13.3.2014 | 01:52
Úrslit mikilvægrar þingsatkvæðagreiðslu á Krímskaga hafi verið fölsuð!
Um er að ræða atkvæðagreiðslu sem eðlilegt virðist að tortryggja sem haldin var innan við 12 klst. eftir að rússneskir hermenn byrjuðu hernám Rússa á skaganum. En það virðist að hún hafi verið haldin undir vakri gæslu rússneskra varðliða.
En þar var skv. opinberri frásögn skipuð ríkisstjórn flokks - sem hafði í héraðskosningum á Krímskaga ekki fengið nema um 4% heildaratkvæða.
Þingið á hafa afgreitt málið með öruggum meirihluta.
Og það á að auki hafa verið nægilega margir þingmenn í salnum til þess að atkvæðagreiðslan væri lögleg.
En þ.e. full ástæða til að efast um öll atriðin.
How the separatists delivered Crimea to Moscow
Hrein yfirtaka!
Leonid Pilunsky - "It was all a great spectacle, a tragic spectacle,"
""I wasn't even in Simferopol but my vote was counted," said the lawmaker, who spoke on condition he not be identified, saying he had received threatening calls and text messages."
"The lawmaker said duplicate voting cards were taken from parliament's safe to allow votes to be cast in the name of people who were not present. He was aware of at least 10 votes that were cast for people who were not in the chamber."
"Let me tell you how they scared people: After the first vote was fabricated, they told us that they would open criminal cases against anyone who spoke out," he said. "Those in power are not really politicians but businessmen. It's very easy to put pressure on them. They have a lot to lose." "
---------------------------------
Það má sjálfsagt kalla þetta "valdarán" - þ.e. þinghúsið sé umkring af vopnuðum aðilum. Sem síðan taki það traustataki.
Fjölmiðlum ekki hleypt að - og því stýrt hverjir aðrir fá að fara inn.
Síðan skipar það ríkisstjórn - - bandamanna Pútíns.
- Pútín eins og hefur komið í ljós - hefur ekki hikað við að beita "sýndarréttarhöldum" til að dæma menn seka fyrir "meinta glæpi" sem litlar líkur eru á að viðkomandi hafi framið.
- Það virðist einfaldlega vera svo - að alltaf sé unnt að lengja dóma, bæta við flr. "meintum" sökum.
Þannig að það er líklega full ástæða til að taka alvarlega þá hótun - - að vera ákærðir fyrir glæpi.
En að vera ákærður í landi Pútíns að því er virðist, ef Pútín ákveður að refsa þér - virðist nánast það sama og vera dæmdur. En dómurinn fyrir rest virðist nánast formsatriði.
---------------------------------
Ég trúi því algerlega að þessi mikilvæga atkvæðagreiðsla hafi verið fölsuð.
En það virðist annars órökrétt að flokkur sem hingað til hefur haft svo lítinn stuðning íbúa, skuli allt í einu vera tekinn við.
Á hinn bóginn eru þeir aðilar "líklega í raun og veru ekki meira en framhlið" þ.e. þeir taki við skipunum - séu málpípur - strengjabrúður sem talið var henta að hafa að nafni til við stjórnvölinn.
- Auðvitað þíðir þetta - - að atkvæðagreiðsla sama þings, sem enn er undir gæslu vopnaða varðliða af svipuðu tagi, þ.s. ákveðið var að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á Krím-skaga.
- Þ.s. þjóðin skal spurð "hvort hún vill sjálfstæði" eða "sameiningu við Rússland." Sem þíðir nokkurn veginn það sama.
- Sé sennilega ómarktæk einnig.
Það verður auðvitað fylgst eftir föngum með þessari atkvæðagreiðslu - - en ef sterkar vísbendingar um atkvæðafalsanir koma fram.
Og ef enginn óháður aðili utan úr heimi fær að fylgjast með þeim.
- Þá má reikna með því að nánast sérhver maður á Vesturlöndum muni telja atkvæðagreiðsluna ómarktæka.
Ég held það sé mistök hjá Pútín - að framkvæma hana með ótrúverðugum hætti, því það feli í sér "sjálfsmark Pútíns" í því áróðursstríði sem er í gangi.
Trúverðug atkvæðagreiðsla gæti gefið sameiningu Krímskaga við Rússland eða sjálfstæðisyfirlýsingu Krímskaga - - einhvern trúverðugleika.
En það má vera að Pútín sé "slétt sama" hvort að Vesturlönd álíti þá atkvæðagreiðslu trúverðuga eða ekki.
Pútin telji að vesturlönd muni ekki gera Rússlandi neitt það - sem sé það óþægilegt að það sé ekki þess virði, að ná Krímskaga aftur undir rússnesk yfirráð.
Niðurstaða
Ég tel það algerlega trúverðugt að Rússar séu með sjónarspil í gangi, þegar þeir halda því fram að rússneskir hermenn séu að "verja" sjálfsprottna uppreisn íbúa Krímskaga, gegn ólöglegum stjórnvöldum í Kíev. Það sé ekki ástæða til að taka þeirri söguskýringu - trúanlega.
Hún sé það augljóslega ótrúverðug - - auk þess séu vísbendingar um það að atkvæðagreiðslur á héraðsþinginu eftir yfirtöku Rússa, séu líklega einnig ótrúverðugar. Líklega með fölsuðum úrslitum.
- Ég hugsa að þrátt fyrir allt - - muni Pútín líklega komast upp með að hrifsa til sín Krímskaga.
Skv. fréttum eru aðildarríki ESB loks búin að koma sér saman um einhverjar refsiaðgerðir.
Það verður áhugavert að sjá viðbrögð Pútíns, því hann hefur hótað sambærilegum gagn-refsiaðgerðum.
Þó að líklega bitni slík átök í formi "tit for tat" refsiaðgerða meir á rússn. almenningi, en evópskum. Þá grunar mig að Pútín muni takast að sannfæra rússn. alþýðu um, að þau vandræði séu Vesturveldum að kenna.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Evrópa mun verða fyrir neikvæðum efnahagsáhrifum, þegar haft er í huga að hagvöxtur þar er ákaflega hægur þ.e. milli 0,4-0,5% auk þess að verðbólga er ekki nema eitt efnahagsáfall frá verðhjöðnun.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Taktu nú vel eftir....
http://youtu.be/fWkfpGCAAuw
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 10:31
Það verða engar refsiaðgerðir að hálfu ESB, því þá munu Rússar skrúfa fyrir gasið til Þýskalands.
Eggert Guðmundsson, 13.3.2014 kl. 13:53
Jón, ég get ekki séð að þetta samtal Asthon og Paet sýni fram á nokkurn hlut. Hann virðist vera að segja Asthon frá kenningu annars einstaklings - sem segir að sér hafi verið sýnd einhvern gögn sem skv. frásögn þess aðila séu alvarlegar ásakanir; sem sagt hann er að segja frá kenningu annars manns sem sá heyrði frá þriðju persónu.
Að álykta út frá svo veikum grunni að þetta sýni fram á að svo alvarleg ásökun sé sönn - er mjög vafasamt.
Að samskonar skot séu notuð - sýnir í sjálfu sér ekki fram á neitt umfram það, að skotið hafi verið með vopnum sem notuðu sömu tegund skothylkja. Það þarf ekki að vera sama vopnið - það þarf ekki heldur að vera sama tegund af vopni.
Svo eru mjög merkilega túlkanir á tilraunum bandar. og evr. stjv., að ná fram friðsömum endalokum á deilum fyrri stjórnar og stjórnarandstæðina - - en þ.e. vel vitað að þegar þær tilraunir fóru fram, þá hittu sendimenn vesturvelda fulltrúa helstu stjórnarandstöðuhópa í Úkraínu, á sama tíma og þeir voru einnig að ræða við fulltrúa stjv.
Enda ef þ.e. verið að leitastt við að bera klæði á vopn - þá þarftu að tala við báða aðila.
Tja, ef þær tilraunir hefðu tekist, hefði forseti Úkraínu ekki þurft að hrökklast í útlegð, en það var gert ráð fyrir fullum griðum - hann átti að láta af völdum. Og þeir sem voru tengdir honum.
Þessar tilraunir til samkomulags fóru út um þúfur - - - - Varðandi Svoboda flokkinn, þá hefur verið vitað lengi að sá flokkur er töluvert langt til öfgahægri. Það eru deildar meiningar um það, hvort hann skal teljast róttækur þjóðernissinnaður flokkur eða hvort hann sé enn róttækari en það.
En þ.e. óþarfi samt að taka þ.s. sannað mál að þeir séu nýnasistar, en andgyðingsleg ummæli eru ekki sérlega sjaldgæf meðal hins evr. öfgahægri. T.d. hafa þau stundum heyrst frá fólki úr röðum norska Framfaraflokksins, sem oftast nær er ekki talinn - ný nasistafl. Ég held að Mogens Glistrup hafi sagt e-h svipað, þó var hann ekki talinn ný nasisti.
Svo er mjög sérkennileg frásögn hans af Sýrlandi þ.s. hann heldur því fram að vesturlönd fjármagni þá sem beittu sinnepsgasi, þegar sýnt hefur verið fram á þ.e. nær öruggt að stjórnarherinn beitti þeim sjálfur - en menn eiga ekki að útiloka að herforingi hafi gert mistök. En þær sprengjur er voru notaðar hafa verið greindar, þær voru það stórar að skotpallarnir þurfa heilann vörubíl.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.3.2014 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning