Eftirlitsmenn ÖSE handsamaðir af uppreisnarmönnum í A-Úkraínu

Það var hinn dularfulli, Vyacheslav Ponomaryov, sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk, sem er sagður hafa fyrirskipað töku "rútu" með eftirlitsmönnum ÖSE. Það sem þetta "kannski sýnir" er að "lögleysan" í SA-Úkraínu, sé að færast yfir á "varasamt stig" en það veit í reynd enginn, hver stendur að baki þessum Ponomaryov. Þannig séð, er ekki gott að segja heldur, hvað ráði ákvörðunum sem hans hópur tekur.

Þeir koma fyrir sjónir eins og hver annar hópur "vopnaðra öfgamanna."

From soap factory to commanding a rebel town in Ukraine

Og í viðtalinu, sjá hlekk að ofan, þá talar hann einnig alveg eins og "öfgamaður."

Hver var hans uppgefna ástæða fyrir því að "taka rútuna?"

"It isn't nice, people who come as observers from the European community are bringing with them a real spy. This isn't nice,"

Military Observers Taken Hostage

Mediators held in Ukraine as U.S. readies new Russia sanctions

Engin leið að vita, hvort þetta sé nefnt sem "yfirvarp" eða hvort hann raunverulega trúði orðróm, þess efnis að í rútunni væri njósnari á vegum stjórnvalda í Kíev.

  • Virkilega bendi fólki á að "lesa viðtalið að ofan" - en það bendir ekki til þess að sá ágæti maður, sé í góðu andlegu jafnvægi.

Það veit í reynd enginn hver raunverulegur stuðningur er að baki þeim hópum, sem hafa tekið yfir opinberar byggingar í A-Úkraínu

Þeir hafa ekki verið kjörnir til verka - það eitt er öruggt.

Donetsk governor plays down rebel threat

Eins og Vyacheslav Ponomaryov talar, þá líklega er hann og félagar hans, "þjóðernisöfgamenn."

Slíkir vanalega hafa "mjög takmarkað fylgi" - miðað við það hvað hann sjálfur sagði:

"Of course we don't have 100 percent" of support from the town's 110,000 inhabitants, he says. "Some hesitate. Others are afraid."  - > He adds: "There are also people who are openly right-wing. When the time is right, we'll take care of them. There are traitors.""

Það getur vel verið, að þeir "hræddu" séu "meirihlutinn" - það gýs í gegn "hatur" á stjórnarsinnum "sem hann kallar hægri-menn." Spurning hvað hann á við með "we'll take care of them." - - það hljómaði of mikið eins og, hann ætti við að ganga á milli bols og höfuðs.

Það hafa borist fregnir af því, að hann og félagar hans, haldi uppi "fangelsi í bænum" - þeir hafa m.a. handtekið "nokkra blaðamenn."

  • Það hve "skuggalegt þetta lið er" er ágætt að íhuga í samhengi "við fullyrðingar þess efnis" að stjórnin í Kíev, sé "dómineruð af fasistum."

----------------------------------------

Serhiy Tarhuta, sem nýlega var skipaður af stjórnvöldum í Kíev, stjórnandi Donetsk héraðs - - hann fullyrðir að "þessir öfgamenn" séu ekki nema rúmlega 500 manna "harður kjarni."

Íbúar héraðsins séu 4,5 milljón.

Engin leið að vita "hver sannleikurinn" að baki þeirri fullyrðingu er. 

Herra Tarhuta er út af fyrir sig, einnig "skuggaleg fígúra" þó af öðru tagi - - svokallaður "óligarki."

Forríkur verksmiðjueigandi og iðjujöfur. Hefur umtalsverð efnahagsleg ítök innan héraðsins, hann segir að "kosningarnar undir lok maí" muni fara fram skv. áætlun.

Hann segist standa í viðræðum við liðsmenn þeirra sem halda þeim höfuðstöðvum, sem tilheyra með réttu "embætti landstjóra."

  • Sjálfsagt á stjórnin í Kíev - enga valkosti aðra, en að velja einhvern sér til "bandalags" sem hefur sjálfstæð ítök.


Eins og staðan að mörgu leiti lítur út

Þá hafa æsingamenn og öfgamenn - - tekið yfir. Og gera sitt besta, til að "skapa ótta" meðal borgara, til að "fá þá með sér í lið."

Ég skal ekki segja - "að Svoboda" og tengdir þeim flokki, séu ekki skuggalegir.

  • En ég sé ekki að Vyacheslav Ponomaryov og liðsmenn, sé einhver - betri valkostur.

En æsingamennirnir í röðum beggja - virðast vera að halda uppi "gagnkvæmum hatursáróðri" þ.s. annarsvegar stjórnin í Kíev er borin saman við "faistastjórnina í Úkraínu" sem stóð með nasistum í Seinni Styrjöld - - - - það verður að segja sem er, að ekkert í aðgerðum hennar, bendir til þess að þar sé líkum að líkjast. En ef marka má æsingamenn í A-Úkraínu, verði fólk að rísa upp gegn stjórninni, og verja hendur sínar svo rússn.mælandi íbúar verði ekki beittir alvarlegu ofbeldi eða þaðan af verra.

Á sama tíma, sjá úkraínskir þjóðernissinnar, liðsmenn æsingamanna í A-Úkraínu sem "5-herdeild" á vegum Pútíns, liðsmenn á vegum hans, handbendi hans, þarna sé ekkert annað í gangi en "yfirtaka á úkraínsku landi" klædd í búning "yfirborðs lögmætis." Eiginlega - að innrásin sé þegar hafin.

Það er síðan merkilegt, hvernig netið - - er "meðvirkt."

En fullt af fólki, m.a. á Íslandi, virðist telja sig vita, nákvæmlega hvað er á seyði. 

Síðan virðist það "uppfullt af æsingatali" sem finna má á víð og dreif um netið.

  1. En þ.e. kannski "einmitt tilgangur" æsinga-talsins, að skapa ótta.
  2. Endurvekja hatrið sem gaus upp í Seinni Styrjöld.
  3. Búa til "borgarastríð."
  • Höfum í huga "að öfgamenn á báða bóga" líklega - efla hverja aðra.

Því fleiri sem trúa því, að Kíev-stjórnin stjórnist af "nasistum" og íbúar landsins, verði að "slá upp vegatálmum" og "taka yfir opinberar byggingar" - taka yfir stjórn mála í sínum héröðum. Annars muni nasistarnir fara illa "með okkur."

Því eflist fylgið á móti einmitt við, öfgasinnaða úkraínska þjóðernissinna, sem líta á andstæðinga sína sem "flugumenn Pútíns." Telja landið þegar í ástandi "innrásar."

  • Það er alls óvíst - - að meirihluti íbúa. Hafi orðið "róttækni að bráð.

-----------------------------------------

Spurning hvort að öfgamönnum í röðum beggja - - tekst að efla þessar "gagnkvæmu sviðsmyndir, í hugum almennra íbúa?

Sem betur fer, hefur ekkert umtalsvert manntjón enn orðið.

Þannig séð, er þetta með öðrum hætti en í Júgóslavíu, þ.s. mjög hratt spratt upp "mjög alvarlegt ofbeldi!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega merkilegt, miðað við það - hve hatrömm umræðan er. Hve lítið ofbeldi í reynd hefur átt sér stað. Allt í allt á undanförnum vikum - hafa sennilega færri en 10 manns látið lífið. Höfum í huga að í Júgóslavíu létu tugir þúsunda lífið.

Þ.e. þegar menn skoða "hvað raunverulega hefur gerst" - sem að upphrópanirnar sem finna má víða um netið, hljóma verð ég að segja, "kjánalegar."

Ímyndum okkur hvað mundi gerast t.d. á Íslandi, ef hópar grímuklæddra manna mundu taka yfir bæjarskrifstorfur á "Vestfjörðum" - þeir væru með lambúshettur og vopnaðir. Á sama tíma, væru settir upp vegatálmar að þeim sveitafélögum, þ.s. einnig væri kjarni vopnaðir með grímur?

Mundi ekki vera safnað liði meðal "lögreglusveita" á landinu? Og hún mæta, vopnuð "hríðskotarifflum" á vettvang? En það eru til þýskir hríðskotarifflar í vopnageymslu lögreglunnar. Verið algerlega gersamlega viss - - og það er einnig líklegt að þeir tveir eða þrír brynvagnar sem víkingasveitin á, mundu vera notaðir einnig.

Gæti einhver farist? Hugsanleg, en ísl. lögreglan mundi beita þeirri hörku sem til þyrfti, að brjóta niður slíkar ólöglegar aðgerðir. Síðan yrðu menn handteknir og fengu fangelsisdóma líklega síðar meir.

---------------------------------

Höfum í huga að ríkisstjórnin í Kíev, er ekki "ólögleg." Hún situr í skjóli "þingsins" þ.e. þess sem síðast var kjörið í almennum kosningum. Þetta er svokölluð "utanþingsstjórn." Ráðherrar - ekki þingmenn. Þ.e. ekkert í stjórnlögum eða almennum lögum sem banna "utanþingsstjórnir." Þingið þarf auðvitað að samþykkja frumvörp á hennar vegum svo þau verði að lögum. Og sætta sig við utanþingsstjórnina.

Settur forseti og stjórnin, er bara fram að kosningum sem fyrirhugaðar eru undir lok mái.

Þær kosningar verða undir "alþjóðlegu eftirliti." 

Þ.e. áhugavert, að "uppreisnarmenn" skuli hafa "tekið" eftirlitsmenn á vegum ÖSE.

Þeir kannski "vilja ekki eftirlit." Og það má einnig velta því fyrir sér, að ef til vill - vilja æsingamennirnir í A-Úkraínu, ekki að kosningarnar fari fram, því þeir viti að fylgið sem þeir hafi sé í reynd lítið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Þessir fyrrum “friðsælu mótmælendur” eða núverandi ríkisstjórn Úkraínu er eins og þú veist algjörlega umboðslaus, en það kann að vera að þér finnist það eðlilegt og löglegt að eitthvað fólk í Úkraínu geti svona tekið yfir lýðræðiskjörna ríkisstjórn landsins með bensínsprengjum, malatofsprengjum, íkveikju og ofbeldi?

En er það nefnt sérstaklega í stjórnarskrá og/eða lögum landsins Úkraínu, að hægt sé að taka yfir stjórn-  og her landsins með því að reka lýðræðiskjörna þingmenn hans Viktor Yushchenko, og svo forseta sjálfan í burtu? Hvernig getur þessi núverandi umboðslausa ríkisstjórn verið í  skjóli þings, þegar lýðræðiskjörnir þingmenn hafa verið reknir í burtu, eða hvað í einhverju skjóli eins og þú ert að tala um?
Vestrænir fjölmiðlar eru fyrir löngu búnir að vinna allt þetta fjölmiðlastríð með lygum og þvælu, þetta hefur gengið prýðilega hjá þeim á New York Times með að falsa atburðarásina með myndum annars staðar frá en frá Úkraínu, sem að þessi fjölmiðill varað núna að draga þessar líka lygar til baka,  svo og þetta falsaða plagg er hann John Karry reyndi að nota, og allir eru núna sammála um að þetta plagg sé falsað.

Tala ekki um þessar lygar um, að 16.000 rússneskir hermenn hafa verið fluttir yfir á Krímskaga, þegar að herinn var búinn að vera með aðstöðu þar í 15 ár, svo og þar sem að   Rússar voru með samkomulag við bæði stjórnvöld í Kænugarði og á Krímskaga.

Þetta hefur allt gengið vel hjá vestrænum stjórnvöldum og fjölmiðlum, og reyndar mun betur en byltingin í Úkraínu 2004 sem mistókst eitthvað hjá þessu liði, en þetta er víst síðasta stóra  vígið til að koma að Heimsskipulaginu (New World Order) þeirra. Þannig að nú hafa þeir eytt meira en 5. milljörðum í þessa byltingu með ofbeldi samkvæmt henni Victoru Nuland, og aðal styrktaraðilarnir hafa verið “National Endowment for Democracy” og “USAID right-wing hóparnir. Það er alveg greinilegt á öllu að það á að koma upp NATO stöðvum í Úkraínu, og allt kapp hefur verið undanfarin ár að koma upp flaugum til að miða á Rússland. NATO stöðvar í Tekklandi, Ungverjalandi, Pólandi, Búlgaríu, Eistlandi, Léttlandi, Litháen, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Albaníu og Króatíu og alltaf til að reyna einangra Rússland meira og meira, og/eða til að brjóta þetta samkomulag er gert var milli fyrrum sovétleiðtoga og vestræna leiðtoga, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 18:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lýðræði er alltaf í skjóli fólksins - það hefur alltaf verið svo að ef það "rís" upp í nægilegum fjölda, bendi á að í Frakklandi er 5. lýðveldið, að þá getur "áður lýðræðislega kjörin stjórn" sannarlega "fallið" - - hörð mótmæli eru langt í frá óþekkt í Frakklandi eða jafnvel í Danmörku, man eftir fjölmennum mótmælum í Kaupmannahöfn, þ.s. einmitt mótmælendur flegðu "Molof Kokteilum" en lögregla með skildi og kylfur, í eldföstum samfestingum, stóð á móti - einnig var beitt brynvörðum bílum með öflugar vatnsbyssur.

Með öðrum orðum, fólkið "getur alltaf jafnvel á miðju kjörtímabili" svipt ríkisstjórn "sínu samþykki" steypt henni, það þá kemur í ljós ef stjórn lendir í mjög fjölmennum mótmælum, hvort sú stjórn hefur það af eða ekki. Ítreka að í Frakklandi er 5. lýðveldið.

Ríkisstj. á Íslandi "féll" snemma árs 2009, í kjölfar langvarandi mótmæla, fékk að starfa sem "starfsstjórn."

Að ráðherrar séu handteknir, þarf ekki að vera "undarlegt" ef þeir hafa framið glæpi t.d. i tengslum við "spillingu" eða eru grunaðir um það, ef þeir viðkomandi kjósa að leggja á flótta, í stað þess að sætta sig við "handtöku" er það þeirra mál. En þá hafa þeir flúið frá "réttvísi" síns lands, sem tja - getur bent til sektar.

  • Stjórnin í "Kíev" situr í umboði núverandi þingmanna, þeirra sem í dag mynda "meirihluta." En stjórnin er skipuð skv. samkomulagi við þá þingmenn, sem í dag eru til staðar á þinginu í Kíev. Það skapar henni "lögmæti."
  • Það gefur henni lögmæti, ef sá fj. þingmanna sem samþykkti, er nægur skv. stjórnlögum landsins. Að stjórnin sé ekki skipuð þingmönnum, þíðir að hun er svokölluð "utanþingsstjórn" - sem er algerlega heimilt skv. líklega stjórnlögum þar eins og hér, að skipa. Svo fremi eins og gildir um allar stjórnir, að sitjandi meirihluti þings sættir sig við hana. Þ.e. einmitt þ.s. hefur gerst, að núverandi þingmeirihluti umber þá stjórn sem nú situr þar til að kosið verður undir lok mái.
  • Að þingmenn hafi lagt á flótta, einhverjir láti ekki sjá sig, er áhugavert - en þarf ekki að vera alvarlegt atriði. En þ.e. óþarfi að gera ráð fyrir því, að flótti þeirra bendi til annars, en að þeir séu raunverulega sekir um "spillingu" og á flótta undan réttvísi, eins og hver annar glæpamaður eftir að glæpur komst upp.

--------------------------

Þú veist mæta vel, að samkomulag Úkraínu við Rússland, um langvarandi leigu á herstöð og aðstöðu í Sevastopol. Heimilaði eingöngu veru rússn.hermanna í þeirri borg og innan þeirrar herstöðvar.

Það að sjálfsögðu heimilaði ekki, að þeir hermenn "tæku restina af þeim skaga herskildi." Þ.e. augljóst brot - - og ekki ósanngjarnt að nefna það innrás. Jafnvel þó þeir hafi verið til staðar í herstöð Rússa.

-----------------------------

Þú ferð í marga hringi í viðleitni þinni að laga rás atburða, að því sem þú hefur kosið að trúa.

Þú þarft að átta þig á því, að rás atburða eins og þú kýst að trúa - er í mörgum atriðum röng.

Og að þ.s. þú kallar lygar, er líklega mun nær sannleika mála.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2014 kl. 03:14

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Stjórnin í "Kíev" situr EKKI í umboði lýðræðiskjörinna þingmanna Viktors Yushchenko, því að þingmenn hans Viktors sitja ekki á þingi lengur, þar sem þeir voru reknir í burtu ásamt forseta. Það er ekki rétt að halda því fram að þetta sé EKKI alvarlegt atriði, eða svona yfirtaka á lýðræðiskjörinni Ríkisstjórn landsins, sérstaklega þar sem að Bandarísk stjórnvöld koma þarna beint að málum og hafa borgað yfir 5. milljarða dollara til þess að koma lýðræðiskjörnum stjórnvöldum Úkraínu frá. Ofan á allt þar sem að Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt skipulögðu og settu saman alla þessa umboðslausu ríkisstjórn Úkraínu sem er við völd í dag. En þetta er eins og annað sem að ekki má neitt tala um í vestrænum fjölmiðlum, því það á reyna gera Pútin að Hitler og reyna segja að Pútin sé að reyna ná yfir öll lönd fyrrum Sovétríkjanna og/eða sé haldinn einhverri furðulegri þjóðerniskennd með öðru eins bulli og áróðri. Það er greinilegt að Pútin má alls ekki verja rússneskuættað- og rússneskumælandi fólk þarna, því að allt svoleiðis geta vestrænir fjölmiðlar alls ekki skilið eða vilja alls ekki skilja í öllum þessum áróðri þeirra gegn öllum Rússum og Rússlandi núna.   

Það tókst vel hjá vestrænum áróðursfjölmiðlum að passa upp á að minnast ekki á það, að stjórnvöld á Krímskaga hafi gefið út samþykki fyrir öllum þessum aðgerðum um að Úkraínski her þessarar líka umboðslausu ríkisstjórnar skyldi fara af öllum skaganum, þar sem að stjórnvöld á Krímskaga viðurkenna ekki þessa umboðlausu ríkisstjórn Úkraínu. Þú ert kannski á því að íbúar Krímskaga beri að fara eftir öllu frá þessum umboðslausu stjórnvöldum í Kænugarði, rétt eins og fólkið þarna hafi ekkert að segja, og að stjórnvöld á Krímskaga séu og hafi alls ekki verið til þarna.   

Það er kannski EKKI hjá þér “nær sannleika mála” þegar að fjölmiðill eins og t.d. N.Y. Times hefur viðurkennt opinberlega í blaðinu sjálfu að hafa notað lygar, með því þá að skálda og nota myndir frá öðrum atburðum í öllum áróðrinum gegn aðgerðarsinnum og Rússum. Það er kannski EKKI hjá þér “nær sannleika mála” þegar að komið hefur í ljós að Stimpill og undirskrift eru fölsuð á plagginu, svo og þar sem að hann John Karry getur og hefur ekki getað notað þessar áróðurslygar gegn aðgerðarsinnum í austurhluta Úkraínu, en þú vilt kannski taka það að þér að reyna leiðrétta þetta fyrir vestræn stjórnvöld- og fjölmiðla eitthvað betur?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 10:59

4 identicon

 Það er ekki hægt að segja að ég "fari marga hringi í viðleitni" þó ég nefni nokkur atriði hérna, eða hvað þá að ég sé að reyna "laga rás atburða", en sannleikanum samkvæmt þá var þessi yfirlýsing og áróður komin frá umboðslausum stjórnvöldum í Kænugarði, eða: “16,000 Russian soldiers had been deployed” (Ukraine’s statement at the UN), svo og sem að vestrænir áróðursfjölmiðlar hömruðu aftur og aftur á með innrás, án þess þó að minnast á hvað stjórnvöld á Krímskaga höfðu að segja um málið og að 16.000 manna rússneskt herlið hafi verið þarna með aðstöðu á Krímskaga undanfarin 15 ár

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 14:30

5 identicon

Annað sem gleymdist

Ég hef ekki heyrt eða séð einhverjar sannanir fyrir því að þingmenn hans Viktors Yushchenko séu raunverulega sekir um "spillingu", eins og þú ert að reyna segja hérna, en núverandi stjórnvöld svo og þessi drottning sem vill drepa alla Rússa hún Yulia Timoşenko hefur verið sökuð um "spillingu" og þjónað. Annars eru íbúar Úkraínu ekkert ánægðir núna með að þessi núverandi umboðslausa stjórn hafi skipað allt þetta "Top Oligarchs"- spillingar lið þarna í embætti til að fara með völd. Sjá hérna "We are the 1%! Kiev gives oligarchs top jobs" https://www.youtube.com/watch?v=f-uQh6kQ_Qs

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband