Hagvöxtur á evrusvæði undir væntingum

Þetta kom í öllum helstu heimsfjölmiðlum, en skv. "hagstofu ESB" Eurostat, þá var mældur hagvöxtur á 1. fjórðungi þessa árs, helmingur af því sem búist var við þ.e. 0,2%. Það sem vekur sérstaka athygli í þeim tölum, er að í Frakklandi mælist stöðnun þ.e. enginn hagvöxtur, og á Ítalíu mælist smávægilegur samdráttur. Svo var samdráttur í Hollandi og Portúgal. Ég tók að auki eftir - samdrætti í Finnlandi og Eistlandi.

  • Það vantar gögn fyrir nokkurn fjölda landa!
  • Það er áhugavert að skoða tölur fyrir 1. fjórðung 2014 í sbr. v. 1. fjórðung 2013.

Euro area GDP up by 0.2% , EU28 up by 0.3%

............................1. fjórðungur 2014..............sbr.v. 1. fjórðung 2013

Belgía.............................0,4%..................................1,2%

Þýskaland........................0,8%.................................2,3%

Spánn.............................0,4%..................................0,6%

Frakkland........................0,0%..................................0,8%

Ítalía.............................-0,1%.................................-0,5%

Holland..........................-1,4%................................-0,5%

Austurríki........................0,3%..................................1,0%

Portúgal.........................-0,7%..................................1,2%

Finnland.........................-0,4%.................................-0,8%

Martin Wolf á Financial Times, var nýlega með áhugaverða bloggfærslu, þ.s. fram koma áhugaverðar upplýsingar, sem áhugavert er að íhuga í samhenginu: Time for Draghi to open the sluice

Skv. spá fyrir næsta ár verður skuldastaða eftirfarandi ríkja:

  1. Grikklands.........189%
  2. Ítalíu.................147%....................0,5%
  3. Portúgals...........141%.....................1,1%
  4. Írlands...............131%....................1,9%
  5. Spána................109%....................1,0%

Við vitum náttúrulega öll, að hagspár og veruleiki eru ekki endilega það sama.

Ef Ítalía t.d. er í reynd ekki að ná mældum hagvexti í ár, þá auðvitað getur Ítalía vel náð 150% á nk. ári. Spáin um Grikkland að sjálfsögðu gerir ráð fyrir að það land sé ca. við botn samdráttartímabilsins.

Ítalía er auðvitað með nýjan forsætisráðherra, Renzi, sem hefur metnað til að koma landinu upp úr lægðinni sem það er statt í, en hvernig í ósköpunum hann ætlar að hefja landið upp úr þessari skuldasúpu, það fæ ég ekki séð.

En þessi hagvöxtur er einfaldlega alltof lítill, jafnvel þó hann komi fram - - til þess að raunhæfur möguleiki sé á að Ítalía nái að minnka það skuldafjall. 

  • Saga Bretlands á 3. og 4. áratugnum ætti mörgum að vera víti til varnaðar, en þá gerði Bretland mjög áhugaverða tilraun í því að "minnka skuldir" í ástandi "nánast einskis hagvaxtar."

AGS sagði frá þessu fyrir tveim árum: Sjá - -World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------------------
The United Kingdom in 1918:

  • In the aftermath of World War I, the United Kingdom’s stock of debt had ballooned to about 140 percent of GDP and prices were more than double their prewar level.
  • Policymakers’ priorities were twofold.
  1. First, return to the gold standard at the prewar parity to restore British trade, prosperity, and prestige (Pollard, 1992, p. 106).
  2. Second, pay off the debt to preserve Britain’s proverbial creditworthiness.
  • Indeed, by returning to prewar parity, the United Kingdom intended to prove its commitment to repay its debt in real terms, rather than in devalued currency.16
  • To achieve its objectives the U.K. government implemented a policy mix of severe fiscal austerity and tight monetary policy.
  • The primary surplus was kept near 7 percent of GDP throughout the 1920s.17
  • This was accomplished through large expenditure decreases, courtesy of the “Geddes axe,” and a continuation of the higher tax levels introduced during the war.18
  • On the monetary front, the Bank of England raised interest rates to 7 percent in 1920 to support the return to the prewar parity, which—coupled with the ensuing deflation—delivered extraordinarily high real rates.
  • The United Kingdom’s resulting economic performance was very poor. Economic growth was weak and considerably below the advanced economy average, unemployment was high, and deflation was the order of the day (Figure 3.7).
  • Real output in 1938 was barely above the level in 1918, and growth averaged about ½ percent a year. This was not merely because of the Great Depression—real output in 1928 was also below that in 1918.
  • The export sector was particularly weak as a result of the revaluation of the currency—the real exchange rate drifted up initially as price and wage reductions failed to keep up with the nominal appreciation.
  • Unemployment reached 11 percent in 1921. Indeed, the weakness of the labor market was part and parcel of the policy to induce large reductions in prices and, perforce, wages.
  • If the policies pursued had successfully reduced debt and restored British growth and prosperity, the short-term costs perhaps would have been acceptable. Unfortunately, they did not.
  • In fact, the policies had the opposite effect: British prosperity was hampered by the dual pursuit of prewar parity and fiscal austerity.
  • Most European countries were enhancing their competitiveness through exchange rate devaluation, and British export industries suffered accordingly.
  • Furthermore, managing the exchange rate forced the Bank of England to maintain high interest rates, which increased the burden of the national debt and generally constrained economic activity—further undermining tax receipts.
  •  The policy of fiscal austerity, pursued to pay down the debt, further limited growth. Debt continued to rise and was about 170 percent of GDP in 1930 and more than 190 percent of GDP in 1933.
  • The effects of deflation, economic growth, interest rates, and fiscal austerity on the public debt can be seen in Figure 3.7, panel 3.
  1. Primary surpluses contributed on average about 7 percentage points a year,
  2. but they were easily overwhelmed by deflation and high interest rates,
  3. which added 12 percentage points a year to the stock of debt.
  • Furthermore, there was little to no positive contribution from economic growth.
  • Only during 1924–28, when the United Kingdom experienced modest growth, did the debt level actually decline.
The U.K. interwar episode is an important reminder of the challenges of pursuing a tight fiscal and monetary policy mix, especially when the external sector is constrained by a high exchange rate.

----------------------------------------------------

Það sem gerir dæmi Bretlands áhugavert - er hve stífri niðurskurðarstefnu var raunverulega framfylgt, og ekki bara það, viðhaldið í vel rúman áratug.

Það var viðhaldið samfellt í vel rúman áratug, 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar við skuldbindingar. Til sbr. er skv. AGS áætlun Íslands, sem enn er framfylgt, miðað við cirka 4% afgang af frumjöfnuði.

Þetta var ekta dæmi um harðan niðurskurð. 

Að auki var yfir sama tímabil, beitt hörðu aðhaldi að launahækkunum, reynd framanaf framfylgt umtalsverðum launalækkunum.

Ekki síst, viðhaldið yfir tímabilið háum vöxtum til að tryggja lága verðbólgu og stöðugleika í fremur hárri gengisstöðu.

  • Fljótt á litið er þessi hagstjórn algerlega til fyrirmyndar!
  • Skv. hugmyndum t.d. Tehreyfingarinnar bandarísku, eða aðhaldshauka í Þýskalandi, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina til viðsnúnings til sjálfbærs hagvaxtar.

Árangurinn er áhugaverður - - það er tímbilið milli stríða í Bretlandi, var í reynd hagvaxtarlega "tínt" - - þ.e. Bretland missti eiginlega alfarið af "roaring 20's" þ.e. er mörg ríki tóku hagvaxtarstökk á 3. áratugnum, var Bretland niðurnjörvað - útkoma enginn hagvöxtur

Eins og fram kemur í textanum, var umfang hagkerfisins minna 1928 en 1918.

AGS telur að efnahagslega kyrrstaðan hafi verið lykilástæða þess, að útkoman var í reynd sára lítil lækkun skulda fram að 1929, síðan snögg hækkun þeirra eftir það ár fram að þeim tíma er Bretar hættu við þessa stefnu, og yfirgáfu gullfótinn alfarið - framkvæmdu stóra gengisfellingu í reynd.

Upphafs skuldastaða 140% - enda skuldastaða er stefnan var yfirgefin, 190%.

  1. Saga Bretlands milli 1920-1928, þ.e. ef maður stoppar fyrir hrunið á Wallstreet, er áhugaverð í samanburði við stöðu Ítalíu í dag, en yfir það tímabil í Bretlandi verður smávægileg skuldalækkun, en skuldir haldast samt vel yfir 100% af þjóðarframleiðslu, síðan snögg hækka skuldirnar að hlutfalli af landsframleiðslu þegar efnahagshrunið verður í kjölfar Wallstreet atburðarins.
  2. Þó svo að vextir séu ekki "hrikalega háir" á Ítalíu, eins og beitt var í Bretlandi, þá glímir Ítalía einnig við "hágengi" þ.e. evrunnar sem hefur hækkað verulega gagnvart öðrum gjaldmiðlum sl. 2 ár, og þó svo það sé ekki "verðhjöðnun" er verðbólga mjög - mjög lág, verðhjöðnun er raunveruleg hætta.
  3. Og Ítalía eins og Bretland þessi 8 ár, stefnir í besta falli í löturhægan hagvöxt. Bretland var samfellt með mikið atvinnuleysi yfir tímabilið. Það virðist afar ólíklegt að Ítalía muni geta minnkað að nokkru ráði sitt atvinnuleysi.
  • Fyrir rest framkvæmdi Bretland "stóra gengisfellingu" þ.e. 1933 þegar pundið var tekið af gullfætinum.
  • Spurning hvort Ítalía á eftir að gefast upp á evrunni á endanum?

En þ.e. auðvitað saga sem á eftir að vera sögð, hvernig Ítalíu vegna við það að halda aftur af skuldafjallinu allra næstu ár, meðan að flest bendir til nánast einskis hagvaxtar.

 

Niðurstaða

Upprifjun á tilraun Bretland með gullfótinn á milli stríða, hlýtur að vera óþægileg fyrir þá sem telja að skuldastaða landa eins og; Ítalíu - Portúgals - Írlands og jafnvel Grikklands, sé sjálfbær. En jafnvel þó vöxtum muni verða haldið niðri "með handafli" sem markaðurinn virðist reikna nú með, sbr. lækkun á vaxtakröfu þessara sömu landa sem hefur verið í gangi sl. ár, niður í hreint magnað lágar tölur. Þá á samt eftir að verða ótrúlega erfitt fyrir þessi lönd að vinna á þeim skuldum.

Fyrst að Bretlandi tókst það ekki, þó svo það hafi í heilan áratug viðhaldið 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, og hinum háu sköttum sem lagðir voru á Bretlandseyjar vegna Fyrra Stríðsins.

Mig grunar því að í reynd - - séu hin skuldugu ríki á evrusvæði á leið inn í japansk ástand, þ.s. skuldir muni jafnt og þétt hækka stig af stigi. Tæknilega getur Seðlabanki Evrópu með handafli, tryggt þeim löndum lága vexti samt sem áður. Þannig forðað þeim frá greiðslufalli.

En þá samt halda vaxtagjöld áfram að hækka, og lamandi hönd skuldanna á hagvaxtargetu viðhelst eins og í Japan, og heldur við þeirri lömun sem við sjáum í dag öll merki um þegar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband