9.7.2014 | 03:22
Enn eina ferðina ætla stjórnvöld í Ísrael að refsa Hamas með sprengjuherferð á Gaza
Það eru vangaveltur hvort verður að innrás inn á Gazasvæðið, en flestir fréttaskýrendur virðast telja að svo verði ekki. En samskipti Ísraels og Hamas hreyfingarinnar, hafa verið um fjölda ára, föst í því fari - að báðir aðilar hata hinn eins og pestina sjálfa.
En á sama tíma, þó sérkennilegt virðist, má hvorugur af hinum sjá.
Með hvaða hætti hefur Ísrael "þörf fyrir Hamas?"
Þetta getur virst einhverjum sérkennilegt, en Ísrael mjög sennilega - getur gert út af við Hamas.
En hingað til, virðist það í reynd henta Ísrael betur, að núverandi ástand viðhaldist.
Israel Steps Up Airstrikes in Gaza
Hamas rockets land deep in Israel as it bombards Gaza Strip
Israel and Hamas Trade Attacks as Tension Rises
Israel Warns Gaza Targets by Phone and Leaflet
Eins og einhver ef til vill veit, hófst núverandi lota á ráni og morði á 3-ísraelskum unglingum.
Stjórnvöld í Ísrael, hafa ásakað Hamas um að bera ábyrgð á þeim morðum. Öfugt við Fatah hreyfinguna, sem fordæmdi verknaðinn. Lofaði Hamas hreyfingin þá sem frömdu hann - gagnrýndi Fatah þ.e. heimastjórnina á Vesturbakkanum, fyrir linkind gagnvart Ísrael - er hún aðstoðaði við leit að ungmennunum.
Sjálfsagt mundi einhver segja, að það sé um að gera fyrir Ísrael, að þurrka út Hamas hreyfinguna - fyrst að Ísrael líklega getur.
En vandinn er þá, hvað tekur síðan við.
Ótti virðist til staðar, að enn róttækari hreyfingar en Hamas - mundu taka yfir Gaza svæðið, sem ísraelsk stjv. væri algerlega ómögulegt að semja við.
En þó síðasta vopnahlé Ísraels og Hamas sé bara 20-mánaða gamalt eða svo. Þá virðast þau halda nokkurn veginn - um hríð, þó þau endist ekki neitt ákaflega lengi.
Haft er eftir ísraelskum öryggissérfræðingum - líkingin um að "slá blettinn eða slá grasið, við og við."
Þ.e. að þess á milli að Ísrael ræðst að Hamas, endurnýi Hamas vopnabirgðir sínar á Gaza, sem Ísrael síðan eyðileggi stórum hluta í næstu hrinu.
- Af hverju Ísrael þarf á Hamas að halda, skýrist þá af því - að án Hamas, mundi Ísrael líklega telja sig þurfa, að viðhalda stöðugri hersetu á Gaza ströndinni.
- En með Hamas við völd, þá sé þess ekki þörf.
Þannig í ákveðinni kaldhæðni - má segja að Hamas spari Ísrael umtalsverð fjárútlát.
Og hins vegar sennilega þau dauðsföll sem herseta mundi óhjákvæmilega kosta.
Fyrir Hamas, þá auðvitað er tilvist Ísraels sjálf ástæða tilveru þeirrar hreyfingar, án Ísraels væri ósennilegt að það væri til staðar slík hreyfing.
Niðurstaða
Vegna þess að Ísrael vill í raun og veru ekki þurrka Hamas út, þá virðast árásir Ísraela á Hamas hreyfinguna, miða við það - að halda henni nægilega sterkri svo hún missi ekki stjórn á Gaza svæðinu, og við taki hugsanlega "enn hættulegra fyrir Ísrael ástand þar." En samtímis, að halda hernaðararmi Hamas nægilega veikum, til þess að hernaðararmur Hamas sé í reynd - engin umtalsverð hernaðarógn.
Sennilega mun Ísrael varpa sprengjum í nokkra daga.
Síðan mun væntanlega taka gildi - enn eitt vopnahléið.
Eftir að báðar fylkingar telja sig hafa náð fram sínum "áróðurs-sigri."
Hamas er auðvitað einnig í sínum eigin jafnvægisleik, þ.e. þarf halda róttækari hreyfingum í skefjum svo þær taki ekki völdin af Hamas, en á sama tíma þarf að sýna fram á öðru hvoru að Hamas sé mikilvægasta róttæka andstöðuhreyfing Palestínumanna gagnvart Ísrael.
Þannig getur meira en verið, að það henti einnig Hamas - að þessar skærur með hléum eigi sér stað.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 521
- Frá upphafi: 860916
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 468
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hamas heldur aðeins aftur af Hizbollah. Sem eru aftur samtök sem hata hvor önnur. Af trúarlegum ástæðum: sko; Hamas er Sunni, Hizbollah er Shia.
Ekki veit ég nákvæmlega (eða nokkurnvegin, ef út í það er farið) hvað hizbollah er að gera núna, en seinast er ég vissi voru þeir eitthvað að þvælast í Líbanon. Voru þá talsvert öflugri hópur en Hamas.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.7.2014 kl. 08:31
Ekki Hesbollah, ég held menn séu frekar að velta fyrir sér hvort ISIS geti hreyðrað sér þarna fyrir. Mun ólíklegra að Shíta hreyfing komi sér þarna fyrir. Það virðist vera hindrun á flæði milli öfgahópa Shíta og Súnníta, þ.s. þeir gjarnan hata hvorn annan. Þó að í þessu tilviki hafi verið í gegnum árin eitthvert samstarf milli Hamas og Hesbollah. Sé afar ólíklegt að róttæk Shíta hreyfing geti komið sér fyrir á Gaza. En annað gildi um róttækar Súnníta hreyfingar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.7.2014 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning