29.7.2014 | 14:10
Stríðin í A-Úkraínu og Gaza, eru í miklum gangi í dag. Stjórnarher Úkraínu við það að umkringja Donetsk borg. Her Ísraels, berst við Hamas af krafti í Gaza borg
Það má að sumu leiti gera samanburð á þessum tveim stríðum. Þó svo að uppreisnarmenn í A-Úkraínu séu ekki "trúaröfgamenn" virðast þeir vera "afar róttækir" með öðrum hætti. Annars hefðu þeir ekki risið upp og hafið vopnaða uppreisn.
Í báðum tilvikum, eru stríðin sem þær hreyfingar standa fyrir, að skapa mikið manntjón meðal almennra borgara. Þetta á við í báðum tilvikum - en hvor um sig. Mundi tæknilega geta bjargað því manntjóni með því að "gefast upp."
Ísraelar hafa boðið Hamas, að aflétta viðskiptabanninu um Gaza svæði - - ef Hamas afhendir öll vopn. Sem mundi leiða til þess, að Hamas yrði varnarlaust gegn öðrum hreyfingum Palestínumanna. Sem gætu þá sennilega, tekið Gaza svæði af þeim. En Gaza er valdamiðja Hamas í dag.
Að sama skapi, gætu uppreisnarmenn í A-Úkraínu. Lagt niður vopn, gefist upp "sem mundi þíða að þeir einnig yrðu þaðan í frá áhrifalausir." En mörgum þeirra yrði sennilega varpað í fangelsi, fyrir "ólöglega vopnaða uppreisn."
- Bæði Hamas, og uppreisnarmenn, bera verulega ábyrgð á mannfalli almennra borgara á sínum svæðum.
- Þar sem, að báðar hreyfingar, geta "tæknilega" alfarið stöðvað blóðbaðið, og þar með mannfall almennra borgara.
Þegar stríð er í þéttbýli, er mannfall almennra borgara ávalt óhjákvæmilegt.
Mér virðist stjórnarher Úkraínu, fara líkt að og her Ísraels, að leitast við að lágmarka fall almennings. En engin leið er samt að forða því, þegar átökin eru í þéttbýli.
Og ef herirnir eiga að ráða niðurlögum, annarsvegar Hamas eða uppreisnarmanna, sem einmitt munu leggja höfuðáherslu á að verjast harðast, á þéttbýlum stöðum, þannig að mannfall almennings sé einmitt hámarkað. Þá verður verulegt mannfall meðal óbreyttra, í báðum tilvikum.
Civilians killed in eastern Ukraine in fierce fighting
Ukrainian separatists face crunch point after army offensive
Where Ukraine's separatists get their weapons
Israel strikes house of Hamas Gaza leader, digs in for long fight
Israel Destroys Home of a Top Political Leader for Hamas
Það hafa bersýnilega verið óskapleg mistök fyrir uppreisnarmenn í A-Úkraínu að hefja vopnaða uppreisn
Þá á ég við, út frá þeim skilningi að berjast fyrir hag rússn. mælandi íbúa.
Það virðist blasa við - að þetta hljóti að vera "afar róttækur hópur" þegar maður íhugar þær afleiðingar sem þessi barátta er að hafa, fyrir einmitt "eigið fólk." Sem þeir segjast vera að verja.
- Ég held að enginn mótmæli því, að Hamas sé róttækur hópur.
- En ég vil meina, að uppreisnarmenn, á sinn hátt - séu ekki minna róttækir.
Þeir eru ekki "trúaröfga" heldur "öfga eða últra þjóðernissinnar."
Hvaða afleiðingar er ég að tala um?
- Þegar uppreisnarmenn, lýstu sig sjálfstæða, þá klipptu stjv. Úkraínu, á öll viðskipti við þau héröð, þ.e. Luhansk og Donetsk. Ekki ósvipað því, að Ísraelar hafa haldið Gaza einangruðu. Ef uppreisnarmenn, áttuðu sig ekki á þessu fyrirfram, eru þeir fífl. Ef þeir það gerðu, þá var þeim kunnugt að almenningur mundi verða fyrir miklum efnahagslegum búsifjum.
- Þetta hefur leitt til gríðarlegs atvinnuleysis þ.s. verksmiðjur starfa ekki í borgum, því markaðurinn er ekki fyrir hendi. Fólk fær ekki "ellibætur" - "örorkubætur" - né "atvinnuleysisbætur." Við erum í reynd að tala, um mjög djúpa tekjuskerðingu fyrir sennilega flesta sem búa á svæðum, sem enn lúta uppreisnarmönnum. Þessu má líkja við, það hörmungar efnahags ástand, sem hefur verið viðvarandi á Gaza.
- Að auki í seinni tíð, hafa stjv. leitast við að "klippa á rafmagn" og aðra grunnþjónustu. Skv. fréttum í dag, réðust Ísraelar á megin orkuver Gaza og er þá svæðið, sennilega bæði rafmagns og vatnslaust.
Ábending mín, er að margar þessara afleiðinga, hafi verið fullkomlega fyrirsjáanlegar.
Uppreisnarmenn, eigi að síður, fóru fram - burtséð frá þeim.
Fyrir mér er þetta nánast full sönnun þess. Að uppreisnarmenn séu afar - afar róttækir. Þó þeir séu ekki trúar öfga. Þá virtust þeir virkilega halda, að þeir gætu "fengið landsmenn í lið með sér" þrátt fyrir ástand mjög djúpra efnahagslegra hörmunga, sem uppreisnin hlaut til leiða.
Einungis - - virkilegir öfgamenn, geta verið þetta mikið, veruleikakyrrtir.
Og einungis slíkir, eru til í að berjast þar til yfir líkur - en þ.e. einmitt á það sem stefnir.
En öll "skynsemisrök" mæla með því, að þeir "leggi niður vopn" en þ.e. þegar ljóst, að engin von er til þess, að þeir geti reist upp þetta "novo rossia" sem héröðin 2-eru gjarnan kölluð sameiginlega af uppreisnarmönnum.
- Það eina sem áframhaldandi barátta getur framkallað - er frekari hörmungar, fyrr það fólk einmitt sem uppreisnarmenn segjast vera að berjast fyrir.
- Og auðvitað, eru líkur á mannfalli þeirra sjálfra, ef þeir halda áfram. En í ljósi sögunnar, þá enda uppreisnir oft með akkúrat dauða uppreisnarmanna. Þ.e. merkilegt hve algengt það virðist, að uppreisnarmenn, berjist til nánast hinsta manns. En þeir geta enn - valið að leggja niður vopn, og þá a.m.k. haldið lífi og limum.
Málið sé að "uppreisnir" sem þessi, snúast yfirleitt ekki um skynsemi.
Eins og ég sagði, á sinn hátt, séu þeir eins öfgasinnaðir og Hamas. Þó uppreisnarmenn í A-Úkraínu séu ekki trúarleg öfgahreyfing.
------------------------------------
Ef við erum að tala um "hag borgaranna" þá sé hvorki "Hamas" né uppreisnarmenn, sennilega í reynd að berjast fyrir hag borgara. Þó Hamas segist vera berjast fyrir Palestínumenn, og uppreisnarmenn fyrir rússn.mælandi íbúa Luhansk og Donetsk.
Þá séu báðar hreyfingar - - fyrst og fremst, að berjast fyrir sig sjálfar. Þetta sé sú ályktun sem ég leiði fram, þegar ég íhuga þær virkilegu hörmungar sem barátta begja hópa, er að leiða yfir eigið fólk, sem báðir hópar segjast þó vera - að verja.
Þetta snústi um, að Hamas haldi völdum á Gaza, og hinsvegar um að uppreisnarmenn, haldi völdum í Luhansk og Donetsk.
Þegar málið sé skoðað, hafi þetta ekki "snúist um hag fólksins" heldur um, draum þessara hópa um "völd."
Niðurstaða
Uppreisnin í Luhansk og Donetks, hafi verið mistök. Ef hún snerist um réttindabaráttu íbúanna. En ef það hefði virkilega verið málið. Hefði besta leiðin verið, að standa fyrir fjölmennum mótmælum. Bjóða fram í forseta kosningum sem fóru fram fyrr í sumar. Vera háværir í baráttu fyrir sínum málstað á torgum og götum, sem víðast. Afla þeim málstað, væntanlega kröfum um aukið sjálfforræði A-Úkraínu, fylgis sem víðast um Úkraínu.
Miðað við þá andstöðu sem var til staðar, í A-Úkraínu við útkomu byltingarinnar í Kíev. Hefði þessi nálgun haft ágæta möguleika.
---------------------
En þeir völdu frekar, að ana út í hina fullkomnu óvissu. Um leið óvissu fyrir framtíð íbúanna. Með því að hefja vopnaða uppreisn. Sú uppreisn hefur einmitt reynst vera, gríðarlegt áfall - fyrir almenning í Luhansk og Donetsk.
- En vopnuð valdataka uppreisnarmanna í A-Úkraínu, hafði a.m.k. þau áhrif, að koma uppreisnarmönnum þar til valda.
- Og það, ég meina völd hópanna sjálfra, er þ.s. mig grunar nú að uppreisnin hafi í reynd snúist um.
Fyrir það markmið, að komast til valda, séu uppreisnarmenn, bersýnilega til í að "hætta lífi og limum sinna samborgara" eins og að gildir um Hamas "að sú hreyfing er til í að hætta lífi og limum sinna samborgara til að tryggja völd sín á Gaza."
Á endanum þíði þetta - - að hvorki Hamas né uppreisnarmönnum, sé í reynd annt um líf og limi sinna samborgara.
Báðir hópar séu fyrst og fremst að þessu, fyrir sinn eigin hóp, völd og áhrif síns hóps. Niðurstaðan sé þá sú, að báðir hópar séu "óværa" sem landhreinsun væri af.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dreg stórlega í efa að sú aðferð hefði haft nokkura möguleika ... í þeim fréttum sem þú lest, vantar mikið á um hvað Ukraína gerir. Þú þarft að læra Kínversku, og hlusta á fréttir frá Kínverska ríkinu til að vita "hvað" eiginlega gerist frá hinni hliðinni. Rússar eru allt of loðnir í fréttaflutningi sínum, en Kínverjar eru mun hnitmiðaðri. Þar færðu "hina" hliðina á dæminu.
Hvað varðar Gaza, þá er ekkert annað fyrir Ísrael að gera en að ganga til bols og höfuðs á HAMAS ef þeir geta.
Ég sagði hérna hjá þér, fyrir löngu ... strax í upphafi vandræðanna í Ukraínu að Rússar hefðu engan ásettning í Ukraínu, þrátt fyrir allan þann hernaðar áróður sem í gangi var. Putin snýr baki við uppreisnarmönnum, og lætur þá um sig sjálfa ... hann hefur þegar náð takmarki sínu. Putin er ekki góður leiðtogi fyrir Rússland, því að "skilja" uppreisnarmenn eftir eins og hann gerir, er alveg hroðalegt ... því Ukraínumenn skilja eftir sig dauð lík sem aldrei verða gerð skil á, á vesturvöldum. Út frá þessari staðreynd er ég sammála niðurstöðu þinni, uppreisnarmenn hefðu heldur átt að flýja til Rússlands.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 14:52
Ef þeir vilja ekki fara í fangelsi. Er flótti eina leiðin. En miðað við það að málsstaður þeirra hafði nokkurn hljómgrunn. Hefði hin lýðræðislega baráttuaðferð. Átt nokkurn möguleika. En það auðvitað byggir á því - að sá hljómgrunnur hafi verið töluverður. Ef sá var aftur á móti mjög takmarkaður, þá er það rétt - að sú aðferð hafi ekki heldur átt raunhæfa möguleika. En að beita sér innan kerfisins, krefst þess að nægilegur stuðningur sé við þinn málstað. Að hann heyrist - ef það var svo að stuðningur baki þessum hreyfingum hafi alltaf verið lítill. Þá eðlilega hefði það ekki virkað heldur. En ef hann var aftur á móti útbreiddur, eins og þeir sjálfir héldu fram, þá að sjálfsögðu - átti sú baráttuaðferð möguleika. Sigur er aldrei öruggur með nokkurri aðferð. En a.m.k. þannig er ekki lífi og limum þeirra hætt, né tekin sú áhætta að leggja héröð þau sem eigið fólk býr, í rúst. En ég er ekki "sammála þvi" að líf og limir þeirra hafi verið í hættu, að uppreisnin hafi verið knúin fram, af þörf. Málflutningur þess efnis, að stjv. sé haldið uppi af hættulegu öfgafólki, hafi alltaf verið sjálfur frekar "öfgakendur." Stjv. í Kíev séu a.m.k. ekki neitt öfgakenndari en stjv. í Ísrael - - sem sannarlega innihalda nokkuð róttæka flokka. Svo ég fari fínt í það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.7.2014 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning