Pútín ætlar að hindra Bandaríkjamenn í því að nota "alþjóða geimstöðina!"

Þetta kom fram í helstu fjölmiðlum, og er nánast eins og hvert annað grín. En já tæknilega er Pútín í þeirri aðstöðu, að geta haldið Bandaríkjunum frá Alþjóða Geimstöðinni eða "ISS - International Space Station." Það kemur til vegna þess, að akkúrat núna eiga Bandaríkin ekkert starfandi geimfar, sem fært er um að koma mönnum á braut um Jörð. Notast Alþjóða Geimstöðin því við rússnesk Soyus geimhylki. Að auki, hafa Bandaríkin í seinni tíð verið að kaupa töluvert af rússneskum "eldflaugahreyflum" og hafa þeir töluvert verið notaðir til þess að skjóta á loft gervihnöttum í Bandaríkjunum, m.a. á vegum hersins.

Russia moves to oust US from International Space Station

  1. "Dmitry Rogozin, Russia’s deputy prime minister..." - “The Russian segment of the ISS can exist independently from the US one, but the US segment cannot exist independently from the Russian one,”
  2. "The effective ban on exports of MK-33 and RD-180 rocket motors could be of greater significance to the US."
  3. "The RD-180 powers the Atlas rocket used by the United Launch Alliance joint venture between Boeing and Lockheed Martin which puts the US’s most sensitive military satellites into orbit."
  4. "ULA added that it could switch to a second vehicle – Boeing’s Delta rocket – which used US-built motors and could meet all its customers’ needs. It also had a two-year supply of RD-180 motors “to enable a smooth transition to our other rocket”.

 

Ég held að þessi ákvörðun "muni augljóslega skaða rússneska hagsmuni" til lengri tíma litið

Það fyrirtæki sem virkilega getur grætt á þessu, er sennilega fyrirtækið SpaceX - - stjórnandi þess er sá sami og stýrir Tesla fyrirtækinu, er framleiðir samnefnda rafbíla.

SpaceX framleiðir sína "eigin hreyfla" og þeirra stóra eldflaug Falcon 9, getur borið 13-tonn upp á "lág sporbaug" eða "LEO" og tæp 5-tonn upp í GTO, þ.e. þá braut þ.s. brautarhraði hnattar er sá sami og snúningshraði Jarðar - þannig að hnöttur er alltaf yfir sama landsvæðinu. Hentugt fyrir samskiptahnetti.

Þeir ætla síðan að framkvæma fyrsta tilraunaskot stærri flaugar, kölluð Falcon9 Heavy, á nk. ári. Sú flaug mun vera samsett úr 3-Falcon 9 flaugum, þ.e. ein fyrir miðju, og tvær sitt hvoru megin sem hjálparflaugar. Þannig næst þá 53-tonn upp á "LEO" og 21-tonn upp á "GTO."

Satúrnus V var auðvitað enn magnaðri, með 130-tonn upp á LEO, þ.e. flaugin sem gat skotið fólki af stað alla leið til Tunglsins.

-----------------------------

Megingalli SpaceX er sá, að tækni þeirra er ný - - það hljómar ef til vill sérkennilega í eyru einhvers. En það þíðir að þeirra kerfi, eru ekki eins "þrautreynd" og kerfi sem t.d. hafa verið notuð í 30 ár.

Bandar. herinn, hefur notað Atlas flaugar, þó þær séu gamlar, vegna þess hve öruggar þær eru - þ.e. þrautreynd tækni sem notuð hefur verið lengi. Ég kann ekki skil á því, af hverju þær notast nú við rússn.hreyfla. Kannski var hætt að framleiða upphaflegu hreyflana.

En gervihnettir eru dýrir, sennilega á það sérstaklega við njósnahnetti bandar. hersins. Að tapa einum vegna þess að flaug bilaði á leið upp - er sjálfsagt dýrt spaug. 

SpaceX hefur viljað komast inn í þann "bissness" að skjóta upp hnöttum fyrir herinn.

Höfum í huga að pólitík getur skipt einnig verulegu máli, þ.s. eftir allt saman SpaceX er algerlega bandar.tækni - ekkert innflutt svo ég viti til.

  • Nú hafa Rússar minnt Kana á þá hættu sem getur af því stafað, að vera háðir erlendum aðilum í einhverju hugsanlega krítískt mikilvægu.

Það áhugaverða, er að SpaceX hefur þegar í framleiðslu geimfar, Dragon (spacecraft). Dragon hefur ekki verið notað til að flytja fólk, heldur einungis varning til ISS - er með samning um það við NASA. En SpaceX hefur um nokkra hríð haft áhuga á að "þróa mannaða útgáfu" sem þeir hafa beitt bandar.stjv. þrístingi að "fjármagna." Á að bera 7 manns, vera töluvert stærra því en Soyus.

Mönnuð útgáfa ætti að vera tiltölulega einföld, þ.s. eftir allt saman - þeir hafa þegar grunninn, starfandi geimhylki sem fært er um að koma sér niður á móður Jörð að nýju. 

Þetta ætti að vera mun fljótlegra, en að hanna algerlega nýtt hylki frá upphafi - - eða að gera tilraun til að endurvekja einhverja gamla hönnun, t.d. Gemini hylkin eða Apollo hylkin.

  • Með þetta allt í huga, þá grunar mig að verð á hlutafé í SpaceX hafi líklega hækkað nokkuð á mörkuðum, í kjölfar frétta um hinar nýju refsiaðgerðir Rússa.

 
Niðurstaða

Ég held að með mót refsiaðgerðum sínum, að banna Bandaríkjunum að nota rússn.eldflaugahreyfla og að notast við Soyus geimfarið. Sé Rússland að skjóta sig í fótinn. En afleiðing muni einungis vera sú, að íta við Bandaríkjunum að hefja að nýju framleiðslu á eigin mönnuðum förum - sem Bandaríkin tel ég geta hrint í framkvæmd á skömmum tíma. Og að fókusa á þá framleiðendur í Bandaríkjunum sjálfum, sem geta boðið upp á sambærilega þjónustu við þá þjónustu sem rússn.aðilarnir hafa verið að veita nú um árabil.

Rússn.fyrirtækin muni einfaldlega tapa þessum markaði með varanlegum hætti.

Bandaríkin eignast að nýju mannað geimfar, mun fyrr en þau höfðu planlagt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jamm og þar sem tíminn líður svo hratt.þótt telji í árum/öldum,er bráðaðkallandi að finna nýja plánetu,þar sem mannkynið getur byrjað með tvær hendur tómar,en alla sögu og þekkingu jarðarinnar, tortimdu. Á þessum nýju heimkynnum byrja menn ekki að óhlíðnast almættinu,erfðavísindin hafa einangrað hlíðnigen sem þessir nýbúar bera.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2014 kl. 02:00

2 identicon

 Sæll Einar Björn
Hvernig er það má ekki minnast á refsiaðgerðir Bandaríkjamanna í þessu sambandi, eða á bara segja frá annarri hliðinni til að reyna sverta Rússa eitthvað? 

NASA Suspends Contact With Russia's Space Agency Over Ukraine

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 17:06

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kominn tími að loka þessu brotajarni þarna ut i geimi.

Vonandi fara bandaríkjamenn að vakna ur þessum blauta draumi sem þeir hafa verið i með rússum siðan Billiy Goat Clinton og Jeltzen duttu i það i USA.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 15.5.2014 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband