19.5.2014 | 02:39
Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu
NYTimes vakti athygli á þessu í áhugaverðri umfjöllun: In Taking Crimea, Putin Gains a Sea of Fuel Reserves. Ég ákvað síðan að leita frekari upplýsinga - - eftir netleit. Þá blasir það við að "nágrannalönd Rússlands" gera sér miklar vonir um olíu undir botni Svartahafs. Það er lönd eins og Tyrkland, Búlgaría og Rúmenía, en ekki síst áður en Rússar tóku Krímskaga, Úkraína. En með yfirtöku Krímskaga, séu þær vonir Úkraínu að nær engu orðnar. En skv. samkomulagi sem nú er í gildi meðal þjóða heims, geta strandríki - - fengið nýtingarréttindi á svæðum á hafsbotni og undir, allt að 230 mílum frá ströndum viðkomandi lands. Sem þá þíðir, að með töku Krímskaga, náði Rússland einnig til sín "gríðarlega miklum hafsbotnsréttindum við Svartahaf." Sem hafi ekki farið framhjá þjóðunum í kring.
Nokkrir áhugaverðir hlekkir:
Crimea may yield trillions in oil riches for Russia and Putin
New ExxonMobil OMV oil drilling platform in Romania
Turkey vulnerable to rising Russian power in the Black Sea
Kortið að neðan sýnir útdeilingu svæða milli alþjóðlegra olíufélaga innan lögsögu Rúmeníu!
Fram kemur í frétt NYTimes, að stjórnvöld Úkraínu höfðu verið í viðræðum við fjölda stórra olíufélaga, vegna hugsanlegs nýtingarréttar - - samningar sem eðlilega liggja niðri núna.
Ef við skoðum næstu mynd, þá blasir við eitt áhugavert atriði, nefnilega að ef "Donetsk" gengur í Rússland, þá mun Rússland þar með "eiga allt Azovshaf." Litla innhafið milli Krímskaga og Rússlands. Þar með öll hafsbotnsréttindi þar.
Ekki veit ég hvort það er rétt, að Svartahaf sé næsta "Barentshaf." En þannig virðist rætt um svæðið manna á milli, eða a.m.k. dreymir marga að undir botninum sé eins mikið af olíu og gasi, og á svæðum sem hafa búið til mikil auðæfi fyrir Noreg.
- Þegar þetta er haft í huga, virðist a.m.k. klárt að ekki er unnt að útiloka hið minnsta, að yfirtakan á Krímskaga hafi í reynd snúist um hafsbotnréttindin sem fylgja skaganum.
- Ekki um það að vernda rússn.mælandi íbúana þar.
- Þó að líkur séu sannarlega um, að mikilvægi herstöðvarinnar í Sevastopol hafi verið nokkuð, var í gildi langtímasamkomulag við Úkraínu um þá herstöð. Sem litlar líkur eru á að Úkraína hefði yfirgefið, þ.s. í skiptum fyrir herstöðina fékk Úkraína "mikinn afslátt á gasi frá Rússlandi." Svo það a.m.k. blasir ekki við, að nauðsynlegt hafi verið að taka skagann yfir, til að vernda þá herstöð.
- En aftur á móti, renna hafsbotnsréttindin klárlega til þess aðila sem á skagann. Og það getur því meir en verið, að vonin um auðlegð undir hafsbotninum, hafi ráðið úrslitum í þessu máli.
- Ég árétta einnig, að nýleg hagþróun í Rússlandi hefur verið slæm, þ.e. hagkerfið virtist á leið í ástand kyrrstöðu, jafnvel kreppa möguleiki - - áður en Úkraínudeilan skall á. Botninn sem sagt að detta undan rússneska hagkerfinu.
- Sem getur vel hafa skapað þrýsting um að útvega frekari auðlyndir.
Bæti þessu við m.a. sem svar við athugasemdum: En Rússland hefur skýrt mótív til að vilja útvega sér frekari orkuauðlyndir:
En ef þ.e. eitthvert land sem er að tapa stórt á ört vaxandi veldi Kína. Þá er það Rússland. Rússar eru á hraðri leið með að tapa þeirri einokun á gasi og olíu frá Mið-Asíu er þeir hafa haft um áratugi. En fram á síðari ár hefur olían og gasið frá Mið-Asíu flætt á Vestræna markaði "eingöngu í gegnum rússneskar olíuleiðslur" sem þíddi að Rússland hefur átt allskosti við Mið-Asíulöndin, þegar kemur að nýtingu á þeirra auðlyndum. Einungis í gegnum Rússland gátu þau komið því á markaði. Ástand sem Rússland hefur fram á seinni ár - - notfært sér "grimmilega" með því að kaupa olíuna og gasið af þeim "afskaplega ódýrt" og síðan selja það á Vestræna markaði "miklu mun dýrar."
Þannig hefur Rússland fram á seinni tíð - - hirt rjómann af gróðanum af auðlyndum Mið-Asíu.
En þetta er að breytast hratt, í hratt vaxandi mæli er þessi olía og gasið, að renna í gegnum kínverskar olíu- og gasleiðslur, þannig að þ.e. hratt vaxandi samkeppni við Kína, og Kína mjög sennilega getur "yfirborgað" þegar kemur að "verðsamkeppni" -- þessi tapaði gróði Rússa getur dugað til að skýra, af hverju hefur sl. ár hægt verulega á hagvexti í Rússlandi.
China asserts clout in Central Asia with huge Turkmen gas project
Chinas Unmatched Influence in Central Asia
China Pursues New Central Asian Gas Route
Construction on third line begins for Central Asia-China Gas Pipeline
Eins og kemur fram í fréttaskýringunum hlekkjað á að ofan, er Kína langt komið með að reisa gasleiðslur með nægu flutningsmagni. Til þess að megnið af olíunni og gasinu frá Usbekistan og Turkmenistan geti flætt til Kína - sbr. að 3. - leiðslan til Turkmenistan í gegnum Uzbekistan er í smíðum.
Að auki er Kína farið að fjárfesta í nýtingu nýrra gaslinda á yfirráðasvæði Turkmenistan og í lögsögu Turkmenistan í Kaspíahafi.
Og þ.e. einungis spurning um tíma, hvenær Kína hefur náð að smíða nægar leiðslur til Kasakstan - sem einnig er olíu- og gasauðugt land. En Kína á þegar a.m.k. eina leiðslu þangað.
- Það þarf varla að taka það fram, að þegar viðskipti þessara landa færast til Kína - - samtímis því að Kínverjar verða aðaleigendur smám saman helstu fyrirtækja í þeim löndum.
- Þá munu þessi lönd smám saman "færast af áhrifasvæði Rússlands" - - "yfir á áhrifasvæði Kína."
- Það verða örugglega ekki mörg ár í það, að þau lönd fari að óska eftir því, að rússneskum herstöðvum verði lokað.
Sjá einnig eldri umfjöllun mína þaðan sem ég færi ofangreind gögn: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
---------------------------------
Punkturinn í þessu í samhengi við Úkraínudeiluna, er sá - - að með því að svipta Rússland að stórum hluta gróðanum af Mið-Asíu olíunni og gasinu, hlýtur hagnaður Rússlands af olíu- og gasviðskipum hafa verið á "niðurleið" allra síðustu ár. Skv. nýlegum mælingum, er hagvöxtur í Rússlandi dottinn niður, blasir jafnvel kreppa við.
Það virðist blasa við - - samhengi þarna á milli þ.e. tapaðs gróða af Mið-Asíu olíu og gasi fyrir Rússland, og aðgerða Rússlands þegar Krím-skagi var tekinn yfir, og í samhengi við sérstaklega Donetsk hérað, þ.s. þá á Rússland "öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf."
Þar með hefur Rússland - - skýrt mótíf til að útvega sér olíu og gaslyndir, sem annars hefðu runnið til Úkraínu.
Svo má að auki ekki gleyma, að ef Luhansk fylgir með og einnig rennur í Rússland, þá mun Rússland að auki eiga alla "Donbass" lægðina þ.s. gríðarlega mikið enn er af Kolum, sem hefur verið grundvöllur iðnaðarins í Luhansk og Donetsk.
Það blasir einnig við hugsanlegt mótíf fyrir Rússland, að ná til sín Luhansk og Donetsk, því þá tilheyra kolalögin í "Donbass" Rússlandi, að auki má árétta að iðnaðurinn á "Donbass" svæðinu, er enn þann dag í dag, gíraður á Rússland, þ.e. þar er enn mikilvæg "hergagnaframleiðsla" fyrir Rússland, sem Rússland er "háð" t.d. framleiðsla á Antonov vélum, sem enn eru aðalflutningavélar rússn.hersins, en að auki framleiðsla á öðrum hergögnum eins og skriðdrekum, sem þá færist yfir til Rússlands að nýju.
Niðurstaða
Ég skal viðurkenna að mér hafði ekki dottið í hug "olíuvinkillinn" á deilunni um Krímskaga. En í kjölfar þess að ég hef nú kannað málið í krafti netleitar. Horfir málið með öðrum hætti við mér nú, að "vonin um olíu" getur hafa verið meginástæða þess að Rússar tóku Krímskaga yfir.
Í þessu samhengi er áhugavert að muna að Kína er um þessar mundir að ná í hratt vaxandi mæli árangri í því að hrifsa til sín olíuna á Miðasíusvæðinu, sem Rússland hefur fram á seinni ár einokað.
Þegar það er haft í huga, að með því að vera að glata þeirri olíu hefur Rússland örugglega tapað verulegum tekjum - sem getur skýrt af hverju hagvöxtur í Rússlandi hefur verið að nema staðar sl. ár, tekjur sem skipta ekki bara máli til nútíðar heldur einnig til framtíðar.
Þannig að þá skapast ástæða til þess að ætla, að Rússland geti verið orðið smávegis örvæntingarfullt - í því að leita að frekari olíu.
Þá styrkist maður í því að geta trúað því - að yfirtakan á Krímskaga hafi hugsanlega raunverulega snúist um olíudrauma.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.5.2014 kl. 00:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er frábært hvað þú fylgist vel með Úkraínumálunum, Einar Björn, og um svo margt (eins og þessi olíumál nú) á svo upplýsandi hátt.
Þakkir!
Jón Valur Jensson, 19.5.2014 kl. 05:10
Sæll Einar Björn
"..með yfirtöku Krímskaga, séu þær vonir Úkraínu að nær engu orðnar..."
New York Times er reyndar bara áróðurslyga fjölmiðil fyrir Bandarísk stjórnvöld, þar sem að fjölmiðilinn notar myndir af öðrum atburðum og skáldar upp fréttir með lygum. Það hefur reyndar komið fyrir hjá þeim á NYTimes að draga til baka sínar lygar og leiðrétta, en það hefur alltaf verið erfitt fyrir þá viðurkenna slíkt. Þú Einar Björn hérna notar og miðar allt útfrá þessum neocon- fjölmiðlum, en hvað með vonir og væntingar Biden fjölskyldunnar og Bandarískra stjórnvalda eftir þessa innlimun Krímskaga í Rússland?
Guess who just got appointed CEO of the biggest gas/oil company of Ukraine. https://www.youtube.com/watch?v=DBIKtAGHC18
Jobs for the boys: Biden's son signs for Ukraine gas giant
https://www.youtube.com/watch?v=GTg4WLhi1So
White House, State Dept on Hunter Biden https://www.youtube.com/watch?v=9zu0vuI8A7Y
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 08:55
Gas Guzzler: US, Kiev after huge natural resources in E.Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=1WzxjM2QbMI
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 09:41
Ég verð að segja Þorsteinn, að þ.e. töluverð örvænting í þessum ásökunum þínum á Bandar. - - það virðist blasa við mjög skírt mótíf hvað varðar Rússland, í samhengi við þ.s. er og hefur verið að gerast allra síðustu ár í Mið-Asíu, þegar Kína er smám saman að svipta Rússland tekjunum sem Rússland hefur verið vant að hafa af olíu og gaslindum þjóða Mið-Asíu, í staðinn að renna í gegnum Rússland renni það gas og sú olía nú stórum og í hratt stækkandi mæli til Kína.
Rússar vilja þá "bæta sér upp tapið" með því að taka yfir orkuauðlyndir, sem annars væru framtíðar gróði Úkraínu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.5.2014 kl. 11:34
Þú kýst að horfa fram hjá því að það voru krímverjar sem óskuðu eftir að gerast hluti af Rússlandi.Allir sem hafa kynnt sér þetta svæði sjá að þetta er fullkomlega eðlileg ráðstöfun.
Allar þínar pælingar og NYT eru því algerlega ógildar í ljósi þess.
Þeir eru alltaf skemmtilega hortugir kanarnir,Sonur varaforsetans og kosningastjóri Kerrys eru bara einhverjir menn út í bæ sem fyrir algera tilviljun hafa fengið bita af auði Úkraníu. Stórann bita.
Það er líka tilviljun að þeirra mati að nokkrum klukkustundum eftir heimsóknn Bidens, hófst morðalda í Austur Úkraínu þar sem dauðasveitumm Svoboda var sigað á borgarana.
Það er líklega líka tilviljun að Biden fjölskildan á nú mikla olíuhagsmuni á Donetsk svæðinu.
Það þarf í sjálfu sé ekki frekari vitnanna við að Bandaríkunum er í dag stjórnað af siðblindingjum sem fara um heiminn myrðandi fólk og stelandi auðlindum þeirra sem eftir lifa,ekki til handa bandarísku þjóðinni heldur handa sjálfum sér og afkomendum sínum. (Sjá Írak t.d.)
Það er alveg sama hvernig menn reyna að snúa þessu á hvolf,það er alveg óviðunandi að ríkisstjórn sé að drepa fólk sem lítið hefur gert af sér ,í stórum stíl.
Varðandi málin í stærra samhengi þá er ein ástæðan fyrir árásargirni bandaríkjastjórnar að dollarinn er ekki bakkaður upp af neinu í dag nema hernum.
Petrodollarinn hangir á bláþræði og engin önnur leið en að taka þá niður með hervaldi sem ógna honum með einhverjum hætti.(sjá Írak ,Lýbíu t.d.)
Gagnstætt því sem margir halda er Rússland ekki einfært um að taka niður petro dollarann,og þessvegna fóru þeir þess á leit við kínverja 2009 að þeir sameinuðust um það verkefni. Kíverja neituðu þessu en hófu samt undirbúning til að geta gert þetta með lágmarks tjóni fyrir sjálfa sig og tryggja greiðsluflæði án aðkomu bandaríkjamanna.
Núna gæti hugsanlega farið að draga til tíðinda,þar sem hagsmunir kínverja hafa breyst vegna aðgerða bandaríkjamanna við Kyrrahaf.
Núna 25 mai munu æðstu yfirmenn Kína Og Rússlands hittast í Kína og þar verður væntanlega undirritaður langtíma samningur um sölu á gasi til Kína,sem nemur um 30 % af núverandi sölu þeirra til Evrópu.Þessir samningar hafa staðið lengi yfir og hafa fyrst og fremst strandað á kröfu rússa um að hann nái til 30 ára. Það er líklegt að í ljósi síðustu atburða hafi þeir þurft að hverfa frá þeirri kröfu.
Jafnframt verður sennilega gerður samningur um aðild rússa að kínverska greiðslukerfinu sem hefur verið í uppbyggingu síðasta áratug eða svo.
Nú liggur fyrir dúmmuni frumvarp þar sem erlendum greiðslumiðlunarfyrirtækjum er gert að leggja fram tryggingu, í hlutfalli við umsvif sín,fyrir tjóni sem hlotist getur af t.d refsiaðgerðum. Visa og Euro eru með um 90% hlutdeild á markaðnum.
Ég spái að innan tveggja ára ,sumir segja innan 18 mánaða,muni Kína og Rússland ásamat hinum Brick löndunum og Argentínu gera atlögu að dollarnum.
Undirbúningur er greinilega í gangi
Okkur hættir svolítið til að horfa á þessi lönd eins og þau séu einhverjir aumingjar,en staðreyndin er allt önnur.
Við höfum þar Indland sem er mjög vaxandi iðnríki og heldur auk þess á stærsta gullforða í heimi.
Við höfum Kína sem er stærsta iðnríki heims og handhafi næst stærsta gullforða heims.
Við höfum Rússland sem er stærsti orkuútflytjandi heims og handhafi verulega stórs gullforða og að auki stærsta gullframleiðsluland heims.
Og svo er Brasilía sem er vaxandi veldi í S Ameríku. Argentína mun síðan hugsanlega bætast í hópinn,en Kína og Rússland hafa ekki gefið samþykki sitt ennþá.
Í þessum hóp eru svo þrjú kjarnorkuveldi.
Það sem við gætum átt eftir að sjá gerast á næstu árum gæti verð:
Kína sendir béf til Saudi Arabíu þar sem þeim er gefin fimm ára aðlögun til að byrja að taka greiðslu fyrir olíu í Yuan.
Þetta geta þeir gert ,bakkaðir upp af Rússlandi.
Höfum í huga að USA er ekki lengur aðalkaupandi Saudi olíunnar.
Áhrifin verða að sádar hafa ekki lengur þörf fyrir að kaupa ríkisskuldabréf bandaríkjanna ,heldur fjárfesta annars staðar þar sem yuan er gjaldgengt,enda ríkisskuldabréf USA orðinn heitur varningur.
Næst gefur Rússland Þýskalandi kost á að greiða fyrir olíu og gas með evrum.
Höfum í huga að þýskaland er ekki sérstaklega hrifið af framgöngu bandaríkjamanna í Úkraínu og þegar hér er komið verður lánshæfi bandaríkjanna ,sem byggir eingöngu á dollaranum sem alheimsmyntar,farið að dala verulega.
Það verður því freistandi fyrir þýska businessmenn að hoppa á vagninn.
Jarðskjálftarnir frá þessu verða óskaplegir um allan heim,en ég hygg að þann 25 mai munu leiðtoga þessarra þjóða komast að sameiginlegri niðurstöðu um að það verði ekki lengur unað við yfirgang bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi.
Það hefur lengi legið fyrir að þungamiðja heimsins er að færast til Asíu ,en vesturveldin hafa í tvo áratugi reynt að halda aftur af þróuninni með hervaldi, frekar en að stýra atburðarásinni með hagsmuni almennings í huga.
Ég er hræddur um að við eigum eftir að súpa illilega seyðið af vanhæfni þessarra forystumanna okkar.
Ég er ekki að gleðjast yfir þessari þróun enda hlakka ég ekki til að lenda inn á áhrifasvæði þessar ríkja ,en þetta er það sem koma skal ,held ég.
Það sem ég er fyrst og fremst að benda á að þessir siðlausu fábjánar sem afnámu nánast lýðræðið í bandaríkjunum til að geta hlaðið undir rassgatið á sér,sem var þó nánast full fyrir,hafa leitt okkur í slíkar ógöngur að það verður varla snúið við úr þessu.
Sama er svo uppi í Evrópu þar sem er verið að reyna að búa til ófreskju sem stjórnað er eigöngu með hagsmuni hins nýja aðals í huga.
Ég legg til að við tökum aftur upp lýðræði á vesturlöndum,það reyndist okkur ágætlega meðan það var.
Borgþór Jónsson, 19.5.2014 kl. 19:21
Sæll Einar Björn
Ég hef ekki séð einhverjar fréttir um að:" Kína er smám saman að svipta Rússland tekjunum sem Rússland hefur verið vant að hafa af olíu og gaslindum" , en eru þetta fréttir frá neocon fjölmiðlunum?
Hérna hefur þú fréttir um eitthvað annað Einar Björn:
Western Sanctions push Russia into Economic alliance with China. https://www.youtube.com/watch?v=HWBl1NVGPbo
Russia China Alliance to crash US dollar..? World War 3 https://www.youtube.com/watch?v=pi5jH0xu3tM
Russia And China Make Another Move That Threatens The Dollar -- Episode 328 https://www.youtube.com/watch?v=gbBOP2uhwpM
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 20:37
Russia and China Threaten to Destroy the Almighty Dollar https://www.youtube.com/watch?v=GoKsQJBM3Do<
China Warns the U.S. to Back Off of Russia https://www.youtube.com/watch?v=EI0p7sgGALo
China warns U.S. Not To Impose Sanctions On Russia - Economic War is about to IGNITE https://www.youtube.com/watch?v=k_lEhG5icsM
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 20:48
Borgþór, þú lítur skemmtilega "þröngt á málið" - - en það einfaldlega eykur líkur þess að ásakanir þess efnis, að þeim úrslitum hafi umtalsvert verið hagrætt eigi við rök að styðjast. Þau úrslit hafa ætíð virst mér hæsta máta ótrúverðug, þ.s. rússn.mælandi þar eru ekki nema um 60%. Þekkt að mikil andstaða við sameininguna var meðal úkraínskumælandi og minnihlutahóps tatara. Þannig að það virðist mér ætíð afskaplega ótrúverðugt að svo hátt hlutfall íbúa hafi í raun og veru samþykkt sameininguna. Líkleg úrslit eru sennilega nær um helming. Þ.e. meirihluti hugsanlega rússn.mælandi, með kannski 90% mætingu þess hóps næst ca. 50%. Það auðvitað hljómar ekki eins vel - - svo að mjög líklega voru úrsliin "fölsuð."
Það hefur einnig getað verið, að mæting Rússanna hafi ekki verið 90%, t.d. á bilinu 70-80% þ.e. þá um 40% íbúa. Það eina sem sé nær öruggt, sé að það standist ekki að það hafi fengist samþykki 91% íbúa með 83% mætingu.
Það verði þó sennilega aldrei unnt að sanna að sú fölsun hafi sannarlega farið fram, þ.s. ólíklegt sé að kjörgögn hafi verið varðveitt. Þannig að þá standi fullyrt úrslit, þó að enginn trúi þeim - fyrir utan þá sem "kaupa" áróður rússn.stjv.
-------------------------------
"Það er líka tilviljun að þeirra mati að nokkrum klukkustundum eftir heimsóknn Bidens, hófst morðalda í Austur Úkraínu þar sem dauðasveitumm Svoboda var sigað á borgarana."
Þetta er svo steykt athugasemd, að ég get ekki tekið hana alvarlega. Þ.s. hefur verið í gangi, eru svokölluð "low key" átök, þ.s. báðar fylkingar virðast gætt þess að halda manntjóni niðri. Við sáum dauðasveitir í Rúanda þ.s. hundruð þúsunda voru drepnar - - að nota orðalagið "dauðasveitir" í samhengi átakanna í Úkraínu fram að þessu, er móðgandi við fórnarlömb raunverulegra dauðasveita.
"Það er alveg sama hvernig menn reyna að snúa þessu á hvolf,það er alveg óviðunandi að ríkisstjórn sé að drepa fólk sem lítið hefur gert af sér ,í stórum stíl."
Það eru engin skipulögð fjöldamorð í gangi, ef e-h er hallar á úkraínska herinn, sem hefur heilt yfir misst einhverja tugi í skærum við "vopnaðar skæruliðasveitir andstæðinga stjv. í Kíev."
Þegar við erum að tala um "skæruliðasveitir" þá er óviðeigandi að tala eins og um "friðsöm mótmæli sé að ræða."
Það merkilega er eiginlega, hve lengi menn hafa enn haldið aftur af sér. Í Júgóslavíu voru miklu flr. fallnir á mun skemmri tíma. Í Rúvanda dóu hundruð þúsund á svipað löngum tíma.
Ég efa að heildar mannfalla beggja fylkinga nái tölunni - eitt hundrað, ef allt er talið saman.
Mjög undarleg framsetning hjá þér, að tala eins og þúsundir liggi í valnum.
-------------------------------
"Varðandi málin í stærra samhengi þá er ein ástæðan fyrir árásargirni bandaríkjastjórnar að dollarinn er ekki bakkaður upp af neinu í dag nema hernum. - "Petrodollarinn hangir á bláþræði og engin önnur leið en að taka þá niður með hervaldi sem ógna honum með einhverjum hætti.(sjá Írak ,Lýbíu t.d.)"
LOL, þú trúir þeirri steypu virkilega? Þetta er með verra kjaftæði sem ég hef heyrt, ROFL.
Dollarinn er bakkaður upp af "Heimsviðskiptum" en þ.e. langt í frá bara olíuviðskipti sem fara fram í USD, heldur nær öll hrávöruviðskipti, og viðskipti milli fjölda einka-aðila víða um heim í alþjóðaviðskiptum fara flest fram í dollar. USD er með milli 80-90% markaðshluteild heiminn vítt í viðskiptum hverskonar.
Að tala um "olíudollar" er að smætta málið niður, í "total" dellu. Síðan, stendur allt hagkerfi Bandar. að baki dollarnum - - sannleikurinn er sá, að ef við værum að tala um annað land, þ.s. Rússland. Þá væri sannleikskorn, því nánast allt hagkerfi Rússl. felst í "hydrocarbon" viðskiptum og útflutningi.
-------------------------------
"Núna 25 mai munu æðstu yfirmenn Kína Og Rússlands hittast í Kína og þar verður væntanlega undirritaður langtíma samningur um sölu á gasi til Kína,sem nemur um 30 % af núverandi sölu þeirra til Evrópu."
Ef Rússland hefur áhuga á að gerast "leppríki Kína." En Kína er sennilega eina landið í heiminum sem getur gleypt Rússland, og ég meina virkilega að gleypa það, ég reikna með að á næstu árum, verði smám saman kínv. efnahagsáhrif í rússn.héröðum í A-rússl. svo dóminerandi smám saman, að kínv.fyrirtæki muni stjórna þeim héröðum, kaupa með júönum spillta embættismenn sér til fylgilags. Síðan komi smám saman að því, að hægt og rólega endi þau svæði - kínversk.
Áhugavert ef Rússland ætlar að fremja slíkt harakiri.
------------------------------
"Ég spái að innan tveggja ára ,sumir segja innan 18 mánaða,muni Kína og Rússland ásamat hinum Brick löndunum og Argentínu gera atlögu að dollarnum."
Vandi júansins er það að öll viðskipti enn, eru "centruð" á Kína - - með 100% merkantílísku kerfi. Þ.e. þeir hafa dreift júönum til landa, en þau lönd geta einungis notað þau til að kaupa vörur af Kína.
Sem er viðskipta-aðferð, sem "merkantílískt séð" virkar þannig, að Kína græðir. Ef þessi lönd, virkilega vilja ganga inn í - - lokað viðskiptakerfi með Kína. Sem mundi virka að mörgu leiti svipað því lokaða viðskiptakerfi sem t.d. Nasistar viðhöfðu í Evrópu, þ.s. öll viðskipti voru í marki en þannig stillt, að Þýskaland var alltaf sá sem græddi fleytti af rjómann.
Þá "Be they very welcome." Munurinn á dollar er sá, að viðskipti með hann eru svo umfangsmikil, að þau viðskipti sem þ.s. bandar.sjálf koma ekki við sögu, eru stærri að hlutfalli - - en þau þ.s. bandar. eru miðlæg.
Bandar.kerfið er því ekki "merkantílískt." Þ.e. svo mikið framboð af dollar í alþjóðakerfinu, að bandar.hafa enga stjórn á því hver notar dollar, eða hvaða aðilar skipta á vöru sín á milli með því að nota dollar.
En Kína "skammtar" júön inn í alþjóðakerfið, og afhendir þau einungis til landa - - sem eiga bein viðskipti v. Kína.
Það þætti mér þó ákaflega sérkennilegt val. Ég efa mjög stórfellt að Brasilía hafi áhuga á "merkantilísku" kínv.viðskiptakerfi.
En þá yrðu þeir að fara í tvíhliða-viðskiptakerfi, undir stjórn Kína. Þ.e. selja þeim hrávöru fá júön, geta síðan eingöngu keyot fyrir þau júön varning af Kína.
Meðan að Kína tryggir ekki að nægilegt magn júana sé ekki til staðar í heims kerfinu, til að halda uppi raunverulegum alþjóðaviðskiptum með júön, verður júanið eingöngu gjaldmiðill fyrir viðskipti við Kína.
---------------------------------
"Kína sendir béf til Saudi Arabíu þar sem þeim er gefin fimm ára aðlögun til að byrja að taka greiðslu fyrir olíu í Yuan."
Þó svo að Rússar samþykktu að verða leppríki Kína, mundi það í engu setja þrýsting eða þvingun á ákvörðun Sauda. Ég sé ekki hvernig það gæti falist í því þvingun.
Þó svo að Rússl.mundi fara 100% í tvíhliða merkantílískt kerfi v. Kína, hætta alfarið að selja nokkrum öðrum, þá er engin hætta á skorti á öðrum kaupendum fyrir Sauda. En Kína getur örugglega keypt ef Kína vill, alla þá olíu og allt það gas, sem Rússland getur framleitt. Sem þíðir þá einfaldlega að þeir kaupa minna sjálfir af 3-löndum.
Saudar vilja selja í evrum, er ekkert sem hindrar það. Enginn mundi fetta fingur út í ef þeir gerðu. Þeir geta selt í hvaða gjaldmiðli sem þeim sýnist. Ef þeir vilja taka við greiðslum í júönum - - en ég efa stórfellt að þeir hafi áhuga á því, nema að Kína geri eins og Bandar. eða Bretland eða Evrópa, að láta "gjaldmiðilinn sinn fljóta og að auki taka af alla haftastjórnun."
En þ.e. ekki séns að Saudar taki upp gjaldmiðil, þess viðskipti eru ekki 100% frjáls. Eða samþykki greiðslur á gjaldmiðli, sem ekki er unnt að nota hvar sem er hvenær sem er í viðskiptum við 3-aðila, - - ég sé þá ekki hafa áhuga á að ganga í lokað "kínv." viðskiptakerfi.
Og þeir mundu hlægja af einhverjum hótunum.
---------------------------
"Við höfum þar Indland sem er mjög vaxandi iðnríki og heldur auk þess á stærsta gullforða í heimi."
Þvert á þ.s. þú heldur, er bandal.Indl. og Bandar. miklu líklegra, en bandal.Indl. og Kína.
En þú algerlega lítur framhjá þeirri staðreynd, að Kína og Indland standa enn í deilu um landamæri, hafa fjölmenna heri við umdeildu landamærin, að auki "snýst öll hernaðaruppbygging Indverja nú, um - - hættuna frá Kína." Þ.e. þeir eru að stækka og efla flota sinn á Indlandshafi - uppbygging flughers og landhers, er nú miðað við "Kína" fremur en Pakistan.
Að auki, fer það ekki framhjá Indlandi, að Kína hefir þróað í samvinnu við Pakistan bæði nýlega orustuflugvél og skriðdreka, þannig eflir samvinna Kína og Pakistans, - - Pakistan.
Framsetning þín er fantasía - - en þessar þjóðir eru ekki "bandalag."
Þ.e. alls enginn séns á því, að Indland hafi áhuga á að "ganga inn í lokað viðskiptakerfi með Kína." Kerfi sem mundi snúast um að auðga Kína.
-----------------------------------
"Næst gefur Rússland Þýskalandi kost á að greiða fyrir olíu og gas með evrum."
Það eru mörg ár síðan að þau viðskipti fóru fram í evrum. Þar að auki kaupir ESB með evrum gas af Noregi.
Þetta er afskaplega sérkennileg ímyndun hjá þér, að það sé e-h "major threat" í því fyrir Bandar. ef e-h notar aðra gjaldmiðla en dollar í viðskiptum með slíkan varning.
-----------------------------------
"Jarðskjálftarnir frá þessu verða óskaplegir um allan heim,en ég hygg að þann 25 mai munu leiðtoga þessarra þjóða komast að sameiginlegri niðurstöðu um að það verði ekki lengur unað við yfirgang bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi."
LOL, þetta er öflugt "stöff" sem þú ert að nota. Þó svo að Kína kaupi olíu af Rússl. með júönum, jafnvel einnig Venesúela. Þá gerist nákvæmlega ekki neitt með dollarinn.
En viðskipti með olíu - - er einungis hluti af heildar alþjóða viðskiptum sem fara fram í dollar.
Jafnvel þó að viðsk. með olíu í heiminum hætti alfarið að nota dollar, mundi ekkert heldur gerast með virði dollars.
En þ.e. mjög erfitt að sjá það gerast. Það getur vel verið að Júan fari upp úr núverandi ca. 10% af heims viðskiptum í smám saman t.d. 20%. Þó svo þau viðsk. færu í 30%. Þá er dollarin ekkert að hrynja í rusl eins og þú ímyndar þér.
-------------------------------------
"Ég legg til að við tökum aftur upp lýðræði á vesturlöndum,það reyndist okkur ágætlega meðan það var."
Ég er ekki alveg að sjá þennan áberandi skort á lýðræði sem þú talar um. Svokallaðiir Ný-íhaldsmenn stjórna ekki í Bandar. lengur.
Bandar. eru viðskiptaveldi og flotaveldi, þ.e. kjarni þeirra áhrifa. Ég á von á því að smám saman á næstu áratugum muni Kína í auknum mæli bjóða Bandar. byrginn.
En þ.e. ekki að gerast á næsta áratug, ekki sennilega heldur á nk. 2-áratugum. Tekur mun lengri tíma.
Þetta verður dramað á næstu árum, þ.e. vaxandi flotauppbygging Kína næstu 20 árin eða svo, á sama tíma vaxandi spenna milli Kína og Japans. Ekkert róttækt mun gerast næsta áratug, ekkert "major challenga" við dollarinn, eða viðskiptakerfi Vesturlanda.
Ég tel reyndar að Kína ætli að taka Tævan - þ.s. þar er góð höfn, Tævan nægilega stórt til þess að þar er unnt að hafa nægilega stóran flugher til að halda óvinaflotum fjarri, svo að siglingaleið kínv.flotans væri virkilega örugg með Tævan í öruggum höndum Kína, eftir innrás ef við gerum ráð fyrir að sú innrás heppnis, Kína muni gera eins og Rússl., taka þau landsvði sem Kína vanhagar um, þess vegna sé Kína ekki að gagnrýna Rússl. núna:
Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.5.2014 kl. 22:45
Einar ,það þýðir ekkert að skamma mig,Petrodollarinn var fundinn upp upp úr 1970 minnir mig þegar bandaríska ríkið var orðið gjaldþrota eftir Víetnamstríðið.
Þó að hrávara sé oftast verðlögð í dollurum er ekki þar með sagt að hún sé greidd í dollurum.Þjóðir og fyrirtæki geta samið um að greiða eða taka við greiðslu í hvaða mynt sem er.
Öðru máli gegnir um petro dollarinn sem er samningur Sauda ,og seinna allra OPEC ríkjanna, gekk út á að það var og er eingöngu hægt að selja olíu ef hún er greidd með dollurum. Engin OPEC ríki geta selt olíu nema fá afhenta dollara
Þetta gerði bandaríkjunu fært að prenta óhemju magn af dollurum af því að allir sem vildu kaupa olíu á þeim árum þurftu að kaupa dollara.
Verðhækkanir á olíu sáu svo um að þeir gatu sífellt prentað meiri dollara og stundum hefur læðst að mönnum sá grunur að bandarísk stjórnvöld hafi stundum stuðlað að olíuverðshækkunum til að bæta hag sinn. Þetta er svo nefndur petro dollar sem þú heldur fram að sé ekki til.
Síðari tíma olíuríki gengu svo flest óformlega inn í þessa díla og notuðu sama kerfi,þar á meðal Rússland.
ESB greiðir ekki fyrir rússneska olíu með evrum heldur dollurum ,en gasið er aftur á móti selt í evrum esb til mikillar gleði.
Rússland og Noregur eru ekki OPEC ríki svo þeim er í raun frjálst að gera það sem þau vilja.
Hér er ágætis yfirferð yfir þetta eftir bandarískan hagfræðing, með fjölda tilvitnana. http://ftmdaily.com/preparing-for-the-collapse-of-the-petrodollar-system/ Eftir því sem ég kemst næst er hann ekki rússneskur njósnari,en er frekar ósáttur hvernig er búið að fara með bandarísku þjóðina.
Þð má til gamans geta að þeir þjóðhöfðingjar sem hafa reynt að brjóta sig frá petro dollarnum eru annaðhvort dauðir (Irak Lybia)eða í þann veginn að vera drepnir (Sýrland og Venusúela).
Til að bíta höfuðið af skömminni ætlaði Assat svo að leifa írönum að leggja gasleiðslu til Evrópu gegnum Sýrland.
Það er eingöngu fyrir tilstilli Putins að hann er enn á lífi.
Enginn hefur lifað það af til þessa að segja sig frá þessum samning.
Það er það sem ég meina þegar ég og fleiri segja að dollarinn er baktryggður með Pentagon.
Ég hef aldrei rekist á neinn sem heldur því fram að niðurlagning þessa kerfis hafi engin eða lítilvæg áhrif.
Það væri vægast sagt óþægilegt fyrir USA ef dollararnir sem eru út um allan heim fara að tínast til föðurhúsanna.
Hér er sýn Jerry Robinson á þetta.
Þetta er hrikaleg sviðsmynd eins og stundum er sagt.
So… What Would Happen If The Petrodollar System Ended Tomorrow
Allow me to briefly explain the impact that a sudden loss of the petrodollar system would have upon the United States of America.
Foreign nations would begin sending a flood of U.S. dollars back to the United States in exchange for the new currency needed for oil.
The Federal Reserve would lose their ability to print more dollars to solve America’s economic problems.
The Treasury Secretary and the Federal Reserve Chairman would meet to determine the best course of action.
That action would involve an immediate and dramatic increase in interest rates to reduce America’s money supply.
Hyperinflation would ensue temporarily while the interest rates took time to take full effect.
All oil-related prices, including gas prices, would reach outrageous levels.
Washington would soon realize that the total amount of money in the system would have to be dramatically slashed even further, leading to an even higher increase in interest rates.
The clueless American public would demand answers. Those on the left would blame the right. The right would blame the left. And both political parties would seek to blame the Federal Reserve.
People with adjustable rate debts would be crushed and massive layoffs would occur as businesses would be suffering from the high interest rates.
Asset prices across the board would plummet in value.
Amid the financial carnage, an economic recovery eventually would begin to take place. But this new American economy would be tremendously smaller due to a drastically reduced money supply.
This brief scenario is far from exhaustive and is probably very incomplete. But I provide it to help you understand the great economic damage that you and I, and our nation in general, would sustain if the petrodollar system were to collapse suddenly.
The Washington elites are intimately aware of how serious the economic situation could become if the petrodollar system collapsed. After all, they were the architects and masterminds of the entire system. And if one considers Washington’s policies since the mid-1970′s, it is evident that they have no intention of allowing the petrodollar system to fail.
Sumir eru ekki eins svartsýnir ,en allir sem skrifa um þetta lýsa miklum erfiðleikum fyrir bandarísku þjóðina,og þegar bandaríska þjóðin þjáist allir.
Hér er svo sýn Jim Sinclair fyrrverandi kausýslumanns frá USA á þetta efni.Hann er sestur í helgan stein en ríslað áður fyrr með gull og er nokkuð þekktur í sínum bransa. Hann er haldinn þeirri trú að petrodollar sé til og það hafi óþægilegar afleiðingar fyrir USA ef hans nýtur ekki lengur við
https://www.youtube.com/watch?v=KXGPzDq45gM#t=321
Hann er þeirrar skoðunar að Rússar geti eyðilagt petro dollarann upp á sitt einsdæmi,en ég held að þeir geti það ekki.Þess vegna leita þeir eftir samstarfi við Kínverja í þessum efnum.
Petrodollarinn þýðir eifaldlega það, að bandaríska þjóðin er búin að vera á eyðslufylliríi í marga áratugi á kostnað heimsbyggðarinnar.Ef hann er stoppaður af kemur að skuldadögunum alveg með sama hætti og við íslendingar þekkjum svo vel.
Þetta vita stjórnvöld í USA mæta vel og gera hvað sem er til að koma í veg fyrir það.
Þetta er býsna varasöm staða af því að bandaríkin eiga gríðarlega öflugan her og enginn veit hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að verja myntina.
En ég spái að þann 25. verði tekin ákvörðun um að draga rauða línu eins og er svo vinsælt þessa dagana.
Varðandi það að svelta Kína til hlíðni. Við erum ekki að tala um Kúbu við erum að tala um mesta iðríki heims og fjölmennasta ríki heims sem hefur yfir að ráða þokkalegum her og kjarnorkuvopnum.Þeir eru heldur ekki vinalausir þessa dagana.
Ég sé ekki Kyrrahafsríkin eða Nato taka þátt í slíkri aðgerð gegn Kína til að bjarga bandarískum efnahag.
Það gæti líka orðið nokkuð tafsamt að gera þetta,Kúba er enn uppistandandi þó kviðdregnir séu og Iran er enn til staðar þrátt fyrir allt.
Eitt eru við samt sammála um og það er að ég veit ekki hvernig Pútin ætlar að komast hjá að vera svelgdur upp af Kína.Stuðningur þeirra verður væntanlega ekki ókeypis.
Sennilega á það samt fyrir okkur öllum að liggja að lokum.
Borgþór Jónsson, 20.5.2014 kl. 01:45
"Hyperinflation would ensue temporarily while the interest rates took time to take full effect."
Analísa þessa ágæta manns er "steypa." Það er alls engin hætta á þeirri sviðsmynd sem hann dregur upp, þ.e. "0,0%."
Þ.e. rétt að Bandar. hafa þægindasamband við OPEC. En í því felst ekkert "samsæri" einfaldlega "viðskiptasamningur" sem "báðir aðilar græða á stórfellt." Það er "OPEC ríkin" og "Bandaríkin."
Það er einmitt hinn sameiginlegi gróði, sem gerir það kerfi ákaflega stöðugt. En OPEC ríkin, eiga gríðarlegar eignir innan Bandaríkjanna - - mikið af fyrirtækjum, hlutafé, sparifé, fjárfestingasjóðum.
Reynar eiga OPEC ríkin það mikið fé innan Bandar., að áhrif OPEC ríkjanna innan bandar. stjórnmála eru umtalsverð.
----------------------
En þetta tal um "Petro Dollar" sem samt della, þ.e. sú hugmynd að "hrun þægindakerfis Bandar. og OPEC" sé framundan, en þ.s. báðir græða vilja báðir að sjálfsögðu viðhalda því.
Eða það sé e-h svaka ógn við Bandar., að e-h ríki selji olíu ekki í dollar. Sú kenning, að Bandar. séu að ógna löndum, vegna þess að þau ætli að selja í öðrum gjaldmiðlum, eða gera innrás af þeirri ástæðu - - er augljós della.
Síðan er það stórfurðuleg þessi kenning hans um "US Federal Reserve" - - sem einhvers konar "cartel," en staðreyndin er sú að "FED" er stærstum hluta eign bandar. alríkisins, þó svo að einkabankar fái nokkra stjórnarsæti í landshlutaútibúum "Federal Reserve" - - og þ.e. bandar. alríkið sem "á bróðurpartinn af gróðanum af "FED." T.d. 2010 var hagnaður 82ma.USD rann 79ma.USD í ríkissjóð alríkisins, en 3ma.USD til meðeiganda. Þ.e. mjög lítill hluti.
Þetta tal um "cartel" er kjaftæði.
Gróðinn "FED" er því ekki "blóðpeningar skattgreiðenda" heldur hefur bandar. ríkið, í fjölda tilvika notað prentun til að greiða fyrir - - hallarekstur.
Og kemst eðlilega í meira mæli upp með það en önnur lönd, vegna gríðarlegrar útbreiðslu dollarins - - en það þíðir að í reynd "flytja Bandar. eigin verðbólgu út" því þá hækka "commodities" í verði, ef "FED" er að halda bandar. ríkinu uppi með seðlaprentun.
--------------------------
Mjög skrítinn kenning um "artificial demand creation" en Bandar. beita sömu brögðum eins og öll lönd, sem hafa eigin gjaldmiðil og þar með "eigin seðlabanka."
Þ.e. að "prenta peninga" og nota það við og við a.m.k. til að fjármagna sig að hluta.
Sem stærsta hagkerfi heims, með gríðarlega mikið af bandar. fyrirtækjum í alþjóða rekstri víða um heim, er ekki undarlegt að dollarin sé einnig - - aðal viðskipta gjaldmiðill heims.
Bandar. þurftu ekki að beita neinum brögðum til þess, sem megin stoðríki Vesturlanda, hlaut gjaldmiðill Bandar. einnig að verða "meginstoðgjaldmiðill" vesturlanda, og því þess hagkerfis sem þau í sameiningu hafa búið til.
----------------------------------
"Petrodollarinn þýðir eifaldlega það, að bandaríska þjóðin er búin að vera á eyðslufylliríi í marga áratugi á kostnað heimsbyggðarinnar.Ef hann er stoppaður af kemur að skuldadögunum alveg með sama hætti og við íslendingar þekkjum svo vel."
Það er að sjálfsögðu ákaflega hentugt fyrir Bandar., að geta keypt nær allan varning í eigin gjaldmiðli. En þ.e. ofureinföldun að segja "Petro Dollarinn" þegar Dollar er meginviðskiptagjaldmiðill í "öllum viðskiptum í heiminum."
Ekki bara á sviði "hydrocarbon" viðskipta. Ég virkilega sé ekki, að það leiddi til allsherjar hruns á dollar, þó að "öll viðsk. með dollar í olíu hættu." Þ.s. önnur viðsk. með dollar séu samanlagt það umfangsmikil.
------------------------------
"Þð má til gamans geta að þeir þjóðhöfðingjar sem hafa reynt að brjóta sig frá petro dollarnum eru annaðhvort dauðir (Irak Lybia)eða í þann veginn að vera drepnir (Sýrland og Venusúela)."
LOL, ekkert samhengi. Íbúar Venesúela eru einfaldlega þreyttir á þeirri ósjórn sem hefur ríkt í landinu, er þar nú óðaverðbólga og kjör landsmanna í frjálsu falli. Það skýrir af hverju, óánægja fer hratt vaxandi. Náttúrulega heldur þú að þarna sé e-h samsæri. En allt og sumt er rökrétt afleiðing "slæmrar hagstjórnar."
Líbýa, fólkið í landinu reis upp gegn einræðisherranum, Vesturlönd notuðu tækifærið þegar gæsin það kom fram, studdi uppreisnarmenn til valda. Losuðu sig þannig við aðila sem oft hafði verið þeim óþægilegur. Málið kemur í engu við því hvaða gjaldmiðill Gaddhafi ætlaði að nota eða ekki.
Sýrland, nei - þar er í gangi stríð milli Írans og Saudi Arabíu, Bandar. eru áhorfendur eiginlega í þetta sinn. Proxy War. Eiginlega shíta og súnní trúarbragða stríð, milli Sauda og Írana. Rússar hafa sínar eigin ástæður, þ.e. von um olíu í undir hafbotningum sbr. nýlegur samn. um olíuleit og hinsvegar mikilvæg herstöö. Reyndar virðist að Assad sé að "vinna stríðið." Meðan -alveg nýr vinkill- eru Bandar. að leitast við að semja "beint við Íran."
------------------------
"Til að bíta höfuðið af skömminni ætlaði Assat svo að leifa írönum að leggja gasleiðslu til Evrópu gegnum Sýrland."
Skv. samkomulagi Assads v. Rússl, verður lögð olíuleiðsla til Kýpur, síðan þaðan til Tyrklands. Olían komi frá hugsanlegum lyndum undir hafbotningum, og frá þegar fundnum lyndum innan lögsögu Kýpur.
Þetta skýrir örugglega stórum, af hverju Rússar leggja svo mikið á sig að halda Sýrlandi.
------------------------------------
"Varðandi það að svelta Kína til hlíðni. Við erum ekki að tala um Kúbu við erum að tala um mesta iðríki heims og fjölmennasta ríki heims sem hefur yfir að ráða þokkalegum her og kjarnorkuvopnum.Þeir eru heldur ekki vinalausir þessa dagana."
Það skiptir ekki máli, yfirgnæfandi flotastyrkur Bandar. er það mikill, að enginn getur hindrað Bandar. - ef þau ákveða að beita hafnbanni. Ekker ríki í heiminum.
"Ég sé ekki Kyrrahafsríkin eða Nato taka þátt í slíkri aðgerð gegn Kína til að bjarga bandarískum efnahag."
Bandar. þurfa ekki á NATO löndum að halda. Þau eiga ein og sér yfrið nægilega sterkan flota.
Kína mundi ekki hóta að beita kjarnavopnum, á sama tíma er þeir vita að Bandar. eiga meir en 10-falt flr. kjarnavopn.
Ég á því von á að framundan sé sambærilegt flotakapphlaup, og hófst 1896 milli Þýskal. og Bretlands, en eins og Bretar gerðu munu Bandar. að sjálfsögðu stækka sinn flota eftir þörfum.
Enda eru Bandaríkin þannig séð, breska heimveldið NO.2. Alveg sama aðferðafræði, sami grundvöllur að baki þeirra kerfi, og því breska.
Það sé framundan einnig sambærileg uppbygging á spennu í heiminum smám saman, þjóðir muni skipa sér í fylkingar - að baki þeim stóra sem hver þjóð velur sér til fylgilags.
------------------------------
"Eitt eru við samt sammála um og það er að ég veit ekki hvernig Pútin ætlar að komast hjá að vera svelgdur upp af Kína.Stuðningur þeirra verður væntanlega ekki ókeypis."
Ég get ekki séð að Rússland geti keppt við bæði Vesturveldi og Kína samtímis, nema að Rússland geti fundið öflugan bandamann.
Eiginlega eiina mögulega landið með einhverja vikt, er Indland. Fræðilega geta Indverjar + Rússar haldið velli, Vesturveldi annars vegar og Kína annars munu líklega skipta heiminum á milli sín.
Lönd muni þurfa að velja milli, annars hvors. Rússland þarf annars að velja Vesturveldi eða Kína, ég mundi frekar mæla með "Vesturveldum." Þau mundu fara mun betur með rússn.þjóðina en Kínvejrar mundu, en Kína gæti mjög auðveldlega dælt svona 300 milljón Kínverjum inn, og gert þannig Rússa að minnihlutahópi innan Rússlands. Síðan yrði til "stækkað" Kína.
Vesturveldi eru ekki með slíka "surplus population" að þau geti gert sambærilegt. Því er bandalag við Kína, miklu hættulegra fyrir Rússland, en hugsanlegt bandalag við Vesturveldi. Að sjálfsögðu þíddi það, að gefa eftir "sjálfstæða stórveldisdrauma." En Rússar mundu áfram vera meirihlutaíbúar Rússlands. Það er eitthvað. Að bjarga rússn.siðmenningunni, frá hugsanlegri tortímingu.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 21.5.2014 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning