20.5.2014 | 23:14
Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
Málið er að íbúatala Rússlands er ekki nema ca. 10% af íbúatölu Kína. Að auki eru flest svæði í A-Síberíu ákaflega fámenn, byggð afskapleg dreifð. Til viðbótar, tilheyrðu svæðin í Síberíu á strönd Kyrrahafs næst Kína - - Qing veldinu fram á 19. öld. Reyndar gerðu Rússar og Qing veldið landamærasamning sín á milli á 17. öld - "Treaty of Nerchinsk" 1689. Skv. honum eru landamæri Kína og Rússlands, verulega önnur en þau eru í dag.
Skv. þeim samningi tilheyrði allt vatnasvæði "Amúr" árinnar, eins og hún er kölluð af Rússum, og landið í kring - - Kína. Síðan á 19. öld, þegar veldi Kína hafði veikst töluvert. Þá færði Rússland landamærin til, og komst upp með það, neyddi Kína til að formgera nýtt samkomulag um þau landamæri "Treaty of Aigun" 1858 - - í dag tilheyrir ca. helmingur Amúr svæðisins Rússlandi.
Eins og allir þekkja, þá gleyma Kínverjar engu - - og allra, allra síst - fyrirgefa þeir þ.s. þeim hefur verið gert, nú eru spilin að þróast töluvert á annan veg.
Það er, veldi Kína er hratt vaxandi, meðan að þó svo að Pútín sprikli töluvert nú, er Rússland í reynd "land í hnignun" sbr. hin hraða hnignun íbúatölu Rússlands.
Eins og ég fjallaði um nýlega: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Eru Kínverjar óðum að taka yfir fyrrum yfirráðasvæði Rússlands í Mið-Asíu, en fram á síðustu ár hefur Rússland "de facto" átt það svæði, og um margt farið svipað með þau lönd - - og Bandaríkin á árum áður fóru með Mið-Ameríku, þegar menn kölluðu hana "bakgarð Bandar."
Og arðrændu Rússar þau lönd af fullkomnu miskunnarleysi - - með því að nýta þeirra olíu og gas, borga fyrir smánarverð, síðan stórgræða sjálfir á því að selja hvort tveggja á miklu hærra verði á Vestrænum mörkuðum.
En nú eru Kínverjar í óða önn að reisa 3-leiðsluna í gegnum Kyrgistan til Túrkmenistan, sem þíðir að Kínverjar geta þá dælt nánast öllu því sem framleitt er við "Kaspíahaf" til Kína, en Túrkmenistan er á strönd þess stærsta stöðuvatns heims.
- Rússar hafa sjálfir sýnt öðrum þjóðum algert miskunnarleysi - ég benti á það um daginn hvernig þeir eru skipulega að ræna Úkraínu auðlindum þess lands: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu - en þegar þeir eru nú að ræða við Kínverja - - held ég sannarlega að þeir hafi hitt fyrir ömmu sína.
- En þar fer þjóð, sem er í engu meir tillitsöm við aðrar þjóðir, en Rússar. Þetta sýna t.d. deilur Kínverja við nágrannalönd, t.d. nýleg átök við Víetnam. Vill Kína eiga nánast allt S-Kína haf, nánast upp að ströndum hinna landanna. Eignast þar með allar auðlyndir þar og hafsbotnsréttindi.
- En vandinn fyrir Rússar er sá - - að Kínverjar eru þegar orðnir "öflugari en þeir" en þ.s. er verra, að "veldi Kína fer hratt vaxandi." Samtímis að Rússlandi hnignar.
Russia, China yet to agree on gas deal price
Russia and China wrestle over gas deal
Ný frétt, skv. henni hefur verið ákveðið að undirrita gas-samkomulag, en skv. frétt í morgun miðvikudag, þá leit út að viðræðum væri slegið á frest.
China and Russia sign gas deal
Spurning hvort að Pútín gaf eftir, en morgunfréttin var skv. tilkinningu kínv. ríkisgasfyrirtækisins.
Eins og sést á kortinu að neðan, eru löndin í A-Síberíu afskaplega strjálbýl
Helst eru það svæðin næst Kína að nokkur hópur af fólki virðist búa!
Skv. umfjöllun Financial Times, ætlar Pútin með samkomulagi um "gassölu" til Kína, að sýna Vesturlöndum fram á, að Rússland hafi aðra möguleika.
Nokkurs konar svar við "refsiaðgerðum Vesturlanda" og hótunum Vesturlanda um frekari refsiaðgerðir.
En á sama tíma, séu Kínverjar að "notfæra sér ástandið" til að pína Pútín til að "samþykkja óhagstætt verð" á því gasi sem hann hyggst selja.
Ef gassalan á að fara fram, mun þurfa að reisa nýja leiðslu en í dag eiga Rússar enga leiðslu beint til Kína, það mun óhjákvæmilega taka nokkurn tíma. Viðræður kvá vera í gangi milli rússn. og kínv. fyrirtækja, um tilhögun framkvæmdar - - ef til hennar kemur.
- Áhættan sem Rússland tekur felst augljóslega í því, að ef kínv. fyrirtæki og fjárfestar fara að verða fyrirferðamikil innan A-héraða Rússlands, þ.s. svo fáir í reynd búa.
- Munum eftir hinni gríðarlegu spillingu sem til staðar er innan rússn. embættismannakerfisins, þ.s. hver sá sem á næga peninga, virðist geta pantað sér nánast hvað sem er - þ.e. að lög og reglur skipti þá ekki máli. Séu bara fyrir þá sem "ekki eiga næga peninga."
- En það þíðir, að ef kínv. fjárfestar verða fyrirferðamiklir á A-svæðunum, þá geta þeir fljótlega nánast eignast embættismannakerfið á þeim svæðum, þ.s. hver sá sem á mest af peningum virðist sjálfkrafa ráða ferðum innan Rússlands. Í krafti spillingar kerfisins.
- Kínv. aðilar gætu þá fengið "reglum vikið til hliðar" - "t.d. reglum tengdum fj. kínv. starfsm." Kínverjum gæti smám saman fjölgað á þeim svæðum - - eftir nokkurn tíma, gæti það hafa gerst að "kínverjar ráði miklu meira í A-Síberíu, en miðstjórnarvaldið í Moskvu.
Á endanum, gæti Kína gert Rússum það sama - - og Rússar gerðu Kínverjum á miðri 19. öld, þ.e. að breyta landamærum landanna.
- Við höfum orðið vitni að því undanfarið, að Rússland er að gera tilfæringar á landamærum Úkraínu og Rússlands, sem ef allar ganga í gegn - - munu stórum hluta færa auðlindir Úkraínu yfir í rússn. eigu.
- Kínverjar grunar mig, ef Rússland hleypir þeim of nærri sér, geta gert Rússum það sama á endanum, og þeir eru í dag að gera Úkraínumönnum.
Niðurstaða
Það er einmitt málið, að við hliðina á Kína er Rússland "krækiber." Þó að landfræðilegt umfang Rússlands sé meira, skiptir meira máli að - - Kína er þegar orðið miklu mun öflugara land efnahagslega. Á sama tíma, er Kína einnig hröðum skrefum að fara framúr Rússlandi á hernaðarsviðinu. Að auki með nærri 10-faldan fólksfjölda, og afskaplega löng landamæri við Rússland.
Þá ættu allir sem hafa augu að geta séð, að Rússlandi stafar sennilega af engu landi meiri hætta, en einmitt af Kína.
Í reynd ætti Rússland að leita eftir bandalagi við Vesturveldi gegn Kína, en eitt og sér er ekki séns í helvíti að Rússland geti staðið í hárinu á Kína.
Sem algerlega jafn "ruthless" þjóð, muni Kínverjar gersamlega eins miskunnarlaust, eins og Rússar mundu sjálfir gera í sporum Kínverja, ganga á lagið gagnvart Rússum og Rússlandi.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Rússland leysir þá "tilvistarkreppu" sem það stefni í, með því að viðhalda óvináttu við Vesturveldi á annan væng - - og hafa Kínaveldi á hinn.
- Þetta þannig séð minnir mann á Pólland á 18. öld, en þá gerðu Rússland og Prússland samkomulag sín á milli, um að "skipta Póllandi bróðurlega á milli sín."
Spurning hvort það verða endalok Rússland, að það skiptist milli Vesturvelda og Kína, Vesturveldi á endanum fái evr.hl. Rússlands upp að Úralfjöllum, en Kína löndin A-við Úral?
- En ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig Rússland mun fara að því á næstu áratugum, að endast hreinlega í stórveldakeppni við mun öflugari lönd á báða kanta.
- Nánast eina landið í heiminum, sem Rússland getur gert bandalag við, sem eitthvað munar um, væri Indland.
Nema að Rússland taki annan kúrs, og formlega í stað þess að leitast við að keppa við Vesturveldi og Kína á sama tíma, gangi í bandalag við Vesturveldi. Eins og ég útskýrði í nýlegri færslu, tel ég að það væri skártsta framtíðin fyrir Rússland í boði: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.5.2014 kl. 12:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Í reynd ætti Rússland að leita eftir bandalagi við Vesturveldi gegn Kína, en eitt og sér er ekki séns í helvíti að Rússland geti staðið í hárinu á Kína.
Sem algerlega jafn "ruthless" þjóð, muni Kínverjar gersamlega eins miskunnarlaust, eins og Rússar mundu sjálfir gera í sporum Kínverja..... með því að viðhalda óvináttu við Vesturveldi á annan væng - - og hafa Kínaveldi á hinn."
Hvernig ætti Rússland að fara að því að leita eftir einhverju bandalagi við vesturveldin, þegar að vesturveldin standa fyrir öllum þessum endalausa stríðsrekstri í Írak, Afganistan, Pakistan, Yemen, Sómalíu, Sýrlandi og öðrum löndum eða alltaf hérna stríði fyrir olíu og/eða stríð ofan á frið, Einar?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 13:13
Engar áhyggjur, sem kjarnorkuveldi er Rússl. hernaðarlega séð í engri hættu, áhætta af slíku bandalagi engin hvað slíkt varðar.
Varðandi stríðin sem þú telur upp, er þetta afskaplega sérkennileg upptalning. Eitt landið Yemen hefur verið stjórnlaust í nærri 30 ár - þar fara bófaflokkar, sjálfskipaðir "warlordar" og hryðjuverkamenn hamförum, það land sem hefur einna mest skipt sér af því landi er Kenía, hefur haldið hluta af her sínum innan Sómalíu um nokkurra ára skeið.
Enginn hefur ráðist á Pakistan, kjarnorkuveldi og með milljón manna her - við og við hafa verið þar aðgerðir gegn hryðjuverkaöflum, á svæðum þ.s. pakistanher þó fjölmennur, stjórnar ekki eru í hendi ættarhöfðingja og vopnaðra hreyfinga af margvíslegu tagi.
Varðandi stríðið í Sýrlandi, er það "trúarbragðastríð milli fylkinga súnnita og shíta, þ.s. fjölmennasta land shíta Íran heldur uppi minnihlutastjórn Alavíta í Sýrlandi sem hefur í áratugi viðhaldið ógnarstjórn í því landi, enda eina leiðin að stjórna þannig þegar smár minnihluti landsmanna stendur að baki stjórninni. Á sama tíma, styðja Persaflóa-arabar sem eru súnnítar, skæruhreyfingar súnníta í landinu. Vesturveldi hafa lítt skipt sér af þessu stríði, haldið til hlés - leyft að mestu Aröbum og Persum að sjá um þau átök. Rússland, virðist styðja Sýrlandsstj. og vegna von um gas og olíu undir hafbötninum í lögsögu Sýrlands, rússn.fyrirtæki hafa fengið einkarétt á nýtingu slíkra auðlinda í lögsögu Sýrlands, og vegna mikilvægrar herstöðvar á strönd landsins. Dálítið sérkennilegt að álíta vesturveldi með einhverjum hætti "sek" í þessu máli. Þegar Rússar hafa haft margföld afskipti á sama tíma - - og hafa gert samning við Assad um einmitt nýtingu á olíu og gasi.
Ég veit ekki alveg um hvaða endalausa stríðsrekstur í Írak þú átt við, það eru mörg ár nú liðin síðan Bandar. hvöttu allt herlið frá Írak, þar er nú við völd og hefur verið í meir en áratug, meirihlutastjórn shíta - fremur höll undir Íran. Sú stjórn á nú í átökum við skæruliða al-Qaeda "aligned" skæruliða. Bandar. hafa veitt stjv. þar einhverja aðstoð í þeim átökum, í formi "vopnagjafa."
Þ.e. engin olía í Afganistan, reyndar veit ég ekki um nokkra verðmæta auðlind í því landi, sem hagkvæmt er að nýta. Allt herlið stefnir í að verði hvatt heim undir árslok. Bæ, bæ Afganistan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.5.2014 kl. 21:38
Að mínu mati stafar rússum engin hernaðarógn af kínverjum.Kínverjar munu standa frammi fyrir sama vandamáli og bandaríkin í þessu samhengi.
Það ræðst enginn á kjarnorkuveldi eins og sést á að bandaríkjamenn hafa ekki treyst sér til að troða illsakir við rússa þrátt fyrir margfaldann hefðbundinn hernaðarmátt. Til dæmis í Sýrlandi og Úkraúnu. Það sást kannski best í Sýrlandi þegar Kerry ætlaði að fara að slátra Assad gat hann það ekki vegna andstöðu rússa.
Helsta vandamál Putins er hvernig hann ætlar að koma í veg fyrir að kínverjar gleypi efnahag Rússlands. Kínverjar hafa sótt mjóg í að fjármagna ýmis verkefni í Rússlandi ,en Putin hefur verið mjög íhaldssamur á að láta það eftir þeim.
Í raun felst verkefni hans helst í að standa á bremsunni til að framkvæmdir fari ekki fram úr greiðslugetu landsins.Það virðist vera að Gasprom ætli að eiga gaslögnina svo það er kannski ekki svo mikil hætta á ferðum þar.
Andstætt okkur Einar hefur Putin alltaf verið mikill Evrópusinni en alltaf farið bónleiður til búðar.
Fyrir því eru að sjálfsögðu margvíslegar ástæður,
Ein þeirra er tvímælalaust stærð Rússlands,en í einhverskonar nánu samstarfi við ESB,eða ESB aðild ættu rússar tilkall til áhrifastöðu sem þjóðverjar eru ekki tilbúnir að deila.
Það er óhugsandi annað við sameiningu af þeirri stærðargráðu að taka tillit til áherslu rússa í mörgum málum,en ESB er alveg ósveigjanlegt í þeim efnum.
Annað gæti verið mikil spilling í Rússlandi sem fer illa saman við hina fáguðu spillingu ESB
Svo held ég að það lúri ennþá ,einkum í Bretlandi, þessi aldagamli draumur Evrópubúa að það sé kannski hægt að fá auðæfi Rússlands frítt.Það eru orðnir margir leiðangrarnir sem hafa verið farnir í áttina að gullturnunum í Kreml.
Svo er það NATO,en bandaríkjamenn mega ekki til þess hugsa að Evrópa verði of sterk.Síst af öllu vilja þeir að það verði Putin sem tekur undir þegar þeir hringja til Evrópu ,hann á það til að vera svo helvíti hortugur. Þeir vilja auðsveipari símadömu.
Nú virðist vera komin upp sú staða að hann sé orðinn leiður á að koma með blóðnasir heim frá Evrópu og hafi snúið sér til Kína,sem er honum örugglega þvert um geð því hann er fyrst og fremst evrópusinnaður.
Þó að það sé að sjálfsögðu mikil spilling í Rússlandi er það samt eitt sem Putin stoppaði af, en það er að erlend fyrirtæki gætu farið um landið og rænt auðlindum þess með stimplum frá gjörspilltum embættismönnum.Ég held að hausinn mundi ekki hanga lengi á slíkum mönnum ef þeir tækju upp fyrri hætti í þeim efnum.
Þetta er jafnframmt ástæðan fyrir gífurlegum óvinsældum Putins hjá elítu vesturlanda.Hún var svo niðursokkin í að gramsa í gullkistunum að hún gleymdi að tryggja sér hagstæð stjórnvöld í landinu eins og er þó reglan.
Reyndar hefði það kannski reynst þeim erfitt af því rússum hefur aldrei geðjast að að vera rændir, alla vega ekki af útlendingum.
Þetta er líka ástæðan fyrir vinsældum Putins í heimalandinu.
"Munum eftir hinni gríðarlegu spillingu sem til staðar er innan rússn. embættismannakerfisins, þ.s. hver sá sem á næga peninga, virðist geta pantað sér nánast hvað sem er - þ.e. að lög og reglur skipti þá ekki máli. Séu bara fyrir þá sem "ekki eiga næga peninga."
Þessi setning er býsna skemmtileg að hún nær ekki bara yfir Rússland heldur á hún jafnt við um flest vesturlönd.
Munurinn er samt sá að í Rússlandi viðast hlutirnir vera að færast hægt og rólega til betri vegar,en á vesturlöndum virðist lýðræði vera að þurrkast út.Verst er samt staðan í USA þar sem einræði oligarkanna er nánast algert.
Það er alveg sama hverskonar hörmungar þeir leiða yfir þjóðina,þeir eru einfaldlega ekki lögsóttir.
Lýðræði Í bandaríkjunum er löngu orðið að farsa þar sem kjósendur sem nenna að fara á kjörstað kjósa sér þingmann eða forseta sem hefur nánast enga skuldbindingu við kjósandann ,hans hollusta liggur að sjálfsögðu hjá þeim sen fjármögnuðu hann til valda.Stundum eru málefnin svo lítilvæg að oligarkarnir skifta sér ekki af þeim,en ef hagsmunir þeirra og kjósenda fara ekki saman ráða oligarkarnir nánast alltaf eins og nýleg bandarísk rannsókn sýnir.
Oligarkarnir mega samt eiga það að þeir eru farnir að bjóða upp á fleiri liti af forsetum en hefur verið fram að þessu.
Það var einu sinni land sem þar sem:
Landinu var stjórnað með hagsmuni lítillar klíku í huga
Þar sem íbúarnir gátu átt á hættu að verra fangelsaðir ævilangt án þess að vera ákærðir.
Þar sem lögreglan réðist með vélbyssum inn á heimili fólks
Þar sem flölmiðlar í eigu klíkunnar endurómuðu skoðanir hennar án nokkurrar gagnrýni
Þar sem njósnað var um íbúana með öllum meðulum sem tiltæk voru
Þar sem vitneskjan úr njósnunum var notuð til að kúga borgarana.
Þetta var A þýskaland sem nú er að mestu laust undan þessari áþján
Í dag eiga öll þessi atriði við um USA og ástandið fer versnandi.
Það er umhugsunarefni hvernig er hægt að taka jafn frelsiselskandi þjóð og bandaríkjamenn og reyra þá í svona fjötra.
Einhvernveginn hefur tekist að læða þessu inn þannig að flestum finnst þetta bara eðlilegt.
Stór hluti Austur Þjóðverja voru líka sáttir, þvi þeim var sagt að allt væri þetta til að tryggja öryggi þeirra
Ég á erfitt með að trúa að stríðsrekstur bandaríkjamanna á undanförnum áratugum hafi farið framhjá þér.
Vietnam
Kúba
Kongo 1964
Cambodia 1968
Grenada
Serbia
Irak
Afganistan
Þar ofaná bætast svo stríð sem hafa verið háð til aðstoðar allskonar þjóðhöfðingjum ,mis félegum.
Síðan er fjöldinn allur af sértækum hernaðar aðgerðum sem of langt yrði upp að telja.
Það hefur varla liðið það ár frá seinna stríði sem bandaríska hernum hefur ekki verið beitt með einhverjum hætti á erlendri grund.
Þó að mörg stríð þeirra séu ágætlega sýnileg eru þau ekki öll háð með þeirra hermönnum,Í tilfelli Sýrlands t.d. geta þeir treyst á heimamenn og erlenda glæpahópa í þessum efnum en þurfa einungis að passa að þeir hafi nóg vopn og fjármagn til að halda stríðinu gangandi.
Þarna eru á ferðinni klassískt dæmi um stjórnarskifti.Það Eina sem heldur Assad á lífi núna er vernd rússa.Kerry var búinn að ákveða að slátra honum
flest öll stríð bandaríkjastórnar hafa tvenn markmið.Að verja dollarann og að veita bandarísku stórfyrirtækjunum aðgang að auðlindum annara þjóða.Oft fer þetta saman.
Undantekningarnar frá þessu gætu verið Svínaflóinn og Afganistan sem sennilega stafa af særðu stolti.
Borgþór Jónsson, 22.5.2014 kl. 03:21
Sæll Einar Björn
"Enginn hefur ráðist á Pakistan, kjarnorkuveldi og með milljón manna her - við..." Það er aldeilis að þú ert hérna að reyna verja Bandaríkin og Bandaríkjamenn.
Bandaríkjamenn eru og hafa staðið fyrir drome- árásum í Pakistan, og hvar hefur þú verið?
DRONE WARS - Pakistan Suffering As U.S. Continue Unmanned Air https://www.youtube.com/watch?v=N3dxwq0jwMU
Pakistan Drone Attack Raw Video Taken Moments After ... https://www.youtube.com/watch?v=Xsi28UelDdo
En það er rétt þetta er ekki að finna í öllum þessum neocone –fjölmiðlunum er þú lest og fylgist með, ekki satt?
Bandaríkjamenn eru og hafa staðið fyrir drome- árásum í Yemen, þar sem þeir hafa myrt saklausa borgara í giftingarveislum og hvað eina .
Drone strike kills 15 wedding-goers instead of Al-Qaeda convoy in Yemen https://www.youtube.com/watch?v=Zs_Oau0j_B8
'This Week': Yemen Drone Strike https://www.youtube.com/watch?v=TY-2JcvqbI8
Þetta er að samaskapi ekki í neocone- fjölmiðlunum, þar sem að þessar árásir og allt svona hjá bandaríkjum er gegn öllum alþjóðalögum og hvað eina.
"Ég veit ekki alveg um hvaða endalausa stríðsrekstur í Írak þú átt við, það eru mörg ár nú liðin síðan Bandar. hvöttu allt herlið frá Írak.."
Barandaríkjamenn halda upp herstöðvum og stríðsrekstri í Írak og Afganistan, 5 herstöðvar eru ennþá í Írak og 11 í Afganistan, þær eru ekki farnar.
US Army Intense Firefight Afghanistan https://www.youtube.com/watch?v=wl0mBphsV78
Battlefield Iraq: Heavy Clashes And Fighting Between Insurgents And Iraqi Army In The Anbar Province https://www.youtube.com/watch?v=V3zKaWoIkc4
Navy SEALs Heavy Firefight in Iraq https://www.youtube.com/watch?v=bNJj1pAgMmo
"Þ.e. engin olía í Afganistan, reyndar veit ég ekki um nokkra verðmæta auðlind í því landi, sem hagkvæmt er að nýta."
Þú gleymir því að það er olíuleiðsla og ópíum- og kókaínrækt í Afganistan sem að bandarískir hermenn eru og hafa verið að vernda sérstaklega."Varðandi stríðið í Sýrlandi, er það "trúarbragðastríð milli fylkinga súnnita og shíta.."
Í Sýrlandi þá snýst þetta stríð ekki bara á milli Súni og Sita, en það er samt sem áður rétt hjá þetta trúarstríð þar sem að Íslamistar eru og hafa verið að myrða kristið fólk þarna. Allt þetta innrásarlið (Free Syrian Army ) er allt saman aðsent lið frá Kvatar, Kuwait, Saudi Arabíu (Army of Islam, al– Nusra og öðru nafni al- Qaeda), og sem er reyndar einnig fjármagnað af Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum til að halda upp stríði gegn Sýrlandi.
Því eins og þú veist þá verður að fylgja eftir stefnu ziocon (eða öðru nafni neocone) er General Wesley Clark uppljóstraði um í óþökk þeirra (https://www.youtube.com/watch?v=m58jF8_KgzI ) og ráðast næst á Íran með svona pretext-i, ekki satt?.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 12:30
EVR-ASÍU sambandið verður stofnað 2015. Þar verða Rússar,Kínverjar og einhver lönd í kring um þau bæði. Gasleiðsla verður lögð til Kína frá Síberíu og Kína mun byggja stóra höfn við Krímskaga fyrir Rússa sem verður 20 metra djúp. Þessi dýpt 20 metrar virtist mikið aðalmál í fréttinni og minnst á kafbáta í því samhengi . Við lestur þessarar fréttar virtist vera fullfrágengið samkomulag og því ekki afgerandi kúgunarstarfsemi áferðinni eins og Einar er að ía að. Ef þetta fer eftir eins og skrifað er um ætti það að styrkja löndin verulega og gera heiminn öruggari en mynda sterkt jafnvægi við USA , ESB.NATO. Þá var sérstaklega tekið fram að spennan í Úkraínu muni þar engu breyta þessum áformum.
Snorri Hansson, 23.5.2014 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning