26.8.2014 | 23:36
Úkraína segist hafa handtekið rússneska hermenn, það áhugaverða - rússnesk stjórnvöld neita því ekki, en gefa mjög ólíka skýringu
Þessi saga sýnir hvað þ.e. erfitt fyrir utanaðkomandi að vita hvað er rétt, þegar báðir aðilar geta verið að ljúga eða segja sannleikann, alveg eftir því - hvort hentar hverju sinni. Engin leið þó fyrir okkur hér, endilega að þekkja muninn, eða vera viss - hvor segir sannleikann hverju sinni, eða hvor lýgur.
Evidence of direct Moscow military involvement in Ukraine grows
Clouding Talks, Ukraine Says It Captured Russian Troops
Það getur alveg verið, að sú útgáfa sem úkraínsk yfirvöld flytja af handtöku hóps rússneskra hermanna innan landamæra Úkraínu sé sönn - - samtímis að engin leið sé að útiloka sannleiksgildi útgáfu rússn. stjv.
Hérna er vídeó sem úkraínsk yfirvöld settu á netið, og sýnir að sögn frásögn eins þeirra:
Skv. úkraínskum yfirvöldum, sýnir þetta fram á, að rússn. hermenn séu starfandi innan landamæra Úkraínu - og aðstoði uppreisnarmenn.
- "Everything was a lie. There were no drills here, one of the captured Russians, who identified himself as Sergey A. Smirnov, told a Ukrainian interrogator. He said he and other Russians from an airborne unit in Kostroma, in central Russia, had been sent on what was described initially as a military training exercise but later turned into a mission into Ukraine. After having their cellphones and identity documents taken away, they were sent into Ukraine on vehicles stripped of all markings, Mr. Smirnov said."
- "In another video released by Ukraine, a man identified himself as Ivan Milchakov, a member of a Russian paratroop regiment from Kostroma, north of Moscow. Everything is different here, not like they show it on television. Weve come as cannon fodder, he said, apparently referring to Russian television reports that the ouster of Viktor F. Yanukovych as Ukraines president in February had left Ukraine in the hands of fascist fanatics."
Þessar frásagnir er að sjálfsögðu ekki unnt að staðfesta - - né getum við vitað, hvort þær voru "óþvingaðar" eða með öðrum orðum - sannar frásagnir hermannanna sjálfra.
Á meðan gaf rússneska ríkisfréttastofan, töluvert aðra mynd af málinu:
- "RIA Novosti, a state-controlled Russian news agency, quoted an unnamed source from the Russian Defense Ministry as saying the men had crossed into Ukraine by accident. The soldiers really did participate in a patrol of a section of the Russian-Ukrainian border, crossed it by accident on an unmarked section, and as far as we understand showed no resistance to the armed forces of Ukraine when they were detained, the source said."
Eitt er þó víst, að skv. rússn. fréttum, stendur til að "senda aðra bílalest flutningabíla til A-Úkraínu" eftir að sú sem var send af stað í sl. viku, afhenti varning sinn til uppreisnarmanna - sennilega rétt handan við landamæri Úkraínu.
Það virðist, að Úkraínuher hafi ekki þorað að fylgja fram, hótunum sínum - um að "stöðva för þeirrar bílalestar." Sem að sögn stjv. í Rússlandi - flytur hjálpargögn.
Það veit það enginn utanaðkomandi fyrir víst - hvort þeir bílar fluttu aðeins vistir og lyf, ásamt tjöldum og öðrum viðlegubúnaði.
- Eitt er þó víst, að jafnvel þó þeir hafi aðeins innihaldið slíka hluti - - þá styrkir það stöðu uppreisnarmanna, en hungur lamar mótstöðuafl - - mig grunar að Úkraínumenn hafi íhugað að "svelta uppreisnarmenn til uppgjafar."
- Að gefa þeim mat, kemur þá í veg fyrir þá útkomu.
Þíðir þá, að stjórnarherinn - - sennilega kemst ekki hjá "blóðugri árás" á síðustu vígi uppreisnarmanna, sem þá hefur þau áhrif, að hármarka "mannfall beggja fylkinga." Og hugsanlega almennra borgar einnig.
Þessi aðgerð er því alls ekki hlutlaus aðgerð hjá Rússum. Jafnvel þó þeir séu ekki að gefa jafnframt, vopn og skotfæri.
En ég sé sosum enga augljósa ástæðu til þess að efa, að Rússar sendi uppreisnarmönnum einmitt vopn og skotfæri, ef maður hefur í huga - - hve öfluga mótspyrnu þrátt fyrir allt, uppreisnarmenn eru að veita, skriðdrekasveitum og brynvörðum hersveitum Úkraínuhers.
Ég á smávegis erfitt með að trúa því, að uppreisnarmenn væru þetta öflugir, ef þeir væru eingöngu sjálfsprottin hreyfing rússn. þjóðernissinna innan A-Úkraínu, þ.e. hefðu enga utanaðkomandi aðstoð fengið, til að vopna og þjálfa upp liðsmenn sem hæfa til bardaga.
- Að einhverju umtalsverðu leiti, hafa sennilega átökin í Úkraínu, þróast yfir í svokallað "proxy war" þ.s. Vesturlönd styðja annan aðilann, en Rússar hinn.
Niðurstaða
Það er einmitt þ.s. mig grunar, að átökin í A-Úkraínu hafi um nokkurt skeið verið að þróast yfir í að vera, fullt "war in proxy" þ.e. átök þ.s. öflug utanaðkomandi ríki - styðja sitt hvora fylkinguna. Fram til þessa, virðast rússn. stjv. þó kjósa - að opinberlega og í fjölmiðlum að afneita sínum "beina stuðningi." Meðan að Vestræn stjv. fara í engu leynt með sinn stuðning v. stjv. í Kíev.
Að einhverju leiti, hafa rússn. stjv. notfært sér að virðist þá afneitun sína, með því að teikna upp þá mynd, að rússn. mælandi hópar séu í baráttu við ofurefli Vesturlanda - einir síns liðs. Eins og það væri einhvers konar, Davís vs. Golíat barátta til staðar.
Þannig leitast við að "teikna sig upp" sem góða aðilann í málinu. Sögulínu sem a.m.k. e-h hópur á netinu tekur þátt í að breiða út.
En sterkar vísbendingar eru um það, að rússn. hernaðarráðgjafar hafi verið til staðar, svo mánuðum skiptir. Og vísbendingar um þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna, þ.s. rússn.mælandi Úkraínumenn fái lágmarks herþjálfun. Síðan hafa verið "sýnilega" til staðar, fj. af rússn. liðsmönnum eða málaliðum -eftir því hver segir frá, sem hafa verið áberandi mjög innan uppreisnarinnar. Þó - sem hefur vakið athygli - að á allra síðustu vikum, hafa þeir aðilar verið smám saman að pakka saman, og snúa aftur til Rússlands. Hvað það akkúrat þíðir veit enginn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, ertu virkilega svo einfaldur að þú heldur í alvöru. Að Rússar séu að gera innrás í Ukraínu, með 10 manna lið?
Rússar eru með þriðja öflugasta her veraldar. Hvað, og þeir eru að gera innrás í Ukrainu, með ... 2 skriðdrekum og 10 manna liði.
Ég get ekki ímyndað mér, að þú sért svona vitlaus að halda þessu fram. Að Ukraínu menn séu að básúna þessu til að fá samúð heimsins, og "capitalize" á Rússagrílunni, í heilaþvegnum krökkum. Sem eyddu of miklum tíma í að hlusta á Bandarískan áróður. Get ég svo sem skilið.
Þegar þú sérð Rússneska björninn fljúga yfir Kiev, og varpa þar sprengjum. Og Rússneskar herþotur fljúga yfir Ukraínu, og sprengja allar herstöðvar þeirra og hergögn. Síðan koma herflutningavélar, með herinn. Og hundruðir skriðdreka vopnaðir gereyðingarvopnum. Síðan opnast silon í Rússneskum kjarnavopnabúrum, og varúðar bjöllur hringja um Evropu og Bandaríkin vegna yfirvofandi kjarnorkuárásar. Sem viðvörun við því, að þeir skuli láta ogért að skipta sér af þessu.
Ertu virkilega svona mikill kjáni, að halda að þessi þjóð sé að fara í felur með innrás, með 10 manna lið?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 08:21
Ég held að greining þín sé nokkuð rétt.Það er sennilega í gangi Proxy war þar sem báðir aðilar hafa hernaðarsérfræðinga sér til aðstoðar og hafa aðgang að myndum frá njósnagræjum rússa og bandaríkjamanna.
Þetta er mikilvægt fyrir báða aðila þar sem þeir fá samstundis tilkynningar í eyrað þegar óvinurinn hreyfir sig.
Ég held hinsvegar að þáttaka beggja stórvelda sé bundin við það.Bæði herveldin líta sennilega svo á að borgarastríðið sé í þeim farvegi að þeir geti sætt sig við það.
Það er samt eitt sem þú horfir algerlega framhjá viljandi eða óviljandi,en það er að fjöldi uppreisnarmanna eru einmitt fyrrverandi úkrainskir hermenn.
Þar á meðal hermenn úr úrvalsdeildum úkrainska hersins sem skiftu um lið á upphafsdögum borgarastríðsins ásamt fjölda annara hermanna.Einnig er í röðum lýðræðissinna örugglega fjöldinn allur af mönnum sem hafa gegnt herþjónustu áður. Þessum hermönnum fylgdi svo ógrinni vopna sem þeir hafa nýtt í baráttunni þar á meðal skriðdrekar og stórskotalið.
Varðandi sögulínuna sem þú talar um er hún einfaldlega þannig að austur úkrainumenn töldu sig illa getað búið við stjórn öfgasinnaðra þjóðernissina og gerðu óvopnaða uppreisn með engu mannfalli.
Rússarnir reyndust hafa rétt fyrir sér þar sem stjórnvöld í Kiev sendu samstundis herinn til að drepa þau án nokkurra tilraunar af neinu tagi til að ná sáttum.
Í framhaldi af því gripu lýðræðissinnar til vopna til að verja sig og þá byrjaði mannfallið.
Feillinn hjá lýðræðissinnum var að þeir hafa greinilega haldið að rússneski herinn mundi grípa inn í ,en það verður ekki svo þeir verða að spjara sig sjálfir.
Hinsvegar hafa þeir heldur viljað taka þ´áhættu að verjast í stað þess að búa við það að vera ofsóttir vegna þjóðernis síns eins og dæmi eru um þar sem er rússneskur minnihluti innan gamalla sovétlýðvelda.
Borgþór Jónsson, 28.8.2014 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning