Þráteflið út af rússneskri bílalest á leið til A-Úkraínu, tók áhugaverða sveiflu í "tragí kómíska" átt

Ef marka má frétt Financial Times, hafa stjórnvöld Úkraínu - ákveðið að senda eigin bílalest með matvæli og aðrar vistir, til Luhansk borgar, í augljósri endurspeglun á aðgerð Rússa. Dreifing gagna fari fram undir eftirliti Rauða Krossins og OECD. Þó fljótt á litið - virðist þetta vera spegilmynd aðgerðar Rússa - - þá grunar mig, að stjv. Úkraínu muni gæta þess, að vistir berist ekki til uppreisnarmanna.

Ukraine races to beat Russian humanitarian aid convoy

"...spokesperson for Petro Poroshenko..." - “Ukraine can’t leave citizens [without help] who have become hostages of terrorists in occupied territories,” - "..."A Ukrainian official said the convoy’s route had already been agreed with the International Committee of the Red Cross, but it was unclear how it would enter Lugansk, a city controlled by pro-Russian rebels."

Mér virðist að með þessu, ætli Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, að leitast við að - - taka af Pútín hvaða þann áróðurssigur, hann fær út úr því að senda bílalest af stað sl. þriðjudag.

En skv. greiningu minni:  Áhugavert þrátefli út af rússneskri bílalest, sem að sögn flytur hjálpargögn - eingöngu

Þá virtist mér Pútín græða áróðursprik - - hvernig sem mundi fara:

  1. Ef stjv. Úkraínu mundu hleypa rússn. bílalestinni yfir landamærin, og heimila dreifingu vista. Þá mundi Rússl. geta slegið því upp, sem aðstoð við þurfandi borgara í Luhansk borg, sýnt þannig rússn. stjv. og Pútín í jákvæðu ljósi.
  2. En ef úkraínsk stjv. mundu "hindra bílalestina" á landamærum ríkjanna, þá gætu rússn. stjv. látið rússn. fjölmiðla, útmála grimmd úkraínskra stjv.
  • Áróðurssigur í báðum tilvikum.

En Petro Poroshenko, ef til vill - heldur að með því að senda eigin bílalest, hlaðna vistum til Luhansk Borgar. Geti hann, tekið þennan yfirvofandi áróðurs sigur af Pútín.

Eða a.m.k. - endað málið á sléttu.

Svo kannski er þetta - skemmtilegur vinkill í deilu þjóðríkjanna tveggja.

 

Niðurstaða

Mig grunar að sagan um bílalestirnar og væntanlegar vistir til Luhansk borgar. Eigi eftir að taka fleiri óvænta spretti. En ljóst virðist að forsetarnir tveir - Poroshenko og Pútín. Eru ekki síst, að heygja stríð í fjölmiðlum og á netinu, sem snýst um - - ímynd þjóðanna tveggja og ekki síður, þeirra sjálfra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband