Ein góð spurning - - er virkilega stuðningur fyrir "klofningi" Úkraínu? En deilur um trúverðugleika atkvæðagreiðslnanna í Donetsk og Luhansk héröðum eru óhjákvæmilegar nú.
Á hinn bóginn, er til "óháð skoðanakönnun" sem einmitt var kynnt nýlega, sem mælir afstöðu íbúa Úkraínu til þess, hvort landið á að vera saman - - eða klofna.
Þ.e. könnun PewReseach:
Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country
Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?
.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.
Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%
Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%
Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%
Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%
- Takið eftir að skv. þessari könnun, sem tekin var fyrr í vor, birt nú í maí, vilja 58% rússn.mælandi Úkraínumanna, að Úkraína sé áfram - eitt sameinað ríki.
- Skv. því, er meirihluti rússn.mælandi íbúanna, andvígur klofningi Úkraínu.
- Og því, í reynd sennilega - - andvígur þeirri sjálfstæðisyfirlýsingum, sem komu fram á mánudag frá fulltrúum uppreisnarmanna, í Luhansk og Donetsk héruðum.
Það sem líklega skýrir málið, er hve "afskaplega loðin spurningin var": þ.e. mjög vel var mögulegt að skilja "já" sem einungis "áskorun um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."
- Do you support the act of state self-rule of the Donetsk Peoples Republic?
- Spurningin hafi verið svipað hljóðandi í Luhansk.
Þ.e. afskaplega líklegt, að meirihluti rússn.mælandi íbúa hafi einmitt viljað þetta, þ.e. aukið sjálfforræði.
Takið eftir - - að kjörkassarnir eru "gegnsæir" - sem að sjálfsögðu gengur gegn prinsippinu um leynilega kosningu.
Það kemur fram í mjög áhugaverðri frétt NYTimes, að þannig hafi þetta verið víðast hvar - - sem eiginlega þíðir, að "kosningin var alls ekki leynileg" því hver sem var á kjörstað við borðið, eða nærri því, gat séð hvað hver og einn "kaus."
Þetta er að sjálfsögðu, gersamlega óásættanlegt fyrirkomulag - - í reynd næg ástæða til að ógilda kosninguna, tja - t.d. skv. ísl. kosningareglum. Og auðvitað skv. öllum viðurkenndum slíkum reglum.
Ukraine Vote on Separation Held in Chaos
En slíkt fyrirkomulag, setur auðvitað "óásættanlegan" þrísting á þá sem eru að kjósa, tja - maður getur ímyndað sér, miðað við það andrúmsloft sem var til staðar, að hver sá sem hefði ætlað að kjósa "nei" hefði hugsanlega getað sett sig í hættu.
- Líkur því yfirgnæfandi á, að ef þú varst ekki sammála, þá mundir þú halda þig heima.
- Sem aftur setur stórt spurningamerki um þátttöku - - sem er sögð hafa verið rúmlega 70%.
- "...89 percent of voters in the Donetsk region and 97.5 percent in neighboring Luhansk voted for greater autonomy,...."
- Þátttaka eins og ég sagði skv. fréttum rúml. 70%.
Takið eftir að skv. því - hafa nær allir rússn.mælandi íbúar Luhansk héraðs þurft að mæta, þ.s. 74,9% eru rússn.mælandi, og eiginlega þurft að vera mjög nálægt 100% mæting allra rússn.mælandi íbúa á kosningaaldri í Donetsk, þ.s. rússn.mælandi eru 68,8%, til að mögulegt sé að uppgefnar kosningatölur gangi upp.
Þá væri það að sjálfsögðu algerlega einstakur atburður í sögu kosninga ef mæting rússn.mælandi íbúa væri 100%. Ég held að Ísland hafi náð hæsta mælda hlutfallinu í kosningum 1944 um Lýðveldisstjórnarskrána, 95%.
Einungis 1% var andvígur.
Skv. þessu er mjög erfitt að trúa "fyllilega" niðurstöðunni.
- Ég á ekki við, að hlutfall þeirra sem kusu "Já," sé endilega ótrúverðugt.
- Heldur sé þátttakan það!
Fyrir utan þann alvarlega galla "að kosningin virðist ekki hafa verið leynileg" var skv. fréttum mögulegt að "kjósa á flr. en einum kjörstað."
Gallar á framkvæmd kosningar augljóslega eru "alvarlegir."
Athygli vekur að Rússland hefur ekki líst yfir stuðningi við úrslit kosninganna
NYTimes vekur athygli á þessu í annarri frétt:
Russia Stops Short of Recognizing East Ukraine Secession Vote
- "the Kremlin issued a statement saying only that it respects the will of the population of the Donetsk and Luhansk regions,...
- ...and that the outcome should be reached through dialogue between representatives of the easterners and of the national government in Kiev, according to a translation provided by the Interfax news agency."
- Takið eftir orðalaginu - - ber virðingu fyrir "vilja íbúa Luhansk og Donetsk."
- Síðan, að Utanríkisráðuneyti Rússlands, hvetur til viðræðna milli fulltrúa uppreisnarmanna og stjórnvalda í Kíev, um "aukið sjálfforræði."
Eins og sjá má að ofan í könnun Phew - - > Vill almenningur ekki frekari klofning Úkraínu.
Þannig að "Já" ber sennilega að túlka sem vilja til aukins sjálfforræðis innan Úkraínu - - > ekki sem, skýr stuðningur við nýtt sjálfstætt Luhansk eða Donetsk. Eða sameinað, Nuovo-Rossia, eitt sameinað ríki þeirra tveggja.
- Þannig að sjálfstæðisyfirlýsing fulltrúa uppreisnarmanna, sé sennilega ekki í samræmi við þann vilja íbúa, sem fram kom á sunnudag.
- Og það má vera, að stjórnvöld í Rússlandi, átti sig á þessu.
Eða, að þau óttast að ef Rússland virðist styðja sjálfstæði þeirra héraða, að þá verði refsiaðgerðir Vesturlanda hertar, og það til muna. En það hafa einmitt verið fundir milli fulltrúa Vesturlanda, þ.s. unnið hefur verið að samkomulagi um einmitt verulega hertar aðgerðir, ef Rússland virðist vera frekar að stuðla að klofningi Úkraínu - eða hindra að fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu þann 25. nk. fari fram í öllum héröðum landsins.
Nú, uppreisnarmenn sögðu á mánudag, að sú kosning mundi ekki fara fram í Luhansk og Donetsk, ef þeir fengu nokkru um það ráðið.
Athygli vekja ummæli sjálfskipaðs foringja "Alþýðulýðveldis Donetsk" eins og "samtökin kalla sig" og í dag óskaði sá ágæti maður eftir því, að Donetsk hérað væri innlimað í Rússland.
Ukraine Separatists Ask to Join Russia
- Denis Pushilin..."Given the stated wishes of the population of the Donetsk People's Republic and the need for the restoration of historical justice, we ask the Russian Federation to consider including the Donetsk People's Republic as part of the Russian Federation,"
- "Mr. Pushilin also vowed to prevent Ukraine's scheduled May 25 presidential election from taking place in the Donetsk region."
- "Igor Strelkov, the Donetsk People's Republic top commander...issued an order Monday demanding that all military and police structures in the region hand over their arms and report to him."
- "In an interview with Russian state television, Mr. Pushilin vowed to push out authorities loyal to Kiev and liberate districts still under their yoke. He vowed to create a full army for the Donetsk People's Republic "to get rid of the occupiers of our motherland.""
Ekki neinn sveigjanleiki í ummælum fulltrúa þeirra samtaka sem virðast að mestu hafa tekið stjórn mála í Donetsk héraði.
Ef marka má orð Pushilin og Strelkov, þá mun sennilega færast "aukin harka í átökin í Donetsk."
-------------------------------
Ef alvara er að baki orðalagi tilkynningar rússneska utanríkisráðuneytisins, þá ætla rússnesk stjórnvöld nú að skapa aukna fjarlægð milli sín, og aðgerða "uppreisnarmanna" í Luhansk og Donetsk.
En þ.e. öruggt, að "volgur stuðningur Rússa" eða "hikandi" mun hleypa kapp í kinn stjórnarhers Úkraínu, en menn hafa óttast það að fjölmennur rússn.her nærri landamærunum, gæti haldið innreið sína í héröðin 2-þá og þegar.
En miðað við núverandi stefnu, ef tilkynningin er lýsandi fyrir hana, þá má vera að Rússland sé komið í "damage control" þ.e. að leitast sé við að "draga úr tjóni." Eigin tjóni Rússlands - nánar tiltekið.
Þá getur það vel verið, að á sama tíma og það virðist að uppreisnarmenn ætli að láta stál mæta stáli, þá muni stjórnarherinn - - ekki láta sitt eftir liggja.
Svo að útkoman getur verið, eða má einnig segja, verður sennilega - - aukin harka í átökum stríðandi fylkinga.
Niðurstaða
Það er nefnilega það áhugaverða. Að meira að segja rússneskumælandi íbúar Úkraínu. Vilja fremur en hitt, að þjóðríkið Úkraína haldist áfram sem ein heild.
Styðja með öðrum orðum ekki - sundrung Úkraínu.
Þannig að útkomuna í kosningum sunnudagsins í Luhansk og Donetsk, ber sennilega "ekki að skoða sem stuðning við fullt sjálfstæði" - "heldur sem krafa íbúa sem þátt tóku í þeim kosningu um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."
Í því ljósi er tilkynning Utanríkisráðuneytis Rússlands, eðlileg viðbrögð. Lísir ef til vill, þekkingu á málinu.
Á meðan að það virðist að uppreisnarmenn, hafi hlaupið á sig - - nema auðvitað, að "þeir hafi í reynd sjálfir aldrei ætlað að virða afstöðu eigin landsmanna."
Sem auðvitað getur vel verið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.5.2014 kl. 01:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856029
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru flóknir útreikningar hjá þér Einar,en eins og oft áður eru skýringarnar einfaldar.
Viðbrögð rússa eru ekki "damage control" heldur eru þau einfaldleg í fullu samræmi við það sem þeir hafa alltaf sagt,þeir hafa ekki og halfa aldrei haft neinn hug á að innlima A og Suður Úkraínu.
Þú ert svo fastur í spunanum frá Kerry um þetta að þó að það hafi aldrei verið sýnt fram á neitt í þessa átt þá virðist þú líta á lygina úr honum sem sannleik. Þetta voru bara orð frá Kerry og félögum sem þeir bökkuðu aldrei upp með neinum staðreindum,enda þurftu þeir þess ekki því lygin úr kallinum,hversu aulaleg sem hún var ,var básúnuð út í öllum fjölmiðlum eins og um einhvern stóra sannleik væri að ræða.
Varðandi afstöðu kjósenda í A Úkraínu hefurðu uppi miklar pælingar en horfir viljandi eða óviljandi framhjá stærsta atriðinu og augljóslega því sem hefur breitt afstöðu kjósenda.
Þegar stjórnin í Kiev sendi þungvopnaðann her og dauðasveitir Right Sector til að myrða íbúa svæðisins hefur það án nokkurs vafa minnkað til muna löngun íbúanna til að tilheyra Úkraínu.
Geturðu ekki sett þig í þeirra spor og skynjað þetta ?
Þú verður að átta þig á,að þetta er ekki fótboltaleikur heldur er þarna um líf og dauða fjölda fólks að tefla.Það er því mikilvægt að menn fjalli um þessi mál af heilindum en séu ekki að búa til svona froðu til að reyna að bjarga vondum málstað.
Fábjánaháttur og valdagræðgi bandaríkjastórnar og að nokkru leiti EU ,hefur nú orðið til þess að harðsvíruðustu nasistar Evrópu eru nú undir vopnum. Þessi vopn munu á næstunni fara að leka til annarra nasistahópa bæði til Rússlands og V Evrópuríkja.
Og enn vill MCcain og félagar bæta í og senda þeim betri græjur.
Borgþór Jónsson, 12.5.2014 kl. 23:04
Þú getur reynt að ímynda þér íbúa á Donetsk svæðinu horfandi á fyrrum félaga sína á Krímskaganum röltandi í góða veðrinu með ís meðan þeir sjálfir eru skotnir tilviljunakennt á götum úti og brenndir á báli hundruðum saman.
Valið er ekki flókið,eða hvað.
Borgþór Jónsson, 12.5.2014 kl. 23:26
Dáldið steiktar pælingar, no. 1 - Right Sector eru ekki nasistar, heldur þ.s. kallar "þjóðernis fasistar" en nasista stimpill er í hæsta máta villandi skilgreining á þjóðernis fasisma, sem er miklu mun eldra fyrirbæri en nasismi. T.d. voru mjög grimm dæmi um þjóðernis fasisma, í stríðum á Balkanskaga á seinni hl. 19. aldar. Tja, hvað gerðist í kjölfar styrjaldar Tyrkja og Grikkja á 3. áratugnum, er klassískur öfga þjóðernis fasismi af versta tagi. No. 2 - íbúar A-Úkraínu eru ekki myrtir í hrönnum, eins og þú virðist hafa lesið alltof mikið af villandi áróðri á netinu um, en mikið er af ýkjukenndum áróðri á netinu sem styður rússn.öfgaþjóðernissinnana sem hafa tekið stjórn mála í Luhansk og Donetsk, á milli þeirra og "Right Sector" er enginn munur - alls enginn - þegar kemur að ofstæki, a.m.k. ekki minna ofstækisfullir en "Right Sector Ukrainian." En öfgafullir rússn.öfgaþjóðernissinnar, gefa engum öfgaþjóðernissinnum í öðum löndum eftir, hvað öfgar varðar. Þeir hafa verið mjög duglegir við að dreifa áróðri sínum um netið, sem merkilega margir "netverjar sem skortir gagnrína hugsun" hafa gleypt við. 3-varðandi fullyrðingar Kerry, eru þær ekki lýgi, heldur hans skoðanir, hann er þeirrar skoðunar að Rússar standi verulegu leiti að baki rússn.öfgaþjóðernissinnunum í A-Úkraínu, sem einfaldlega getur vel verið - rétt. Það að rússn.mælandi öfgaþjóðernissinnarnir, haldi öðru fram, og netverjar hér og þar sem kokgleypt hafa þeirra áróður hráan, halda því sama fram, segir ekkert til um það hvort það sé rétt, að Rússland sé að baki þeim, hafi mikil áhrif. Þ.e. einfaldlega einn möguleiki, sem má vera að sé sannur, það getur einnig verið að það sé ekki rétt, að Kerry hafi ef til vill rangt fyrir sér, er ekki sama og hann sé að ljúga, menn hafa stundum rangt fyrir sér.
--------------------------
Tek fram, að ég tek ekkert "áróður" úkraínskra stjv. endilega frekar trúarlegan, en áróður rússn.þjóðernissinnanna. Í átökum sem slíkum, sem eru í gangi - - ljúga báðar fylkingar í kapp við hina. Maður á alltaf, að taka þeirra yfirlísingum, með miklum fyrirvara. Ég tek eins mikið mark á fullyrðingum t.d. setts forseta Úkraínu, að andstæðingar stjv. Úkraínu í A-Úkrainu séu hryðjuverkamenn, eins og ég tek mark á fullyrðingum rússn.þjóðernissinnanna í A-Úkraínu, að andstæðingar þeirra séu nasistar. Eða með öðrum orðum, nákvæmlega ekki neitt mark á því. Báðar fullyrðingar eru vísvitandi lýgi.
-------------------
Það gerir þig ekki snjallan, að vara við einni lýgi, til þess eins að kokgleypa aðra hugsunarlaust á sama tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2014 kl. 00:06
Varðandi nasista.Mér þykir miður ef ég hef móðgað fasistana með því að kalla þá nasista,EN.
Það sem mér finnst benda til að SVOBODA og Right Sector séu nasistar er eftirfarandi:
Þeir heilsa með nasistakveðju
Þeir merkja sig með stílfærðum hakakrossi
Árlega fara þeir í blysför til heiðurs Bandera sem var nasisti og þjóðarmorðingi í seinna stríði
Þennan sama þjóðarmorðingja endurjarðsettu þeir fyrir nokkru ,þar sem líkmennirnir voru klæddir nasistabúningum frá seinna stríði og skutu heiðursskotum úr þýskum herrifflum frá sama tímabili.
Árið 2012 varaði evrópusambandi sérstaklega við þeim og kallaði á alla aðila í úkrainskum stjórnmálum að hafna öllu samneyti við þá.
Það breytir engu þó að þeir hafi upp á síðkastið reynt að milda ásjónu sína ,eftir ráðleggingum stílista,þeir eru að mínu mati og mjög margra annarra nasistar eftir sem áður,enda eru þeir búnir að senda her til að drepa íbúana í A Úkraínu,eins og nasistar gera.
Hvort sem þetta fólk er fasistar eða nasistar þá getur ekki talist annað en alger fábjánaháttur að afhenda fólki vopn sem er í þessu hugarástandi
Og það er ekki bara ég ,Rússar ,AÚkraínumenn og fjöldi stjórnmálafræðinga, fyrrum herforingja og blaðamanna um allan heim sem telja þá nasista heldur telja nasistar annarsstaðar t.d. í svíþjóð þá lika nasista.Og þeir meina það ekki illa,þetta eru þeirra félagar. Einn góðan veðurdag munu vopnin sem bandaríkjastjórn er að senda til Right Sector og Svoboda dúkka upp í Svíþjóð og víðar.
Hugsaðu til mín þegar þú lest um þetta í fréttunum eftir eitt eða tvö ár.
Í Rússlandi er sennilega fjölmennasti flokkur öfga þjóðernissinna í Evrópu,og þeir hneygjast líka mjög til nasisma.
Það var ágætur heimildarmynd um þetta á Discovery fyrir ca ári síðan,þar sem fréttamaður fylgdi þeim eftir við æfingar og tók viðtöl.
Þeir biðu þó nokkurnn hnekki þegar lagt var bann við að stjórnmálasamtök í Rússlandi væru fjármögnuð erlendis frá,við hávær mótmæli "lýðræðisþjóðanna"
Uppreisnin í Donetsk ber engin merki þess að vera gerð af öfgafólki,þvert á móti er alveg ótrúlegt að svona aðgerð skuli hafa gengið fyrir sig nánast á blóðsúthellinga. Morðið á ríkisstjóranum og félaga hans er þar óskemmtileg undantekning.
Líklegasta skýringin er að aðgerðirnar hafi notið almenns stuðnings,bæði borgaranna og lögreglu eins og kom raunar fram í kosningunum í gær.
Varðandi Kerry þá er hann ekki einhver Jón á Djúpavogi heldur utanríkisráðherra mesta njósnaveldis heims og þegar hann fer rangt með í svona málum er það ekki af því hann viti ekki betur,hann er einfaldlega að ljúga til að hreesa upp á vondann málstað.
Mitt bottomline er að það er með öllu óverejandi að ríkisstjórn sendi herinn og "fasistahópa" til að drepa samborgara sína sem eru að ástunda friðsamleg mótmæli.
Það kann að virðast öfugmæli að kalla þetta friðsamlegt,en miðað við Maiden var þessi aðgerð mjög friðsamleg og að teknu tilliti til þess að Evrópu er í vaxandi mæli stjórnað með táragasi og sprautubílum þessa mánuðina. Spánn Brussel Grikkland Tyrkland og sjálfsagt víðar sem ég man ekki eftir þessa stundina.
Borgþór Jónsson, 13.5.2014 kl. 02:47
Því miður var Bandera ekki nasisti heldur akkúrat fyrirbærið "þjóðernisfasisti" í reynd afsakplega lísandi dæmi fyrir slíkan einstakling. Það sem greinir "nasista" frá öðrum hópum öfgamanna, er ekki "að þeir hafi gaman að ganga í takt" eða "að þeir heilsist með einhvers konar eigin kveðu eins og algengt er með fasistahópa þ.e. ekki næg skilgreining þ.s. þ.e. einmitt klassískt fyrir fasistahópa" eða "að þeir hafi eigið merki en þó það líkist að einhverju leiti hakakrossi segir það í reynd ekki neitt því að þú getur lagt margar merkingar í tákn t.d. nota Indverjar merki líkt hakakross og hakakross lík merki hafa verið notuð í aldir." NO.1 - Þ.s. greindi nasista frá öðrum "fasistum" eða "þjóðernisfasistum" var að hatur á gyðingum náði út yfir eitt, þeirra meginhaturs fókus, meðan að dæmigerður þjóðernisfasisti "hatar frekar tiltekna útlendinga" - "hatrið beinist ekki frekar gegn gyðingum". Síðan NO2. - að nasistar hugsuðu mun stærra heldur en "fasistar" eða "þjóðernisfasistar" - þeirra stefna eins og kommúnismi hafði "hnattrænan fókus" meðan að "þjóðernisfasistar eru alltaf fókusaðir á sitt land, sína þjóð, markmið þeirra oftast nær takmarkast við sitt land sína skilgreindu þjóð."
-------------------
Þetta átti allt við Bandera, sem hataði Rússa og Pólverja, en á sama tíma og gyðingar voru hvarvetna sendir í útrýmingarbúðir 1941 hvar sem nasistar náðu til þeirra, þá voru fj. gyðinga starfandi innan samtaka Bandera, meira að segja í háum stöðum. Þó það gætti gyðingatortryggni af samtökum Bandera, þá er það merkilet að síðar meir - þegar nasistar beittu þá þrýstingi um að "taka þátt í útrýmingu gyðinga" þá aðstoðuðu þeir "vini sína meðal gyðinga" til að sleppa frá útrýmingarbúðunum, komu þeim úr landi, úr klóm nasista. Ef Bandera og menn hans hefðu verið nasistar, hefðu þeir ekki "unnið með gyðingum" heldur eins og nasistar "drepið þá hvert sem til þeirra náðist" og "sannarlega ekki aðstoðað fj. gyðinga til að sleppa." Jamm, þeir tóku e-h þátt í að drepa gyðinga, en miðað við það að á sama tíma voru þeir að hjálpa öðrum gyðingum, þá sennilega var það undir þrýstingi frá nasistahernum sem þá var búinn að hernema Úkraínu og Pólland.
-------------------------
Hatur Bandera á Rússum og Pólverjum, er einmitt dæmigert þjóðernisfasískt, hann myrti fj. af þeim - - ef þú mundir skoða flr.dæmi um þjóðernisfasisma eins og t.d. í kjölfar styrjaldar Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu - seint á 19. öld þ.s. fóru fram þjóðarhreinsanri á svæðum, þegar þau féllu landi X í hlut, og að einhverju verulegu leiti þjóðarmorð, eða dæmi Tyrkja þ.e. morð þeirra á "Armenum" eða þegar þeir ráku milljónir Grikkja úr landi sem höfðu búið á tyrknesku landsvæði í þúsundur ára myrtu töluverðan fj. þeirra til að "reka flóttann" þá sérðu með slíkri víðari skoðun á málinu. Að "þjóðernis fasismi" er "mun eldri en nasismi" og "morðhatur á tilteknum þjóðum er einmitt dæmigert."
----------------------
Ég tel bæði rússn.hópana sem hafa tekið völdin í Luhansk og Donetks, og "Ukrainian Right Sector" vera "þjóðernisfasista." Á von á því, að báðir hóparnir muni hefja "þjóðernishreinsanir" innan bráðar, eftir því sem átök þeirra á milli "magnast." Þjóðernishreinsanir eru einmitt klassísk þjóðernisfasisk aðgerð, sbr. stríðin einnig í fyrrum Júgóslavíu.
--------------------
Fram að þessu hafa átökin borið þess merki að "báðar fylkingar séu að halda aftur af sér. En þjóðernisfasistar geta verið "harðir" eða "mildir." Þ.e. auðvitað í hlutfalli, en þú getur alltaf "hatað" meir, þjóðernisfasistar hata alltaf - en ef þjóðernisfasisti fer varlega, þá er hatrið ekki svo mikið, að sá geti ekki haldið aftur af sér, þegar það hentar málstaðnum. Nú hentar það málsstað beggja, að halda aftur af sér.
En enn hafa ekki farið fram nein skipulögð fjöldamorð, eins og í Júgóslavíu, eða í gömlu stríðunum á Balkanskaga, eða í Tyrklandi Ataturks. Ef aftur á móti átökin magnast áfram, sem virðist afskaplega líklegt - - þ.s. báðir hóparnir hamast við að "ata hvorn annan auri" og "magna í reynd með sínum málflutningi stöðugt á hærra stig meðal fólks gagnkvæmt hatur" þá er sennilega einungis spurning um tíma, hvenær átök færast á blóðugara stig, og hvenær gagnkvæm hryðjuverk hefjast.
--------------------------
Njósnastofnanir eru ekki almáttugar, þær hafa oft haft rangt fyrir sér - t.d. fyrir innrás Bush í Írak, þ.s. bandar.leyniþjónustan kom í ljós, hafði einfaldlega í mikilvægum atriðum, rangt fyrir sér. En þó þú hafir leyniþjónustugögn, þá þíðir það ekki að þú hafir ekki skoðanir - eða að þú getir ekki haft rangt fyrir þér, eiginlega er Bush yngri hið klassíska dæmi.
Rússl. og Kína hafa einnig gríðarlega öflugar njósnastofnanir, t.d. er ég 100% viss að leyniþjónustur Kína og Rússl. eru mjög virkar á netinu, í því að dreifa ranghugmyndum um einmitt "andstæðinga" Rússlands og Kína, nefnilega Vesturveldi. En þ.e. einmitt klassískt hlutverk njósnastofnana, að villa fyrir. Netið hefur akkúrat skapað þeim, gríðarlega öflugt tæki til þess - hugsa sér ef það hefði verið til á tímum Kalda Stríðsins. Mikið af áróðri sem ég sé, á fylginauta vefsíðum, gæti vart verið meir "parisan" en ef "rússn.leyniþjónustumenn" væru sjálfir að skrifa. En þ.e. akkúrat þ.s. maður á von á, ef þeir eru að skrifa áróður, að Vesturlönd séu slæm, andstæðingar Bandar. og Vesturlanda góðir, að það sé verið að sá tortryggni um tilgang aðgerða vesturvelda og Bandar., reyna með öllum hætti að gera stefnu þeirra tortryggilega. Á sama tíma, og stefna og aðgerðir Rússland eru færð í mun "jákvæðari búning." Hugsaðu um þetta - - en það væri einmitt dæmigerð nálgun leyniþjónustumanna, að nálgast málið sem einhver "undir dulnefni" sem er mjög auðvelt á netinu, t.d. kalla sig "óháðan blaðamann" - þeir eru líklegir að sá sínum áróðri í einmitt þá, sem þeir telja "móttækilega" líklega til að "trúa honum" - eru sennilega "samstarfsaðilar" andstæðinga síðna víða, síðna sem halda frammi margskonar tortryggni einmitt á Bandar. og Vesturveldi, þá mundi leyniþjónustumaðurinn vera "félaginn" á óróasvæðinu sem sendir þér upplísingar sem þú ert að nota, þú veist í reynd ekki hver hann er, en trúir því sem hann segist vera þó það sé lígi. Þannig vinna þessi leyniþjónustumenn.
Ég held að í mikilli tortryggni á Bandar. og Vesturveldi, hafi þú og þínir félagar, fallið í gildru leyniþjónustu keppinautar Vesturvelda. Trúið síðum, sem sá vísvitandi áróðri rússn.leyniþjónustunnar, þ.e. meira að segja sennilegt að þeir sem reka slíkar síður, viti ekki að þeir eru að endurflytja áróður leyniþjónustu séu "nytsamir sakleysingjar."
-------------------------------
Það stenst ekki, en ef þetta væru bara "friðsamleg mótmæli" væru stjv. í Kíev, löngu búin að sigrast á andstæðingum sínum.
En þ.e. einmitt vegna þess, að þeir eru með harðvopnaðan kjarna, að þeir halda velli og gott betur. Þessir hópar virðast "vel skipulagðir" og eiginlega nær því að vera skæruliðahreyfingar, miðað við það hve vopnaðar þær virðast vera, og hafa meðal meðlima einstaklinga augljóslega færa um að beita þeim vopnum.
Þetta sýnir eiginlega að þær hreyfingar, eru um þetta svipaðar að því leiti "right sector" að laða til sín fyrrum hermenn, þær hljóta að hafa haft einhverja skipulagða vopnaða hópa áður en þær létu til skarar skríða "eins og right sector" en slíka býrðu ekki til í neyð á augabragði, þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða og mætti víða óförum, þá sýnir það þá þegar, að sveitir andstæðinga voru vel skipulagðar. Slíkar sveitir verða að hafa verið til staðar, áður en átökin hófust, og sennilega um töluvert skeið á undan, eins og á við um "right sector."
Báðar fylkingar hafi haft skipulagða hópa, sem gátu vopnast með skömmum fyrirvara, fyrrum hermenn líklega. Sem kunna bersýnilega að beita þeim enn ekki síst, kunna á hertækni.
Mig grunar að akkúrat séu tengsl milli þess hóps og þeirra bardagamanna, rússn.þjóðernissinnanna í Luhansk og Donetsk. En þ.e. akkúrat klassískt, að slíkir aðilar leiti á átakasvæði þ.s. þeir geta fengið hatri sínu svölun. Þ.e. afskaplega líklegt að nokkur fj. slíkra rússn.þjóðernisfasista, sé nú að berjast undir merkjum hópanna í Luhansk og Donetsk.
Það eru samgöngur milli þjóðernisfasista milli ríkja, já það getur alveg gerst. Á hinn bóginn á sama tíma velti ég fyrir mér hvað það mun gera Rússlandi síðar meir, að rússn.þjóðernisfasistar líklega eru samtímis að komast í vopn úr herbúrum úkraínska hersins í Úkraínu. Þeir munu leita inn í Rússland síðar meir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2014 kl. 11:11
Tvennt enn, ég tel að báðar fylkingar þ.e. "right sector" og "rússn.þjóðernissinnuðu hreyfingarnar" í Luhansk og Donetks, séu að auðsýna taktíska mildari ásjónu, til að höfða til fjöldans - í tilraun til þess.
En ég tel að þeir hafi komið að nokkru leiti upp um sig, v. þess hve herfilega gölluð kosningin var sbr. ekki leynileg, með gegnsæa kjörkassa, hefur verið mögulegt að beita þá sem mættu hópþrýstingi til að "kjósa rétt." Þ.e. einmitt þess vegna, sem venja er að kjörkassar séu ekki gegnsæir að áhersla er á að enginn annar geti vitað hvað þú kaust. Svo kjósendur séu ekki undir óeðlilegum þrístingi - - þ.e. því miður ekki unnt að útiloka óeðlilegan þrísting né að fj. kjósenda hafi kosið mörgum sinnum, má vera að hafi meira að segja verið skipulagt.
Eins og ég benti á, eru sterkar vísbendingar um að vilji íbúanna standi til "aukins sjálfforræðis" frekar en sjálfstæðis. En sennilega eru öfgaþjóðernissinnarnir, að færa sér aðstæður í nyt - til að komast til valda. Það í báðum hópum að sjálfsögðu.
Hættan er eftir því sem átök magnast, muni áhrif "vopnuðu hópanna" aukast, og fasísk hegðun ágerast hjá báðum hópum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2014 kl. 11:33
Gleymdi þessu atriði, málið var að þau lög gerðu miklu meira - þau takmörkuðu einnig rétt margskonar þrýstihópa sem eru alþjóðlegir, t.d. hópar sem berjast fyrir vernd dýra eða gegn mengun eða fyrir náttúruvernd, til að fá fjárstuðning erlendis frá. Þannig að "lókal" samstarfshópur slíkra alþjóðlegrja baráttuhópa, mátti ekki skv. þeim lögum lengur þiggja stuðning systra samtaka sinna erlendis.
Um það snerust mótmælin frá Vesturlöndum, um takmörkun starfsemi slíkra óháðra hópa sem víðast hvar á Vesturlöndum starfa algerlega óáreittir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2014 kl. 11:45
Það getur svo sem allt gerst.Kannski er það svo að þeir noti stílfærðan hakakross af því þeir hafi ekki frétt af nasismanum ,heilsi með nasistakveðju af því þeir eru vondir í hendinni og standi yfir hræinu af bandera í nasistaskrúða af því þeir áttu ekkert annað til að fara í.
Ég er samt svo einfaldur að halda að þetta sé af því að þeir líti til þyskra nasista sem fyrirmyndar.
Og þó ég treysti ESB venjulega ekki fyrir horn,þá verð ég að benda á að eitt af umkvörtunarefnum þeirra í garð Svoboda er að þeir séu "antisemitist" gyðingahatarar.
framhald siðar
Borgþór Jónsson, 13.5.2014 kl. 13:24
http://youtu.be/H4dJRnI-X8Q
Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2014 kl. 18:15
http://youtu.be/MqUztAX7ozw
Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2014 kl. 18:25
Þessar kveðjur eru upphaflega byggðar á gömlu rómversku kveðjunni, þ.s. hermenn heilsuðu og sögðu heill sesar, sbr. noktun ítalskra fasista. Að menn notist við útgáfu af slíkri kveðju, þarf ekki að vera beint að notkun nasista á sambærilegri kveðju, en ef þú hefur gaman af skrúðgöngum og búningum sem líkja að einhverju leiti eftir hermannabúningum, þá fylgir þessu gjarnan einhver sérstök kveðja. Maður þarf að skoða það sérstaklega á myndum, hvort þeir eru að nota "fasista" eða "nasista" útgáfuna af kveðjunni. En þ.e. ekki mikill munur á þeim tveim.
Einu atriði gleymir þú, því að nasistar voru uppfullir af hugmyndum um "óæðri" kynstofna, það beindist af miklu flr. fólki en bara gyðingum - þeir höfðu skilgreint alls slava sem "untermenchen" þar á meðal Bandera. Samstarf Bandera og hans hreyfingar, gat aldrei enst - þ.s. þeirra markmið voru ekki "compatible" þ.e. nasistar vildu útrýma helst öllum slövum fyrir rest. Meðan að Bandera vildi stofna sjálfstætt úkraínsk ríki, og hann var slavi eða "untermench." Enda var hann handtekinn um mitt ár 1942 og hent í fangabúiðir af nasistum, og hans hreyfing einnig "upprætt."
Það er einnig af þesari ástæðu undarlegt að kalla "right sector" nasista. Þ.s. nasisminn snerist um að auka veg hin "æðra" kynstofns, sem var skilgreint sem hið germanska fólk. En íta til hliðar óæðri, útrýma gyðingum. Skv. "Lebensraum" stefnunni, átti að þjóðverjavæða Póllan að mestu og einnig stóran hluta Úkraínu. Í ímyndaðri sviðsmynd, að nasistar hefðu sigrað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2014 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning