11.8.2014 | 23:38
Áhugaverð valdabarátta í gangi í Bagdad
Það er bersýnilega verið að gera tilraun til að - koma Nouri al Maliki frá völdum í Írak. En margir vilja meina að honum sé að verulegu leiti að kenna, að íraskir Súnnítar virðast hafa risið upp og gengið í lið með ISIS eða IS. Von sumra a.m.k. er, að svokölluð breiðfylkingarstjórn, er mundi bjóða fram - nýtt samkomulag.
Sem að verulegu leiti mundi koma til móts við "kröfur" stjórnmálamanna Súnníta innan Íraks, sérstaklega - um afnám bannsins við því að nokkur sá sem var flokksfélagi í Bath flokknum á tíma Saddam Hussain, megi gegn - opinberu starfi. Geti að verulegu leiti, nagað stuðning Súnníta burt frá - ISIS eða IS.
Hugsanlega jafnvel svo, að hópar Súnníta mundu kljúfa sig frá, þannig að hugsanlega væri unnt að snúa að verulegu leiti við - yfirtöku ISIS eða IS á stórum svæðum innan Íraks.
Power struggle on Baghdad streets as Maliki replaced but refuses to go
Tense Standoff With Maliki as Iraq Nominates New Leader
"
"
Maliki mun væntanlega næstu daga, gera sitt ýtrasta til að "bregða fæti fyrir stjórnarmyndunartilraunir" Haidar al-Abadi - sem skv. fréttum hefur nú fengið formlegt umboð til stjórnarmyndunar, eftir að meirihluti þingmanna Shíta á íraska þinginu. Samþykkti tilnefningu hans!
Skv. fréttum, hefur al-Abadi nú 30 daga til að mynda stjórn, áður en umboð hans er fallið úr gildi. Á meðan fer al Maliki enn fyrir "starfsstjórn" - - og ræður því enn yfir, Innanríkisráðuneytinu og Hernum.
Skv. fréttum, sáust til hersveita, sem taldar eru á bandi - al Maliki. Koma sér fyrir nærri svokölluðu "Grænu svæði" þ.s. finna má helstu stjórnarbyggingar.
Og það voru, sbr. mynd að ofan, mótmæli í Bagdad á vegum fylgismanna al Maliki. Sem eru greinilega fjölmargir meðal íraskra Shíta. Fyrst að flokkur al Maliki fékk langsamlega flest atkvæði af einstökum flokkum, í síðustu þingkosningum.
Það virðist að nokkur hópur þingmanna -hans eigin flokk- hafi svikið lit, þar um getur ráðið verulega, að æðsti trúarleiðtogi íraskra Shíta, gaf það út - - að einstakir stjórnmálamenn ættu ekki að "hanga á völdum." Sem var augljóslega - beint að al Maliki.
Þá lenda flokksfélagar líklega í þeim vanda - - hvort þeir fylgja al Maliki, eða al Sistani, erkiklerk.
"
"
Það eru vangaveltur uppi, að al Maliki ef til vill, láti herinn - - ræna völdum.
Það óttast menn, að mundi leiða til, alvarlegs klofnings meðal "Shíta."
Sem gæti veikt stöðu þeirra enn frekar en orðið er.
Miðað við fréttir, þá sagði talsmaður flokks al Maliki, ákvörðun þinghóps Shíta, vera ólöglega. Og hann mundi kæra hana, það má vera að hann láti fyrst reyna á það, hvort að dómstóll stendur með honum, eins og að virðist áður hafa gerst.
- Áhuga vekur að - - Obama lýsti yfir stuðningi við al Abadi: Obama Pledges Support for a New Iraqi Leader
- Þó neitaði hann, að hafa haft áhrif á ákvörðun, þinghóps Shíta.
Niðurstaða
Menn óttast hugsanleg átök í Bagdad milli hópa stuðningsmanna al Maliki, jafnvel milli hersveita sem styðja al Maliki, og annarra vopnaðra sveita Shíta. Al Maliki var á árum áður, skæruliðaforingi í andstöðu við Saddam Hussain. Síðar þurfti hann að flýja land, með dauðadóm yfir höfði sér. Það þarf sennilega enginn að efast um hatur hans, á öllu því sem tengdist "Bath flokknum." Þ.e. ákaflega sennilegt, að þessi barátta hans á fyrri tíð, skapi honum þann stuðning er hann hefur - meðal fjölda íraskra Shíta. Maliki er talinn hafa skaðað samstarf milli hópa innan Íraks, en Kúrdum er mjög í nöp við hann - vægt sagt. Og á Sjálfstjórnarsvæði Kúrda, er nokkur hópur flóttamanna meðal Súnníta, sem flúði öryggissveitir undir stjórn Maliki, þar á meðal nokkur hópur stjórnmálamanna úr röðum Súnníta.
Margir telja að þetta sé síðasta tækifærið - - til að halda Írak saman.
Annars verði klofningur - fullkomlega öruggur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.8.2014 kl. 08:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er afleiðing íhlutunar kanans. Pólitík þeirra "cut the snakes head", leiðir aðeins af sér meiri illvirki.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 07:09
Minnir mig á það þegar Bush eldri ákvað "vísvitandi" skv. ráðgjöf Pentagon að senda herinn ekki til Bagdad, vegna þess að skv. greiningarskýrslu væri óvissa um - hvað síðan mundi við taka. Þannig létu Bandar. það vera, að styðja uppreisn Shíta sem þá var í gangi - svo Saddam bældi hana niður með blóði. En þegar hann síðan sneri sér að Kúrdum sbr. frægar gasárásir, þá varð slíkt "outcry" að sett var upp svokallað "safe zone" og "nofly zone." Bush yngri síðan ákvað að "ignora" þá skýrslu, sem ég veit til að hann var minntur á, en þess í stað virðist hafa -kannski vegna fordóma gagnvart föður sínum- ákveðið að samþykkja rök NýÍhaldsmanna, um svokölluð "mistök" þ.e. að hafa ekki farið með málið "alla leið." Hópar bandar. hægri manna, sem töldu ákvörðun Bush eldri mistök, "töluðu niður" greiningar þeirra, sem vöruðu við því - að taka Saddam og Bath flokkurinn væri fjarlægður út úr myndinni. Töluðu upp, "jákvæða sýn" sem síðar sannaðist að var óraunsæ - um það "hvað mundi við taka." Þetta var þ.s. maður sá varð vitni að síðar þegar Bush yngri lét gagnrýni sem vind um eyru þjóta, og nákvæmlega - lið, fyrir lið, framkvæmdi þau mistök sem var varað við; þegar í tíð föðurs hans. Merkilegt ef maður hugsar út í það, hve afskaplega "heimskt" þetta lið var, sem var í kringum Bush yngri, sem hann valdi til fylgilags. Maður grunar, að -pabba complexinn hans- hafi leitt hann í þá átt, að vera móttækilegur fyrir hugmyndum þeirra, sem héldu því fram að "pabbi hans" hefði gert mistök.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2014 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning