Síðan Óskar Bergsson hætti við framboð í 1. sæti í Reykjavík. Hófst - þ.s. ég verð að segja, að hefur verið afskaplega "vandræðaleg" syrpa, þ.s. "Kjördæmasambandið í Reykjavík" virðist hafa rætt við nokkurn fjölda aðila, ég get einungis gert ráð fyrir því að þeir sem rætt var við óformlega hafi sagt "nei" kannski kurteislega veit ekki, en nú í rúma viku hefur "planið virst vera" að Guðni Ágústsson, sá ágæti maður, sé fenginn til liðs á "ögurstundu."
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar
En nú fullyrða tveir fjölmiðlar að Guðni Ágústsson ætli ekki fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, á síðu flokksins, Framsokn.is, segir einungis að fundi hafi verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.
Mín skoðun er sú, ég læt hana nú uppi, að þegar Óskar Bergsson hætti, hefðu allir fyrir neðan átt að færast upp um eitt sæti, en Óskar komið inn neðstur í heiðurssæti listans!
Þannig hefði listinn snúist eins og kefli um eitt prik, allir færst til, sá næst efsti orðið efstur - sá efsti orðið neðstur, en það eru fordæmi fyrir því að sá sem hættir við framboð "taki heiðurssæti."
- Vandinn við hugmyndina, að fá inn einhvern "þekktan" - - er að þegar slík tilraun er gerð svo seint, þegar einungis vikur eru eftir af fresti til að skila inn lista, og fylgi er í lægstu lægðum.
- Er að þá verður samningsstaða flokksins í Reykjavík gagnvart hverjum þeim sem óskað er eftir að "reddi málum" svo afskaplega - afskaplega veik.
- Og síðan hitt, að þegar fylgið er þetta lítið, þá einnig verður það lítt spennandi í augum hugsanlegra þekktra einstaklinga, sérstaklega þegar eiga í hlut aðilar sem sjálfir hafa óflekkaðan orðstír - þá eðlilega verða þeir tregir til að "snerta á málinu."
Mín skoðun er sú - - ég læt hana nú uppi
Sé að hætt sé á því, að þessi "dauðaleit" að reddara, sé búinn að stórskaða möguleika flokksins í Reykjavík - frekar en orðið var. Var þó staðan ekki beisin fyrir, sem var ástæða þess að Óskar hætti.
- Eins og ég skildi málið, þá stóð til að "framboð flokksins yrði á allra vörum" sem má segja að hafi tekist.
- Nú verða menn að vonast til þess að Oscar Wilde hafi haft rétt fyrir sér fyrir 100 árum, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að það sé ekkert illt umtal, bara umtal.
- Höfuðatriðið sé að vera í "umræðunni."
Ég held reyndar, að ímynd og hvað sé rætt, skipti töluverðu máli.
Ég óttast að ímynd flokksins í Reykjavík sé sköðuð, þannig að erfitt verði að "endurræsa" listann, með það fólk "sem er á listanum" og "sannarlega hefur fram að þessu ekki hætt" og "er því búið að sanna að það vill koma fram fyrir hönd flokksins í Reykjavík."
En þ.e. nokkurs virði, að það sé fólk sem vill bjóða sig fram.
Ég legg til, að hætt verði við þær leikfléttur sem hafa verið uppi, og flokkurinn haldi sig við það fólk "sem er í framboði" - "hætti þessari skaðlegu leit að reddara."
Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!
Þess í stað komi flokkurinn fram með útspil á sviði málefna!
Flokkurinn vill tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar. En það að segjast vilja að völlurinn sé um alla framtíð, er ekki nóg - til að vekja athygli og skapa þá umræðu sem framboðið þarf á að halda.
Þess vegna hef ég þá hugmynd, að flokkurinn leggi til að "hafið verði að nýju millilandaflug frá Reykjavík." Það væri tillaga sem líklega yrði "nægilega umdeild" en samt "fullkomlega verjanleg" til þess, að framboðið geti fengið athygli.
Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320. Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.
Það þarf líklega nýja flugstöð, það má hugsa sér "bráðabirgðabyggingu" sem væri þannig frágengin, að hana mætti taka aftur niður - - ef það verður síðar meir niðurstaða íbúa að leggja völlinn niður. Við getum séð fyrir okkur byggingu svipuðum þeim ódýru íþróttahúsum, sem reist hafa verið víða. Ekki "sérlega elegant" endilega - - en nægilega rúmgóðar. Ástæðan er sú, að ég tel nauðsynlegt að "dæmið" komist í gagnið "innan kjörtímabilsins" svo að reynsla verði komin á, áður en því líkur. Á sama tíma, virðist flokkurinn mjög sáttafús, með því að reisa ekki "varanlega byggingu." Þó hún væri að sjálfsögðu þannig, að hún mundi geta staðið í áratugi, ef ákveðið er að "taka hana ekki niður." Þannig væri kannski unnt að ná málinu í gegn!
- Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
- Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.
Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.
Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.
Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW---------------------------------
Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.
Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."
- Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
- En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
- Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.
Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.
Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.
- En ef það á að vera völlur hér áfram, þá þarf að tryggja honum tekjur.
- Vellir hafa tekjur af flugumferð, þannig að ef Reykjavík á að hafa tekjur í stað þess að hafa kostnað, þarf að "auka mjög verulega umferð um Reykjavíkurvöll."
- Þetta er róttæk tillaga.
- En ekki, of róttæk heldur.
- Og ég held, að hún sé nægilega róttæk til að vekja næga athygli á framboðinu.
Það þurfi ekki að dubba upp einhvern þekktan - til að redda málum.
Niðurstaða
Sjálfsagt er Guðrún Bryndís Karlsdóttir, ekki mjög þekktur einstaklingur. En hún vill enn bjóða sig fram. Það hafa yfirlýsingar hennar undanfarna daga sýnt. Hún tengist engu vafasömu í fortíð flokksins á áratugnum á undan, þegar Halldór Ásgrímsson fór fyrir flokknum.
Við auðvitað sáum fyrir sl. þingkosningar, að framboðstilraunir fengu stundarfylgi, sem síðan hvarf - eftir því hvernig umræðan sveiflaðist. Einnig sást, að einn einstaklingur með umtalsvert persónufylgi, gat skipt máli. Mig grunar að framboð Lilju Mós, sé töluvert í huga manna - en flokkur hennar fékk töluvert fylgi um tíma, en þegar hún hætti sjálf þá var eins og allt fylgið gufaði upp.
Á hinn bóginn, ef við skoðum hvað Framsóknarflokkurinn gerði, þá var það í nafni "málefnalegs útspils" sem flokkurinn fékk verulegt viðbótar fylgi.
Þ.e. ekkert sem segir, að "málefnalegt útspil" geti ekki virkað í Reykjavík.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hugmynd Einar.
Rök Guðrúnar gegn fáranlegum áformum um byggingarframkvæmdir svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut eru í það minnsta góð, þannig að ef hún mætti til leiks með uppbyggingu
Reykjavíkurflugvallar á dagskránni og þá auðvitað með lengingu A-V brautar og nýrri flugstöð, þá fengi hún allavega eitt öruggt atkvæði frá mér.
Jónatan Karlsson, 24.4.2014 kl. 21:51
Já, ég mundi alveg treysta henni fyrir 1. sæti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.4.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning