Hagvöxtur á evrusvæði virðist skjóta traustari rótum

Þetta er skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega kannanir sem margir fylgjast með. Þarna er um að ræða þeirra "pöntunarstjóra-vísitölu" eða "purchasing managers index." Nú eru komnar bráðabirgðatölur fyrir mars. Samkvæmt þeim hefur orðið mikilvæg breyting.

Markit Flash Eurozone PMI®

Markit Flash Germany PMI®

Tölur hærri en 50 er aukning / tölur innan við 50 er minnkun!

Meðalvöxtur "PMI" hefur ekki aukist, heldur er heildartalan fyrir mars ívið lakari en fyrir febrúar, ef marka má bráðabirgða-yfirlitstölur, yfir vöxt eða minnkun pantana í aðildarríkjum evru. 
  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 53.2 (53.3 in February). 2 - month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 52.4 (52.6 in February). 2 - month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 53.0 (53.2 in February). 3 - month low . 

Heldur dregur úr heildarvexti pantana þ.e. í stað 3,3% aukningar í febrúar er ekki nema 3,2% aukning, sögð vera 2-ja mánaða lægð. Þetta er auðvitað svo lítil breyting að vart er unnt að halda því fram að hún skipti máli.

Það má allt eins álykta að heilt yfir sé aukning pantana svipuð og hina mánuðina. Þetta er líklega vísbending þess að hagvöxtur á evrusvæði sé stöðugur, í ákaflega hægum tölum. Sennilega er þetta ca. kringum 0,5%.

Eins og sést er aukning í þjónustugreinum ívið lakari en á sviði framleiðslugreina, ef til vill vísbending þess að erfið skuldastaða heimila og atvinnuleysi - haldi aftur af vexti neyslu.

 

Ef ekki er mikið að gerast í heildartölum - hvað á ég þá við með því að mikilvæg breyting hafi átt sér stað?

Financial Times var með frétt um þetta í morgun, og þetta kemur einnig fram í tölum MARKIT um Frakkland: FT - French spurt keeps eurozone recovery on track og Markit Flash France PMI®.

  1. France Composite Output Index (1) rises to 51 .6 (47.9 in February), 31 - month high
  2. France Services Activity Index (2) climbs to 51.4 (47.2 in February), 26 - month high
  3. France Manufacturing Output Index (3) rises to 52.8 (50.8 in February), 34 - month high 

Loksins, loksins, loksins - er að mælast aukning í tölum frá Frakklandi. Og þetta er stór sveifla milli mánaða.

Þ.e. í stað samdráttar í heildarpöntunum um 2,1% í febrúar er aukning mæld skv. bráðabirgðatölum mars um 1,6%. Þ.e. sveifla um 3,7%. Þetta er hæsta mæling í 31 mánuð. Sem gerir 2 og hálft ár.

Stóra sveiflan virðist vera að niðursveifla í þjónustugreinum - - er skyndilega hætt. Þ.e. einnig umtalsverð aukning í pöntunum til framleiðslugreina.

  • Áhugavert við lestur greiningar MARKIT:
  1. Þá lækkuðu söluverð hjá fyrirtækjum í Frakklandi yfir tímabilið.
  2. Á sama tíma, varð hækkun í "inputs" þ.e. rekstrarvörur urðu dýrari.

Þetta er kannski vísbending þess, að aukin sala hafi verið mikið til - - drifin áfram af tilboðum. Spurning hvernig það kemur niður á rekstrartekjum fyrirtækjanna vs. rekstrarkostnað þeirra, þ.e. hvort þau geti rekið sig með hagnaði - - eða hvort að þessi aukning sé "one off" Þ.e. án framhalds.

Það gæti bent til þess, að það verði þrístingur á laun á næstunni í Frakklandi.

  • Spurning hvort í framhaldinu Frakkland hugsanlega detti í verðhjöðnun?

 

Það má lesa verðhjöðnunarhættu út úr tölum MARKIT

En fyrirtæki vítt yfir evrusvæði virðast hafa lækkað verð milli mánaða.

  1. "Input costs showed the smallest monthly rise for nine months,..."
  2. "...while prices charged by manufacturing and service providers fell on average to the greatest extent since last July."
  3. "Lower prices were often attributed simply to the need to compete to win business." 

Skv. þessu er hagnaður fyrirtækjanna - - líklega undir þrýstingi. Þ.s. "inputs" þ.e. rekstrarvörur hafa hækkað, en verðlag á seldri þjónustu eða vörum hefur lækkað.

Þetta líklega bendir til þess, að fyrirtæki muni gæta aðhalds hvívetna í kostnaði, leita ljósum logum að leiðum til að minnka kostnað, þ.e. launum - starfsmannahaldi - fjárfestingum - viðhald - endurnýjun o.s.frv.

Ef þetta skapar niðurþrísting á laun, þá dregur úr kaupmætti - - sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki þurfa enn frekar að lækka verð í framtíðinni. Ef þau vilja viðhalda sölu.

  • Þetta er svokallaður "verðhjöðnunarhringur" sem mjög erfitt getur verið að stöðva, þegar hann er á annað borð kominn af stað.

Ég þekki ekki akkúrat hvaða "input" hafa hækkað - - en þ.e. vitað að orkuverð í Evrópu hefur verið á uppleið, svo dæmi sé nefnt.

Innfluttur varningur ætti að vera tiltölulega hagstæður þar á meðal rekstrarvörur, vegna hás gengis evrunnar - - á sama tíma og gengi gjaldmiðla í Asíu hefur lækkað töluvert, meira að segja gjaldmiðils Kína.

Það auðvitað setur sennilega þrísting á verðlag frá evr. fyrirtækjum, þ.s. þau verða að bjóða samkeppnisfær verð, eða væntanlega að þeirra "bissness" hjaðnar og þau hætta rekstri fyrir rest.

  • Það auðvitað ýtir undir verðhjöðnun, hið hækkandi gengi evru - þ.e. lækkandi verðlag á innfluttum vörum. Sem væntanlega kallar á að evr. fyrirtæki verða að lækka verð, til að standast samkeppni. Sem væntanlega eflir þrýsting á laun innan Evr. Sem aftur kallar á, vegna minnkandi kaupmáttar launa, á frekari verðlækkanir - - til að viðhalda sölu.

Hátt og hækkandi gengi evrunnar - - skapar viðbótar verðhjöðnunarhættu.

 

Niðurstaða

Hagvöxtur á evrusvæði virðist vera að ná stöðugleika í kringum 0,5%. Ekki er þó líklega unnt að fullyrða út frá tölum eins mánaðar. Að kominn sé stöðugur hagvöxtur í Frakklandi. En ef Frakkland helst næstu mánuði í tölum ofan við "0" þá auðvitað dregur úr þeirri hættu, að Frakkland geti lent í vanda. Sem gat skapað framtíðar hættu fyrir hagvöxt í hinum löndunum. Ég lít því svo á að með því að öll stóru löndin séu nú ofan við "0" þá sé hagvöxturinn traustari. Þó það sé ekki aukning i vextinum heilt yfir milli mánaða. Sé áfram í kringum 0,5%.

Tölur MARKIT virðast sína áframhaldandi verðhjöðnunarhættu - þ.s. fyrirtæki í öllum löndunum bæði í framleiðslugreinum og þjónustu; virðast hafa lækkað verð milli mánaða. Á sama tíma og verðlag á rekstrarvörum eða "inputs" virðist hafa hækkað milli mánaða.

Það síðan sett í samhengi við óhagstæða gengisþróun evrunnar þ.e. að gengi evrunnar hefur sl. 18 mánuði eða svo verið ákaflega sterkt gagnvart mörgum öðrum gjaldmiðlum, sé líklegt að íta undir ástand ákaflega lágrar verðbólgu. Þ.e. verðbólgu langt undir 1%.

Það verður að koma í ljós hvort að löndum í verðhjöðnun heldur áfram að fjölga innan evrusvæðis. En þ.e. áhugavert að rifja upp að á 10. áratugnum þegar Japan smám saman færðist yfir í ástand verðhjöðnunar, þá afneitaði Seðlabankinn lengi vel einnig hættunni. Eins og Seðlabanki Evrópu hefur fram að þessu gert.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband