Sagan endurtekur sig, Pútín vs. Mússólíní?

Mér finnst ákaflega áhugavert að gera samanburð, ekki á Pútín og Hitler eins og er dálítið vinsælt, heldur Pútín og Mússólíní. Í því samhengi rifja ég upp svokallað, Abyssiníu stríð!

Hvað var: Abyssinía? 

Þetta var það sem landið Eþíópía var nefnd fyrir Seinna Stríð. Ég kann ekki nákvæm deili á því, af hverju landið hét þá Abyssinía.

En þ.e. ágætt að muna, að Tæland hét áður, Síam. Hafði það nafn alveg fram yfir Seinna Stríð, gekk einnig í gegnum nafnbreytingu.

 

Sagan endurtekur sig

Þegar Mussólíní fyrirskipar innrás í Abyssiníu sem hófst í Október 1935, var heimurinn í viðjum "heimskreppunnar miklu."

Abyssinía var meðlimur af "Þjóðabandalaginu eða League of Nations" - Þjóðabandalagið var nokkurn veginn sama hugmynd, og Sameinuðu Þjóðirnar.

Ítalía var einnig meðlimur af Þjóðabandalaginu. Alveg eins og er í dag, skv. reglum SÞ í samræmi við sáttmála sem aðildarþjóðir hafa undirritað, var meðlimaþjóðum Þjóðabandalagsins - bannað að ráðast hver á aðra, eða, bannað að leggja aðra aðildarþjóð undir sig og hernema, einnig var skv. reglum Þjóðabandalagsins eins og er í dag skv. reglum SÞ, einstökum aðildarþjóðum - - > Bannað að stela landi af aðildarþjóð, og færa inn fyrir sín landamæri.

Þjóðabandalagið snerist sem sagt um hástemmda drauma um varanlegan frið, og friðsamlegt samstarf þjóða. Hugmyndir sem í dag eru kjarni hugmyndafræðinnar að baki SÞ.

  • Þegar Ítalía réðst á Abyssiníu, þá eðlilega fór keisari landsins, Haile Selassie, fram á fordæmingu alþjóða samfélagsins, sem hann fékk greiðlega - - og mikill meirihluti meðlimaríkja Þjóðabandalagsins fordæmdi aðgerðir Mússólínís.
  • Á sama tíma fór hann fram á stuðning aðildarþjóða Þjóðabandalagsins, en þá þynntist heldur betur í aðgerðum:
  1. Vestur Evrópa, Bandaríkin, og nokkur fjöldi ríkja t.d. í S-Ameríku, fordæmdi aðgerðir Ítalíu.
  2. Meirihluti aðildarþjóða Þjóðabandalagsins, kom sér saman um, refsiaðgerðir.
  • En Haile Selassie, fékk engar vopnasendingar.
  • Hann fékk heldur engar hersveitir - til stuðnings.
  • Ítalíu var heldur ekki hótað neinum afarkostum, umfram efnahagslegar refsiaðgerðir.

Herför herja Ítalíu lyktaði síðan með fullum sigri maí 1936, og hernámi Abyssiníu. Í kjölfarið, náðu vinsældir Mússólíni - - hámarki. Hann virtist mönnum vera maðurinn sem gat. Meðan að V-Evrópa og N-Evrópa, gátu ekki gert annað en, horft á.

Í kjölfarið varð töluvert aukning í vinsældum fasistaflokka víða um Evrópu.

En refsiaðgerðirnar, bitu samt sem áður - þó það tæki tíma.

Afleiðing Abyssiníu stríðsins, virðast hafa verið: A)Efnahagur Ítalíu beið töluverðan hnekki af refsiaðgerðunum, þó það tæki tíma að koma fram. B)Samskipti Ítalíu og Vesturvelda, versnuðu í kjölfarið og bötnuðu síðan ekki aftur, það greri ekki um. C)Mússólíni gat ekki bakkað með málið, með fjandskap Vesturvelda og refsiaðgerðir, þá smám saman hallaði hann sér í vaxandi mæli, að hinu nýja rísandi veldi: Adolf Hitlers!

Eins og er þekkt, þá kom Mússólíní ekki vel út úr því samstarfi.

Á endanum tapaði hann líftórunni, og auðvitað völdum.

 

Það er einmitt áhugavert, að taka eftir því að Pútín virðist vera að íhuga í fullri alvöru, að halla sér að Kína

Það er spurning hvort að það virkilega höfðar til Pútíns, að vera - - varahjól undir vagni Kínverja?

Tja, að einhverju leiti sambærilegt við það, er Mússólíni varð varahjól undir vagni Hitlers.

Russian companies prepare to pay for trade in renminbi

Þetta er áhugaverð "speglun á sögunni" - - að sjálfsögðu er endurtekningin ekki nákvæmlega eins.

T.d. á 4. áratugnum, voru það Japanir sem nöguðu svæði af Kína sbr: Mukden Incident.

Því má mörgu leiti líkja við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Og eins og yfirtaka Krímskaga snerist að flestum líkindum um "auðlyndir" - - snerist sannarlega yfirtaka Japans á Mansjúríu um auðlyndir þess svæðis.

Sjá hvernig Rússar græða auðlyndir á yfirtöku Krímskaga: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

En þ.e. áhugavert, að Pútín virðist vera að halla sér að - - öðru einsflokks ríki.

Ekki ósvipað því, að Mússólíni, undir þrýstingi reiðra vesturvelda og refsiaðgerða þeirra, í kjölfarið fór í vaxandi mæli að halla sér að Þýskalandi, sem þá var þegar undir stjórn Nasista.

  • Það má þannig séð segja, að "sagan rímar" eins og Steinbeck sagði að hún gerði.

Endurtekur sig með tilbrigðum.

---------------------------------

Eins og ég hef bent á, þá getur Rússland verið að taka mjög umtalsverða áhættu af bandalagi við Kína: Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

Alveg eins og með bandalag Mússólíní og Hitlers, væri bandalag Rússlands og Kína. Langt, langt frá að vera bandalag jafningja - Kína yrði algerlega drottnandi aðili í slíku samstarfi, tel ég. Og líklega mundi slíkt samstarf enda illa fyrir Rússland, tel ég, munum að samstarfið endaði illa fyrir Mússólíní.

Að auki er rétt að muna, að Kína er þegar farið að með sínum hætti að naga undan Rússlandi, og ég á fastlega von á að Kínverjar muni áfram naga undan Rússlandi: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn

Mín rökstudda skoðun er sú - - að Rússland geri mjög alvarleg mistök, að hefja samstarf við Kína.

En Kína með 10-faldan fólksfjölda, sögulega með harma að hefna gegn Rússlandi, sem Kínverjar hafa pottþétt ekki gleymt - - er ég algerlega viss um, að er til mikilla muna hættulegri bandamaður fyrir Rússland, en hugsanlega Vesturveldi mundu verða - ef Rússland mundi þess í stað gerast bandamaður þeirra.

Það auðvitað þíddi - - enda á stórveldis drauma Rússlands. En, bandalag við Kína, þíðir það einnig.

 

Niðurstaða

Ég árétta að auki, að hugsanlegt bandalag Kína og Rússlands, mundi líklega ekki leiða til beinna stríðsátaka við Vesturveldi. Þar koma til kjarnavopn. Tilvist þeirra.

Á hinn bóginn, er vitað að Kína ætlar að með einhverjum hætti, umbreyta valdahlutföllum á Jörðinni. Hingað til hafa slíkar breytingar ávalt leitt til átaka.

Á sama tíma, er Rússland eins og var með Ítalíu, miklu mun veikara land en hugsanlegt bandalagsríki. Og í báðum tilvikum, er hugsanlegur bandamaður - - a.m.k. eins "ruthless."

Eins og ég rökstyð á færslum hlekkjað á að ofan, tel ég að Rússland muni fara mjög illa - í slíku bandalagi. Það gæti orðið einhvers konar "sjálfsmorð" fyrir Rússland.

Kínverjar hafi í reynd, mun minni samúð með Rússum og rússneskri menningu, en þjóðir þær sem nefnast "Vesturveldi." Það að Kína er 10-falt fjölmennara. Ætti að fylla Rússa verulegum beyg.

Sennilega er einmitt Kína, eina landið í heiminum sem virkilega getur gleypt Rússland, og melt svo á eftir án þess að verða af - bumbult. En þau lönd sem hingað til hafa ráðist á Rússland, hafa jafnaði verið fámennari og smærri. Því hafa Rússar sigrað fyrir rest.

Þeir hafa hingað til ekki prófað - - að taka áhættu á samstarfi við miklu mun fjölmennara land.

Vesturveldi hafa ekki hundruð milljónir af "surplus population."

Yfirtaka Kína yrði þó sennilega ekki með innrás, heldur eins og ég útskýri - í gegnum "efnahagslega drottnun." Og spillingu þá sem ríkir innan embættiskerfis Rússlands.

---------------------------------------

Set inn áhugaverðan hlekk: Ukraine: Human Rights Watch Letter to Acting President Turchynov and President-Elect Poroshenko

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Nei hérna Einar sagan endurtekur sig aftur og aftur hvað varðar Bandaríkin eða þeas. eftir því sem John McMurtry segir:  "This is why the destruction of Russia has been long planned by geostrategist Zbigniew Brzezinski - first in Afganistan where he rallied the orginal jihadists to fight the Soviet Union along with tens of billions in US cash and weapons which developed into 9/11 and the 9/11 wars. In Ukraine the US continues the strategy... This same method bled Yugoslavia dry and then the USSR, and has worked from Afghanistan through Iraq and Serbian -Kosovo wars to Syria, to Somalia, Mali and Nigeria under many names, but almost always it turns out the terror is manipulated by US money, armes and connections."   (Flashpoint In Ukraine, How the US Drive for Hegemony Risks World War III, bls. 255)


"...events they planned months in advance. Events that they deliberately triggered are being misrepresented as sudden, astonishing, unjustified “Russian aggression”. The United States and the European Union undertook an aggressive provocation in Ukraine that they knew would force Russia to react defensively, one way or another.

They could not be sure exactly how Russian president Vladimir Putin would react when he saw that the United States was manipulating political conflict in Ukraine to install a pro-Western government intent on joining NATO.  This was not a mere matter of a “sphere of influence” in Russia’s “near abroad”, but a matter of life and death to the Russian Navy, as well as a grave national security threat on Russia’s border.

A trap was thereby set for Putin. He was damned if he did, and damned if he didn’t.  He could underreact, and betray Russia’s basic national interests, allowing NATO to advance its hostile forces to an ideal attack position.

Or he could overreact, by sending Russian forces to invade Ukraine.  The West was ready for this, prepared to scream that Putin was “the new Hitler”, poised to overrun poor, helpless Europe, which could only be saved (again) by the generous Americans.

In reality, the Russian defensive move was a very reasonable middle course.  Thanks to the fact that the overwhelming majority of Crimeans felt Russian, having been Russian citizens until Khrushchev frivolously bestowed the territory on Ukraine in 1954, a peaceful democratic solution was found.  Crimeans voted for their return to Russia in a referendum which was perfectly legal according to international law, although in violation of the Ukrainian constitution, which was by then in tatters having just been violated by the overthrow of the country’s duly elected president, Victor Yanukovych, facilitated by violent militias.  The change of status of Crimea was achieved without bloodshed, by the ballot box.

Nevertheless, the cries of indignation from the West were every bit as hysterically hostile as if Putin had overreacted and subjected Ukraine to a U.S.-style bombing campaign, or invaded the country outright – which they may have expected him to do.

U.S. Secretary of State John Kerry led the chorus of self-righteous indignation, accusing Russia of the sort of thing his own government is in the habit of doing. “You just don’t invade another country on phony pretext in order to assert your interests. This is an act of aggression that is completely trumped up in terms of its pretext”, Kerry pontificated.  “It’s really 19th century behavior in the 21st century”. Instead of laughing at this hypocrisy, U.S. media, politicians and punditry zealously took up the theme of Putin’s unacceptable expansionist aggression. The Europeans followed with a weak, obedient echo.

 

It Was All Planned at Yalta

 In September 2013, one of Ukraine’s richest oligarchs, Viktor Pinchuk, paid for an elite strategic conference on Ukraine’s future that was held in the same Palace in Yalta, Crimea, where Roosevelt, Stalin and Churchill met to decide the future of Europe in 1945.  The Economist, one of the elite media reporting on what it called a “display of fierce diplomacy”, stated that: “The future of Ukraine, a country of 48m people, and of Europe was being decided in real time.” The participants included Bill and Hillary Clinton, former CIA head General David Petraeus, former U.S. Treasury secretary Lawrence Summers, former World Bank head Robert Zoellick, Swedish foreign minister Carl Bildt, Shimon Peres, Tony Blair, Gerhard Schröder, Dominique Strauss-Kahn, Mario Monti, Lithuanian president Dalia Grybauskaite, and Poland’s influential foreign minister Radek Sikorski.  Both President Viktor Yanukovych, deposed five months later, and his recently elected successor Petro Poroshenko were present. Former U.S. energy secretary Bill Richardson was there to talk about the shale-gas revolution which the United States hopes to use to weaken Russia by substituting fracking for Russia’s natural gas reserves.  The center of discussion was the “Deep and Comprehensive Free Trade Agreement” (DCFTA) between Ukraine and the European Union, and the prospect of Ukraine’s integration with the West.  The general tone was euphoria over the prospect of breaking Ukraine’s ties with Russia in favor of the West.”
http://www.globalresearch.ca/tightening-the-u-s-grip-on-western-europe-washingtons-iron-curtain-in-ukraine/5386090

Sjá einnig hérna Newly installed President Poroshenko Pledges to Militarise Ukraine and Crush Rebellion in the East

 

World War III, Class Conflict and the History of Warfare. The Global Corporate Elites against The World’s People

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 00:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Geisp, ég er alltaf jafn stöðugt hissa á því hverskonar þvæla þú virðist til í að trúa.

Einungus rússn.öfgaþjóðernissinni, getur ímyndað sé þá þvælu, að NATO aðild Úkraínu væri raunveruleg hætta fyrir Rússland. Þ.e. ekki nokkur möguleiki í raunveruleikanum á því, að slík innrásarsviðsmynd geti gerst - en einungis þeir sem hafa gersamlega tapað öllum raunveruleikatengslum, mundu ráðast að fyrra bragði á land, sem enn ræður yfir nægum kjarnavopnum til að eyða öllu lífi á Jörðinni.

Þ.s. gerðist var að Rússland ákvað að ræna Úkraínu auðlyndum sínum, þ.e. þeim sem fylgja hafsbotnsréttindum í tengslum við Krímskaga, síðan hafsbötnsréttindum við Azovshaf, ef Donetsk gengur í Rússland, og ef Luhansk það einnig gerir, þá hefur Rússl. náð öllu Donbass svæðinu, og kölalögunum þar sem og iðnaðinum sem fram að þessu hefur skaffað 40% af útfl. tekjum Úkraínu.

Á eftir verður Úkraína skilinn eftir - - miklu mun fátækari en áður. Og að auki rúin þeim framtíðar auðlyndum sem annars hefðu fallið landinu í skaut, með því að Krímskagi hefði áfram fylgt Úkraínu.

Rússland hefur skýrt mótíf, þ.s. hagvöxtur hefur verið í hnignun í Rússl. sl. 2 ár og það mældis kreppa í fyrsta sinn í nokkur ár, fyrstu 3 mánuði þessa árs. En Kína hefur verið að taka Mið-Asíu auðlyndirnar af Rússum allra síðustu ár.

Þannig að Rússar þurfa ef þeir ætla að halda áfram að bæta sín kjör, að arðræna Úkrainu í orðsins fyllstu merkingu. Og nákvæmlega það eru Rússar að gera.

  • Allt annað sem Rússar halda fram sem skýringar, eru blekkingar. 

Fyrir utan, að enginn möguleiki er á því að Úkraína hefði sagt upp langtímasamningi við Rússland um Sevastopol flotastöðina, þ.s. á móti fékk Úkraína 50% afslátt á gasverði frá Rússlandi - - afsláttur sem Úkraína hefði aldrei gefið eftir. Því hann var greiðsla Rússa, þ.e. leigan fyrir Sevastopol.

Þessi svokallaða greining - er þvættingur af verstu sort.

---------------

Global Research er skipulagpur áróðursvefur sem flytur ekkert annað en áróður og lygar. En þarna er snúið algerlega út úr fundi, sem haldinn var - þ.s. Úkraínu var boðin ákaflega sambærilegur viðskiptasamningur við ESB, og tja - - EES.

Einungis rússn.áróðursmeistarar eða handbendi þeirra, geta steikt saman þá endaleysu, að í slíku tilboði felist einhvers konar samsæri gegn Rússlandi.

Það að sennilega trúa rússn.öfgaþjóðernissinnar þeirri endaleysu, sýnir eiginlega hve galin slíkur málflutningur er.

----------------------

Ítreka, þú þarft að losa þig út úr þeim lygavef sem þú virðist fastur í. Þ.s. vefsíður svokallaðar óháðar, virðast vera í því hlutverki að dreifa skipulögðum rússn.áróðri út um vefinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2014 kl. 04:19

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 09:26

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekkert "regime change manual" til. Nema í hugarheimi þess sem segist hafa uppgötvað slíkt. Augljóslega tilbúin saga.

"False flags" ásakanir eru orðnar afskaplega kliskjukenndar, af hálfu "ultra paranoid" netverja.

Maður á alltaf að gjalda varhug við vefjum sem hafa tiltilinn "TRUTH." En þ.e. ágætis þumalfingursregla, að slíkir vefjir séu einmitt ekki að flytja sannleikann.

En þegar menn sveipa sig "meintum sannleika" með upphrópunum, er það sterk vísbending þess - að þar sé e-h annað á ferðum, en sannleikur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2014 kl. 01:26

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sagan af Úkraínu af afskaplega einföld, sá sem er að rupla og ræna landið, er mjög augljóslega Rússland - - eins og ég listaði upp, að Rússland græðir:

  1. Hafsbotnsréttindi sem fylgja Krímskaga.. Verðmæti getur numið tugum milljarða bandar. dollara.
  2. Hafsbotnsréttindi við Asovshaf, ef Donetsk hérað einnig gengur í Rússland. Það geta einnig verið verðmætar oliu- og gaslindir undir botninum.
  3. Kolalögin í Donbass lægðini, ef bæði Luhansk og Donetsk ganga í Rússland, en enn eru þar mikil kolalög. Mjög verðmæt auðlind.
  4. Ekki síst, allur sá iðnaður sem er í Donetsk og Luhansk, sem enn þann dag í dag, er mikið til gíraður til að framleiða fyrir Rússland, t.d. Antonov risaflutningavélar, sem enn eru notaðar af rússn. hernum. Þar er einnig framleiðsla á skriðdrekum sem þá flyst til Rússllands. Ekki má gleyma Zenit eldflaugum, sem geta borið gervihneitti á sporbaug. Svona má lengi telja upp gríðarlegan gróða Rússlands.

Í samanburði eru ásakanir gegn Bandaríkjunum, og Vesturveldum - hlægilegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2014 kl. 01:34

7 Smámynd: Snorri Hansson

Einar Björn. Ég hef lesið fjölmargar góðar greinar eftir þig en þessi samsetningur  er svolítið vandræðalegur .

 Eins og þú hefur sjálfsagt lesið fyrir um hálfum mánuði síðan var grein í Spiegel Þar sem það er fullyrt að vestur veldin hafi tapað áróðursstríðinu fyrir Rússum um Úkraínu.  Þá fullyrðingu tel ég vera rétta.

Auðvitað hafa Rússar velt fyrir sér lengi hvað þeim hefur fundist fáránlegt þegar Gorbashef úthlutaði Úkraínu   Krímskaga og velt fyrir sér hvernig þeir gætu náð honum aftur án mikilla vandræða.

Það að ESB og USA „ aðstoðuðu“  við uppreisnina á friðartorginu í Kiev  og að koma ráðandi stjórn frá var algjör  pólitísk kórvilla.

 Þótt Kiev væri höfuðborg  voru stór svæði landssins alls ekki með í þessum leik og því fór sem fór. Og  brellan að kenna Rússum um allt klúðrið frá a-ö bara virkaði ekki og heimurinn horfði á þetta sem brellu.

Rússar aftur á móti notuð glundroðan við að engin gild stjórnvöld voru í Úkraínu til að eigna sér Krím aftur á mjög   auðveldan og átakalausan hátt. Það má sjálfsagt skammast út í það en lítið annað.

USA og ESB eru þarna að vinna sér ný áhrifasvæði  og  Rússar að verja sína hagsmuni. Eg hef ekki skynjað  það að Rússar ásetjist austursvæði Úkraínu frekar. En það er augljóst að margir íbúanna þar vilja frekar teljast Rússar.

 Úkraína er jafn gjaldþrota og áður og líklega hefur fyrverandi forseti haft rétt fyrir sér að farsælla væri að fá aðstoðina  frá Rússum.

Snorri Hansson, 11.6.2014 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband