Það eru nú komin gögn frá 3-ólíkum gervihnöttum sem sýna stóra fljótandi hluti á hafinu sem rannsakendur telja að geti hugsanlega verið af B777 200 vél frá Malasíu sem fórst líklega fyrir tveim vikum.
Það nýjasta er: French satellite data raise hopes in search for missing jet
Einnig hér: French satellite image also shows possible plane debris, Malaysia says
Áður var þetta komið: Airliner Search Team Grows, as China Finds New Satellite Images
Athygli hefur beinst af flugstjóranum, sem virðist hafa verið mikill "tölvuleikjafan" sbr:
Pilot of missing plane shared his flight simulator passion online
Hann virðist hafa varið gríðarlegum tíma í tölvu sem hann virðist hafa sérsmíðað heima hjá sér, fengið aðstoð til þess frá vinum vítt um netið, þessi internet samskipti hafa verið könnuð, og engar - ég meina virkilega, engar skýrar vísbendingar hafa komið fram í þeim gögnum, sem benda til þess að flugstjórinn hafi rænt vélinni og viljandi tekið hana mörg þúsund km. af leið.
En þúsundir klukkutíma í netspilun er ekki endilega neitt óvenjulegt í dag.
Þeir sem þekkja hann, þekkja hann sem prúðan og vinsamlegan einstakling, hvort sem það eru vandamenn eða vinir á netinu.
Það hafa ekki fundist neinar skýrar vísbendingar um þunglyndi eða sjálfsmorðshugsanir heldur.
Aðstoðarflugmaðurinn virðist ekki heldur af rannsókn vera neitt líkleg týpa eða manngerð. Engin vísbending heldur komið fram eftir rannsókn á hans bakgrunni eða vinum.
Flugstjórinn hefur getað með tölvunni sinni flogið með vinum sínum í gegnum netið við óteljandi aðstæður, sem unnt er að forrita - þar á meðal, er ekkert tæknilega ómögulegt við það að forrita inn "raunveruleg skilyrði" skv. veðurgögnum og notast við þau í samhengi við "digital útgáfur" af raunverulegum flugvöllum, hvar sem er í heiminum - þess vegna lendingar á flugmóðurskipum með raunverulega hreyfingar forritaðar inn.
Flugvélin hafði flugþol til 8 klukkutíma flugs frá Kúala Lúmpúr. Fyrirhugað flug til Pekíng, ca. 4300km.
B777 200 krjúsar á ca. 900km.klst. í venjulegri farflughæð. Hún getur þá væntanlega flogið á bilinu 6500-8000km., eftir því hvort þ.e. meðvindur eða mótvindur.
- Þ.e. tæknilega hugsanlegt að eftir að vélinni var snúið við, nokkru eftir að hún var komin út á Kínahaf, og síðan aftur flogið yfir Malasíu.
- Þá hafi hún verið á "autopilot" - enginn jafnvel vakandi eða með meðvitund í flugstjórnarklefanum.
- Síðan hafi vélin flogið áfram þar til eldsneytið var búið - á sömu stefnunni. Nokkurn veginn í há Suður af vestur. Þess vegna endað í hafinu ca. sömu breiddargráðu og S-strönd ástralíu. En milli 1200-1500km. Vestur af strönd Ástralíu.
- Af hverju var slökkt á transponder?
- Af hverju var slökkt á svokölluðum ACARS búnaði, sem sjálfvirkt sendir gögn á korters fresti til næsta gervihnattar?
ACARS búnaðurinn virðist samt hafa verið að gera tilraunir til að hafa samband, sent "ping" frá sér þ.e. eins og hann hafi verið að segja - - hér er ég, án þess að senda nein gögn. Þessi "ping" eru að berast í rúmlega 7klst. Vegna þess að "pingin" voru án gagna, voru menn ekki vissir hvort vélin hafði flogið langt í suður eða jafnvel langt í norður yfir land.
Það virðist hafa komið til þannig, að menn vissu hvaða hnettir voru "pingaðir" án þess að stefna vélarinnar hafi legið skýrt fyrr eða staðsetning.
- Rannsóknir á farþegum hafa ekki heldur leitt neitt augljóslega grumsamlegt í ljós.
Rétt að muna að í kjölfar svokallaðs 9-11 atburðar, voru dyr inn í flugstjórnarklefa véla - - styrktar. Til þess að gera það erfitt að brjótast inn í klefann.
- Gallinn á því væntanlega er, þó það minnki likur á flugránum, að ef einhverra hluta vegna - - allir í klefanum verða meðvitundarlausir.
- Þá getur verið að þó allir aðrir um borð séu með fullri meðtvitund, að það komi í veg fyrir að unnt sé að brjóa sér leið inn. Og athuga ástand þeirra sem eru inni í klefanum.
Þarna getur verið komin fram - óvænt hliðarverkun þess. Að hafa styrkt skilrúmið milli flugstjórnarklefans, og annarra hluta vélar. Að það komi í veg fyrir að nokkuð sé unnt að gera. Ef e-h kemur samtímis fyrir alla þá sem eru inni í flugstjórnarrýminu.
Með því að minnka líkur á flugráni - - hafi óvart ný hætta verið búin til.
Þ.e. ekki langt síðan, að það kviknaði í batterýi í "Dreamliner" flugvél. Við það kom verulegur reykur inn í flugstjórnarklefann. Sú vél fórst þó ekki. Það tókst að hemja þann eld áður en sá varð hættulegur. Þess vegna voru um tíma allar "Dreamliner" vélar "grounded." Þ.e. B787 "Dreamliner."
- Það verður einhver sem þekkir til eldsvoða að svara því - - hversu hratt "eitraðar" lofttegundir geta hlaðist upp í lokuðu rými, svo að ógnað geti meðvitund þeirra sem eru þar inni.
Ef þetta var "Lithium-ion" hlaða. Þá gæti eldsvoðinn hafa hætt án þess að breiða úr sér. Eftir að hlaðan sjálf var brunnin. Ef utan um hana var nægilega sterk umgjörð. Svo að eldur var ólíklegur að geta breiðst út.
Niðurstaða
Ef vélin er ca. 1200-1500km. í Vestur frá Asíu á rúmlega 2000m. dýpi. Með e-h af braki fljótandi á sjónum nú væntanlega dreift um mjög stórt svæði á hafinu. Þá er óvíst að svokallaður svartur kassi finnist nokkru sinni. En hann hefur ekki hleðslu á rafgeymi endalaust. Endist kannski nokkra mánuði. Eftir það er hann eins og hver annar dauður hlutur á botninum.
Þá getur vel verið að ráðgátan um það, hvað gerðist?
Verði aldrei leyst.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning