10.7.2014 | 03:52
Forsætisráðherra Íraks virðist vera að gera sitt besta til þess að Kúrdar lýsi yfir sjálfstæði frá Írak
Það voru áhugaverð ummæli Malikis þess efnis, að Kúrdar væru að styðja ISIS - fyrrum bathista o.s.frv. Þau ummæli má sennilega rekja til þess. Að Kúrda héröðin eru orðin að nokkurs konar skjóli fyrir margvíslega andstæðinga Malikis. Þar á meðal virðist fjöldi Súnní Íslam áhrifamanna, hafa flúið til Kúrda héraðanna. Í skjól Kúrda - undan leynilögreglu Malikis.
Maliki sjálfur auk þess að vera forsætisráðherra, er yfirmaður hersins, og fer einnig með embætti innanríkisráðherra - - sem þíðir að hann persónulega stjórnar öllum öryggissveitum stjórnvalda.
Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!
Iraqs Maliki blasts Kurds in hard-hitting speech
""We will not resort to silence while Erbil is a headquarters for Isis, Ba'athists, al-Qaeda and terrorists, ... "I call on those who speak about partnership, presidency, foreign affairs and national action to stop this operations room and the presence of the top figures of Ba'athists, (extremists) and hostile illegal mass media outlets. If you want real partnership, give us a national position which has credibility and rejects those people."
Maliki sennilega -fyrir utan sjálft ISIS- sér Kúrda sem megin ógnina við hans ríkisstjórn.
En stjórnendur Kúrda hafa í engu leynt andúð sinni á Maliki persónulega.
Og hafa bersýnilega - verið að skjóta skjólshúsi undir fjölda súnnískra áhrifamanna, sem ekki eru "ISIS"-meðlimir. Með það í huga, að vega að völdum Maliki.
En ég get ekki ímyndað mér, að ummæli Malikis - séu líkleg til nokkurs annars. En að víkka enn frekar gjána milli deiluaðila. Draga úr líkum á samstöðu innan Íraks í baráttunni gegn ISIS.
Ég held að það sé lítill vafi á því - að ef stjórnvöld og Kúrdar vinna saman, þá eiga stjórnvöld og Kúrdar ágæta möguleika á því. Að hefja gagnsókn gegn ISIS.
Á hinn bóginn, virðast Kúrdar annars vegar og stjórnvöld hins vegar, í sitt hvoru lagi - ekki hafa þann styrk sem til þarf, að gera alvarlega atlögu gegn yfirráðasvæðum ISIS í Írak.
Á hinn bóginn, ef Kúrdar ákveða að verða sjálfstæðir - þá þurfa þeir eingöngu að geta varið sín landamæri. Og það geta þeir alveg örugglega.
Á sama tíma, eru sterkar vísbendingar þess, að Íran ætli að koma stjórn Malikis til aðstoðar - - a.m.k. til að tryggja að "heilagir staðir Shíta" falli ekki í krumlur ISIS liða sem líklegir eru til að leggja þá staði gersamlega í rúst.
Þannig að - - sennilega getur stjórn Malikis haldið velli með aðstoð Írana.
- Kannski eru þessi ummæli vísbending þess, að Maliki telur sig nægilega - - traustan í sessi.
- Sem sé kannski vísbending þess, að hann hafi fengið loforð um næga aðstoð frá Íran.
-------------------------------------
Ef svo er, þá virðist einnig sennilegt, að Írak sé sannarlega að skiptast í sundur með hætti er sennilega verður endanlegur.
Niðurstaða
Maliki getur verið að sýna með ummælum sínum. Að hann óttist ekki tilraunir til að grafa undan honum. Á sama tíma, geta þessi ummæli vart verið meir stuðandi fyrir Kúrda. En t.d. í sambandi við ásökun um stuðning við fyrrum Bath-ista. Er rétt að muna að Kúrdar urðu eins og Shítar fyrir miklum búsifjum af Bathista stjórn Saddam Hussain. T.d. var fræg gas árás til þess að Vesturlönd settu upp svokallað "no fly zone" í N-Írak til að vernda sérstaklega Kúrda.
Það er nánast eins og að Maliki sé að segja við Kúrda án þess að segja það hreint út - - hundskist þið burt.
Ætli það einmitt verði ekki útkoman! Endanlegur klofningur Íraks.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning