að - - meta þessar myndir.
En mér finnst þessi rás atburða, sem fram er haldið, ekkert endilega - ólíkleg. Það er, þegar Rússar hafa síðustu daga, staðið frammi fyrir því - - að Úkraínuher. Er stöðugt að þrengja meir að vígsstöðu uppreisnarmanna.
Það hafa alveg örugglega verið kröfur frá rússn. þjóðernissinnum - - um "fulla innrás." Meðan að ef Úkraínuher - mundi takast að gersigra uppreisnarmenn. Væri það "augljós ósigur fyrir Pútín" - í ljósi þess hvernig hann hefur hafið sig undanfarið á stall, sem verjandi rússn. íbúa, A-Úkraínu.
- Ákvörðun hafi þá verið tekin - - að finna milliaðgerð, sem fæli í sér "vissa stigmögnun" en þó ekki "fulla innrás."
Þetta sé lendingin, að senda inn "rússn. stórskotalið ásamt nægu liði þeim sveitum til varnar" - - eins og NATO metur á bilinu 1-2.000. Sem styðji þá sókn uppreisnarmanna, frá svæðinu nærri rússn. landamærunum. Er virðist hafa hafist í "þessari viku."
- Mér virðist ekki ólíklegt, að í leiðinni - - sé sennilega staðfest, tilvist þjálfunarbúða fyrir uppreisnarmenn, innan landamæra Rússlands.
En sjónarvottar, hafa sagst hafa séð, liðssveitir undir merkjum uppreisnarmanna, streyma frá rússn. landamærunum, í upphafi - - atlögunnar.
Sennilega hafi þær "þjálfunarbúðir" verið tæmdar, fyrir þessa aðgerð - - við séum að sjá öllu því liði "tjaldað til" ásamt aðstoð rússn. stórskotaliðssveita.
- Skv. fréttum að auki, er önnur tangarsókn í stefnu átt að hafnarborginni, Mariupol, og sú sókn sé nú - - einungis 40km. frá Mariupol, eftir að Úkraínumenn hörfuðu frá bæ, í ca. þeirri fjarlægð frá þeirri hafnarborg á strönd Azovshafs.
Það áhugaverða, er að rússn.stjv. hafna því ekki beint, að til staðar séu nokkuð fjölmennar sveitir Rússa - - sen segja þá vera "sjálfboðaliða" - neita að þeir séu á þeirra vegum - : Ukraine Asserts Russian Invasion and Reinstitutes Draft
Erlendir fréttamenn, sáu lest farartækja á vegi í átt að rússn. landamærunum, sáu þyrlu með rauðri stjörnu lenda á nálægum akri, en þeir hermenn sem þeir sáu, voru ekki í merktum búningum - né voru farartækin sem þeir sáu, merkt - - aðspurður sagðist einn þeirra að þeir væru "þjóðernissinnar" sem svarar ekki beint spurningunni, hverjir þeir eru -- : Ukraine president accuses Russian soldiers of backing rebel thrust
- Það virðist -með öðrum orðum- að formlega séu þessar sveitir "ekki sveitir rússn. hersins" þó að alveg örugglega, fljótlega eftr að þær hafa farið til baka yfir landamærin, muni liðsmenn allir klæðast "merktum búningum" rússn. hersins.
Orð,
- Skv. fréttum, fara bardagar "harðnandi" nú í A-Úkraínu, eftir því sem liðssveitir Úkraínhers, veiti vaxandi viðspyrnu við hinni nýju framsókn liðs uppreisnarmanna.
Að sögn úkraínskra stjv. eru liðssveitir Úkraínhers við Mariupol, að búa sig undir að mæta sókn uppreisnarmanna í átt að þeirri borg, af fyllstu hörku.
Russia has well over 1,000 troops in Ukraine, Nato warns
-----------------------------------
Til viðbótar þessu - - er nú uppi umræða meðal stjv. í Washington, Berlín og víðar um Evrópu - - að tilefni sé nú; að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi.
Niðurstaða
Næstu daga virðist blasa við, að harðir bardagar muni geysa milli liðssveita Úkraínuhers, og þessara "fersku" liðssveita uppreisnarmanna, er virðast sækja frá svæðinu ca. við landamæri Rússlands, annars vegar í átt að borginni Luhansk, og hins vegar í átt að hafnarborginni, Mariupol.
Að auki, virðast sveitir uppreisnarmanna við borgina Donetsk, einnig vera í útrás - - að sögn er hluti liðs Úkraínhers, nú umkringt. Á hinn bóginn, eru uppreisnarmenn á því svæði, "orðnir alfarið einangraðir" - - sennilega stafi mun meiri hætta -fyrir Úkraínuher- af átökunum á umráðasvæði uppreisnarmanna í Luhansk héraði.
Það er auðvitað, merkileg - - stigmögnun, að liðssveitir rússn. hersins virðast nú "styðja við" framsókn uppreisnarmanna, frá landamærum Rússlands. Þó þær liðssveitir, virðast fara um í "ómerktum farartækjum" og í "ómerktum búningum."
Það tónar við aðgerð rússn. hersins á Krímskaga þegar hann var yfirtekinn af rússn. liðssveitum, einnig í ómerktum búningum.
Maður veltir fyrir sér - - af hverju Rússar stunda þetta, þ.s. þeir eru í reynd ekki að "plata nokkurn" nema hugsanlega "mjög einlæga stuðningsmenn."
Kannski líta þeir svo á, að meðan hermennirnir eru "ekki opinberlega þarna" þá sé það liður í því, að halda aðgerðinni "low key" þ.e. takmarkaðri. Þetta sé eftir allt saman, ekki "allsherjar innrás" heldur "takmörkuð stigmögnun."
- Hugsanlega má jafnvel líta á "þáttöku rússn. hermanna" með þessum hætti - - sem loka, loka, loka-aðvörunina, til stv. í Kíev.
- Að þolinmæði Rússa sé alveg á ystu nöf.
Enda hafa Rússar yfrið nægan liðsstyrk sinna bestu hersveita, a.m.k. 20þ., við landamærin, sem sé yfrið nóg til að pakka úkraínska hernum saman - með hraði.
Punkturinn sé þá sá, eins og "Brigadier General Nico Tak" leggur til, að stigmagna nægilega, til þess að stjv. í Kíev, blikki í því "game of chicken" sem þau virðast vera að spila við Rússa. Og samþykki - vopnahlé.
Hótunin um hugsanlega innrás, hljóti nú að vera - - nægilega sýnileg. Rússn. meginherinn staddur við landamærin, sé það nærri landamærunum, að hann gæti farið yfir þau á fáeinum dögum - sennilega í öllum sínum 20þ. + styrk.
- Ef út í það sé farið, sé það nánast "óðs manns æði" að vera að leggja í lokaatlögu við uppreisnarmenn, með svo fjölmennt rússn. lið - - andandi ofan í hálsana á hinum úkraínsku liðssveitum.
Poroshenko, og ríkisstjórnin í Kíev, geta ekki mögulega vitað fyrir víst, að Rússar muni ekki senda allt liðið inn fyrir landamærin, þ.s. úkraínski herinn mundi mjög snarlega verða gersigraður.
Þetta sé því - augljóst hættuspil!
Rússar með því, að senda liðsmenn sína nú inn, en ómerkta - - séu þá að benda stjv. í Kíev á þá staðreynd, hve auðveldlega miklu mun flr. liðsmenn rússn. hersins - geta streymt álíka hratt yfir sömu landamæri. Þannig sé Úkraínumönnunum, núið um nasir, sú áhætta sem þeir eru að taka.
Hin augljósa skynsemi í stöðunni, væri að einmitt samþykkja vopnahlé - þ.e. að "frysta vígsstöðuna."
Úkraínumenn hafi náð stórum hluta yfirráðasvæða uppreisnarmanna, það muni styrkja samningsstöðu stkv. í Kíev - - á meðan að áframhaldandi átök, þá sé stöðug og vaxandi hætta á að þeir tapi þeirri stöðu niður, og gott betur.
Nú sé Kíev kannski í þeirri bestu stöðu, sem líkleg sé að nást fram. Betra sé að "stoppa" meðan menn eru á toppnum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.8.2014 kl. 12:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heirðu Einar, sko ... á meðan björnin flýgur ekki yfir Evrópu, þá er ekkert stríð í vændum. Ekki á meðan Putin er við völd ...
Og, sko ... ef maður er svo annarlega heimskur, eins og þessir Ukrainsku fasistar. Að skjóta Rússneska hermenn, sem eru með hvíta borða um handleggin og grafa þá í fjöldagröfum. Þá á maður lítið annað skilið en að Rússar komi inn með herlið. En þetta hefur lítið að gera með Putin, heldur er fyrst og fremst dæmi sen sýnir að Putin er bara peð. Þetta eru að mínu áliti, Rússneskir herforingjar sem eru með æfingar á svæðinu ... eitthvað sem þeir þurfa ekki að spyrja Putin um ... og síðan leifa þeir mönnum sínum að fara villur vegar, inn í Ukraínu ... til að taka "púlsinn" á dæminu.
Við skulum bíða og sjá hvað Rússar gera, en ég er alveg sannfærður um að þeir verði að koma Putin frá áður en þeir fái neitt gert sem skiptir máli.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 08:30
"...sko ... ef maður er svo annarlega heimskur, eins og þessir Ukrainsku fasistar. Að skjóta Rússneska hermenn, sem eru með hvíta borða um handleggin og grafa þá í fjöldagröfum."
Þú ert farinn að trúa einhverjum gróu-sögum af netinu. Það er að sjálfsögðu út í hött, að þessi "hermenn" séu á eigin vegum. En menn geta auðvitað haldið þvi á lofti sem opinberri skýringu. Sem er þá að sjálfsögðu sögð til að villa fyrir einhverjum hugsanlega trúgjörnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.8.2014 kl. 10:40
Sæll Einar Björn
Þetta er nú bara algjört kjaftæði og ekkert annað en NATO kaldastríðsáróður aftur, þegar að bæði Úkraínuher og Rússneskumælandi uppreisnarmenn þarna nota ekkert annað en Rússnesk vopn, bíla og skriðdreka. En hvað eiga menn að sjá á þessum gervihnattamyndum í öllum þessum áróðri gegn Rússum og fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum í allri þessari Rússophobiu?
Við vitum að þessar gervihnattamyndir eru ekki komnar frá NATO heldur frá einkafyrirtæki, og það að nota gervihnattamyndir og reyna setja inn lygar gekk ekki nóg vel síðast í öllum þessum áróðri gegn Rússum hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum (“US Satellite Photos do not Support Obama’s Lies”). En hver segir að það gangi eitthvað betur núna að nota gervihnattamyndir ásamt lygaáróðri?
Einar Björn þú kaupir reyndar allt ásamt lygum frá þessum áróðurs neocone- fjölmiðlum New York Times og Financial Times er styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum, en þar sem það hefur ekki verið auðvelt fyrir Úkraínuhermenn og jafnvel rússneskumælandi uppreisnarmenn að sjá hvar landmærin liggja, af hverju hefur ekkert verið fjallað um þetta atriði með þessa 10 Rússa er voru handteknir við landamærin?
Nú og þar sem Úkraínskir hermenn hafa farið yfir landamærin og yfir til Rússlands, af hverju hefur ekkert verið minnst á það í þessum áróðursfjölmiðlum er styðja Banarísk stjórnvöld?
Over 60 Ukrainian troops cross into Russia seeking refuge
More than 400 Ukrainian troops have been allowed to cross into Russia after requesting sanctuary.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 14:40
Einar ,það er alls ekki út í hött að fjölmargir rússneskir hermenn bæði núverandi og fyrrverandi fari til aðstoðar í a úkrainu.
Þú verður að athuga að í mjög mörgum tilfellum eru það nákomnir ættingjar þeirra sem nasistarnir eru að myrða í A úkrainu.
Gæti alveg hugsað mér að þú mundir bregðast eins við ef það væri verið að kreysta líftóruna úr foreldrum þínum eða systkinum af rasistum.
Borgþór Jónsson, 29.8.2014 kl. 15:11
Fyrir nokkrum dögum var haldinn fundur í Minsk þar sem fulltrúar ESB Rússlands Úkrainu og Fríversnunarsvæðis Evrasiu voru viðstaddir.
Málefnið var framtíð Úkrainu í víðu samhengi.
Þetta er nákvæmlega fundurinn sem Yanakovitch og Putin báðu um að yrði haldinn í nóvember til að hægt væri að leysa úr þeim álitamálum sem komin voru upp í sambandi við samning Úkrainu og ESB.
ESB neitaði í þrígang að taka þátt í slíkum fundi af því að þeir héldu að þeir væru með öll trompin á hendi.
Þeirra skoðun var, að rússum kæmi þetta bara ekkert við,þrátt fyrir að Rússland og Úkraina væru með viðamikla fríverslun sem var í hættu vegna samningsins.
Núna mörg þúsund mannslífum og gríðarlegri eiðileggingu seinna drullast lady Aston ásamt einhverjum vesalingum á viðkomandi fund og hafa ekkert til málanna að leggja nema að rússar borgi fyrir það tjón sem ESB hefur valdið í Úkrainu.
Þeim má kannski meta til vorkunnar að sennilega hafa þeir ekki gert sér ljóst á þeim tíma að bandaríkjastjórn væri með áætlun um að koma á stjórn fasista í Úkrainu.
Eina ástæðan fyrir því að Lady Aston drullast á fundinn er að þeir eru að tapa borgarastríðinu í Úkrainu og sjá fram á að sitja einir uppi með Úkrainu algerlega ósjálfbjarga.
17 milljarðarnir frá IMF verða frekar léttir í maga ef tekið er tillit til þess að Úkraina skuldar rússum nú þegar 7 milljarða komið langt yfir gjalddaga og árlegt tjón þeirra vegna glataðra viðskifta við rússa gæti í versta tilelli náð 20 milljörðum þó hún verði væntanlega nokkuð lægri ef Úkrainsk stjórnvöld láta af rasisma gegn rússnesk ættuðu fólki.
Það verður að teljast eðlilegt að ríki ,sem sýnir Rússlandi og fólki í eigin landi af rússneskum uppruna, fullan fjandskap njóti ekki bestu kjara í viðskiftum.
Þessi fundur og sú gríðarlega hryna af áróðri sem hefur skollið á okkur síðustu daga sýnir að fasistarnir í Kiev og bandamenn þeirra eru að tapa borgarastríðinu og undirbúa frekari afskifti af stríðinu.Til að það sé hægt þarf að undirbúa jarðveginn með öflugri áróðurshrynu eins og við höfum séð oft áður til dæmis Írak og Sýrland of fleiri og fleiri.
Einar eins og þú sérð legg ég mig í framkróka við að gleðja þig með að kalla stjórnvöls í Kiev fasista en ekki nasista og ég vona að við getum sæst á það starfsheiti fyrir þá.
Borgþór Jónsson, 29.8.2014 kl. 16:01
"Notice that the very day after Putin met with Washington’s Ukrainian vassal in an effort to resolve the situation, the new lie of Russian invasion was issued in order to ensure that no good can come of the meeting in which Putin invested his time and energy.
Washington’s only interest is in hegemony. Washington has no interest in resolving the situation that Washington itself created in order to bring discomfort and confusion to Russia.""Russian Foreign Minister Sergey Lavrov debunked spurious invasion claims,” saying:
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 19:13
"Organization for Security and Co-operation in Europe (OSCE) Ukrainian monitoring team and Russia’s representative said no Russian forces are present on Ukraine’s border. Fact: Claims of a Russian invasion are false, they said.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning